Morgunblaðið - 15.01.2000, Síða 8

Morgunblaðið - 15.01.2000, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Svavar R. Guðnason útgerðarmaður Vatneyrar Þeir eru að biðja um einhvern til að taka á móti spottanum. Litrík símaskrá í undirbúingi NY símaskrá Landssímans verður nú í fyrsta skipti öll prentuð í lit. Boðið er upp á auglýsingar í lit á öll- um síðum, ekki bara gulu síðunum, en auglýsingar á þeim síðum voru prentaðar í íyrsta skipti í lit í fyrra. Þá býðst öllum þeim sem eru skráðir í skránni að prenta nafn sitt og núm- er í einhverjum öðrum lit en þeim svarta. Önnur nýbreytni varðandi síma- skrána er sú að nú mun fólki gefast kostur á að skoða skráningu sína á Netinu áður en lokað verður fyrir nýskráningar og breytingar. Síðasti skráningardagur er 31. janúar nk. og segist Olafur Stephensen, talsmaður Landssímans, gera ráð fyrir að þessi möguleiki verði mikið notaður. Landssíminn mun kynna þessa nýbreytni í næstu viku. Prentuð í 220 þúsund eintökum Gert er ráð fyrir að símaskráin komi út í seinni hluta maímánaðar og verður skráin prentuð í 220 þúsund eintökum, líkt og í fyrra. Þá verður skráin gefin út í tveimur bindum, annað fyrir höfuðborgarsvæðið og hitt fyrir landsbyggðina. Skráin verður prentuð með sama letri og notað var í fyrsta skipti í fyrra og hefur að sögn Ólafs fallið mjög vel í kramið hjá notendum skráarinnar. Myndir á forsíður verða valdar í samráði við Listasafn íslands. Til þess að ná betri prentgæðum vegna litarins verður pappírinn í skránni nú harðari og sléttari en ver- ið hefur. Bæði pappír og prentlitur verða umhverfisvænir og eiga að brotna hratt niður í náttúrunni. Tek- ið verður á móti gömlum skrám og þær notaðar til jarðgerðar og búin til úr þeim molta til að græða upp land. Deild leikskólakennara á eftirlaunum Deildin gætir hagsmuna eft- irlaunaþega Ingibjörg Kristín Jónsdóttir Félag íslenskra leik- skólakennara verð- ur 50 ára 6. febrúar n.k. Af því tilefni hefur verið ákveðið að stofna sérstaka deild innan fé- lagsins fyrir leikskóla- kennara á eftirlaunum. Stofnfundurinn verður haldinn í dag klukkan 14.00 í leikskólanum Lauf- ásborg í boði Leikskóla Reylgavíkur. Formaður hinnar nýstofnuðu deildar er Ingibjörg Kristín Jóns- dóttir fyrrverandi leik- skólastjóri í Reykjavík. Hún var spurð hvers vegna ástæða hefði þótt til að stofna sérstaka deild fyrir leikskólakennara á eftirlaunum. ,Á.stæða þótti til að stofna sérstaka deild til þess að gæta hagsmuna leikaskólakenn- ara á eftirlaunum eða eftirlifandi maka þeirra og/eða bama. Deild- inni ber og að fylgjast með lífeyr- is- og kjaramálum fyrir leikskóla- kennara á eftirlaunum og efla félagsstarf og tengsl þeirra á milli. Deildin mun eiga fiilltrúa á fulltrúaráðsþingi Félags ís- lenskra leikskólakennara, þannig að okkur gefst tækifæri til að fylgjast með því sem er að gerast innan félagsins.