Morgunblaðið - 15.01.2000, Page 39

Morgunblaðið - 15.01.2000, Page 39
38 LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2000 39 - fMtripmMiiMti STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. AÐGERÐIR GEGN VERÐBÓLGU VERÐBOLGA er orðin það mikil, að hún er alvarleg ógn- un við þann efnahagslega stöðugleika, sem við höfum státað af undanfarin ár. Samkvæmt upplýsingum Hagstof- unnar hækkaði vísitala neyzluverðs um 5,8% síðustu tólf mánuði og nú í byrjun janúar hækkaði hún um 0,8%. Augljóst er, að efnahagslífið þolir ekki slíka verðbólgu til lengdar og því er brýn þörf á því, að þjóðin öll, stofnanir hennar, fyrir- tæki og verkalýðshreyfing sameinist í átaki til að stöðva þessa þróun. Svo mikið er í húfi. Aukning verðbólgunnar nú um 0,8% svarar til ríflega 10% hækkunar á einu ári. Þegar litið er á hækkun einstakra liða vísitölunnar sést, að hana má að miklu leyti rekja til hækkun- ar á opinberum gjöldum, fasteignagjöldum, leikskólagjöld- um og hækkunar ýmissa þjónustugjalda, t.d. fyrir heilsu- gæzlu. Ríki og sveitarfélög bera því talsverða ábyrgð á þessari verðbólgugusu í upphafi ársins. Þá hafa matvæli hækkað talsvert og virðist sem samkeppni á matvörumarkaði skili ekki jafn miklum árangri og áður. Seðlabankinn hefur nú enn einu sinni hækkað vexti til að hamla gegn verðbólguþróuninni og fyrir hálfum mánuði tóku gildi fjárlög, sem jafnframt eiga að hamla gegn þenslunni, með miklum tekjuafgangi ríkissjóðs. Hvorttveggja tekur talsverðan tíma að hrífa í efnahagskerfinu. Ekki bætir úr skák, að fjármálakerfið hefur ekki trú á því, að nægilega sé aðgert, sérstaklega af hálfu ríkisstjórnarinnar. I þjóðhagsspá fyrir árið 2000 er gert ráð fyrir, að verð- bólga innan ársins verði 3,5%. Miðað við vísitöluhækkunina í janúar eru litlar líkur á því, að þessi spá gangi eftir. Hún er reyndar notuð í forsendum fjárlaga og því eru horfur á því, að niðurstaðan verði önnur en stefnt er að. Ríkið og sveitarfélög verða ekki síður fyrir búsifjum af völdum verðbólgu en at- vinnulífið og allur almenningur. Óhjákvæmilegt er, að ríkis- stjórnin axli ábyrgðina og grípi til aðgerða gegn vaxandi verðbólgu. Fljótvirkasta leiðin til að draga úr þenslunni er að hækka skatta, en sú leið er ekki fær vegna þess, að kjarasamningar eru framundan. Ríkisstjórnin getur þó gripið til annarra leiða til að draga peninga úr umferð og minnka þar með þenslu. Má þar nefna sölu ríkisfyrirtækja, en þó fyrst og fremst aðgerðir til að auka sparnað landsmanna. Til þess þarf hvata, sem gerir sparnað eftirsóknarverðan fyrir fólk. Ríkisstjórnin getur gripið til slíkra aðgerða með tiltölu- lega skjótum hætti og sýnt þar með, að henni sé full alvara að tryggja stöðugleikann. FYRSTIPÓLITÍSKI FLÓTTAMAÐURINN ÞAÐ vekur óneitanlega athygli að nú í vikunni var einstakl- ingi í fyrsta skipti veitt pólitískt hæli á íslandi. í Morgun- blaðinu í gær var haft eftir Georg Kr. Lárussyni, forstjóra út- lendingaeftirlitsins, að sautján ára pilti frá Afríkuríkinu Zaire, Francis Bukasa, hefði á þriðjudag verið veitt pólitískt hæli. Buk- asa kom hingað til lands í september á síðasta ári og hefur verið í umsjón Rauða kross Islands á þeim tíma sem síðan er liðinn. Einnig kom fram í fréttinni að