Morgunblaðið - 08.01.2000, Síða 6

Morgunblaðið - 08.01.2000, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samtök verslunarinnar og YR vinna að gerð nýs kjarasamnings Stefna að því að gera markaðslaunasamning STEFÁN Guðjónsson, framr kvæmdastjóri Samtaka verslunar- innar, segir að samtökunum lítist að mörgu leyti vel á hugmyndir Verzl- unarmannafélags Reykjavíkur um markaðslaunasamninga. Hann segir að viðræður um gerð kjarasamn- ings, sem byggist á þessum hug- myndum, séu hafnar. Stefán sagði að þessar hugmyndir um markaðslaunasamninga væru nýmæli á íslandi. Reynt hefði verið að halda því fram í umræðu síðustu daga að hér væri ekki um neina nýj- ung að ræða þar sem þessar tillögur væru í eðli sínu svipaðar og ákvæði um fyrirtækjasamninga. Þetta væri mikill misskilningur því með gerð markaðslaunasamninga væru menn að fara inn á alveg nýjar brautir í samningagerð. Geta stuðlað að hagræðingu og sveigjanleika „Við höfum talið ástæða til að skoða þessar hugmyndir VR vel. Við höfum kynnt okkur hvemig mark- aðslaunasamningar hafa virkað þar sem þeir hafa verið reyndir erlendis. Við höfum m.a. átt fundi með sam- tökum vinnuveitenda erlendis. Við höldum að þetta geti orðið báðum aðilum til góðs. Þetta geti orðið til að auka framleiðni í grein- inni og skapað svigrúm til hagræð- ingar og framleiðniaukningar. Þetta er mjög í takt við þá stefnu sem við höfum tekið í kjaramálum, eftir að við tókum þau til okkar, að reyna að stuðla að sem mestum sveigjanleika á vinnumarkaði og ýta undir verka- skiptingu og sérhæfingu." Stefán sagði að Samtök verslun- arinnar og VR hefðu haldið nokkra samningafundi um þessi mál. Hann treysti sér ekki til að segja til um hvort eða hvenær menn næðu sam- an um þessa hluti. Samtök verslunarinnar eru sjálf- stæður samningsaðili þar sem þau eiga ekki aðild að Samtökum atvinnulífsins. BARÐUR ÍSLEIFS- SON BÁRÐUR ísleifsson arkitekt lést á Landakotsspítala 6. janúar sl., 94 ára að aldri. Bárður fæddist 21. október 190S á Akureyri. Foreldrar hans voru ísleifur Oddsson trésmiður og Þórfinna Bárðardóttir húsmóðir. Bárður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1927. Hann nam arkitektúr við Kunstakademiets Arkitektskole í Kaupmannahöfn frá 1928 til 1935. Bárður vann alla tíð hjá Húsa- meistara ríkisins og var yfirarki- tekt frá 1966 til starfsloka. Ásamt starfi sínu hjá Húsameistara starf- aði hann sjálfstætt að ýmsum öðr- um verkefnum. Bárður teiknaði m.a. prófessorabústaðina við Há- skóla Islands, Sundlaug Vesturbæj- ar og Landsbankahúsin á Akureyri, ísafirði og Selfossi, auk þess teikn- aði hann fjölmargar skólabygging- ar, prestsetur og aðrar opinberar byggingar í starfi sínu hjá Húsa- meistara. Bárður var einn af stofnendum Akademíska arkitektafélagsins árið 1936 og var formaður þess árin 1944 og 1957. Þá sat hann í sam- keppnisnefnd um tíma og var félagi í Verkfræðingafélagi íslands. Bárður hlaut riddarakross Hinn- ar íslensku fálkaorðu árið 1960 og Skálholtsorðuna 1963. Eftirlifandi eiginkona Bárðar er Unnur Amórsdóttir píanókennari og eignuðust þau fjögur börn og eru tvö enn á lífi. Andlát Morgunblaðið/Kristinn Þrettándagleði á Grund Eins og tíðkast hefur í áratugi var haldin þrettándagleði á elli- og hjúkrun- leik Grettis Björnssonar harmonikkuleikara og félaga hans. Einnig var arheimilinu Grund sl. fimmtudag. Dansað