Morgunblaðið - 15.01.2000, Side 53

Morgunblaðið - 15.01.2000, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2000 ungana og hringdi í móður mína og var mikið niðri fyrir: Anna, Anna, ungarnir eru komnir, við verðum að sækja þá. Að þessu var mikið hlegið en þarna hafði sonur Gerðu verið að gera henni grikk. Þegar á þetta var minnst á seinni árum hló Gerða dátt og í augun kom búkonuglampi. Þær voru líka búnar að reyna töluvert fyr- ir sér í kartöflurækt en einhvem veg- inn varð afraksturinn alltaf frekar rýr, sama þótt reynt væri að bæta jarðveginn, t.d. með fiskimjöli. Það var líka oft hlegið að ferðinni á Hest- eyri þegar Gerða var að fara á planka yfir ána og ekki vildi betur til en hún hafnaði í ánni. Jón togaði og togaði á meðan hann hló að kellu sinni. Hún Gerða er stór þáttur í æsku- minningunum. Hún tengdist mörg- um minnisverðum atvikum. Hjá henni var ég þegar litli bróðir fæddist daginn fyrir afmælið mitt. Þá hélt hún afmælisveislu. Fyrsti skóladag- urinn var með viðkomu í Mjallargöt- unni. Hún hafði mikla trú á því sem kom að handan og hafði þess vegna samband við Einar á Einarsstöðum þegar ég fékk magasár. Þannig flétt- aðist Gerða inn í Qölskyldulíf mitt. Þá er minnisstætt að svo ámm skipti var komið við á aðfangadagskvöld í Mjall- argötunni eftir að búið var að fara til ömmu og afa í Norðurtanga. Aldrei var maður eins saddur og eftir þessar heimsóknir. Alltaf var búið að hita súkkulaði og nóg var af bakkelsi. Og aldrei fannst húsráðendum maður borða nóg og alltaf var reynt að gera eins vel við gestina og frekast var unnt. Þótt hún Gerða hafi örugglega ver- ið södd lífdaga og fegin hvíldinni finn- ur maður til saknaðar eftir því sem einu sinni var. Við brotthvarf þeirra sem maður hefur þekkt frá því maður man eftir sér verða alltaf kaflaskil. Ég þakka Gerðu fyrir samfylgdina. Elín Alma Arthursdóttir. í vetrarkaldri norðaustanáttinni var fátt þægUegra en að koma við í Mjallargötu 9 á leið úr skóla, að koma í eldhúsið hjá Gerðu. Eldhúsið sem var svo ógnarstórt og þægilegt vegna hlýjunnar og almennilegheitanna sem alla tíð einkenndu Þorgerði Gestsdóttur. Hún kom eins fram við alla, vildi öllum vel og það var ekkert illt í henni. Hún hallmælti aldrei nein- um og var strangheiðarleg í öllum verkum sínum. Hún var ekki fyrir- ferðarmikil, eða kannski fannst okk- ur bara fara lítið fyrir henni. Við viss- um hins vegar að hún var fastur ómissandi punktur í lífi bama sinna og eiginmannsins, Jóns Helgasonar. Það var alltaf einhver ævintýraljómi yfir Mjallargötu 9. Það var ekki bara kjallarinn og eldhúsið heldur líka efri hæðin, þar sem fóstri Jóns, Jónas gamli, eins og við kölluðum hann, bjó og naut umönnunar Gerðu. Þama var líka verkstæðið þar sem langafi okk- ar og tengdafaðir Gerðu smíðaði báta fram eftir öldinni. Þama var ævin- týraheimur, en enginn einangraður heimur. Sorgin knúði dyra í Mjallar- götunni, ekki einu sinni og ekki tvisv- ar, margsinnis þurfti þessi hægláta kona að takast á við sorgina fyrir svo utan að þurfa að glíma við erfið veik- indi svo áram skipti. Þorgerður Gestsdóttir á virðingu þeirra sem þekktu hana. Við vottum bömum Gerðu og afkomendum öllum samúð okkar. Helgi Már Arthursson. Gróðrarstöðin • mmíÐ ♦ Hús blómanna Blómaskreytingar við öll tækifæri. Dalveg 32 