fjórtán hælisleitendur eru nú í umsjón Rauða krossins hér á landi. Islendingar eru í hópi þeirra þjóða, sem ekki hafa kynnst kúg- un og hemaði. Við búum við einstaka pólitíska og efnahagslega velmegun. Þegar litið er á þróun mála í heiminum á tuttugustu öldinni eru slíkar aðstæður hins vegar undantekning fremur en regla. Það má færa sterk rök fyrir því að það sé siðferðisleg skylda þeirra þjóða, sem eru svo heppnar að búa við aðstæður á borð við okkar, að aðstoða einstaklinga, sem sæta ofsóknum vegna stjómmálaskoðana sinna, trúarbragða eða litarháttar. Einstakl- inga sem oft hafa ekkert annað til saka unnið en að vilja búa við frelsi og lýðréttindi sem við göngum út frá sem vísum og hafa orðið að flýja heimkynni sín til að forðast frelsissviptingu, pynt- ingar eða jafnvel dauða. Vissulega hafa Islendingar lagt sitt af mörkum í sívaxandi mæli á undanfömum áram. Má nefna móttöku flóttamanna frá Víetnám á sínum tíma, að ekki sé minnst á þá fjölmörgu flótta- menn frá ríkjum fyrrverandi Júgóslavíu, sem hingað hafa komið á síðustu áram. Ekkert ríki getur leyst vanda allra þeirra, sem eiga undir högg að sækja í heiminum. Okkur ber hins vegar, rétt eins og öðram þjóðum, sem þurfa ekki að kvarta undan hlutskipti sínu, skylda til að veita flóttamönnum aðstoð í þeim mæli, sem við telj- um okkur ráða við. Það er því fagnaðarefni að í byrjun ársins 2000, rúmlega 55 áram eftir stofnun lýðveldisins, skuli einstakl- ingur í fyrsta skipti fá pólitískt hæli á Islandi. Reglur um viðskipti starfsmanna fyrirtækja í verðbréfaþj ónustu fyrir eigin reikning; FJARFESTINGAR- BANKI ATVINNULÍFSINS Ákvæðum verðbréfavið- skiptalaga ábótavant MEINT ólögleg innheija- viðskipti í Búnaðarbank- anum, í tengslum við út- boð bankans í desember sl., voru í kastljósi fjölmiðla nú í vik- unni. í framhaldi af því hefur umræða farið af stað um hvort lögum og reglum um verðbréfaviðskipti starfsmanna fyrirtækja í verðbréfaþjónustu sé ábótavant. Sé litið til Danmerkur kem- ur í ljós að þarlend verðbréfaviðskipta- lög hafa að geyma sérstök ákvæði um viðskipti yfirmanna fyrirtækja á fjár- magnsmarkaði með verðbréf fyrir eig- in reikning. Engin ákvæði er hins veg- ar að fínna um þetta í íslensku verðbréfaviðskiptalögunum. Spákaupmennska óheimil 112. gr. dönsku verðbréfaviðskipta- laganna, frá 1995, segir að fram- kvæmdastjórum, aðstoðarfram- kvæmdastjórum, deildarstjórum og aðstoðardeildarstjórum í fyrirtæki í verðbréfaþjónustu sé óheimilt að stunda spákaupmennsku með verð- bréf fyrir eigin reikning. Einnig er sú skylda lögð á stjórnendur fyrirtækj- anna að þeir setji reglur innan fyrir- tækisins um hvaða öðrum starfsmönn- um sé óheimilt að stunda spákaupmennsku. Að endingu er í greininni kveðið á um að fjármálaeftir- litið danska skuli setja nánari reglur um það hvenær um spákaupmennsku starfsmanna sé að ræða. Athyglisvert er að í sambærilegt ákvæði hefur ekki verið tekið upp í verðbréfaviðskiptalög hér á landi, því ósjaldan er því svo farið við ____ samningu og breytingu ís- lenskra laga, að dönsk lög eru höfð til fyrirmyndar. Trúlega myndu dönsk yfir- völd líta svo á að innherja- viðskipti yfírmanna verð- “ bréfafyrirtækja, sambærileg við þau sem fjórmenningamir í Búnaðarbank- anum