Morgunblaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ . Flest tölvuþjónustufyrirtæki með bakvakt vegna hugsanlegs 2000-vanda VIÐSKIPTI Tæknival býð- ur aðgang að sérfræðingum gegn gjaldi Morgunblaðið/Golli Mjög mörg fyrirtæki hafa gert ráðstafanir vegna hugsanlegs 2000-vanda í tölvukerfum sinum um áramótin. TÆKNIVAL hf. hefur boðið fyrir- tækjum aðgang að sérfræðingum sínum á nýársnótt vegna hugsanlegs 2000-vanda í tölvukerfum. Gjaldið fyrir aðganginn er um 75 þúsund krónur en er breytilegt eftir umfangi þjónustu og fjölda þátttakenda og starfsmanna. Að sögn Sebastian Alexandersson- ar sem sér um þjónustusamninga á fyrirtækjasviði Tæknivals, er Tækni- val nú að bíða svara frá fyrirtækjum sem hefur verið boðin sérstök þjón- usta um áramótin. Annars vegar er um að ræða aðgang að sérfræðingum Tæknivals á nýársnótt, hins vegar er sérfræðingsþjónusta l.-3.janúar. Að sögn Sebastians hefur undanfarið staðið yfir könnun á áhuga meðal íyr- irtækja sem eru með þjónustusamn- ing við Tæknival á að kaupa sér slíka þjónustu. Hann segir marga viðskiptavini þegar hafa aíþakkað þjónustuna á þeirri forsendu að þeir hafi þegar gert allar þær ráðstafanir sem þeir telja þörf á. „Við höfum boðið ákveðnum fyrirtækjum þjónustu á nýársnótt og höfum sett viðmiðunar- verðið 75 þúsund krónur, en það er breytilegt eftir umfangi og fjölda þátttakenda og starfsmanna. Auk þess er greitt fyrir útkall ef svo ber undir,“ segir Sebastian, en viðmiðun- arverð 1.-3. janúar er enn ekki ákveðið að hans sögn. Ákveðin fyrirtæki hafa þjónustu- samninga við Tæknival. Þeir ítarleg- ustu fela í sér aðgang að sérfræðing- um Tæknivals allan sólarhringinn, alla daga ársins nema stórhátíðar- daga. Um 30 aðilar hafa þegar lýst yfir áhuga á að nýta sér þjónustuna á tímabilinu 1.-3. janúar, að meðtalinni nýársnótt. Grunnþjónustan hefur forgang Að sögn Ragnars Marteinssonar, þjónustustjóra Opinna kerfa, hefur þjónusta við þær stofnanir sem veita grunnþjónustu í landinu forgang um áramótin. „Við höfum engan áhuga á að græða á 2000-vandanum, heldur viljum við þjóna viðskiptavinum okk- ar og samstarfsaðilum eins vel og við getum. Við munum ekki velta kostn- aðaraukanum, sem felst í sérstakri bakvakt hjá okkur, yfir á viðskipta- vini okkar. Við vonum það besta, bú- um okkur undir það versta og gerum okkar besta,“ segir Ragnar. Að hans sögn verða yfir 20 þjón- ustumenn á bakvakt allan sólar- hringinn frá 24. desember til 23. jan- úar til að veita fyrirtækjum þjónustu vegna hugsanlegra vandamála. „Yfir 40 fyrirtæki og stofnanir hafa nú rekstrarþjónustusamning við Opin kerfi og þjónusta um áramótin verð- ur veitt á hefðbundinn hátt þótt for- gangsraðað verði ef álag verður mik- ið,“ segir Ragnar. ,Aftur á móti er alltaf samningsatriði um gjald á þjónustu þegar ekki er um bakvakt að ræða heldur t.d. pantaða viðveru vegna vöktunar og fyrirbyggjandi þjónustu og það er nokkuð um slíkt hjá okkur. Víðbragðaáætlun hjá Skýrr Sigríður Vilhjálmsdóttir, verkefn- isstjóri 2000-verkefnishóps hjá Skýrr, segir Skýrr hafa unnið að undirbúningi vegna hugsanlegs 2000-vanda frá árinu 1996. „Hjá okk- ur er vakt allan sólarhringinn, allt ár- ið, líka um næstu áramót. Nú verða að vísu aðeins fleiri á vakt og starfs- menn kallaðir út sunnudaginn 2. jan- úar til að staðfesta prófanir á kerfun- um. Við höfum einnig óskað eftir því við ákveðna viðskiptavini okkar að þeir reyni kerfin sín 2. janúar, þannig að það sé hægt að gera ráðstafanir áður en full starfsemi hefst mánu- daginn 3. janúar. Við veitum við- skiptavinum okkar þessa þjónustu sem hluta af annarri þjónustu okkar við þá en rukkum ekki sérstaklega fyrir hana. Við höfum gert viðbragðaáætlun og búið er að skilgreina alla vinnu starfsmanna og viðskiptavina yfir áramótin." Haukur Garðarsson, fram- kvæmdastjóri Strengs, segir suma viðskiptavini fyrirtækisins hafa ósk- að eftir því að hægt yrði að nálgast aðstoð vegna hugsanlegra tölvu- vandamála um áramótin og Strengur hafi orðið við því. „Það verða nokkrir starfsmenn á bakvakt en við reiknum I ekki með því að til útkalla þurfi að koma,“ segir Haukur. „Okkar starf- semi byggist að miklu leyti á þjón- ustu við Navision notendur og fram- leiðandi Navision hefur lýst því yfir að kerfið sé 2000-vænt. Við gerum því ekki ráð fyrir að einhver vanda- mál komi upp yfir áramótin en höfum þó menn á bakvakt lyrir viðskipta- vini okkar. Aðalatriðið er að það er hægt að lagfæra ef eitthvað kemur upp á.