Morgunblaðið - 08.01.2000, Page 25

Morgunblaðið - 08.01.2000, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Einn trúarleiðtoga Tíbeta flýr land Nýju Delhí, Peking. AFP, Daily Telegraph. FJÓRTAN ára drengur, sem er þriðji æðsti leiðtogi Búddatrúar- manna í Tíbet, er nú kominn í fé- lagsskap Dalais Lama í útlegð í Indlandi, eftir að hafa flúið hina kínversku valdsljóm í heimalandi sínu, að því er virðist gangandi yfir HimalajaQaligarðinn. Talsmaður tíbezku útlagasljóm- arinnar, sem hefur aðsetur sitt í ind- verska fjallabænum Dharamsala, staðfesti að Ugyen Trinley Dotje, hinn 17. lifandi Búdda, nefndur Karmapa, hefði komið til bæjarins á miðvikudag. Hann gaf hins vegar ekkert upp um flóttann eða framtíð- aráform hins unga trúarleiðtoga. „Við vissum ekkert um þetta fyrr en hann birtist hér 5. janúar," sagði talsmaður útlagastjómarinnar. „Takið vinsamlegast til greina, að þetta er mjög viðkvæmt mál og við getum ekki gefið upp neinar nánari upplýsingar að svo komnu máli,“ sagði hann. Kínversk yfirvöld staðfestu einn- ig að hinn ungi Karmapa hefði yfir- gefið Tíbet án þess þó að geta þess að hann hefði farið til Dalai Lama. Samkvæmt frétt Xin/jua-fréttastof- unnar fór hann frá Tsurphu- búddaklaustrinu nærri Lhasa fyrir skömmu, með „litinn hóp manna i fylgd með sér“. Hann skildi eftir bréf í klaustrinu, þar sem hann sagðist vera á fömm úr Iandi, „í þetta sinn til að finna búddísku messuhljóðfærin og hina svörtu hatta sem fyrri lifandi Búdd- ar“ hefðu notað. „Þettaþýðir ekki svik við ríkið, þjóðina, klaustrið eða [hina andlegu] forystu," segir í bréf- inu, að sögn Xinhua. Samkvæmt því sem fram kemur á heimasíðu (www.maui.net/ tsurphu/karmapa), sem haldið er úti af Tsurphu-stofnuninni svoköll- uðu, sem hefur aðsetur í Banda- ríkjunum, dvelur hinn ungi Karm- apa nú hjá Dalai Lama í Dharams- ala. „Hans heilagleiki Karmapa fór frá Tolung Tsurphu-klaustrinu ásamt nokkrum fylgismönnum. Það tók þá sjö daga að flýja gangandi yf- ir fjöllin frá Tíbet,“ segir á heima- síðunni. Var nánari upplýsingum heitið síðar. í Daily Telegraph segir að leiðin sé um 1400 km og Iiggi um snævi þakin fjallaskörð og þessi ár- stími sé sá allra viðsjárverðasti fyrir þá sem leggja leið sína um þessar slóðir. Tíbetar sem vilja flýja kúg- unina heima fyrir freista þess marg- ir að fara þessa leið á þessum árs- tíma, þar sem þá er minni hætta talin á að rekast á kínverska landa- mæraverði. Dalai Lama fór þessa sömu leið fótgangandi er hann flúði Tíbet eft- ir að Kínveijar börðu niður upp- reisn Tíbeta gegn kínverskum yfir- ráðum árið 1959. Hinn ungi Karmapa er andlegur leiðtogi Kogyu-reglunnar, sem er einn fjögurra helztu Búddatrúar- söfnuðanna í Tíbet, og er þriðji æðsti maðurinn í hefðbundinni virð- ingarröð andlegra leiðtoga Tíbeta, á eftir Dalai Lama og Panchen Lama. Hann var vígður í „emb- ættið“ í september 1992, þá sjö ára að aldri, og dvaldi alla tíð upp frá því í Tsurphu-klaustrinu norðan við tíbezku höfuðborgina Lhasa. Fyrir- rennari hans, 16. Karmapa, flúði land árið 1959. Síðasti flótti tíbezks trúarleiðtoga var árið 1998, þegar æðsti munkur Kumbum-klaustursins, Agya Rinp- oche, hélt til Bandaríkjanna í mót- mælaskyni við stefnu kínversku kommúnistastjómarinnar í trúmál- um í Tíbet. AP Orgyen Trinley Dotje, sem Tíbetar álíta að sé lifandi Búdda. Átök í trúarsöfnuði Seoul. AP. VOPNAÐIR málmrörum og grjóti lentu hundruð meðlima s-kóresks trúarsöfnuðar í innbyrðis átökum í gær, annan daginn í röð. Um 70 manns slösuðust. Á fimmtudag slösuðust hundrað manns þegar hópar, sem deildu um leiðtoga, tókust á í höfuðstöðvum trúarsafnaðarins Daesoon Jinrí Hó nálægt Seoul. Átökin í gær urðu þegar um 500 safnaðarlimir reyndu að ryðjast gegnum tálma sem 1.500 keppinautar þeirra, sem voru innandyra, höfðu reist. í söfnuðinum, sem var stofnaður á 19. öld, er fólk af ýmsum trúar- brögðum. Deilur hafa staðið innan hans síðan leiðtoginn féll frá fyrir fjórum árum. Söfnuðurinn er með mörg hundruð þúsund meðlimi og rekur háskóla og nokkur sjúkra- hús. Fjölmiðlar segja deilurnar innan safnaðarins snúast um það hver fái forráð yfir eignum hans, sem eru margra milljarða króna virði og hafa að mestu leyti fengist með frjálsum framlögum. LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 25 ; * - mmam 1 - : ^ ^ 1|... ■ | ú. * f§ Á: ‘ ‘ ■ i§§ - fsJWifÍ : ' " • ' ' % ÆL ftf ft Jjf Jtí f f ' Sd slifi étli*fCkfi 4 Í*T' . ® ; 8Sl3||Jjp:: *| I -i í *-.‘v í| mmi ’ j§ iSif? mm P P LÝ5 I N G fl 5 IM I 50B 7 7 0 0 SKHIFSTOFUSÍMI 5GB 9 2 0 0

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.