stunduðu, séu spákaupmennska samkvæmt ákvæðum laganna og brjóti þar með gegn lögunum. Eflaust er þetta þó háð mati hveiju sinni, t.d. út frá því hversu mikil fjárfestingará- hættan er og hvort kaupin eru fjár- mögnuð með lánsfé eða eigin fé við- komandi yfirmanns. I öllu falli er Ijóst að yfirvöld hér á landi þurfa að koma fram með skýrari reglur um margt sem viðkemur starfsháttum starfs- manna fyrirtækja í verðbréfaþjónustu. Þessar dönsku reglur og ýmis álitamál sem risið hafa á markaðinum hérlendis á undanfömum misserum eru til vitnis um það. Skylda til setningar verklagsreglna En þrátt fyrir að með lagaákvæðum sé unnt að leggja bann við ýmiss konar ósæmilegri hegðan þeirra sem undir þau falla er erfitt að setja tæmandi ákvæði í lög um allar þær mögulegu aðstæður sem upp geta komið. Nauð- I dönsku lögunum um verðbréfaviðskipti er sérstök ákvæði að finna um viðskipti yfír- manna fyrirtækja í verðbréfaþjónustu fyrir eigin reikning. Jón Sigurðsson kannaði hvaða reglur giltu hér á landi um þessi viðskipti og almennt um góða starfshætti á markaði. Beiting og túlk- un verklags- reglna æði mis- munandi synlegt er að sérfræðistéttir setji sér verklags- eða siðareglur. Markmiðið með slíkum reglum er að gera viðkom- andi aðila betur meðvitandi um hvaða skyldur hvíla á þeim og gefa leiðbein- ingar um það í hverju góðir starfs- hættir eru fólgnir. Rík skylda hvílir á starfsmönnum fyrirtækja í verðbréfaþjónustu að stunda góða starfshætti og hafa hags- muni markaðsins ávallt í fyrirrúmi. Siðferðiskröfur þær sem gerðar eru til þeirra eru í anda þeirra krafna sem al- mennt eru gerðar til sérfræðinga um góða og gegna starfshætti, t.d. lög- fræðinga og endurskoðenda. Þrennt má nefna því til stuðnings. í fyrsta lagi eru flestir þessara starfsmanna sérf- ræðimenntaðir, margir t.d. með við- skipta- eða hagfræðimenntun. í annan stað má benda á að í verðbréfavið- skiptalögum er sett það skilyrði fyrir veitingu starfsleyfis fyrir fyrirtæki í verðbréfaþjónustu, að framkvæmda- stjóri þess hafi sótt námskeið og lokið prófi sem löggiltur verðbréfamiðlari. _________ Einnig má nefna að til þess að starfsmenn fyrirtækj- anna geti stundað viðskipti í kerfi Verðbréfaþings Is- lands, verða þeir að sitja námskeið sem Verðbréfa- þing stendur fyrir og standast próf, sem m.a. tekur til laga og reglna á verðbréfamarkaði. Fram til þessa hefur Fjármálaeftir- litið gert þeim aðilum, sem það hefur eftirlit með, að setja sér verklagsregl- ur. Byggist sú skylda á 21. gr. verð- bréfaviðskiptalaga, en þar er mælt fyr- ir um að fyrirtæki í verðbréfaþjónustu setji sér verklagsreglur, sem Fjár- málaeftirlitið staðfesti. Er ákvæðinu einnig beitt um lánastofnanir, banka og sparisjóði, sem veita verðbréfa- þjónustu, samanber ákvæði í lögum um viðskiptabanka og sparisjóði um að reglur verðbréfaviðskiptalaga taki til þessara aðila eftir því sem við á. Fyrirmynd að siðareglum sett Fljótlega eftir endumýjun verð- bréfaviðskiptalaga, árið 1996, hófu samtök verðbréfafyrirtækja samræm- ingarstarf vegna verklagsreglna, að sögn Finns Sveinbjörnssonar, fram- kvæmdastjóra sambands íslenskra viðskiptabanka. Fyrirtækin settu sér fyrirmynd að verklagsreglum og sam- þykkis þáverandi bankaeftirlits