Morgunblaðið - 08.01.2000, Síða 2

Morgunblaðið - 08.01.2000, Síða 2
2 LAU GARDAGUR 8. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Köstuðu sprengju inn í sal þar sem börn voru að leik HEIMATILBÚINNI sprengju var kastað inn í íþróttahús Kársnesskóla í fyrradag. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi voru nemendur í skólanum þarna að verki og höfðu þeir gert sprengju úr áramótaskoteldum. Börn voru í íþróttasalnum þegar sprengjunni var kastað þar inn og þykir mesta mildi að enginn skyldi hafa slasast, en skemmdir urðu á gólfefni í salnum. Hugrún Gunnarsdóttir, skóla- stjóri Kársnesskóla, sagði í samtali við Morgunblaðið að enn væri ekki vitað hverjir hefðu staðið fyrir verknaðinum, en um leið og það kæmi í ljós yrði talað við viðkomandi og þeim komið í skilning um alvar- leika málsins. Þá vildi hún einnig beina því til foreldra að fylgjast sér- staklega með því hvað bömin þeirra væru með í höndunum. Að sögn lögreglunnar hefur nokk- uð mikið verið um það að ungmenni séu að leika sér með heimatilbúnar sprengjur og flugelda á óvarfærinn hátt og í gær var t.d. komið fyrir sprengju í baðhúsi við malarvöllinn á lóð Þinghólsskóla. Salerni eyðilögð- ust við sprenginguna en engan sak- aði enda er búningsaðstaðan ekki notuð á veturna. Að sögn lögreglu er málið í rannsókn, en vitað er að ung- menni voru að verki. ------f-4-*------ Notkun far- síma vex hrað- ast á Islandi NOTKUN farsíma óx hraðast á íslandi á síðasta ári miðað við önn- ur lönd í Evrópu og eru nú áskrif- endur að GSM- og NMT farsíma- kerfunum orðnir um 168.000 eða 60,9% þjóðarinnar. Fyrir ári var hlutfallið tæp 39%. A íslandi er hlutfallið næsthæst í Evrópu, en Finnland hefur vinninginn með um 65% af þjóðinni sem skráða farsímanotendur, en þar dró nokk- uð úr fjölguninni á síðasta ári. ís- lendingar eru komnir fram úr Norðmönnum, sem nú eru með 60,1% þjóðarinnar skráða farsíma- notendur, en fyrir ári var hlutfallið þar 49,1%. Á eftir þeim koma Svíar með 56,1% í dag. Að sögn Olafs Stephensen, blaðafulltrúa Landssímans, varð mikil aukning í nýjum áskrifendum að GSM-kerfi Landssímans í des- ember sl. Þá bættust 5.900 áskrif- endur við, en áður höfðu mest 5.200 áskrifendur bæst við á einum mánuði. Þar með eru áskrifendur að GSM-kerfi Landssímans orðnir um 105.000. Þórólfur Árnason, forstjóri Tals, segir að 4.000 nýir notendur hafí bæst við hjá Tali í desember. I árs- byrjun 1999 voru áskrifendur þar 10.700 en voru orðnir 36.000 í lok ársins. Morgunblaðið/Rax Ríkisendurskoðun gagnrýnir stjdrn- arráðið vegna umhverfísmála Framkvæmd um- hverfísstefnu misjöfn og víða slöpp FRAMKVÆMD umhverfisstefnu er mjög misjöfn og víða slöpp í skrif- stofuhaldi stjórnarráðsins, að mati Ríkisendurskoðunar í nýútkominni skýrslu þar sem farið er ofan í saum- ana á framkvæmd umhverfisstefnu í ríkisrekstri sem umhverfisráðuneyt- ið gaf út 1997. „Einungis 4 af 12 ráðuneytum hafa skjalfest eitthvað um stefnu sína og fyrirætlanir í umhverfismálum,“ seg- ir í skýrslunni. Þar kemur einnig fram að misjafnt sé hversu mikinn áhuga stjórnendur í ráðuneytunum sýna umhverfísstefnu og fram- kvæmd hennar. .Almargir virðast ekki setja þessi mál á oddinn og jafnvel að örli á tor- tryggni að þau séu fyrirhafnarinnar virði. Undantekningarlaust hefur best tekist til með framkvæmd um- hverfisstefnunnar í þeim ráðuneyt- um þar sem stjómendur hafa tekið málið upp á sína arma og sýnt því áhuga,“ segir í skýrslu Ríkisendur- skoðunar. Aðeins prentað öðrum megin á pappír