Morgunblaðið - 15.01.2000, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 15.01.2000, Qupperneq 24
24 LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU Ekkert lát á loðnuveiðinni Hólmaborg með um 5.600 tonn HÓLMABORG SU kom með full- fermi, um 2.300 tonn, af loðnu til Eskifjarðar í gær og hefur þar með fengið um 5.600 tonn í þremur túr- um að undanförnu. Loðnuveiðin hefur gengið sérstaklega vel og var komið með um 5.500 tonn til Eski- fjarðar í gær en bræðslan getur annað um 950 tonnum á sólarhring. Fjöldi íslenzkra og norskra skipa Hólmaborg fékk loðnuna í Reyð- arfjarðardýpi en þar var fjöldi inn- lendra og norskra loðnubáta, að sögn Þorsteins Kristjánssonar, skipstjóra. „Þetta byrjar mjög vel en það skiptust á skin og skúrir í þessum túr,“ segir Þorsteinn Krist- jánsson, skipstjóri á Hólmaborg, en um flmm til sex tíma sigling er frá Eskifirði á miðin. „Það var leiðinda- veður framan af, skítabrasla um tíma, en svo kom mjög gott veður og góð veiði. Nú snýst lífið um loðnu en við fengum aflann í níu hölum.“ Jóhann Kristjánsson, stýrimaður, hefur verið á loðnu í 17 ár og segir að þetta sé með því besta sem hann muni eftir í janúar. „Loðnan er mjög þétt á svæðinu og róleg þar sem hún er og svo virðist sem hún sé ekki á hraðri suðurleið,“ segir hann. „Þetta er stór og falleg loðna, fínasta loðna, en með frystingu í huga er of mikil áta í henni. Við höf- um tekið þetta allt í troll og ekki verið með neina undirmálsloðnu. Það er breyting frá því þegar við vorum síðast á trolli, fyrir tveimur árum, að mig minnir. Hins vegar er mikil örtröð á miðunum og nótaveiði og togveiði á ekki beint vel saman.“ Guðrún Þorkelsdóttir SU landaði 600 tonnum aðfaranótt fimmtudags og kom með fullfermi í gærmorgun, 1.000 tonn, sem fengust í þremur köstum 50 mflur austur af Reyðar- firði. Jón Kjartansson SU var líka með fullfermi, 1.200 tonn, og Óli í Sandgerði AK landaði 1.000 tonn- um. „Það er mikið um að vera og nóg að gera í bræðslunni," segir Emil Thorarensen, útgerðarstjóri hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar. Að sögn skipstjórnarmanna er mikið að sjá á miðunum en árang- urinn er heldur lakari hjá nótaveiði- skipunum. Mesti krafturinn og besti árangurinn er með flottrollinu og við höfum ekki undan en bræðslan getur annað um 950 tonnum á sólar- hring. Þar er góður gangur í fram- leiðslu hágæðamjöls en byrjað er að taka á móti hráefni í geymslu. Þetta lofar góðu og mörg ár eru síðan svo mikið af loðnu hefur komið á svona fáum dögum í janúar, en við höfum tekið á móti um 12.000 tonnum það sem af er mánaðar." Morgunblaðið/Benedikt Jóhannsson Jóhann Kristjánsson, stýrimaður á Hólmaborg, hefur verið á loðnuveið- um í 17 ár og segir að veiðin hafi ekki áður verið eins góð fjanúar. Morgunblaðið/Sigurgeir Isfélag Vestmannaeyja hefur tekið á móti um 1.800 tonnum af sfld til vinnslu úr þremur túrum hjá Antares. Sfldarstofnar virðast vera í góðu ástandi „SÍLDARSTOFNAR virðast vera í góðu ástandi," segir Jakob Jakobs- son fiskifræðingur, sem var við rann- sóknir á hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni á sfldarmiðunum 40 til 50 mflur út af Snæfellsnesi undan- fama daga. Þar hefur sfldveiði geng- ið vel að undanförnu og eru aðeins rúm 8.000 tonn ónotuð af nimlega 102 þúsund tonna kvóta en um 10.000 tonn hafa verið flutt á næsta ár. Gott ástand undanfarin ár Árni Friðriksson hélt frá Reykja- vík sl. þriðjudag og kom til baka i gær. „Við vorum langt úti í hafi, 40 til 50 mflur út af Snæfellsnesi," segir Jakob. „Við höfum reynt að gera okkur grein fyrir stærð sfldarstofns- ins á hverju ári og leiðangurinn var farinn seint í nóvember og desember en þá lánaðist okkur ekki að Ijúka verkinu vegna rysjóttrar tíðar og ákváðum að geyma verkefnið fram- yfir áramótin." Samkvæmt bráðabirgðaathugun segjr Jakob að ástandið á sfldar- stofnunum sé gott. „Sfldarstofninn virðist vera í góðu ástandi og allt virðist vera í lagi. Það eru sterkir ár- gangar og gott útlit næstu tvö til þrjú árin.“ Jakob segir að ástand sfldarstofn- Aðeins um 8.000 tonn ónýtt af sfld- arkvótanum anna hafi verið gott undanfarin ár þótt veiðarnar hafi gengið misjafn- lega. Miðin séu djúpt út af Snæfells- nesi, oft hafi verið léleg tíð, þama sé um hálfgert veðravíti að ræða og því oft gengið erfiðlega að ná sfldinni en hún sé þarna. „Stofninn hefur verið í góðu standi á undanförnum áram þótt sumir hafi stundum haldið að hann væri að hrynja vegna þess hvað veiðarnar hafa gengið misjafnlega. En hún er þarna í sjónum og okkur sýnist samkvæmt þessum bráða- birgðaniðurstöðum að áframhaldið verði eins, það er mikið af smásfld að vaxa upp við landið.“ Antares með tæp 2.000 tonn á rúmri viku Þrátt fyrir gott ástand er óvíst að kvótinn verði aukinn. „Það er ekki komið að því að gera tillögu um það. Skoða þarf ástandið betur enda næg- ur tími til stefnu því tillagan kemur ekki fyr en í lok maí en þetta hefur verið í námunda við 100 þúsund tonnin í 10 ár eða svo.“ Sfldveiði fyrir vestan hefur gengið vel að undanfömu og hafa bátarnir verið fljótir að fylla sig. Húnaröst, Arnþór, Kap og Ántares vora á sfld- armiðunum í vikunni og voru ekki lengi að fá fullfermi. Antares VE var mættur á miðin á fimmtudagsmorgun, fékk fullfermi, um 800 tonn, í fjórum holum á skömmum tíma og kom með aflann til Vestmannaeyja í gær en fyrr í vik- unni tók ísfélag Vestmannaeyja hf. við rúmlega 400 tonnum af sfld frá skipinu, sem hefur verið á sfldveið- um út af Snæfellsnesi að undan- förnu. Antares landaði tæplega 600 tonnum í vikunni sem leið og er nú hætt á sfldveiðum í bili en snýr sér að loðnuveiðum. Antares er eina skip Isfélagsins sem hefur verið á sfldveiðum. Kvót- inn var 5.500 tonn og era um 800 tonn eftir. Vegna góðrar loðnuveiði að undanförnu og ágæts útlits á loðnumiðum notfærir Isfélagið sér fyrmefndan rétt. Sfldin hefur verið blönduð en góð, ekkert rasl og meirihlutinn 30 sentí- metrar og yfir að stærð, að sögn Harðar Oskarssonar, fjármálastjóra ísfélagsins. Hann segir að sfldin fari öll í vinnslu með Japan í huga. Ró- legt hafi verið á mörkuðum í Evrópu en ástæða sé til að ætla að úr rætist fljótlega.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.