Morgunblaðið - 08.01.2000, Síða 27

Morgunblaðið - 08.01.2000, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 27 Sjóher Indónesíu setur hafnbann á Kryddeyjar vegna átaka Múslímar boða „heilagt stríð“ gegn kristnum Jakarta. AP, AFP, Reuters. MÓTMÆLI gegn meintum fjölda- morðum kristinna á múslímskum íbúum Kryddeyja, sem eru í austur- hluta Indónesíu, héldu áfram í höf- uðborginni Jakarta í gær, annan daginn í röð. Talið er að á bilinu 300.000 tilSOO.OOO manns hafi tekið þátt í mótmælunum sem fóru að mestu fram friðsamlega. Félagar í samtökum múslíma flykktust inn á Sjálfstæðistorgið í miðborginni, hrópuðu vígorð og hvöttu til „heil- ags stríðs" gegn kristnum íbúum eyjanna. Margir mótmælenda, sem flestir voru ungir karlmenn, voru klæddir í hvíta kyrtla og báru borða með áletrunum. Á einum slíkum risavöxnum borða var letrað stór- um stöfum: „Umburðarlyndi er della, slátrum kristnum." Einnig hrópuðu þátttakendur vígorð gegn varaforseta landsins, Megawati Sukarnoputri, og kröfðust afsagnar hennar. Abdurrahman Wahid, for- seti Indónesíu, fól henni nýlega það erfiða verkefni að stilla til friðar á þeim svæðum í ríkinu þar sem átök hafa blossað upp, þ.á m. á Krydd- eyjum og í Aceh-héraði. Nokkrir af andlegum leiðtogum múslíma í Indónesíu tóku til máls og ávörpuðu mannfjöldann. Rithöf- undurinn, A1 Chaidar, hvatti til byltingar og stofnunar íslamsks ríkis í Indónesíu. Reuters Múslímskar konur hrópa „heilagt stríð!“ í miðborg Jakarta, höfuðborgar Indónesíu, í gær. Átökin á Kryddeyjum hafa kostað á annað þúsund manns lífið á einu ári. Sjálfboðaliðar á Ieið til eyjanna Annar ræðumaður gagnrýndi að nefnd sem stofnuð var til að ranns- aka voðaverk framin á kristnum íbúum Austur-Tímor síðastliðið haust skuli ekki hafa rannsakað mannvigin á Kryddeyjum. Talið er að átök kristinna og múslíma á eyjunum hafi kostað allt að 1.700 manns lífið síðan þau hóf- ust í janúar á síðasta ári. Kristnir íbúar eyjunnar Halmahera, sem er í norðurhluta eyjaklasans, eru sagðir hafa murkað lífið úr mörg hundruð múslímum síðustu daga. Sjóher Indónesíu hefur sett hafnbann á hafnir á Kryddeyjum til að koma í veg fyrir að deiluaðilum á eyjunum berist liðstyrkur sjóleið- ina. I fréttatilkynningu frá sjóhern- um segir að níu herskip séu nú við eyjarnar og að fimm eftirlitsflug- vélar sveimi yfir þeim. Hafnbann- inu er meðal annars ætlað að koma í veg fyrir að vopnum sé smyglað til eyjanna. Tekið er fram í tilkynning- unni að hafnbannið gildi ekki um skip með hjálpargögn og nauðsyn- legar vistir. Samkvæmt upplýsingum frá yfir- mönnum indónesíska sjóhersins hafa skip á vegum hersins flutt um 17.500 flóttamenn frá eyjunni Halmahera frá því um síðustu ára- mót. Helmingurinn kristinn Her Indónesíu hefur aukið lið- styrk sinn á eyjunum síðustu daga og hert eftirlit með íbúum. Wahid forseti sagði í gær að hann hefði fyrirskipað hermönnum að hand- taka alla þá sem reyndu að komast til sjóleiðina til eyjanna. Hann sagði að sér hefði borist til eyrna að nokkur hundruð sjálfboðaliða væru á leið til Kryddeyja frá Jakarta og að þeir yrðu umsvifalaust hand- teknir þegar til þeirra næðist. Um helmingur íbúa Kryddeyja játar kristni en hinn helmingurinn er múslímar, sem eru um 90% af öllum íbúum ríkisins. Undir stjórn Suhartos, sem var forseti Indónesíu í 32 ár, hélt herinn niðri átökum milli trúarhópanna en þau brutust að nýju út eftir að Suharto hrökkl- aðist frá völdum árið 1998. Kristnir íbúar hafa viljað kenna auknum fjölda múslímskra innflytjenda til eyjanna um að viðkvæmt jafnvægi milli hópanna hafi raskast og leitt til þess að skálmöldin hófst. Kambódía Deilt um fyrir- komulag réttar- halda Phnom Pehn, New York. AP, AFP. STJÓRNVÖLD