Morgunblaðið - 15.01.2000, Page 24

Morgunblaðið - 15.01.2000, Page 24
24 LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU Ekkert lát á loðnuveiðinni Hólmaborg með um 5.600 tonn HÓLMABORG SU kom með full- fermi, um 2.300 tonn, af loðnu til Eskifjarðar í gær og hefur þar með fengið um 5.600 tonn í þremur túr- um að undanförnu. Loðnuveiðin hefur gengið sérstaklega vel og var komið með um 5.500 tonn til Eski- fjarðar í gær en bræðslan getur annað um 950 tonnum á sólarhring. Fjöldi íslenzkra og norskra skipa Hólmaborg fékk loðnuna í Reyð- arfjarðardýpi en þar var fjöldi inn- lendra og norskra loðnubáta, að sögn Þorsteins Kristjánssonar, skipstjóra. „Þetta byrjar mjög vel en það skiptust á skin og skúrir í þessum túr,“ segir Þorsteinn Krist- jánsson, skipstjóri á Hólmaborg, en um flmm til sex tíma sigling er frá Eskifirði á miðin. „Það var leiðinda- veður framan af, skítabrasla um tíma, en svo kom mjög gott veður og góð veiði. Nú snýst lífið um loðnu en við fengum aflann í níu hölum.“ Jóhann Kristjánsson, stýrimaður, hefur verið á loðnu í 17 ár og segir að þetta sé með því besta sem hann muni eftir í janúar. „Loðnan er mjög þétt á svæðinu og róleg þar sem hún er og svo virðist sem hún sé ekki á hraðri suðurleið,“ segir hann. „Þetta er stór og falleg loðna, fínasta loðna, en með frystingu í huga er of mikil áta í henni. Við höf- um tekið þetta allt í troll og ekki verið með neina undirmálsloðnu. Það er breyting frá því þegar við vorum síðast á trolli, fyrir tveimur árum, að mig minnir. Hins vegar er mikil örtröð á miðunum og nótaveiði og togveiði á ekki beint vel saman.“ Guðrún Þorkelsdóttir SU landaði 600 tonnum aðfaranótt fimmtudags og kom með fullfermi í gærmorgun, 1.000 tonn, sem fengust í þremur köstum 50 mflur austur af Reyðar- firði. Jón Kjartansson SU var líka með fullfermi, 1.200 tonn, og Óli í Sandgerði AK landaði 1.000 tonn- um. „Það er mikið um að vera og nóg að gera í bræðslunni," segir Emil Thorarensen, útgerðarstjóri hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar. Að sögn skipstjórnarmanna er mikið að sjá á miðunum en árang- urinn er heldur lakari hjá nótaveiði- skipunum. Mesti krafturinn og besti árangurinn er með flottrollinu og við höfum ekki undan en bræðslan getur annað um 950 tonnum á sólar- hring. Þar er góður gangur í fram- leiðslu hágæðamjöls en byrjað er að taka á móti hráefni í geymslu. Þetta lofar góðu og mörg ár eru síðan svo mikið af loðnu hefur komið á svona fáum dögum í janúar, en við höfum tekið á móti um 12.000 tonnum það sem af er mánaðar." Morgunblaðið/Benedikt Jóhannsson Jóhann Kristjánsson, stýrimaður á Hólmaborg, hefur verið á loðnuveið- um í 17 ár og segir að veiðin hafi ekki áður verið eins góð fjanúar. Morgunblaðið/Sigurgeir Isfélag Vestmannaeyja hefur tekið á móti um 1.800 tonnum af sfld til vinnslu úr þremur túrum hjá Antares. Sfldarstofnar virðast vera í góðu ástandi „SÍLDARSTOFNAR virðast vera í góðu ástandi," segir Jakob Jakobs- son fiskifræðingur, sem var við rann- sóknir á hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni á sfldarmiðunum 40 til 50 mflur út af Snæfellsnesi undan- fama daga. Þar hefur sfldveiði geng- ið vel að undanförnu og eru aðeins rúm 8.000 tonn ónotuð af nimlega 102 þúsund tonna kvóta en um 10.000 tonn hafa verið flutt á næsta ár. Gott ástand undanfarin ár Árni Friðriksson hélt frá Reykja- vík sl. þriðjudag og kom til baka i gær. „Við vorum langt úti í hafi, 40 til 50 mflur út af Snæfellsnesi," segir Jakob. „Við höfum reynt að gera okkur grein fyrir stærð sfldarstofns- ins á hverju ári og leiðangurinn var farinn seint í nóvember og desember en þá lánaðist okkur ekki að Ijúka verkinu vegna rysjóttrar tíðar og ákváðum að geyma verkefnið fram- yfir áramótin." Samkvæmt bráðabirgðaathugun segjr Jakob að ástandið á sfldar- stofnunum sé gott. „Sfldarstofninn virðist vera í góðu ástandi og allt virðist vera í lagi. Það eru sterkir ár- gangar og gott útlit næstu tvö til þrjú árin.“ Jakob segir að ástand sfldarstofn- Aðeins um 8.000 tonn ónýtt af sfld- arkvótanum anna hafi verið gott undanfarin ár þótt veiðarnar hafi gengið misjafn- lega. Miðin séu djúpt út af Snæfells- nesi, oft hafi verið léleg tíð, þama sé um hálfgert veðravíti að ræða og því oft gengið erfiðlega að ná sfldinni en hún sé þarna. „Stofninn hefur verið í góðu standi á undanförnum áram þótt sumir hafi stundum haldið að hann væri að hrynja vegna þess hvað veiðarnar hafa gengið misjafnlega. En hún er þarna í sjónum og okkur sýnist samkvæmt þessum bráða- birgðaniðurstöðum að áframhaldið verði eins, það er mikið af smásfld að vaxa upp við landið.“ Antares með tæp 2.000 tonn á rúmri viku Þrátt fyrir gott ástand er óvíst að kvótinn verði aukinn. „Það er ekki komið að því að gera tillögu um það. Skoða þarf ástandið betur enda næg- ur tími til stefnu því tillagan kemur ekki fyr en í lok maí en þetta hefur verið í námunda við 100 þúsund tonnin í 10 ár eða svo.“ Sfldveiði fyrir vestan hefur gengið vel að undanfömu og hafa bátarnir verið fljótir að fylla sig. Húnaröst, Arnþór, Kap og Ántares vora á sfld- armiðunum í vikunni og voru ekki lengi að fá fullfermi. Antares VE var mættur á miðin á fimmtudagsmorgun, fékk fullfermi, um 800 tonn, í fjórum holum á skömmum tíma og kom með aflann til Vestmannaeyja í gær en fyrr í vik- unni tók ísfélag Vestmannaeyja hf. við rúmlega 400 tonnum af sfld frá skipinu, sem hefur verið á sfldveið- um út af Snæfellsnesi að undan- förnu. Antares landaði tæplega 600 tonnum í vikunni sem leið og er nú hætt á sfldveiðum í bili en snýr sér að loðnuveiðum. Antares er eina skip Isfélagsins sem hefur verið á sfldveiðum. Kvót- inn var 5.500 tonn og era um 800 tonn eftir. Vegna góðrar loðnuveiði að undanförnu og ágæts útlits á loðnumiðum notfærir Isfélagið sér fyrmefndan rétt. Sfldin hefur verið blönduð en góð, ekkert rasl og meirihlutinn 30 sentí- metrar og yfir að stærð, að sögn Harðar Oskarssonar, fjármálastjóra ísfélagsins. Hann segir að sfldin fari öll í vinnslu með Japan í huga. Ró- legt hafi verið á mörkuðum í Evrópu en ástæða sé til að ætla að úr rætist fljótlega.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.