var leitað. Að því fengnu aðlöguðu fyrir- tækin sínar eigin reglur að fyrirmynd- inni og lögðu þær fyrir eftirlitið að nýju til endanlegs samþykkis. Páll Gunnars Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir stofnunina, sem og bankaeftirlitið í fyrri tíð, hafa gengið á eftir því við fyrirtækin í verð- bréfaþjónustu, að þau settu sér verk- lagsreglur. Innan Fjármálaeftirlits sé litið svo á að þar sem stofnunin stað- festi reglurnar hafi þær víðtækara gildi en innanhúsreglur almennt. Aug- Ijóst sé i huga þeirra sem starfi að eft- irlitsmálum að stjómendum fyrirtækj- anna beri ávallt að fylgja ákvæðum reglnanna. Hins vegar veiti svona reglusetning enga tryggingu fyrir því að farið sé eft- ir reglunum eða hvernig stjórnendur fyrirtækjanna beiti þeim. Aðspurður sagði Páll Gunnar að nær öll fyrirtæki í verðbréfaþjónustu hefðu skilað verklagsreglum inn til Fjármálaeftirlits. Mismunandi beiting reglnanna Af samtölum við stjórnendur nokk- urra fyrirtækja á fjármálamarkaði virðist sem beiting og túlkun verklags- reglna sé æði mismunandi eftir fyrir- tækjum. Finnur Sveinbjörnsson segir að því sé ekki að neita, að fyrirtæki í verð- bréfaþjónustu líti verklags- og siðar- eglur mismunandi augum hvað varðar viðskipti starfsmanna með eigin bréf. Ekki sé auðvelt að segja til um ástæð- ur þess, en hugsanlega felist skýringin í mismunandi viðhorfum stjómenda í hverju og einu fyrirtæki. Valur Valsson, bankastjóri íslands- banka, segir menn þar á bæ taka þess- ar reglur alvarlega, enda hafi bankinn sett starfsmönnum sínum strangar siðareglur. Þær heimili starfsmönnun- um þátttöku í útboði hlutabréfa, í bankanum, í mjög takmörkuðum mæli. Gunnar Viðar, forstöðumaður lög- fræðideildar Landsbankans, segir siðareglur vera í gildi innan bankans. í þeim sé m.a. að finna ákvæði sem taki til viðskipta starfsfólks með verðbréf. Við túlkun þeirra reglna sé hliðsjón höfð af ákvæði um almennt hóf starfs- manna. Innri endurskoðandi og for- stöðumaður lögfræðideildar sjái í sam- einingu um þessa túlkun, komi upp álitamál. Að sögn Gunnars hefur Landsbankinn haft þann háttinn á að vara starfsmenn við mikilli spákaup- mennsku nema þá ef þeir hafi hand- bært það fé sem þeir skipta með. Þetta sé gert í ljósi þess að ávallt sé sú hætta fyrir hendi, stundi starfsmaður mikla spákaupmennsku, að hann tapi háum fjárhæðum og þá jafnvel um leið starfi sínu hjá bankanum. Starfshópur vinnur að endurskoðun reglna Um þessar mundir er vinnuhópur að störfum sem hefur það hlutverk að endurskoða fyiTrmynd að siðareglum fyrirtækja í verðbréfaþjónustu. í hópnum eiga sæti fulltrúi samtaka verðbréfafyrirtækja, ásamt fulltrúum banka, sparisjóða og lánastofnana á verðbréfamarkaðinum. Finnur Sveinbjörnsson er í forsvari fyrir hópinn og segir hann ástæðu þess að ráðist var í endurskoðun fyrir- myndarinnar vera þá, að á síðasta ári hafi fyrirtækin í verðbréfaþjónustu og starfsfólk þeirra komið fram með ábendingar um ákveðna hnökra á nú- gildandi verklags- og siðareglum inn- an fyrirtækjanna. Um slíka hnökra megi nefna tvö dæmi. Annars vegar það, að starfsmönnum fyrirtækjanna og mökum þeirra er óheimilt að skipta með óskráð bréf. Þau ákvæði koma í veg fyrir að maki starfsmanns fyrir- tækis