Kópavogi sími: 564 2480 EINAR THORLA CIUS + Einar Thorlacius fæddist í Öxna- felli í Eyjafírði 25. desember 1913. For- eldrar hans voru sæmdarhjónin Þur- íður Jónsdóttir og Jón Þorsteinsson Thorlacius, sem bjuggu þar fjölda ára og ólu upp börnin sín tíu að tölu. Voru þau auk Einars: Þor- steinn, f. 1898; Rósa, f. 1900; Álfheiður, f. 1902; Ester, f. 1903; Hallgrímur, f. 1905; Margrét, f. 1908; Jón, f. 1910; Þór- unn, f. 1917, ogÞóra, f. 1920. Einar var alnafni langafa síns sr. Einars Thorlacius í Saurbæ, sem var ættf- aðir íjölda góðra Islendinga. Einar ólst upp í Öxnafelli við hin hefðbundnu sveitastörf og stund- aði nám í Hólaskóla árin 1937- 1939. Árið 1942 kvæntist hann heimasætunni á Ytri-Tjörnum, Hrund Kristjánsdóttur, f. 20. febr- úar 1919. Þau byggðu sér bústað í landi fjölskyldu hennar og nefndu Tjarnaland. Þar settust þau að og eignuðust tvö börn Þuríði Jónu, f. 29. júní 1943, og Einar Tryggva, f. 25. október 1955. Þuríður er gift Reyni H. Schiöth í Hólshúsum, f. 25. október 1941. Þau eiga tvo syni, Einar Axel, f. 29. október 1962. Kona hans er Ásdís Bragadóttir, f. 1960, og eiga þau einn son, Einar Kristján, f. 1993, en fyrir á hún dóttur, Irisi Huld Heiðarsdóttur, f. 1979. Yngri sonur Þuríðar og Reynis er Helgi Hinrik, f. 16. maí 1964. Kona hans er Auður Guðný Yngvadóttir, f. 1959, og eiga þau þrjá syni, Brynjar Gauta, f. 1987, Hafstein Inga, f. 1989, og Þorvald Yngva, f. 1993. Einar Tryggvi er húsvörður við Hrafna- gilsskóla, kvæntur Ragnheiði Gunnbjömsdóttur kennara, f. 6. maí 1961. Böm þeirra eru: Þuríður Margrét, f. 6. október 1979, Einar Björn, f. 14. febrúar 1986, Hrund, f. 1. september 1990, og Þorsteinn Jón, f. 3. júní 1999. Árið 1965 fluttu þau hjón til Ak- ureyrar og gerðist hann starfs- maður Mjólkursamlags KEA og vann þar meðan starfsævi entist. títför Einars fer fram frá Munkaþverá í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Kæri Einar. Nú ertu kominn á annan stað og örugglega er þér farið að líða betur. Mig langar til að skrifa fáein orð til að koma á framfæri þakklæti mínu fyrir að hafa verið svo lánsöm að kynnast þér og eignast þig fyrir tengdaföður og börnin mín hefðu ekki getað fengið betri afa. Alltaf varst þú tilbúinn að koma og aðstoða eftir þörfum og aldrei man ég til þess að þú segðir styggðaryrði um nokkurn mann. Börnin hændust að þér og það vom ófáar stundirnar sem þú varst búinn að eyða með þeim. Það var alltaf jafn gaman að fara í Bjarmastíginn til afa og ömmu og vera hjá þeim. Sonurinn sagði oft þegar ég spurði hvað hann hefði ver- ið að gera „við sátum nú bara“ eða „við vomm að leggja okkur“. Það var svo gott að vera hjá afa, að það var nóg bara að hafa hann nálægt sér, nærvera afa var svo góð. Elsku Einar, hafðu þökk fyrir allt og allt og Guð blessi þig og þína. Þetta skrifar þín tengdadóttir, Ragnheiður Gunnbjörnsdóttir. Einar var einstakt valmenni. Öll hans framkoma var mörkuð þeirri hlýju og meðfæddri hæversku, sem best gerist með vorri þjóð. Hann var af traustu og hæfileikaríku fólki kominn, afsprengi Thorlacius-ættar- innar, sem hefur gefið þjóðinni svo marga vandaða og framúrskarandi einstaklinga. Hann var stálminnug- ur og sagði okkur oft kímilegar sög- ur um sitthvað skemmtilegt, sem hafði gerst í Eyjafjarðardölum, en allt var það græskulaust