í Kambódíu og Sameinuðu þjóðirnar deila nú um fyrirkomulag réttar- halda sem áætlað er muni hefjast innan skamms yfir fyrrverandi leiðtogum Rauðu khmeranna, sem voru við völd í Kambódíu á árunum 1975 til 1979. Sameinuðu þjóðirnar hafa gert athugasemdir við áætlun ríkisstjórnar landsins um hvernig staðið skuli að réttarhöldunum og segja ekki tryggt að þau verði óvilhöll. Samkvæmt áætluninni munu innlendir dómarar dæma í málum fyirverandi leiðtoga Rauðu khmeranna, sem marg- ir hverjir skipa opinber emb- ætti og valdastöður í samfélag- inu. Óttast er að margir hinna ákærðu muni sleppa við refs- ingu vegna áhrifa sinna. Forsætisráðherra landsins, Hun Sen, hafnaði í gær boði Sameinuðu þjóðanna um að senda nefnd til beinna við- ræðna við fulltrúa þeirra í New York en sagðist reiðu- búinn að hitta fulltrúa SÞ að máli í Phnom Penh, höfðuborg Kambódíu. Sameinuðu þjóð- irnar hafi farið fram á að skip- aður verði alþjóðlegur dóm- stóll til að annast réttarhöldin. Að minnsta kosti 1,7 milljón- ir manna létu lífið á valdatíma Rauðu khmeranna í Kambódíu vegna hungurs, þrælkunar og skipulagðra fjöldamorða. Markmið Rauðu khmeranna, sem voru undir sterkum áhrif- um kenninga Mao Zedongs, fyrrverandi Kínaleiðtoga, var að koma á fyrirmyndarsamfél- agi frumstæðs bændakomm- únisma í landinu. Nestlé Build-Up er bragðgóður drykkur sem inniheldur 1/3 af ráðlögðum dagskammti (RDS) af 12 vítamínum og 6 steinefnum auk prótíns og orku Nestle Néstlé chocolate ðlíS**8®1®!' w áata-uti «W«A 'fWKats s ú k k u I a ð i tlpplýsingar um næringarinnihald: Build-Up fyrir alla Góð aðferð til þess að auka neyslu vítamína og steinefna þegar þú þarft á aukakrafti að halda. Hentar börnum (eldri en 3ja ára) sem eldra fólki og öllum þará milli. Build-Up á meögöngu og meö barn á brjósti Tryggir að nægilegt magn næringarefna sé til staðar á þessum mikilvæga tíma Build-Up eftir veikindi Sér til þess að þú færð öll réttu næringarefnin til þess að ná skjótum bata Build-Up - fljótlegur drykkur Eitt bréf út í kalda eða heita mjólk eða ávaxtasafa gefur þér fljótlegan og bragðgóöan drykk stútfullan af næringarefnum jarðaberja v a n i í 38 gr. bréfi blönduðu í 284 ml. af mjólk % af RDS Orka kj 1395 kcal 330 Prótín 9 18,0 Kolvetni 9 37,1 þar af sykur g 36,5 Fita g 12,4 þar af mettuð g 7,5 Trefjar g 0,6 Natríum g 0,4 Kalíum mg 810 Vítamín A-vítam(n pg 300,0 38% B1 -vítamín mg 0,6 43% B2-vítamín mg 1,0 63% B6-vftamín mg 0,9 45% B12-v(tamín gg 1,7 170% C-v(tamín mg 23,0 38% D-vítamín gg 1,8 36% E-v(tamfn mg 3,3 33% Bíótín mg 0,06 40% Fólín pg 84,0 42% Níasin mg 6,2 34% Pantótenat mg 3,0 50% Stelnefni Kalk mg 607,0 76% Joð Mg 94,0 63% Jám mg 5,5 39% Magnesíum mg 132,0 44% Fosfór mg 534,0 67% Zink mg 6,3 44% i u • b a n a n a Dæmi um hv.tð vitamm og stomofni qt'rfyrir þiq A-y/ftamm •Natiðsyrjjecj?: íii vé>yíarc4j vióftalds. véíja, vi'ðhe-idtir rfjýtei ccj hdiidrigði h'örtiíj'ds. Vdr z’límhúZ í rtiurifúi f&Ti, íiáiSi oój itirigtirr.-. Eyte-jr vidnárn sýkjriíjtfr/j ccj bæTir sjóriina. Hjáipar vió rniy/vdltiiri bair;a. D 2=-y/i'tArn m (Kibófjayirj), . Hjíípír víð ai nýia orkuná i 'n'iéípz.' S/iii rnynduri mótsr/iá og rsiuiirn 'aíciiKcrris. NJauósynie-g'; 'iii að yiðhalda hörijricii', riccjSum, hSri og góöri sjóft. NL3.CíLLT (N.iasjfi-viíai'fiifi 33) bíóð/ásifta og iækf'.ár kiiesi/ól i bióói. V.ör.eid.j.' taúgaxorfiiw, J&Kkar íséeft bJóðþrýstiftg, 'ftjáJp ar vi4 rr,=?fiinga ócj s’ítii'iar aö hsijiirigði húiar. llLtk kSjðg rriikiívsigí iyrir óft»miskvr»ið, ÍJýíir 'jynr ið sár grói og ar mikiJvsig! fjftt siðóugleika Oióðsiris. Viðrieici-jr íBkafjfta jaífwaegi JJkamafts. bragðlaus

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.