í verðbréfaþjónustu geti tekið við óskráðum bréfum, sem hluta af starfskjörum sínum. Hitt dæmið snertir viðskipti með erlend verðbréf gegnum Netið, en samkvæmt verk- lagsreglunum er starfsmönnum óheimilt að eiga viðskipti ________ með verðbréf nema í gegn- um það fyrirtæki sem þeir starfa hjá. Þótti nauðsyn- legt að skoða í þessu sam- bandi hvernig reglumar samrýmdust þessum nýja viðskiptamáta gegnum Netið. Nýjar siðareglur væntanlegar fljótlega Starfshópurinn var settur á laggim- ar í lok síðasta árs. Mótaði hópurinn hugmyndir sínar og lagði að því búnu drög fyrir stjórn samtaka verðbréfa- fyrirtækja, en hún óskaði eftir því að nokkur atriði yrðu könnuð betur. Að sögn Finns hefur töluverður þrýsting- ur verið á þessum hóp um að ljúka störfum sem fyrst og býst hann við því að fyrirmyndin verði fullmótuð á næstu vikum og þá muni viðræður hetjast við Fjármálaeftirlitið um hana. Þegar niðurstaðan úr þeim viðræðum liggi fyrir verði framkvæmdin með sama hætti og þegar fyi-ri fyrirmyndin var samin, þ.e. að fyrirtækin laga fyr- irmyndina að sínum reglum og leita að því búnu samþykkis Fjármálaeftirlits. Aðspurður um innihald reglnanna sagði Finnur að í þeim væri að finna sérhæfðar reglur sem einkum tækju til viðskipta með verðbréf. í tengslum við útboð á verðbréfum verði starfs- Nauðsyn á skýrari laga- ákvæðum og reglum mönnum fyrirtækja í verðbréfaþjón- ustu, sem útboðið annast, óheimilt að eiga viðskipti með ný hlutabréf uns forkaupsréttartíma lýkur. Starfs- mönnum verði þó heimilt að nýta forkaupsrétt sinn vegna bréfa sem út- gefin eru í félagi sem áður hefur fengið bréf sín skráð opinberlega. Að sögn Finns verður fyrirtækjun- um sjálfum falið að útfæra nánar ákvæði um framkvæmd reglnanna. Aftur á móti verði líklega mælst til þess að fyrirtækin taki upp í reglur sínar öll ákvæði fyrirmyndarinnar sem takmarka viðskipti starfsfólks með verðbréf. Finnur segist ekki hafa áhyggjur af því að fyrirtækin muni fara gegn slík- um tilmælum. Bæði komi þar til þrýst- ingur frá markaðinum, að innan allra fyrirtækja á verðbréfamarkaðinum gildi sambærilegar reglur og eins sé afar ólíklegt að Fjármálaeftirlitið muni fallast á að eitt fyrirtækjanna setji reglur fyrir starfsfólk sitt sem geri minni kröfur til þeirra en starfs- fólks hjá öðrum fyrirtækjum. Siðareglur Verðbréfaþings Fyrirtækin á verðbréfamarkaðinum hafa ekki einvörðungu til fyrirmyndar við setningu verklags- og siðareglna þær reglur sem nú er verið að breyta. Hinn 1. júlí í sumar setti stjóm Verð- bréfaþings Islands svonefndar siðar- eglur fyrir aðila að þinginu, en þeir eru m.a. viðskiptabankar, sparisjóðir og verðbréfafyrirtækin. Með þessum reglum vildi stjórnin mælast til þess við þessa aðila að þeir settu sjálfir sín- ar eigin reglur, en þó með hliðsjón af reglum þingsins. Dregur þetta nokkuð úr gildi þeirra, ásamt þeirri staðreynd að reglumar lúta einvörðungu að við- skiptum þingaðila og starfsfólks þeirra með verðbréf skráð á þinginu og aðra markaðsstarfsemi sem fer fram í tengslum við þingið. Reglumar hafa m.