og til gam- ans gert. Lítt flíkaði hann dulrænum hæfileikum, sem hann hafði í ríkum mæli, líkt og systkini hans fleiri, en systir hans var Margrét huglæknir, sem þekkt er um allt land vegna góð- verka þeirra, sem hún framkvæmdi í krafti sinna andlegu hæfileika, og menn og konur á Islandi urðu að- njótandi. Einar var alla tíð mjög vin- sæll meðal sveitunga sinna og sam- starfsmanna og aldrei bar þar skugga á - góður og kærleiksríkur heimilisfaðir. Aldrei heyrðist illt um- tal um náungann af hans munni, og aldrei heyrðist nokkur einstaklingur beina illum orðum að honum né hans gjörðum. Fyrir u.þ.b. 3 árum kenndi hann sér fyrst þess meins, sem nú hefur lagt hann að velli. Reyndar náði hann sér vel á strik um tíma með Guðs og góðra manna hjálp, en á haustdögum versnaði honum á ný. Á jóladag sat hann afmælisveislu sína með allri fjölskyldunni á heimili dóttur sinnar og tengdasonar, eins og svo mörg undanfarin ár. Þá sáu allir að þrekið var á förum og skammt mundi að bíða umskipta í lífi þessa hugljúfa manns. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 6. janúar sl. Hafi hann hjartans þökk fyrir samfylgdina - minning um góð- an dreng lifir. Sigríður G. Schiöth. Fallinn er frá mikill sómamaður, Einar J. Thorlacius frá Öxnafelli og fyrrverandi bóndi á Tjarnalandi í Öngulsstaðahreppi sem nú er hluti af Eyjafjarðarsveit. Einar og Hrund, föðursystir mín, stofnuðu þar nýbýli út úr jörðinni Ytri-Tjörn- um um miðja öldina. Þar bjuggu þau snotru búi með kýr og kindur og höfðu auk þess kartöflurækt til bú- drýginda. Einar var góður bóndi og einkar laginn við skepnur og þá sérstaklega sauðféð sem var í miklu uppáhaldi hjá honum. Margar góðar æsku- minningar mínar eru tengdar Einari þar sem hann var að sinna um féð en faðir minn og hann voru með sam- eiginleg fjárhús á þeim árum. Enn er mér í fersku minni atvik sem gerðist er ég var fimm eða sex ára stubbur og hafði rölt upp í fjárhús. Þetta var á miðjum sauðburði og mikill spenningur að sjá hvaða ær hefðu borið um nóttina. Ég átti eina á sem hét Bletta og bar venjulega fremur seint og brá ekki út af þeim vana þetta vor. Hún var ekki borin og olli það mér nokkru hugarangri. Eg mun því ekki hafa verið í neitt sérstöku skapi þegar ég kom auga á að Einar hafði bundið eina ána og sett í sérstíu ásamt lambi. Spurði ég Einar hverju þetta sætti og sagði hann mér þá að þessi ær hefði látið og hann hefði tekið tvílembing frá annarri á og ætlað að venja undir þessa. Ég fór upp í garðann og kann- aði málið og sá fljótt að ærin var ekki ýkja hrifin af lambinu og barði það af afli þótt bundin væri ef það gerði sig líklegt til að sjúga. Við þetta háttar- lag ærinnar reiddist ég heiftarlega, orgaði af öllum lífs og sálar kröftum og stappaði niður fætinum framan í ána sem gerði slíkt hið sama og tók lambið samstundis og gekk því í móður stað af hræðslu við strákinn. Sennilega hefði þetta litla atvik fallið í gleymsku hjá mér ef Einar hefði ekki komið inn í bæ, kíminn á svip og hælt mér á hvert reipi fyrir að taka af sér ómælda fyrirhöfn. Á sínum yngri árum var Einar ágætur hestamaður og sýndi hann stundum hesta fyrir aðra á hesta- mannamótum en átti ekki hesta sjálfur eftir að hann hóf búskap á Tjarnalandi. Þá voru dráttarvélar komnar til sögunnar og minna með hesta