Morgunblaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þingmenn Samfylkingar leggja fram þingsályktunartillögu um að gerður verður greinarmunur á innflytjendum og erlendum farandverkamönnum Réttur innflylj enda verði tryggður betur í ÞINGSÁLYKTUNARTILLÖGU sem lögð hefur verið fram á Alþingi er lagt til að ríkisstjórninni verði fal- ið að láta semja og leggja fyrir Al- þingi frumvarp til laga sem tryggi rétt innflytjenda til jafns við aðra íbúa landsins. Skuli þetta frum- varp lagt fyrir Al- þingi fyrir lok ár- sins 2001. Það eru átta þingmenn Sam- fylkingar sem leggja þingsálykt- unai"tillöguna fram en fyrsti flutnings- maður hennar er Össur Skarphéðinsson. Segir í greinargerð með tillögunni að alvar- legur meinbugur sé á gildandi lögum að því leyti að hvergi sé að finna greinarmun á erlendum ríkisborgur- um sem hingað flytjast til frambúðar og erlendu farandverkafólki. Jafn- framt virðist lögin alls ekki sett með innflytjendur í huga heldur fyi-st og fremst erlenda farandverkamenn. Rík þörf sé hins vegar á því að skil- greina sérstaklega þann hóp sem hingað kemur til varanlegrar vistar, enda sé réttarþörf hans verulega frábnigðin þörfum erlendra manna sem dveljist hér tímabundið, yfirleitt í atvinnuskyni, og áformi ekki lang- varandi búsetu á landinu. „Grundvallarmunurinn á innflytj- endum og farandverkamönnum kristallast í þeim einarða ásetningi hinna fyrrnefndu að tilheyra ís- lensku þjóðinni," segir í greinar- gerðinni. „í langflestum tilvikum hafa þeir þegai' tengst þjóðinni traustum böndum gegnum fjölskyld- utengsl og stór hluti þeirra á börn sem eru ís- lenskir ríkisborg- arar. Af sjálfu leiðir að hags- munir þeirra gagnvart stjóm- sýslunni eru ger- ólíkir hags- munum erlendra ríkisborgara sem hingað koma til tímabundinnar dvalar í atvinnuskyni." Vaxandi fjöldi vill setjast hér að Nauðsyn þess, að sett verði sér- stök lög um innflytjendur, er einnig rökstudd í greinargerð með því að benda á að breyttar aðstæður í heiminum hafi valdið því að fjöldi þeirra sem óski eftir að setjast að hér á landi fari vaxandi. í öðru lagi hafi stofnanir sem þurfi að vinna eft- ir gildandi lögum um útlendinga lýst því opinberlega yfir að lögin séu göll- uð og framkvæmd þeirra undirorpin túlkun einstakra embættismanna. í greinargerðinni segir jafnframt að réttarstaða innflytjenda skv. gild- andi lögum sé fráleitt viðunandi, í gildi séu lagaákvæði sem skerði rétt barna innflytjenda til öruggrar af- komu miðað við önnur börn á íslandi og einnig sé að finna í sömu lögum fyrirmæli um meðferð sem sé bein- línis niðurlægjandi fyiir innflytjend- ur. I sjötta lagi liggi fyrir að innflytj- endur sem era makar íslenskra rík- isborgai-a njóti minni réttar en mak- ar erlendra ríkisborgara af EES-svæðinu, einnig séu í gildi vinnureglur hjá Utlendingaeftirlit- Mörg mál eru til umræðu og af- greiðslu á Alþingi þessa dagana, enda stefnt að því að þingmenn fari í jólaleyfi um næstu helgi. Forseti inu sem virðist ekki tiyggja að öll ólögráða börn með erlent ríkisfang hljóti sömu meðferð hjá stofnuninni. Loks segir í greinargerð tillögunnar að framkvæmd þeirra laga sem varði útlendinga sé á höndum tveggja ólíkra ráðuneyta, dómsmálaráðun- eytis og félagsmálaráðuneytis, sem geri kerfið mjög þungt í vöfum og leiði til þess að reynsla margra inn- flytjenda af því sé slæm. Alþingis, Halldór Blöndal, tilkynnir útbýtingu margra skjala og stýrir mörgum atkvæðagreiðslum næstu daga. ALÞINGI Þingskjölum útbýtt Alþingi ÞINGFUNDUR hefst í Alþingi í dag kl. 10.30. Eftirfarandi mál verða þar á dagskrá: 1. Fjáraukalög 1999, frh. 3. umræðu (atkvgr.). 2. Fjáríög 2000,3. umræða. 3. Þjóðarbókhlaða og endur- bætur menningarbygginga, 1. umræða. 4. Ráðstöfun erfðafjár- skatts, 1. umræða. 5. Málefni fatlaðra, 1. um- ræða. 6. Kjarasamningar opin- berra starfsmanna, frh. 1. um- ræðu. 7. Brunavamir og bruna- mál, frh. 1. umræðu. 