ö.o. ekki gildi varðandi aðra hluta en þá sem snúa að viðskipta- og upplýs- ingakerfi Verðbréfaþings. Einnig verður að líta til þess að þær em mjög almennt orðaðar. Mjög matskennt er því hvað getur talist brot. Mikilvægi siðanefndar Finnur Sveinbjömsson segir að endurskoðuð fyrirmynd að siðareglum markaðarins muni ekki innihalda ákvæði um viðurlög vegna brota gegn reglunum. Ætlast sé til þess að fyrir- tækin sjálf beiti agaviðuriögum innan- húss brjóti starfsmenn þeirra gegn reglunum. Til þess að siðareglur þjóni markm- iðum sínum og til að unnt sé að leggja mat á það hvort viðkomandi starfs- maður hafi gerst brotlegur við góða starfshætti, verður siðanefnd að vera til staðar. Áð öðmm kosti hafa reglu- rnar lítið vægi. Lítil umræða hefur skapast hér á landi um stofnun siðan- efndar á verðbréfamarkaði. Þar sem mikil óvissa virðist ríkja um hvað starfsmönnum fyrirtækja á fjármála- markaðinum hér á landi er heimilt í viðskiptum, er mikilvægt að slíkri nefnd verði komið á fót. Siðanefnd get- _________ ur verið rétti aðilinn til að taka til meðferðar kvartan- ir frá fjárfestum, getur úr- skurðað um hvort starfs- menn fyrirtækjanna hafi uppfyllt starfsskyldur sín- ”“““ ar, gefið út tilmæli um góða starfshætti o.s.frv. Yfirvalda á fjár- málamarkaðinum væri að koma shkri nefnd á laggirnar, en æskilegt væri að fulltrúar sem flestra aðila, er að mark- aðinum koma, ættu sæti í henni. Verðbréfaþing telur breytingar nauðsynlegar Mál Búnaðarbankans virðist hafa vakið margar spumingar varðandi við- skipti starfsfólks fyrirtækja í verð- bréfaþjónustu. Verðbréfaþing léði máls á því, í yfirlýsingu vegna málsins, að nauðsynlegt væri að skýrari laga- ákvæði og reglur yrðu settar um fram- kvæmd útboða, um viðskipti umsjóna- raðila, innheija og starfsmanna með bréf í tengslum við útboð, svo og við- skipti hlutafélaga með eigin bréf. Páll Gunnar Pálsson segir einnig að mikil- vægt sé að farið verði ofan í saumana á því hvort fyrirtækin fari eftir verk- lagsreglunum og hvort gera þurfi þær skýrari en þær eru. Full þörf sé á þessu þar sem viðskiptaumhverfið hafi þróast mikið frá því að reglumar voru fyrst settar. Verð á mat- og drykkjarvörum hækkaði mun meira í fyrra en árið 1998 Innfluttar matvörur hækkuðu um 7,8% Matvöruhækkanir sem höfðu áhrif á verðbólgu Einstakir liðir matvöru hækkuðu um alls 5,4% frá janúar 1999 til janúar 2000, en einungis um 1,3% árið þar á undan. Búvörur án grænmetis Grænmeti Aðrar innlendar mat- og drykkjarvörur Innfluttar mat- og drykkjarvörur +2,5% ___2 +2>8% +1,5% Wl +2.4% 1 +1,7% -1,9% Verð á mat- og drykkjar- vöru hækkaði verulega á síðasta ári, samkvæmt útreikningum Alþýðu- sambands Islands, en skiptar skoðanir eru um hvort fákeppni á mat- vörumarkaði sé þar um að kenna. Segja stjórn- ________endur stóru_________ matvöruverslananna að hækkanirnar komi ein- faldlega til af því að að- föng til þeirra hafi hækk- að mjög í verði. VERÐ á mat- og drykkjar- vömm hækkaði samtals um 5,4% á síðasta ári og er þetta mun meiri hækk- un en varð á árinu 1998 en hún nam þá 1,3%, skv. tölum sem hagdeild Alþýðusambands íslands (ASI) hef- ur unnið úr niðurstöðum mánaðar- legrar mælingar Hagstofunnar á vísitölu neysluverðs. Athygli vekur hins vegar að innfluttar mat- og drykkjarvörur voru 7,8% hærri nú í ársbyrjun heldur en í janúar í fyrra og verðhækkun á innlendum mat- og drykkjarvörum, öðrum en búvör- um og