Morgunblaðið - 15.01.2000, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fimm íslensk fjármálafyrirtæki og Norsk Hydro
Stofnað félag til að und-
irbúa álver í Reyðarfirði
HYDRO Aluminium og Hæfi hf.,
sem er í eigu fimm íslenskra fjár-
málafyrirtækja, hafa stofnsett sam-
eiginlegt undirbúningsfyrirtæki,
Reyðarál hf. Fyrirtækinu er ætlað að
skipuleggja væntanlegar fram-
kvæmdir til undirbúnings byggingar
álverksmiðju í Reyðarfirði og eiga
verksmiðjuna og reka ef af fram-
kvæmdum verður.
Fimm íslensk fjánnálafyrirtæki,
Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn,
Fjárfestingarbanki atvinnuh'fsins,
Islandsbanki, Landsbanki Islands og
Þróunarfélag Islands, ákváðu í byrj-
un september síðastliðinn að stofna
undirbúningsfélag með Hydro Alum-
inium, dótturfélagi Norsk Hydro,
sem hefði það hlutverk að fjármagna
og undirbúa byggingu álvers á Reyð-
arfirði. Fram kom í Morgunblaðinu á
þeim tíma að þau myndu leggja 200
milljónir kr. til verkefnisins og kæmi
helmingur fjárhæðarinnar frá Norsk
Hydro. Jafnframt kom fram að fæst
íslensku íyrirtækin væru langtíma-
fjárfestar og þeirra hugmynd væri að
vinna málinu framgang og draga sig
síðan út úr því. Rætt yrði við íslenska
fagfjárfesta um fjárfestingu í álver-
inu. íslensku fjármálafyrirtækin
stofnuðu fyrirtækið Hæfi hf. til að
halda utan um sinn hlut og nýlega
var Geir A. Gunnlaugsson ráðinn
framkvæmdastjóri þess.
Hlutafé í Reyðaráli hf. er í lág-
marki þess sem lög leyfa, eða fjórar
milljónir, en Erlendur Magnússon
stjómarformaður Hæfis hf. segir að
það verði aukið eftir því sem á þurfi
að halda. Hæfi og Hydro Aluminium
skipta hlutum í fyrirtækinu jafnt á
milli sín á undirbúningstímabilinu, að
því er fram kemur í fréttatilkynningu
um stofnun félagsins. Aðalmarkmið
fyrirtækisins er að sinna vinnu sem
eigendur þess hafa tekið að sér í
framkvæmdaáætlun, svokallaðri
Hallormsstaðaryfirlýsingu frá því í
júní 1999, þannig að unnt verði að
taka endanlega ákvörðun um að ráð-
ast í verkefnið fyrir 1. júní árið 2000.
Erlendur Magnússon segir að
undirbúningurinn felist einkum í
gerð fjölda samninga um aðföng og
þjónustu við álverið, meðal annars
um raforkukaup og kaup á öðru hrá-
efni og þjónustu sem álverið þarfn-
ast. Einnig samninga um byggingu
álversins og sölu afurðanna. Hann
segir að álverið verði verkefnafjár-
magnað og því sé mikilvægt að allir
helstu samningar liggi fyrir þegar
framkvæmdir verða ákveðnar.
Ekki ákveðið með kæru
Eignarhaldsfélagið Hraun lét gera
og lagði fram skýrslu um umhverfis-
mat álversins. Skipulagsstofnun
krafðist frekara mats og frestur
framkvæmdaaðila til að kæra þann
úrskurð til umhverfisráðherra renn-
ur út 19. þessa mánaðar. Erlendur
Magnússon segir enn ekki ljóst hvort
Reyðarál hf. muni taka við þeim
verkefnum sem eignarhaldsfélagið
Hraun hefur haft með höndum í um-
hverfismálum álversins eða hvort
úrskurður Skipulagsstofnunar verð-
ur kærður til ráðherra. Segir hann að
stjórn Reyðaráls hf. muni fjalla um
málið á stjórnarfundi næstkomandi
mánudag.
í stjórn Reyðaráls eru Geir A.
Gunnlaugsson, sem er stjómarfor-
maður, Jón Sigurðsson frá Eignar-
haldsfélaginu Alþýðubankanum hf.,
Jostein Flo og Hans Diderik Faa-
berg. Tveir þeir síðarnefndu em full-
trúar Hydro Aluminium sem og
framkvæmdastjóri fyrirtækisins,
Bjarne Reinholdt.
Nettó vill
reisa stór-
hýsi í
Vatnsmýri
FORSVARSMENN KEA/
Nettó vilja reisa 12 til 15 þús-
und fermetra verslunar- og
þjónustumiðstöð í Vatnsmýr-
inni á lóð Umferðarmiðstöðvar-
innar, en vinna við deiliskipulag
svæðisins er að hefjast.
Uppi era hugmyndir um að
rífa Umferðarmiðstöðvarhúsið
en Sigmundur Ófeigsson, fram-
kvæmdastjóri Matbæjar hf.,
hlutafélags sem stofnað var um
allar verslanir KEA, sagði að
verslunar- og þjónustumiðstöð-
in myndi rísa hvort sem húsið
yrði rifið eða ekki. Ef húsið yrði
ekki rifið yrði einfaldlega byggt
við það. Að sögn Sigmundar
liggur ekki fyrir hversu mikið
verslunar- og þjónustumiðstöð-
in mun kosta, en hann sagði að
fagfjárfestar yrðu fengnir til að
fjármagna bygginguna.