Ríkisendurskoðun bendir einnig á að leiðbeiningum, sem fram koma í umhverfisstefnu um innkaup, sé slæ- lega fylgt í ráðuneytunum. Stofnunin telur að alls staðar sé hægt að ganga lengra í flokkun úrgangs. Hvergi sé t.d. lífrænn úrgangur aðgreindur frá öðrum úrgangi og bent er á að að- gerðir ráðuneytanna til að hámarka nýtingu og draga úr sóun séu mis- munandi. „Víða hefur skrifstofupappír verið notaður þannig að aðeins er prentað öðrum megin á hann. Pappímum er síðan fleygt, í raun hálfnotuðum. Eðlilegur hluti af umhverfisstefnu í skrifstofuhaldi er að stefna á fulla notkun þess pappírs sem keyptur er inn,“ segir í skýrslunni. Verkefninu hrundið af stað án skýrrar áætlunar „Það sem helst er aðfinnsluvert við UR (umhverfisstefnu í ríkisrekstri, innsk. Mbl.) og framkvæmd hennar er að verkefninu virðist hafa verið hmndið af stað án þess að um væri að ræða skýra áætlun um hvernig skyldi fylgja því eftir. UR var dreift á ráð- uneytisstjórafundi og að líkindum lit- ið svo á að málið væri eftir það í hönd- um einstakra ráðuneyta. Enginn virðist hafa borið ábyrgð á að fylgja UR í heild sinni eftir í ríkiskerfinu," segir í niðurstöðukafla skýrslunnar. Gengið frá hesthúsinu HÚN var köld gangan hjá Þórði Valdimarssyni í Borgarnesi í gær, þegar hann var að koma úr hest- húsinu. Þangað gengur hann á hverjum degi, en hittir þó stundum einhveija kunningja sem taka hann upp í. Tíðin hefur verið rysjótt und- anfarið en umhleypingarnir þykja Þórði þó verstir. Hann segist nú bara vera með þrjá hesta eins og er, en hann hefur haldið hesta í mörg ár. Ráðstöfunarfé lífeyrissjóða jókst um 15,8% átímabilinu janúar-október 1999 Hrein eign óx um 64,5 milljarða HREIN eign lífeyrissjóða, til greiðslu lífeyris, nam 471,8 milljarði króna í lok október sl. Hrein eign sjóðanna jókst um 64,5 milljarða á fyrstu tíu mánuðum seinasta árs eða um 15,8%. Tölur fyrir síðustu tvo mánuði ársins liggja ekki fyrir en hafi hrein eign sjóðanna haldið áfram að vaxa með sama hraða til loka nýl- iðins árs má áætla að þeir fjármunir sem lífeyrissjóðirnir eiga til að standa við skuldbindingar sínar gagnvart sjóðsfélögum hafi numið 490-500 milljörðum kr. um seinustu áramót. Sé litið á breytingar á hreinni eign sjóðanna milli mánaða kemur í Ijós að hún hækkaði um rúmlega 9,5 milljarða á milli mánaðanna septem- ber og október á síðasta ári eða um liðlega 2%. Fjárfestingar lífeyrissjóða í hluta- bréfum og hlutabréfasjóðum hafa farið vaxandi á undanförnum misser- um og jukust fjárfestingar í erlend- um hlutabréfum um 81% á fyrstu tíu mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Hrein eign lífeyrissjóða nam 407 milljörðum kr. í árslok 1998 og hafði þá vaxið að raungildi um 14% frá ár- inu þar á undan. Á árinu 1998 jókst hrein eign sjóðanna um 54,3 millj- arða kr. skv. skýrslu Fjármálaeftir- litsins um ársreikninga og ýmsar kennitölur úr starfsemi lífeyrissjóða á árinu 1998. Lífeyrissjóðir landsins áttu 49,4 milljarða í hlutabréfum í lok árs 1998, að frátalinni eign í hlutabréfa- sjóðum, sem nam um 13,2 milljörðum kr. Áttu sjóðirnir 28,4 milljarða í inn- lendum hlutabréfum og 21 milljarð í erlendum hlutabréfum. Alls áttu sjóðirnir 26 milljarða í hlutabréfum skráðum á Verðbréfaþingi, 20,6 milljarða í öðrum skráðum hluta- bréfum og 2,7 milljarða í óskráðum hlutabréfum í lok ársins 1998, skv. skýrslu Fjármálaeftirlitsins. m Á LAUGARDÖGUM Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is ____________i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.