grænmeti, varð svipuð eða 7,4%. Heildarhækkunartalan fæst með því að leggja saman hækkun á inn- fluttum vörum og innlendum, græn- meti og búvörum og koma þær síð- astnefndu til lækkunar enda nam hækkun á búvörum ekki nema 2,8% og grænmeti 2,4%. Samanlagt nem- ur hækkunin því 5,4%, eins og fyrr segir. Hér er engu að síður að um tölu- verða hækkun að ræða og er bent á það í samantekt hagdeildar ASÍ að á sama tíma lækkuðu sömu liðir um 0,1% í ríkjum Evrópusambandsins. Jafnframt hefur því verið haldið fram að gengisþróun undanfarið ár hafi verið með þeim hætti að fremur hefðu átt að eiga sér stað lækkanir á innfluttri mat- og drykkjarvöru heldur en hitt. Þróunin veldur áhyggjum Edda Rós Karlsdóttir, hagfræð- ingur ASÍ, segir skýringu þess að einungis 1,3% hækkun varð á verði matvöru árið 1998 að mikil sam- keppni var þá á matvörumarkaðnum og því hafi verðbólga haldist mjög lág. Segir hún að hækkunin á síð- asta ári hljóti þess vegna að vekja ótta manna um að samkeppni sé ekki eins mikil og hún var. Edda Rós kveðst aðspurð ekki telja að skýra megi verðhækkanir í fyrra með því hversu litlar þær voru árið áður og að markaðurinn hafi einfaldlega verið að komast í eðlilegt horf í fyrra. Ef svo væri, og sam- keppnin hefði verið óvenjulega hörð árið 1998, þá hefði einhver á mark- aðnum væntanlega átt að láta í minni pokann og detta út. Það hafi hins vegar ekki gerst. Mesta hækkun siðan 1993 „Það sem við höfum áhyggjur af,“ segir Edda Rós, „er að við séum að færast inn í þennan gamla hugsun- arhátt, þar sem eitthvað verðbólgu- gangverk ræður ríkjum og þar sem hver hækkunin leiðir af annarri án þess kannski að fyrir því séu sýni- legar ástæður.“ Segir Edda Rós að hækkun verð- bólgunnar núna í 5,8% sé mesta hækkun síðan 1993 og að hækkunin þá hafi þar að auki komið í kjölfar gengisfellingar. Staðan sé önnur núna, íslenska krónan sé sterk og það veki spurningar hvort ástandið sé ekki enn alvarlegra en menn gera sér grein fyrir. Allt sé að hækka í verði og verðbólgan sé margfalt meiri en í viðskiptalöndunum. Verðhækkanir bein afleiðing fákeppni á matvörumarkaði Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, lýsti einnig áhyggjum sínum af þróun matvöra- verðs. Sagði hann það samdóma álit stjórnarmanna í Neytendasamtök- unum að þær verðhækkanir, sem orðið hafa á matvöru, væru bein af- leiðing fákeppni á matvörumarkaði. Engin væru rök fyrir þessum miklu hækkunum, þvert á móti hefði geng- isþróun á undanförnu ári átt að verða til þess að verð á matvörum lækkaði. Jóhannes kvaðst í samtali við Morgunblaðið ekki sjá betur en að fyrir neytendur væri hér kominn ávöxturinn af samruna fyrirtækja á matvörumarkaðnum, þ.e. minnkandi samkeppni. Lagði hann áherslu á að í kjölfar upplýsinga sem þessara ættu neytendur einfaldlega heimt- ingu á skýringum frá forsvarsmönn- um matvöruverslana, sem og heild- sölum. Segja hækkanir aðfanga ráða mestu Ekki náðist í Stefán Guðjónsson, framkvæmdastjóra Samtaka versl- unarinnar, sem eru sam- tök heildsala, í gær vegna vinnslu þessarar fréttar en Tryggvi Jóns- son, aðstoðarforstjóri Baugs hf., sem rekur Hagkaup, Nýkaup, Hraðkaup, Bónus og 10-11 verslan- irnar sagði í samtali við Morgun- blaðið, að verðhækkanirnar ættu sér