“ - Hafa Icikskólakcnnarar á eft- irlaunurn ekki fylgst mikið með því sem er að gerast í málefnum leikskólakennara fram aðþessu? „Við fáum sent fréttabréf fé- lagsins og getum fylgst með þannig og einnig eru vorþing full- trúaráðsins opin en mjög lítið er um að leikskólakennarar á eftir- launum hafi sótt þau vegna þess að vantað hefur þá tengingu sem þessi nýja deild vonandi verður." - Hvernig eru kjaramál leik- skólakennara á eftirlaunum? „Eftirlaun leikskólakennara eru þannig tilkomin að þau eru ákveðinn hundraðshluti af grunn- launum og sá hundraðshluti vex eftir starfsaldri. í hæsta skala eru eftirlaun 70% af grunnlaunum sem í dag eru að meðaltali um 90 þúsund krónur fyrir leikskóla- stjóra. A síðustu árum hefur þró- unin verið sú að æ meira er um eingreiðslur eða fastar yfirvinnu- greiðslur sem koma ekki leik- skólakennurum á eftirlaunum til góða, þar sem eftirlaun þeirra miðast aðeins við grunnlaun. Þetta tel ég einna brýnast fyrir hina nýju deild að berjast fyrir að breyta þannig að yfirvinnu- greiðslurnar komi inn í grunn- launataxtana.“ - Hvað eru margir leikskóla- kennarar á eftirlaunum núna? „Ég gæti ímyndað mér að þeir séu innan við þrjátíu, þetta er ung stétt en á næstu árum mun eftir- launafólki í stétt leik- skólakennara fjölga mjög.“ -Þú útskrifaðist úr Uppeldisskóla Sumar- gjafar -hvaða skóli var það? „Þetta var íyrirrennari Fóst- urskóla íslands og starfaði í Reykjavík. Hann hóf starfsemi 1. október 1946og ég var í öðru holl- inu. Skólinn fékk svo nafnið Fóstruskóli Sumargjafar skömmu síðar en 1973 varð þetta ríkisskóli og hét þá Fósturskóli Islands. I hitteðfyrra var skólinn sameinaður Kennaraháskóla ís- ► Ingibjörg Kristín Jónsdóttir fæddist 26. janúar 1929 á Akur- eyri. Hún lauk gagnfræðaprófi þar og prófi frá Uppeldisskóla Sumargjafar 1949. Hún starfaði við kennslu í tólf ár í grunnskóla og eftir það sem leikskólastjóri í Reykjavík. Hún var í stjórn Fóstrufélags íslands í tíu ár, þar af formaður í fjögur ár. Ingi- björg er ekkja eftir Kjartan Steingrímsson útgerðarmann og eignuðust þau tvö börn. lands og námið er nú á leikskóla- skor innan þess skóla.“ - Hvernig virðist þérmálefnum leikskólakennara komið í dag? „Ég held að málefni þeirra séu í góðum farvegi, duglegt fólk er í forystu stéttarinnar. Það var ekki fyrr en 1988 sem stofnað var stéttarfélag leikskólakennara, áð- ur var Fósturfélag íslands aðeins fagfélag og félagarnir áttu stétt- arfélagsaðild að ýmsum stéttar- félögum hins opinbera. Að stofna stéttarfélag þjappaði leikskóla- kennurum saman og nú annast Félag íslenskra leikskólakennara samningagerð fyrir alla sína fé- laga.“ - En hvernig finnst þér starfið sjálft hafa þróast? „Það hefur orðið gífurleg þróun í starfi innan leíkskólanna og mér fannst stærsti vendipunkturinn hafa orðið árið 1985 þegar menntamálaráðuneytið gaf út uppeldisáætlun fyrir leikskóla. Sú áætlun er einskonar leiðbeining- arrit fyrir leikskólakennara í starfi. Hún hefur verið endur- skoðuð í takt við breytta tíma og einnig hafa komið út ýmis fylgirit sem útlista nánar mikilvægi hvers þáttar í starfinu. Áætlunin tekur á flestum þeim þáttum sem unnir eru inni á leikskólum og með henni verður starfið miklu mark- vissara. Húsnæði leikskólanna hefur líka breyst mjög mikið síð- an ég byrjaði í starfi, áður voru leikskólar í íbúðarhúsum sem ekki voru sérhönnuð til þess arna, nú er húsnæði leikskóla sérteiknað og fulltrúar leikskólakennara eru teiknurunum til ráðgjafar.“ -Finnst þér börnin sjálf hafa breyst frá þvíað þú fórst fyrst að gæta barna? „Útlit þeirra hvað snertir klæðaburð hefur breyst, aðstæð- ur þeirra hafa breyst bæði á heimilum og innan leikskólans - en barnssálin er alltaf sjálfri sér lík. Barnssálin er alltaf sjálfri sér lík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.