Morgunblaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Kristján Guðbjörg Inga Jósefsdóttir, fyrir aftan standa Ómar Gylfason verslunarstjóri og Sigmundur Einarsson. Geðverndarfélag Akureyrar 25 ára gamalt í dag Athvarf efst á óskalista GEÐVERNDARFÉLAG Akureyr- ar er aldarfjórðungs gamalt í dag, miðvikudaginn 15. desember. Ahugafólk á Akureyri og í ná- grannabyggðum hefur í 25 ár stutt dyggilega og af miklum krafti alla viðleitni félagsins til að bæta hag geðsjúkra á svæðinu. Félagið hefur haldið úti fræðsluriti, Geðfræðslu, og þá hefur félagið unnið að mörg- um mikilvægum framfaramálum á vegum heilbrigðisþjónustunnar, fyrst og fremst Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri. Má þar nefna tilkomu iðjuþjálfunar og áfanga- heimilis fyrir geðfatlaða. Félagið hefur notið stuðnings sem réð úrslitum um að vissh’ erfið- ir áfanga náðust eftir mikla fyrir- höfn. Geðverndai’félag Islands kom að stofnun félagsins og veitti mikinn og góðan fjárhagslegan stuðning í upphafi. Kiwanishreyfingin á Is- landi hefur einnig lagt sitt lóð á vog- arskálar, en án stuðnings hennar hefðu sumir mikilvægh’ áfangar í stai’fsemi félagins sennilega aldrei náðst. Þá hefur félagið einnig hlotið styrki frá fjárveitinganefnd Alþing- is og frá Akureyrarbæ. Stefnt er að því að gefa út afmælisrit þar sem gerð er gleggri grein fyrir starfi fé- lagins í aldarfjórðung, en tímans vegna hefur félagið frestað því fram yfir næstu áramót að bjóða til af- mælisfagnaðar. Uiidirbúiiingnr hafinn Næsta stóra verkefni á óskalista Geðverndarfélags Akureyi’ar er opnun og starfræksla athvarfs fyrir geðsjúka og geðfatlaða á svæðinu. Stefnt er að samstarfi við Akureyi’- arbæ og Akureyrardeild Rauða krossins. Undh’búningsstarf er þeg- ar hafið og lofar það góðu. Aratugur geðfatlaðra er senn á enda og þykir forsvarsmönnum félagsins vart hægt að hugsa sér glæsilegri lokaá- fanga á Akureyri en að ná þessu markmiði. Vöruhúsið París HJÓNIN Sigmundur Einarsson og Guðbjörg Inga Jósefsdóttir opnuðu nýlega Vöruhúsið París í kjallara húss síns við göngu- götuna í Hafnarstræti, en það er jafnan kallað París. Fyrir reka þau í húsinu kaffihúsið Bláu könnuna og Blómabúð Akureyrar. I Vöruhúsinu París er úrval húsgagna, einkum tekkhús- gagna frá Indónesíu, þá er þar að fínna dúka af ýmsu tagi og borðbúnað, glös og dúka og fleira tengt heimilinu. Vöruhúsið París verður opið alla daga fram til jóla. Bautamót- ið í knatt- spyrnu HIÐ árlega Bautamót í knatt- spyrnu fyrir meistaraflokk karla verður haldið í KA- heimilinu helgina 8.-9. janúar árið 2000. Þátttöku á að tilkynna í síð- asta lagi mánudaginn 3. janú- ar næstkomandi í KA-heimilið og taka fram fjölda liða og fjölda leikmanna. Þátttöku- gjald er 12 þúsund krónur á eitt lið, 18 þúsund á tvö lið og 22 þúsund á þrjú lið. Hægt verður að útvega gistingu og morgunverð í KA-heimilinu í tengslum við mótið. Vegleg verðlaun verða veitt fyrir 1. sætið og eru þau frá veitingastaðnum Bautanum og þá verða verðlaunapening- ar fyrir 2. og 3. sætið. Matslíkaii fyrir skóla kynnt Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri Morgunblaðið/Kristján Stefán Jóhannsson, skrifstofustjóri, Benedikt Sigurðarson, höfundur skólarýnis, og Trausti Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Rannsóknar- stofnunar Háskólans á Akureyri. SKÓLARÝNIR - innra matslíkan fyrir skóla var kynnt skólastjórn- endum á vegum Rannsóknarstofn- unar Háskólans á Akureyri nýlega, en höfundur þess er Benedikt Sig- urðarson MEd og Stefán Jóhannes- son skrifstofustjóri háskólans skrif- aði tölvuforritið. Fjórir skólar, Glerárskóli og Síðuskóli á Akur- eyri, Varmahlíðarskóli í Skagafirði og Þelamerkurskóli í Eyjafii'ði voru í samstarfi við þróun líkansins og fengu fulltrúar þeii'ra afhenta fyrstu útgáfu af Grunn-Skólarýni þegar líkanið var kynnt. Með nýjum lögum um giunn- skóla var lögfest „að sérhver grunnskóli skuli innleiða aðferðir til að meta skólastarfíð, þar