8. Bann við uppsögnum vegna fjölskylduábyrgðar starfsmanna, 1. umræða. 9. Greiðslur ríkissjóðs á bót- um þolenda afbrota, 3. um- ræða. 10. Almenn hegningarlög, 3. umræða. 11. Jarðalög, 3. umræða. 12. Seðlabanki íslands, 2. umræða. 13. Gjaldeyrismól, 2. um- ræða. 14. Greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með (jármála- starfsemi, 2. umræða. 15. Tollalög, 2. umræða. 16. Skattfrelsi norrænna verðlauna, 2. umræða. 17. Tekjuskattur og eignar- skattur, 2. umræða. 18. Innstæðutryggingar og tryggingakerfí fyrir fjárfesta. 19. Meðferð, vinnsla og dreifing sjávarafurða. 20. Framleiðsluráð landbún- aðarins, 2. umræða. 21. Iðnaðarlög, 2. umræða. 22. Framhaldsskólar. 23. Ættleiðingar, 2. um- ræða. 24. Aðild að Haagsamningi um vernd barna og ættleiðingu milli landa, síðari umræða. 25. Skráð trúfélög, 2. um- ræða. Stjórnarandstaðan gagnrýnir hagstjórn stjórnarinnar við umræður um fjáraukalög Viðvörunarbjöllur farnar að klingja STJÓRNARANDSTÆÐINGAR gagnrýndu hagstjórn ríkisstjórn- arinnar harðlega við þriðju og síð- ustu umræðu um fjáraukalög fyrir árið 1999 sem lauk rétt fyrir tíu i gærkvöldi. Notuðu þeir óspart nýja þjóðhagsspá Þjóðhagsstofn- unar sem vísbendingu um að illa horfði í ríkisfjármálum og efna- hagslífi landsmanna. Atkvæða- greiðsla um frumvarpið fer fram í dag en síðan fer fram 3. umræða um fjárlög ársins 2000. Við upphaf þingfundar í gær höfðu fulltrúar minnihlutans í fjár- laganefnd mótmælt harðlega þeim vinnubrögðum sem viðhöfð væru við afgreiðslu fjáraukalaga fyrir árið 1999 og fjárlaga fyrir árið 2000. Nánast ekkert hefði verið fjallað um tekjuhlið fjárlaganna á fundum fjárlaganefndar fyrr en í gær og fyrrakvöld en síðan væri nefndarmönnum ætlað að fjalla um og afgreiða bæði fjáraukalög og fjárlög án tafar. Jón Kristjánsson, þingmaður Framsóknarflokks og formaður fjárlaganefndar, kvaðst hins vegar ekkert sjá því til fyrirstöðu að dagskrá Alþingis yrði haldið. Þriðju umræðu um fjáraukalögin var þó frestað um tvær klukku- stundir að hans ósk og sat fjár- laganefnd að störfum þann tíma. Jón mælti síðan fyrir framhalds- nefndaráliti meirihluta fjárlaga- nefndar er fjáraukalögin voru tek- in til umræðu síðdegis í gær. Fram kom í máli Jóns að tekjur yrðu 13 milljörðum króna meiri á árinu 1999 en gert var ráð fyrir í framvarpi til fjáraukalaga. Tekju- skattur einstaklinga hækkaði um 1,4 milljarða króna, tekjuskattur lögaðila um 1,2 milljarða kr. og virðisaukaskattur um 1,6 milljarða króna. Söluhagnaður hlutabréfa í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins næmi 2,8 milljörðum króna og áætlaður söluhagnaður hlutabréfa i Landsbanka og Búnaðarbanka næmi 4,5 milljörðum króna, sam- tals um 7,3 milljörðum króna. Fram kom jafnframt í máli Jóns að farið væri fram á að framlag í jöfnunarsjóð sveitarfélaga yrði hækkað um 50 milljónir króna í ljósi endurskoðunar á skatttekjum ríkissjóðs á árinu en einnig væri lagt til að veitt yrði 700 milljóna króna sérstakt framlag í sjóðinn. „Er framlagið byggt á sameigin- legu mati ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga um að grípa þurfi til sérstakra tímabundinna ráðstafana, sem fel- ast meðal annars í því að greitt verði sérstakt 350 milljóna króna framlag til sveitarfélaga þar sem íbúum hefur fækkað árin 1997- 1999 og hins vegar að þjónustu- framlög hækki um 350 milljónir króna,“ sagði Jón. „Er framlögun- um ætlað að koma til móts við vanda sveitarfélaga sem hafa ekki haft möguleika á að draga úr rekstri og þjónustu til samræmis við fækkun íbúa og samdrátt í skatttekjum.