■ Vilja reisa/16
• •
Okumenn
áminntir
ÖKUMENN á höfuðborgarsvæð-
inu, sem ekki hafa fært bifreiðir
sínar til reglubundinnar skoðunar,
geta átt von á því að fá hvítan að-
vörunarmiða á bifreiðir sínar og þar
með vikufrest til að kippa málinu í
liðinn. Geri þeir það ekki eiga þeir á
hættu að númeraplötur verði
klipptar af bifreiðunum.
Að sögn lögreglunnar í Kópavogi
eru alltaf einhverjir sem trassa að
færa bíla sína til skoðunar og því
miður komi í ljós að í mörgum til-
fellum séu tryggingar og sitthvað
annað einnig í ólestri hjá viðkom-
andi.
Verður átakinu fylgt eftir á
næstu dögum og þá kannað hverjir
hafi sinnt áminningu yfirvalda og
hverjir ekki.
Ránstilraun
í Breiðholti
STARFSMENN Bónusversl-
unar við Tindasel í Breiðholti
tilkynntu í gærkvöld að tveir
grímuklæddir menn, að
minnsta kosti annar þeirra
með rörbút í höndum, hefðu
farið niður tröppur að kjall-
aradyram verslunarinnar.
Nokkrir lögreglubílar voru
sendir á vettvang og leituðu
lögreglumenn í grennd við
verslunina án árangurs. Að
sögn varðstjóra lögreglunnar
virðist sem mennirnir hafi
orðið óttaslegnir og þeir náð
að forða sér áður en lögregla
kom á vettvang. Komust þeir
ekki inn í verslunina og voru
ófundnir í gærkvöld.
Morgunblaðið/Ásdís
Talsvert um
beinbrot í
hálkunni
HONUM varð hált á svellinu þessum
unga manni fyrir framan Mennta-
skólann í Reykjavík í gær, enda hef-
ur hlákan að undanförnu haft tals-
verða hálku í for með sér. Vatn
liggur yfir fsnum víða og fyrir vikið
er flughált.
Ólafur R. Ingimarsson, læknir á
slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur,
sagði í gær að þar á bæ þyrftu menn
ekki að líta út um gluggann og gá til
veðurs; aukning beinbrota hefði
verið slík strax í gær að ekki færi á
milli mála að um mikla hálku væri
að ræða. „Við finnum strax fyrir
þessu og því miður verður eldra
fólkið fremur fyrir barðinu á hálk-
unni. Það gætir sín ekki nógu vel, er
ekki nægilega vel skóað eða á
mannbroddum á svellinu,“ sagði
hann.
Búist er við hlýindum áfram
næstu daga og sagði Ólafur að
fyllsta ástæða væri til að hvetja
borgarana til að gæta sín í hálkunni.
Felag leikskólakennara utan bandalaga frá áramótum
Rætt um aðild að
Kennarasambandi
UM ÁRAMÓTIN gekk Félag ís-
lenskra leikskólakennara úr BSRB
og stendur nú utan bandalaga.
Björg Bjarnadóttir, formaður Fé-
lags leikskólakennara, segist telja
skaðlaust fyrir félagið að standa
utan bandalaga tímabundið.
„Félagið hefur sjálfstæðan
samningsrétt, er orðið mjög fjöl-
mennt og á eigið húsnæði, þannig
að það getur alveg staðið utan
bandalaga í einhvern tíma. En ég
tel ekki að það sé æskilegur kostur
til framtíðar," segir Björg.
I september síðastliðnum var
samþykkt nær einróma í allsherj-
aratkvæðagreiðslu innan félagsins
að það segði sig úr BSRB og sækti
um aðild að Kennarasambandi Is-
lands. Kennarasambandið hafnaði
umsókn félagsins á stofnfundi sín-
um í nóvember, en ákvað að setja á
laggirnar nefnd til að vinna að
hugsanlegri sameiningu, sem yrði
samt í fyrsta lagi á seinni hluta
ársins 2001. Skipað var í nefndina
nýverið en í henni sitja Elna Kat-
rín Jónsdóttir, Guðrún Ebba Ólafs-
dóttir og Sigurður Líndal fyrir
hönd Kennarasambandsins og
Björg Bjarnadóttir, Þröstur Brynj-
arsson og Ólöf Helga Pálmadóttir
fyrir hönd Félags leikskólakenn-
ara.
„Við hefðum gjarnan viljað vera
með í hinu nýja Kennarasambandi
frá upphafi en við sættum okkur
við þessa niðurstöðu og göngum til
viðræðnanna með jákvæðum
huga,“ segir Björg. Hún segir
ástæðu þess, að félagsmenn hafi
verið þetta einhuga um að ganga
úr BSBR og sækja um aðild að
nýju Kennarasambandi, þá að fé-
lagsmenn telji sig eiga meiri fag-
lega samleið með hinum kennara-
félögunum. Þar að auki hafi félagið
starfað mikið með þeim og í raun-
inni sé eðlileg þróun að sameinast
sambandi þeirra.
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is
Arnór besti miðjumaður
aldarinnar hjá Lokeren/B2
Stoke dregur á toppliðin í
ensku 2. deildinni/B1
>ð í dag
ÁLAUGARDÖGUM
T |7Q|>Tk
UjoIjO
MORGUNBLAÐSINS