Morgunblaðið - 08.01.2000, Page 33

Morgunblaðið - 08.01.2000, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ VIKU m LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 33 Syörnugyðja draums og veruleika tvö þúsund stjarna. hljóp utar í eldhúsið og varðist þar úr horni einu því að heimamenn Þor- steins sóttu eftir honum. Síðan báru þeir föt á vopn hans. Þá kastaði hann saxinu og mælti: ,Að lokum er nú komið ævi minnar.“ Þá mælti Yngvildur: „Hver réð þér þetta hið illa verk að gera?“ Hann svarar: „Einkis manns ráð eru þetta annars en mín.“ Þá var sett á kvið Gilla glóandi mundlaug. Þá mælti Gilli: „Kveljið mig ekki lengur ella mun eg mæla það orð Yngvildur er uppi mun vera alla ævi í knérunni yðrum og mun á hrína.“ Þá spymti Yngvildur á mundlaug- ina en kviðurinn Gilla sprakk af bruna. Síðan var hann færður niður um garð og sökkt í fen eitt og sér þess enn merki. Gilli þessi var sonur Jaðguðs Gillasonar, Bjaðakssonar, Kjarvalssonar konungs af Irlandi hins gamla er þar ríkti lengi. Og lýsi ég nú eftir draumum manna á þessu fyrsta ári 21. aldar um framhaldið. Draumur „Vöku“ Ég var komin til Kanada með tveimur systrum mínum Kristínu og Málfríði fannst mér fyrst (en svo fannst mér þetta vera bara tvær systur mínar og lítið bam u.þ.b. tveggja ára). Við ætluðum að ferðast um Kan- ada og ég var ákveðin í að fara gangandi um landið til þess að upplifa það sem best og þær vom alveg bit á mér að leggja það á mig og þora að fara ein. Ég lagði ein af stað og það var yndislegt veður og allt svo grænt (þetta var úti í sveit) og ég var svo spennt að skoða bóndabæina. Mér leið rosa- lega vel og fann ekki fyrir óör- yggi eða ótta. Allt í einu sá ég skítuga borg framundan en mér fannst hún ekkert ógn- vænleg samt. Þá vora systur mínar og bamið allt í einu komnar og þær vora dauð- hræddar að fara inn í borgina en ég sagði þeim að þetta væri ekkert mál og innra með mér var ég eins og klettur, ég var svo róleg. Eitthvað sóttum við svo í einhver geymsluhólf á eins og lestarstöð og héldum svo áfram saman en allt í einu fannst mér við hafa gleymt ein- hverju í geymsluhólfinu og ég ákvað að snúa við og sækja það og taka barnið með mér. Þær vora nánast „hysterískar" að ég ætlaði að fara ein því það var komið kvöld og það yrði öragglega ráðist á mig. Ég var alveg ákveðin og óhrædd og þær létu mig fá talnalykil sem ég þurfti að nota til að komast í hólfið. Ég er bara nýlögð af stað þegar ég mæti hóp af „gangsterum“ sem fara að abbast upp á mig og einn af þeim ríf- ur barnið af mér. Ég varð eins og ljónynja að verja unga sinn með kjafti og klóm og réðist á hann af þvílíkri heift og tókst að ná barninu aftur af honum og hann varð hrædd- ur við mig og lúskraðist í burtu. En ég hélt ótrauð ferð minni áfram og hélt á barninu. Þegar ég kom að geymsluhólfunum þá fannst mér talnalykillinn orðinn mjög flókinn en ég byrjaði bara á að finna út úr hon- um án þess að fara í nokkra „panik“ (það var svo mikil ákveðni í mér) og eftir smástund gekk hann upp og ég gat opnað hólfið en ég man ekki hvort ég náði í eitthvað eða hvort málið var bara að opna með lyklin- um. Svo var ég bara komin inn í borgina í eitthvert gistihús og fannst ég allt í einu vera ein úr ferðamanna- hópi og við voram að falast eftir gist- ingu en það virtist allt vera fullt á gistihúsinu en konan fann svo pláss fyrir okkur öll eftir að ég hafði sann- fært hana um að það væri alveg nóg pláss. Svo var ég að versla á mark- aðstorgi og sá sem afgreiddi mig var einhver strákur sem ég talaði fyrst við á ensku og fannst svo allt í einu að hann væri íslenskur og fór að tala íslensku við hann en þá kom upp úr dúrnum að hann var danskur og ég talaði reiprennandi dönsku við hann. Svo vaknaði ég og var alveg endur- nærð. Ráðning Þessi líkinga- og tákndraumur tengist jólum og Kristi þótt annað geti virst. Kanada vísar til Kanan- lands eða fyrirheitna landsins. Kristín merkir heiður og Málfríður þann sem talar fallega. Barnið ert þú. Ferð þín í draumnum er einskon- ar boðunarferð eða ferð til skilnings á gildi jarðlífsins og mikilvægi þess að vera maður sjálfur, trúr og sann- ur í sínu. Það virðist sem draumur- inn