á meðal kennslu- og stjórnunarhætti, sam- skipti innan skólans og tengsl við aðila utan skólans". Lítil reynsla er hjá skólum við slíkt mat og því hafa kennarar og skólastjórnarmenn leitað ýmissa leiða. Til stuðnings við þetta starf skólanna sótti Rann- sóknarstofnun HA um styrk úr Þróunarsjóði grunnskóla til að þróa líkan til innra mats og hefur það hlotið nafnið Skólarýnir. Skólarýnir er 1.000 punkta ein- kunnarkerfi og er byggt á vinnu- hefðum altækrar gæðastjórnunar. Gengið er út frá rannsóknarþekk- ingu „skilvirkra skóla“ við skil- greiningar á samhengi stjórnunar, skipulags og starfsþátta við árang- ur af skólastarfinu. Skólarýnir hef- ur verið skrifaður í tölvuforrit þar sem vinna má matið, taka saman niðurstöður og birta skýrslur og töflur beint að matinu loknu eða flytja niðurstöðurnar yfir í önnur vinnuskjöl skólans um leið og það liggur fyi’h’. Jákvæðar viðtökur Mikil eftirspurn er eftir hjálpai’- tækjum við sjálfsmat skóla vegna þessara nýju lagaákvæða og hefur skólarýnir fengið jákvæðar viðtök- ur þegar á vinnslustigi. Nú er jafn- framt unnið að gerð útgáfu fyrir framhaldsskóla, Framhalds- skólarýni, og í undirbúningi er að þróa útgáfu fyrir leikskóla. Nemendur Húsabakka- skóla hlutu verðlaun NEMENDUR í 5. og 6. bekk í Húsabakkaskóla í Svarfaðardal hlutu fyrstu verðlaun í verk- efnasamkeppni sem Minjasafnið á Akureyri stóð fyrir. Þeim bekkjum í skólum í Eyjafirði sem eru að læra um kristnitökuna var boðið að taka þátt í keppninni. Tilefnið var sýningin Gersemar sem sett var upp í Minjasafninu í sumar og stendur til áramóta, en hún var sett upp til að minnast 1.000 ára afmælis kristnitökunnar. Bekkirnir höfðu frjálst val um form verkefna en eina skilyrðið var að fjallað yrði um kristnitök- una. Krakkarnir í bekknum tóku við verðlaunum við athöfn á Minjasafninu ásamt kennara sín- um, Magneu Helgadóttur. Þau fengu bókina Dans hinna dauðu og ársmiða í Minjasafnið og þá fékk bekkurinn tölvuleikinn Tímaflakkarann. Nemendur í Grunnskóla Hrís- eyjar og Þelamerkurskóla skil- uðu einnig inn verkefnum í sam- keppnina. Morgunblaðið/Kristján Nemendur í 5. og 6. bekk Húsabakkaskóla ásamt Magneu Helgadóttur kennara þeirra við verkefni sitt í Minjasafninu. Blaðbera vantar í eftirtalin hverfi Huldugil — Vættagil, Eyrina — norðurhluta, Gerðahverfi Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur í bæinn. Góður göngutúr sem borgar sig Morgunblaðið Kaupvangsstræti 1, Akureyri. f I sími 461 1600 Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 54.000 eintök á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavik þar sem eru yfir 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1. Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913. Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins. Afgreiðsla íslands- banka í nýtt húsnæði ÍSLANDSBANKI opnaði fyrir helgina afgreiðslu í nýbyggingu Hrísalundar, verslunar KEA á brekkunni á Akureyri. Afgi’eiðslan var flutt frá Hrísalundi 1, þar sem bankinn hefur verið með starfsemi til fjölda ára. Eygló Birgisdóttir hefur tekið við starfi afgreiðslu- stjóra á þessum tímamótum. Hún er því komin í samkeppni við föður sinn, Birgi Svavarsson, sem sér um útibú Landsbanka Islands í Kaupangi, um 400 metrum frá Hrísalundi. Afgreiðslutími íslandsbanka í Hrísalundi verður frá kl. 12-18 en með breyttum afgreiðslutíma er bankinn að koma til móts við við- skiptavini sína. Fjölgað hefur verið um einn starfsmann á brekkunni og þá hefur verið settur upp hraðbanki í Hrísalundi. Einnig hafa verið gerðar lagfæringai’ á gatnakerfinu við Hrísalund og er nú einnig hægt að aka frá bílastæðinu og inn á Þingvallastræti. Morgunblaðið/Kristján Á myndinni er Guðjón Steindórs- son útibússtjóri Islandsbanka á Akureyi’i með starfsstúlkum í Hrí- salundi. F.v. Sólveig Sigurgeirsdótt- ir, Guðjón, Eygló Birgisdóttir, Regína Siguróladóttir og Lára Heimisdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.