“ Ríkisstjórnin veigri sér við að greiða erlend lán Einar Már Sigurðarson, þing- maður Samfylkingar, mælti fyrir framhaldsnefndaráliti minnihluta fjárlaganefndar og fór hörðum orðum um hagstjórn ríkisstjórnar- innar. Sagði hann fálmkennd vinnubrögð hafa einkennt gerð fjáraukalaga og fjárlaga og væru þau ekki til þess fallin að auka bjartsýni á komandi ári. Einar Már sagði minnihlutann hafa lagt fram útreikninga sem sýndu að á milli áranna 1994 og 1998 hefðu útgjöld ríkissjóðs auk- ist um 55 milljarða ki-óna á verð- lagi ársins 1998. Þrátt fyrir þessa miklu aukningu væri hins vegar dulinn vandi í ríkiskerfinu sem ekki hefði enn verið tekið á. Einar Már sagði að fjármála- ráðherra hefði nú lagt til að lán- tökur yrðu auknar um 18,3 millj- arða króna og að ekki yrðu greidd niður lán nema fyrir 14,2 milljarða króna í stað 23,8 eins og áformað hefði verið. „Þetta gerist þrátt fyr- ir verulegan tekjuafgang ríkis- sjóðs. Hér kemur til sú staðreynd að viðskiptahallinn hefur gert það að verkum að erfitt er að greiða niður erlend lán vegna viðkvæmr- ar gjaldeyrisstöðu. Innanlands er sú sérkennilega staða komin upp að ríkisstjórnin veigrar sér við að greiða niður lán af ótta við áhrif þess á þensluna.“ Jón Bjarnason, fulltrúi vinstri- grænna í fjárlaganefnd, ítrekaði gagnrýni sína frá fyrri umræðum um fjáraukalög á að Alþingi væri látið standa frammi fyrir gerðum hlut, og jafn gífurlegum breyting- um frá fjárlögum ársins. Sagði hann það vond vinnubrögð hjá stjórnarmeirihlutanum að fela ým- is útgjöld við fjárlagagerð til þess eins að birtast með þau í fjárauka- lögum. Fór Jón hörðum orðum um fjár- málastjórn ríkisstjórnarinnar og sagði hana alla stefna að aukinni þenslu og verðbólgu. Alþingi yrði að grípa í taumana og tryggja ábyrgari fjárlög. Sjálfhelda í ríkisfjármálum? Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingar, sagði pattstöðu komna upp í ríkisfjár- málum þrátt fyrir mesta góðæris- tímabil íslandssögunnar. Vegna viðvarandi viðskiptahalla rynni gjaldeyrir úr landi og staðan væri einfaldlega orðin sú að ríkisstjórn- in gæti ekki aukið þar á með því að greiða erlend lán, eins og þó hefði verið stefnt að. Kvaðst Guð- mundur Ái-ni óttast að óðaverð- bólga væri framundan ef ekki yrði spyrnt við fótum. Verðbólgustigið væri þegar svo hátt að allar við- vörunarbjöllur væru fyrir löngu farnar að klingja í nágrannalönd- unum. Geir H. Haarde fjármálaráð- herra sagði í andsvari að til að greiða erlend lán yrði að vera til gjaldeyrir. Ekki mætti hins vegar ganga á gjaldeyi'isvarasjóð og því yrði að borga af innlendum lánum ríkisins í staðinn. Sagði Guðmund- ur Árni þetta merka yfirlýsingu af hálfu fjármálaráðherra því hún staðfesti að sjálfhelda væri komin upp í fjármálum ríkisins. Ekki væri hægt að borga erlendu lánin en hinn kosturinn, að borga inn- lend lán, yki hins vegar enn það fé sem væri í umferð og um leið þenslu í hagkerfinu. Fagnar framlögum í jöfnun- arsjóð sveitarfélaga Steingi'ímur J. Sigfússon, vinstrigrænum, sagði að varla stæði steinn yfir steini í fjárauka- lagafrumvarpinu, á daginn hefði komið að um algert vanmat á út- gjöldum hefði verið að ræða í fjár- lögum eins og bent hefði verið á við 1. umræðu. Sagði hann mörg mistök hafa verið gerð í hagstjórn- inni, t.a.m. hefði verið farið óvar- lega við innspýtingu í hagkerfið af hálfu ríkisstjórnar, m.a. þegar ákveðin var flöt skattalækkun í miðju góðæri. Sagði Steingrímur þetta síðan enn hafa aukið þenslu. Steingrímur fagnaði auknum framlögum í jöfnunarsjóð sveitar- félaga en sagði stjórnvöld með þessum framlögum vera að viður- kenna það sem þau þó hefðu neit- að fram að þessu, að vitlaust væri gefið í tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Guðjón A. Kristjáns- son, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði mörg viðvörunar- merki vera á lofti í efnahagslífi þjóðarinnar, skuldir fjölskyldna ykjust og ekki hefðu verið gerðar þær breytingar á fiskveiðistjórnar- kerfinu sem þyrfti til ef sporna ætti við flótta úr dreifðari byggð- um landsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.