spegli göngu þína um lífið en jafnframt að í honum sé þér stýrt af ósýnilegri hönd um ákveðna þætti lífsins til aukins skilnings til að auka styrk þinn. Þá getur þú sjálf miðlað öðram af reynslu þinni og opnað augu manna. Talnalykilinn og hólfið er þrautin sem þú glímir við en þeg- ar þú hefur leyst þá þraut og veist hvað var í hólfinu (hjarta þér?) era þér allir vegir færir að boða orð sannleikans. • Þeir lesendur sem vilja fá drauma sína birta og ráðna sendi þá með fullu nafni, fæðingardegi og ári ásamt heimilisfangi og dulnefni til birtingar til: Draunstafír Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík Verkbókhald KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 • Síini 568 8055 www.islandia.is/ketfisthroun Morgunblaðið/Golfi Sæmundur Kristjánsson hrær- ir í pottunum Á næstu grösum. breyta þannig að þær verði fitu- og sykurminni. Það er alltlöglegt.“ Sjálfur segist Sæmundur ekki vera 100% grænmetisæta og hann geti t.d. ekki hugsað sér að sleppa villibráðinni og fiskinum. íslenska villibráðin sé nokkuð sem gerist ekld betra. Kúnnahópinn segir hann ekki síður vera blandaðan. Auðvitað sé þar að finna margar grænmetis- ætur en einnig sé mikið um fólk sem komi einu sinni til tvisvar í viku og geri mat af þessu tagi þannig að hluta síns mataræðis auk þess að borða kjöt og fisk. „Þetta eykur fjöl- breytnina, sem er líka af hinu góða. Fólk er orðið miklu opnara fyrir þessu og ánægt með hversu vel mat- ur af þessu tagi fer í það. Við reynum að blanda saman grænmeti og baunum og hafa í rétt- um hlutföllum auk þess að tvinna saman eldaðan mat og hráan. Það skemmtilegasta við þetta finnst mér vera sú áskorun að takast á við þetta og fínna út úr því hvemig maður eigi að gera hlutina miðað við hvemig maður vann áður. Öll kryddnotkun og eldun er til dæmis frábragðin og í venjulegri matreiðslu.“ Margir leita á náðir grænmetis- fæðisins ef ætlunin er að draga úr líkamsþyngdinni. Fyrir þá sem eru í slíkum hugleiðingum segir Sæ- mundur að þegar kemm’ að orku og hitaeiningum þá sé aðalspuminginn hvað menn noti mikla olíu við eldun. „Olían, sama hvort um er að ræða ólívuolíu eða annað, er fljót að segja til sín enda um 900 kaloríur í hveij- um desilítra. Oft er fólk að blekkja sig þegar það telur ólívuolíu algóða þótt hún sé auðvitað ekkert annað en fljótandi fita.“ Sæmundur segist því reyna að nota sem minnsta olíu þegai’ hann gerir salatdressing og nota þess í stað grænmet og ávexti í grunninn og hreinan safa. „Þegar ég fór að hugsa þetta öðm vísi opnaðist alveg nýr heimur. Maður var of fastur í ol- íunni og vinaigrette-dressingum sem vora kannsld 80% olía. Ég held að ég sé búinn að skera olíuna niður í kannski 10%. Annað í þessu fæði er mjög létt og ekki fitandi, þótt það hafí auðvitað sína orku. “ En hvemig er það með grænmet- iskokka. Hvaðan koma straumar og stefnur? „Þegai- ég byi-jaði fór ég of- an í allt og grúskaði í öllu. Það er til aragrúi af bókum um þessi mál og veitingastaðir um allan heim sem hafa fylgt þessari stefnu um árabil. Flóran er gífurleg og ekki minni en á öðmm sviðum matargerðar. Þama eru líka til menn sem gera „fansí“ hluti ekki síður en í hinni hefð- bundnu matargerð. Þótt ég sé ekjd á þeirri línu sem stendur er aldrei að vita hvað gerist við breytingamar." En saknar Sæmundur aldrei ,fyrra lífs“ og hefðbundinnar mat- reiðslu. „Auðvitað kemur það stund- um fyrir að maður saknar þess en það er þó ekki svo að maður sé neitt grátandi yfir því.“ LAGERSALA Við vörutalningu fannst ýmislegt á lagemum Mattarósin kökudiskur 5.990, nú 4.790 -20% Mattarósin miniturar, nú 525 -65% Mattarósin kertastjaki 3.995, nú 2.995 -25% Renesanse miniturar nú 525 -70% Wedgwood spilakassar m. spilum 6.490, nú 3.000 -55% Rósita-líkjörglas 1.720, nú 860 -50% Carmen-skál 5.550, nú 1.950 -65% Hvíta stellið fat 32 cm 3.805, nú 2.280 -40% Laukurinn forréttadiskur 21 cm 1.880, nú 1.000 -45% Jólavara -50% Margt margt fieira af stökum hlutum. Komið og gerið góð kaup Opið laugardag kl. 10-18 Sunnudag kl. 13-18 10 id Csuðurlandsbraut 52/Bláu húsin við Faxafen sími 553 6622 Stendur til 13. janúar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.