einfalda skýringu. Aðföng til mat- vöruverslana hafi hækkað, bæði inn- lend og erlend, staðreyndin sé sú að álagning Baugs á matvöru hafi hins vegar alls ekki hækkað. Þorsteinn Pálsson, framkvæmda- stjóri Kaupáss, sem rekur Nóatúns- verslanirnar, KA, 11-11 verslanirnar og verslunina Kostakaup, tekur í sama streng og segir aðföng hafa hækkað verulega í verði. Bæði inn- lendir og erlendir birgjar hafi hækk- að vöra sína í verði og óhjákvæmi- legt sé að þær hækkanir fari út í verðlagið. Tryggvi segir það vissulega rétt að gengi íslensku krónunnar hafi styrkst en gengiskarfa útflutnings- tekna endurspegli ekki gengiskörfu á innfluttum matvælum. Hún miði við útflutningstekjur og rétt sé að hafa í huga í þessu sambandi að töluvert af matvöru sé keypt frá Bandaríkjunum en gengi Banda- ríkjadals hafi einmitt hækkað und- anfarið, auk þess sem matvara hafi þar hækkað. Dollarinn hafi þróast öðruvísi en ýmsar Vestur-Evrópu- myntir og það skipti máli þegar rætt er um stöðu mála í viðskipta- löndunum. Bæði Þorsteinn og Tryggvi segja að reynt hafi verið að halda aftur af hækkunum á matvöruverði. Nefnir Tryggvi að Baugur hafi t.d. ekki aukið álagningu þrátt fyrir aukinn kostnað við dreifingu, sem m.a. skýrist af hærra olíuverði, auknu launaskriði og fleira. - Ábyrgð á verðbólgu liggi hjá ríkisvaldinu Það er skoðun Tryggva að mat- vöruverslanirnar geti ekki einar og sér tekið á sig skellinn vegna hækk- ana undanfarið, en í því sambandi má nefna að gosdrykkir hækkuðu um 4-5% í desember og mjólkurvör- ur um 5% um síðustu mánaðamót. Ymsir aðrir framleiðendur hafa jafnframt boðað hækkanir. Segir Tryggvi að sér finnist sem verið sé að reyna að gera matvöru- verslanirnar að blóraböggli vegna verðbólgu í þjóðfélaginu. Ábyrgðin á verðbólgunni hljóti hins vegar fyrst og fremst að liggja hjá ríkisvaldinu. Þar hafi verið mikil þensla í gangi' og nú síðast hafi hækkun fasteigna- gjalda dunið yfir fólk. „Það er afskaplega þægilegt að segja að það sé fákeppni á matvör- umarkaði og hækkunin sé þar af leiðandi henni að kenna. En þá vilja menn ekki horfast í augu við sann- leikann, sem er sá að það er mikil verðsamkeppni til staðar og að álagning hjá okkur hefur ekki hækkað,“ segir Tryggvi. Vísa á bug staðhæf- ingum um verðsamráð Bæði Tryggvi og Þorsteinn vísa jafnframt á bug staðhæfingum um meint verðsamráð matvöruverslana en sagt var frá því í fréttabréfi Sam- taka verslunarinnar í vikunni að orðrómur væru á kreiki um slíkt. Kemur fram í fréttabréfinu að nið- urstöðum rannsóknar Samkeppnis- stofnunar á dagvörumarkaði, sem boðuð var í fyrra, sé beðið með eft- irvæntingu en jafnframt segir í fréttinni að því hafi verið haldið fram af aðilum sem til þekki, að dagvöruverslanir eða keðjur hafi gert með sér samkomulag um mis- munandi verðlag milli einstakra verslana. . Haft var samband við Guðmund Sigurðsson, forstjóra Samkeppnis- stofnunar, í gær vegna þessa máls en hann vildi ekki tjá sig um um- rædda rannsókn stofnunarinnar. Jafnframt vildu hvorki Þorsteinn Pálsson né Tryggvi Jónsson tjá sig opinberlega um þessar staðhæfingar að öðru leyti en þvi að hafna þeim algerlega. Sömu vörur hækkuðu um 0,1% i löndum innan ESB

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.