var í kringum jólatré við undir- einsöngur og boðið upp á heitt súkkulaði og kökur. Forystumenn í íslenskri skákhreyfíngu taka upp mál heimsmeistarans fyrrverandi Ræddu um Fischer við sendiherra ÁSKELL Kárason, forseti Skáksambandsins, Guðmundur G. Þórarinsson, fyrrverandi forseti Skáksambandsins, og Helgi Ólafs- son stórmeistari gengu á fund Barb- öru J. Griffiths, sendiherra Banda- ríkjanna á íslandi, í gær þar sem þeir óskuðu eftir að bandarísk stjómvöld aðstoðuðu við að greiða götu Bobbys Fischers, fyrrverandi heimsmeistara í skák, en bandarísk stjómvöld hafa gefið út handtöku- skipun á hann vegna þess að hann tefldi í Júgóslavíu meðan landið var í viðskiptabanni. Eftir að Fischer fór til Júgóslavíu og tefldi einvígi við Boris Spassky, fyrrverandi heimsmeistara, gáfu bandarísk stjórnvöld út handtökusk- ipun á hendur honum þar sem þau töldu að hann hefði brotið viðskipta- bann sem sett hafði verið á landið vegna átakanna í Bosníu. Áskell Öm sagði að Fischer hefði eftir því sem best væri vitað dvalist í Búdapest síðustu ár og ekki viljað fara til Bandaríkjanna þar sem hann teldi sigeiga á hættu refsingu þar í landi. Áskell Öm sagði að móðir Fisch- ers og systir hefðu látist nýlega, en þær hefðu verið einu nánu ættingj- amir sem hann átti. Fischer hefði ekki komist til að vera viðstaddur út- farir þeirra. Þar að auki hefðu eignir hans í Bandaríkjunum verið gerðar upptækar, en þær hefðu reyndar ekki verið mjög miklar. Líta ber, til fyrri afreka Fischers „Okkur finnst að Bandaríkin hafi komið fram við Fischer af mjög mik- illi hörku. Brotið er að okkar dómi frekar léttvægt. Það er ekki sjálfsagt mál að skilgreina þessa taflmennsku hans í Júgóslavíu sem viðskiptaer- indi. í öðra lagi teljum við að það verði að skoða þetta í ljósi fyrri af- reka Fischers. í þriðja lagi teljum við að það verði að horfa til aðstæðna Fischers. Hann gengur ekki alveg heill til skógar." Áskell Om sagði að fundurinn með sendiherranum hefði ekki gefið neinar sérstakar vonir um að hægt væri að leysa úr erfiðleikum Fisch- ers með skjótum hætti. Sendiherr- ann hefði tekið erindinu vel, en hefði vísað til þess að Fischer þyrfti að fara sjálfur formlegar leiðir gagn- vart bandaríska dómsmálaráðuneyt- inu. Hann þyrfti t.d. að kanna hvort handtökuskipunin væri formlega ennþá í gildi, en það væri óljóst. Áskell Örn sagði að það hefði kom- ið fram í viðtölum fjölmiðla við Fischer að hann væri mjög reiður út í bandarísk stjómvöld fyrir hvemig þau hafa meðhöndlað mál hans. Svo virtist sem hann liti svo á að hans heimaland hefði snúið við honum baki. Staðreyndin væri sú að það væri ekki hægt að gera þá kröfu til Fischers að hann leysti þetta mál einn og óstuddur. Það þyrfti að ganga í að leysa það eftir óhefð- bundnum leiðum. I því sambandi væri ekki óeðlilegt að líta á framlag hans til skáklistarinnar. Áskell Öm sagði að ekki hefði verið tekið undir þetta sjónarmið á fundinum. Hann kvaðst hins vegar öðram þræði líta á þetta mál sem mannréttindamál. Áskell Örn tók fram að þeir þre- menningar hefðu ekki haft mjög skýrar hugmyndir um hvemig best væri að halda á þessu máli. Þetta hefði verið hugsað sem fyrsta skref, en þeir hefðu fullan hug á að fylgja málinu eftir. Bobby Fischer vann glæsilega sigra við skákborðið á árum áður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.