“ Ekki gert ráð fyrir áföllum Jón Kristjánsson, þjónustustjóri hjá Aco, segir fyrirtækið ekki halda úti bakvakt um áramótin. „Viðskipta- vinir okkar eru ekki í þannig starf- semi að þeir þurfi að keyra tölvukerfi yfir áramótin. Við veitum ákveðnum viðskiptavinum okkar þó aðgang að tæknimönnum okkar á nýársdag samkvæmt fyrirfram gerðum samn- ingum og ef til útkalls kemur verður rukkað fyrir það eins og á helgidegi." Hjá Teymi fengust þær upplýsing- ar að í gildi væru sérstakir þjónustu- samningar við ákveðin íyrirtæki um þjónustu allan sólarhringinn, allt ár- ið og þar með nú um áramótin. A.m.k. tveir starfsmenn verða á bak- vakt hjá Teymi um næstu áramót en undirbúningur fyrir áramótin hefur staðið í töluverðan tíma. Ólafur Daðason, framkvæmda- stjóri Hugvits, segir skipulagningu á bakvöktum um áramótin standa yfir um þessar mundir. „Endanleg út- færsla liggur ekki fyrir en það er ljóst að tveir menn verða á bakvakt um áramótin. Kerfi frá okkur er yfir- leitt ekki verið að nota nema á dag- vinnutímum og afar óh'klegt er að eitthvað komi upp á,“ segir Olafur. Þórir Þórisson, framkvæmdastjóri tækniþjónustu Nýherja, segir þjón- ustu við viðskiptavini Nýherja um áramótin felast í þjónustusamning- um. „Um áramótin verða 12 manns á vakt hjá okkur og flestallir í fyrir- tækinu verða til taks,“ segir Þórir. Hampiðjan kaupir meiri- hluta hlutafjár í Swan Net HAMPIÐJAN hf. gekk í gær frá samningum við eigendur írska veið- arfæraframleiðandans Swan Net Ltd. um kaup á meirihluta hlutafjár í fyrirtækinu. í tilkynningu um kaupin kemur fram að ekki sé fyrirhugað að sameina fyrirtækin, en stefnt sé að ýmiss konar samvinnu þar sem markaðstarf verður meðal annars skipulagt með hagsmuni hvorra- tveggju að leiðarljósi. Meginframleiðsluvara Swan Net Ltd. er flottroll en jafnframt veitir fyrirtækið hluta viðskiptavina sinna alhliða netaverkstæðisþjónustu. Swan Net er með ársveltu á bilinu 400-500 milljónir króna og er aðal- markaðssvæðið Irland og Stóra- Bretland, en fyrirtækið hefur einnig náð góðum árangri á vesturströnd Bandaríkjanna og haslað sér völl í Suður-Ameríku. Höfuðstöðvar Swan Net eru í útgerðarbænum Killybegs á vesturströnd Irlands. Hampiðjan og Swan Net eru bæði í hópi stærstu fyrirtækja í framleiðslu á flottrollum fyrir alþjóðlegan mark- að, og er Hampiðjan hið eina sem framleiðir sjálft efni í veiðarfærin. Liður í að efla styrk Hampiðjunnar Að sögn Hjörleifs Jakobssonar, forstjóra Hampiðjunnar, eru kaupin á hlutabréfunum í Swan Net liður í því að efla styrk Hampiðjunnar enn frekar. Hann segir að með kaupun- um á Swan Net sé annars vegar horft til skipulegs samstarfs á sviði mark- aðssetningar, ekki síst á nýjum mörkuðum, og hins vegar til þess að selja Swan Net efni í þau veiðarfæri sem fyrirtækið framleiðir og ná þannig betri nýtingu á verksmiðju Hampiðjunnar. Hjörleifur kveðst gera ráð fyrir því að hagkvæmni þessarar fjárfestingar Hampiðjunn- ar byiji að skila sér á síðari hluta næsta árs. Framkvæmdastjóri Swan Net Ltd., Martin Howley, segist hlakka til samstarfsins við Hampiðjuna. Is- lendingar séu þekktir fyrir að standa framarlega í sjávarútvegi og Hamp- iðjan hafi náð athyglisverðum ára- ngri í vöruþróun og markaðsstarfi. Samningurinn undirritaður í Killybegs í gær. Standandi frá vinstri eru Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Hampiðj- unnar, Seanus Tully og John Bach, stjómarmenn Swan Net. Sitjandi frá vinstri eru Bragi Hannesson, sfjórnarfor- maður Iiampiðjunnar, og Martin Howley, forstjóri Swan Net. Hampiðjan muni styðja við markaðs- starf Swan Net á heimamarkaði og fyrirtækin komi til með að vinna sam- an á öðrum mörkuðum. Ennfremur opnist með sameiningu Hampiðjunn- ar og J. Hinrikssonar nýir möguleik- ar fyrir Swan Net á að selja heildar- lausnir. Þá sé ótalið samstarf um vöruþróun sem væntanlega muni vaxa að umfangi síðar meir. Swan Net Ltd. var stofnað árið 1974 af Albert Swan, sem á þeim tíma var einn reyndasti skipstjóri íra og brautryðjandi í flottrollsveiðum á svæðinu. í I |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.