Morgunblaðið - 15.01.2000, Síða 25

Morgunblaðið - 15.01.2000, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2000 25 ERLENT Vangaveltur um áform Gates og málaferlin gegn honum Sagður íhuga að skípta Microsoft upp BILL Gates, stofnandi bandaríska hugbúnaðarrisans Microsoft, hefur ákveðið að láta næstráðanda sinn í fyrirtækinu til margra ára, Steve Ballmer, taka við daglegri stjórn og verður Ballmer því aðalfram- kvæmdastjóri. Gates mun halda titli stjórnarformanns og verður auk þess yfirmaður deildar hug- búnaðarþróunar. „Eg fer á ný þangað sem ég byrjaði, yfir í þróun hugbúnaðar," sagði Gates á fimmtudag er breyt- ingarnar voru kynntar. Nú gæti hann einbeitt sér algerlega að því sem hann væri hugfanginn af, tækni framtíðarinnar. Fréttaskýrendur eru ekki á einu máli um ástæðurnar fyi-ir ákvörð- un Gates sem er 44 ára gamall og hefur verið aðalframkvæmdastjóri í 25 ár. Heimildarmenn AFP- fréttastofunnar benda á að skýr- ingin geti einfaldlega verið að Gat- es sjái fram á að Netið og þróun þess sé að breyta aðstæðum svo hratt að hann verði að bregðast við og leggja áherslu á búnað sem tengist Netinu. Hugað að nýjum vettvangi? Sömu heimildarmenn segja að Gates hyggist sjálfur hafa yfir- stjórnina og treysta fyrirtækið í sessi á þessum nýja vettvangi, eins og í upphafi þegar hann byggði Microsoft upp á níunda áratugn- um. Þá gerði hann samninga við framleiðendur um að þeir notuðu DOS-stýrikerfi hans og náði þann- ig yfirburðastöðu sem andstæðing- ar hans hafa kallað kverkatak. Upp úr 1990 hafði Windows-stýrikerfi Microsoft síðan haslað sér völl og Gates hefur grætt á tá og fingri, er nú auðugasti maður heims og Microsoft eitt stærsta einkafyrir- tæki veraldar. Ballmer, sem er 42 ára, varð for- stjóri Microsoft 1998 og heldur áfram þeim titli. Hann vísaði því eindregið á bug á fréttamanna- fundi á fimmtudag að breytingarn- ar tengdust hugmyndum stjórn- valda í Washington um að hamlað yrði gegn meintum einokunartil- burðum Microsoft með því að skipta risanum upp í tvær eða fleiri einingar. Hann notaði tæki- færið til að fordæma slíkar tillögur sem bandarískir fjölmiðlar segja að séu nú mjög til athugunar hjá lög- fræðingum stjórnvalda. „Það væri ólýsanlegt glapræði," sagði hann og benti á að Microsoft hefði skapað fjölda starfa með rekstri sínum. Ennfremur væri það kaldhæðnislegt að um leið og fjölmiðlasamsteypan Time Warner væri að sameinast netþjónustufyr- irtækinu AOL til að mynda öflug- asta fyrirtæki í heimi vildu menn skipta Microsoft upp. En þótt Ballmer vísi því á bug að með stöðubreytingunum sé ver- ið að búa sig undir að fyrirtækinu verði skipt eru sumir fjölmiðlar ekki sannfærðir. The Daily Tele- graph í Bretlandi sagði til dæmis að Gates hygðist ef til vill verða á undan andstæðingum sínum og skipta fyrirtækinu upp sjálfur í tvennt, áður en hann fengi skipun þess efnis, eins og allt benti til að yrði niðurstaðan. Myndi hann þá sjálfur stjórna öðrum hlutanum en Ballmer, sem er gamall skólabróðir hans frá Harvard, hinum. Aðgerðir gegn hringamyndun og einokun Lög gegn einokun og hringa- myndun eru um aldargömul í Bandaríkjunum og þekktasta dæmið um beitingu þeirra á síðari tímum er þegar stærstu símafyrir- tækjunum var á áttunda áratugn- um skipað að deila sér upp í smærri einingar. Microsoft hefur um hríð átt í harðri baráttu við þá sem saka Gates og fyrirtækið um að beita bolabrögðum til að tryggja sér ein- okunarstöðu í atvinnugreininni. Hafa þeir meðal annars fullyrt að fyrirtækið komi vísvitandi fyrir hindrunum í stýrikerfum sínum er geri ókleift að nota í viðkomandi tölvu ýmiss konar hugbúnað sem keppinautar risans framleiða. Neytendur freistist því til að kaupa allt sem þeir þurfa á að halda hjá Microsoft til að lenda í ekki í Reuters Bill Gates (t.h.) ræðir við nýjan aðalframkvæmdastjóra Microsoft, Steve Ballmer. Gates hyggst einbeita sér að hugbúnaðargerð. vanda vegna skorts á samhæfingu ton og 19 sambandsríkja hafa tekið forrita við Windows-kerfið. undir gagnrýnina og eru sammála Netþjónustufyrirtækið Net- um að fyrirtækið sé of stórt. Þeir scape, sem nú er hluti af AOL, var höfðuðu mál gegn Microsoft 1998 eitt margra sem kvartaði undan vegna gruns um brot á lögum um því að Microsoft beitti vafasömum heiðarlega samkeppni. Dómarinn meðulum í samkeppninni. Thomas Jackson lýsti yfir því í Eitt er víst, yfirleitt sætir haust að Microsoft notaði aðstöðu Microsoft harðri gagnrýni hjá þeim sína til að „grafa undan keppinaut- mörgu tölvumönnum sem vilja að um og gera út af við þá“. Þetta frelsið eitt ríki á Netinu. Þeir segja framferði valdi neytendum tjóni. að valdagræðgi Gates muni alltaf Jackson mun kalla dóminn saman valda því að hann gangi of langt í á ný í febrúar og leggja þá lög- samkeppninni og öllum ráðum fræðingar beggja aðila fram loka- verði að beita til að stöðva hann í málflutning sinn. að leggja Netið undir sig með því Heimildarmenn segja að til t.d. að ná yfirburðum á sviði leitar- greina komi ýmsar aðferðir við að þjónustu. Aðrir benda á að meiri skipta fyrirtækinu. Hugsanlegt sé líkur séu á að í framtíðinni geti að skipta því í þrennt, í fyrsta lagi menn gengið að hugbúnaði á eins deild stýrikerfa, í öðru lagi deild konar hlaðborði á Netinu án þess notendahugbúnaðar og í þriðja lagi að greiða fyrir hann. Bent er á deild neytenda- og markaðsvinnu. stýrikerfið Linux sem tákn þess Einnig væri mögulegt að skipta sem koma skal, Netið verði ekki Microsoft „lárétt" það er að segja gróðalind eins og einkatölvan varð skipta deildunum hverri fyrir sig Gates á sínum tíma. til að draga úr veldi þeirra og Fulltrúar stjórnvalda í Washing- meintu ofríki. Útsalan stendur sem hæst Hln KORUIÍMMHI. 30-60% afsláttur NANOQ+ Kringlunni 4-12 ■ www.nanoq.is GRÍMSVÖTN Gufu- og bskusprengingar i Grims- vötnum. Gos hófst fyrír norðan Grimsvötn þann 30. september 1996 og hafði í för með sér hlaup í Skeiðará. piai NANOQ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.