að gera þótt þeir væru notaðir til dráttar í búskapnum fram um 1960. Einar var með þeim fyrstu sem eignaðist dráttarvél hér í sveit en það var upp úr 1940 sem hann festi kaup á einni slíkri af Farmal A-gerð. Sláttuvél fylgdi með og má með nokkru sanni segja að þetta hafi ver- ið upphaf þeirrar tæknibyltingar í landbúnaði sem enn stendur. Einar náði góðum tökum á vélinni og eitt sinn man ég eftir því að hann var að lýsa því við kunningja sinn að hann hefði ekið vél af Ferguson-gerð, síð- an farið að vinna seinna um daginn með Farmalinum, hefði það verið „eins og að fara af húðarjálk upp á gæðing". Sú stefna sem stjórnvöld höfðu og ráku áróður fyrir um miðja öldina að skipta jörðum upp og stofna nýbýli sem Einar og Hrund gerðu er í ljósi sögunnar allhæpin. Það kom á dag- inn að landið sem tilheyrði jörðinni var of lítið og bústærðinni því tak- mörk sett. Brugðu þau hjón því búi og fluttu til Akureyrar árið 1965. Þar bjuggu þau að Bjarmastíg 11 og undu hag sínum vel. Einar hóf störf hjá Mjólkursamlaginu og starfaoi þar nokkuð fram yfir sjötugt. Þótt þau hjón flyttu í bæinn héldu þau góðum tengslum við sveitina sína fögru sem þeim þótti afar vænt um enda börn þeirra bæði búsett þar svo og flest barnabörnin. Einar hafði hlýlegt viðmót og þannig nærveru að fólki leið vel í návist hans. Mig langar til að kveðja hann með erindi úr ljóðinu Skilnað- arkveðju eftir vestur-íslenska skáld- ið Sigurbjörn Jóhannsson frá Hólmavaði: Alvaldur greiði þér gæfuleið bjarta ^ gjörvallt hið mótstæða hverfi þér frá. Blessunar óskir vors biðjandi hjarta burtu þér fylgja og vaka þér hjá. Benjamin Baldursson. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LILJA ÖSSURARDÓTTIR THORODDSEN, Dalbraut 27, lést á Landakotsspítala fimmtudaginn 13. janúar síðastliðinn. Hrafnhildur Thoroddsen, Össur Kristinsson, Björg Rafnar, Ingibjörg Kristinsdóttir, Snorri Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir okkar og tengdamóðir, ÞÓRUNN VIGFÚSDÓTTIR, Skálpastöðum, lést á Dvalarheimili aldraðra, Borgamesi, miðvikudaginn 12. janúar. Guðbjörg Þorsteinsdóttir Johansson, Nils Johansson, Þorsteinn Þorsteinsson, Guðrún Kristín Þorsteindóttir, Valgeir Jónsson, Guðmundur Þorsteinsson, Helga Bjarnadóttir, Vigfús Önundur Þorsteinsson, Auður Sigurðardóttir. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HELGA BJARNASONAR áður bifreiðarstjóra á BSR, Hrafnistu í Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til samstarfsfólks deildar B2 á Hrafnistu fyrir hlýhug og frábæra umönnun, Helga og konu hans, Málfríðar Kristjánsdóttur, sem lést 10. júní sl. Bjarni Helgason, Lea Kristín Þórhallsdóttir, Júlíana Helgadóttir, Óskar Sigurðsson, Ingibjörg S. Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför ástkærrar sambýlis- konu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓHÖNNU RÓSU GUÐMUNDSDÓTTUR, Jörfabakka 12, Reykjavík. Kærar þakkir til starfsfólks lungnadeildar Vífilsstaðaspítala. Jónas Steinþórsson, Guðmundur Friðriksson, Geri Friðriksson, Sigurður Friðriksson, Margrét Sigurðardóttir, Sæmundur Friðriksson, Sigrún K. Guðjónsdóttir, Einar K. Friðriksson, María Vilbogadóttir, Erlendur Friðriksson, Guðlaug Friðriksdóttir, Ævar Jónasson, Hafdís Friðriksdóttir, Kristinn Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.