Morgunblaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 70
/7 0 LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
íslendingur þjálfar sleðahunda í Noregi
/ s
A hundasleða
undir norður-
ljósum á
- hj ara veraldar
Mörgum fínnst sleðahundar úlfslegir og
telja þá grimma en þetta eru í raun ljúfír og
gæfír hundar, segir Aron Freyr Guðmunds-
son meðal annars í samtali við Sunnu Ósk
Logaddttur, en hann mun taka þátt í sleða-
hundakeppni í Norður-Noregi í mars.
s
Ljósmynd: Lars H. Krempig
„Maður er í miklum tengslum við náttúruna þegar maður stendur aftan
á meiðum hundasleðans og kyrrðin er algjör."
Ljósmynd: Lars H. Krempig
„I keppninni verður ökumaður sjálfur að hirða um hundana
og leita að sárum.“
Morgunblaðið/Kristinn
Aron Freyr Guðmundsson þjálfar sleðahunda í Norður-Noregi.
Island er hulið snjó mestan
hlutaársins en þrátt fyrir þá
staðreynd hafa hundasleðar
sjaldan verið notaðir hérlend-
is. En ungur íslendingur, Aron
Freyr Guðmundsson hefur í eitt og
hálft ár dvalist á sveitabæ í Langa-
fjarðarbotni í Vestur-Finnmörku í
Norður-Noregi þar sem sleðahund-
ar af tegundinni Alaska-Husky eru
ræktaðir og þjálfaðir. „Eg starfa á
tveimur sveitabæjum við mjaltir og
önnur hefðbundin sveitastörf en
mitt aðalstarf og áhugamál er þó að
þjálfa sleðahunda og allur minn frí-
tími fer í það,“ segir Aron sem
dvaldi hérlendis _yfir jólin í faðmi
fjölskyldunnar. „Eg fer bæði í dags-
ferðir og helgarferðir á sleðunum og
stundum jafnvel í vikuferðir. Þá
er gott að hafa með sér ísborinn,
veiðistöngina, prímusinn og
hreindýraskinnið og veiða í gegnum
ís. Það er ekkert sem jafnast á við að
vera á hundasleða á stjörnubjörtum
frostkvöldum þar sem norðurljósin
dansa yfir manni og snjórinn glitrar
eins og milljónum demanta hafi ver-
ið stráð allt í kringum mann undir
mánaskininu." Aron býr í einu
stærsta hundasleðasamfélagi Nor-
egs. Þar getur ríkt heimskautaveður
og frostið farið niður fyrir -40 °C.
„Eg fékk vinnu í nágrenni Geilo
en eftir nokkra mánuði var ég orð-
inn leiður á starfinu og ákvað að fara
heim til íslands. Þó álpaðist ég til að
koma við á bókasafninu þar og kíkja
í tölvu sem er beintengd inn á vinnu-
markaðinn sem leiddi til þess að nú
er ég kominn í hundana og búsettur
lengst norður á hjara veraldar. Ég
hafði ekki hugmynd um út í hvað ég
var að fara og vissi lítið sem ekkert
um sleðahunda.“
Aron segir það hafa verið mjög
merkilega upplifun að prófa hunda-
sleða í fyrsta skipti. „Það er eigin-
lega ekki hægt að lýsa því og ekkert
í líkingu við að aka t.d. vélsleða.
Maður upplifir náttúiuna á allt ann-
an hátt þegar maður stendur aftan á
meiðum hundasleðans. Maður er
meira í tengslum við hana, kyrrðin
er algjör á ferðum yfir hálendi,
sléttur og skóglendi Finnmerkur.
Einnig sjást spor hinnar marg-
brotnu flóru villtra dýra norðursins
umhverfis mann, eins og eftir elgi,
hreindýr, gaupur, refi og rjúpur.“
Aron segir það ólýsanlega spennu
sem fylgi því að vera á ferðinni í
þéttum skógi og verða að hafa sig
allan við til að stýra sleðanum í
gegn. „Eins á vorin þegar árnar
hafa myndað mjóar ísbrýr sem mað-
ur verður að stýra hundunum yfir
og vona það besta á meðan maður
horfir niður á beljandi ána sýna alla
sína krafta."
Hundarnir þjálfaðir
mestan hluta ársins
Hver sleði er yfirleitt dreginn af
átta til tólf hundum en stundum eru
þeir færri. Hundarnir sem Aron er
að þjálfa eru af tegundinni Alaska-
Husky og eru þeir miklir keppnis-
hundar og eru notaðir víða í Evrópu
og Norður-Ameríku. Tegundin hef-
ur verið þróuð með blöndun ólíkra
tegunda til að ná fram meiri hraða.
Aron telur aðalkosti hundsins vera
þá að hann er sterkur, úthaldsmikill
og fer hratt yfir.
Flestir vita að best er að sýna
varðhundum lítil blíðuhót, ef maður
vill ekki hljóta verra af, en hvernig
er það með sleðahundana?
„Mörgum finnst sleðahundar úlfs-
legir og dregin hefur verið upp sú
mynd af þeim að þeir séu grimmir,"
segir Aron. „En þetta eru ranghug-
myndir. Alaska-Huskýinn er þekkt-
ur fyrir að vera mjög gæfur en auð-
vitað fer það eftir því hvernig
eigendur umgangast hunda sína.
Þeir eru engir sófahundar sem þú
tekur með þér inn í stofu heldur
hundar sem eru utandyra allt sitt
líf.“ Þjálfun hundanna felst aðallega
í því að láta þá draga sleða langar
vegalengdir með því að fara í langar
dagsferðir. Hundarnir vinna í tvo
daga og hvílast í einn dag á milli.
Mikil vinna liggur í að þjálfa for-
ystuhunda en þeir stýra sleðanum
samkvæmt skipunum frá ökumanni.
„Það er mikilvægt að samvinnan
milli forystuhundanna og ökumanns
séu góð. Það eru heldur ekki allir
hundar gæddir þeim eiginleika að
verða forystuhundar."
Hundarnir hafa frí á sumrin því
þá er of heitt fyrir þá að erfiða en í
lok ágúst, þegar farið er að kólna, er
fjórhjólið tekið fram og hundarnir
spenntir fyrir. „Haustþjálfunin er
mikilvæg fyrir veturinn. Til að byrja
með eru hundarnir látnir draga fjór-
hjólið stuttar vegalengdir, síðan er
hún aukin um leið og við finnum að
hundarnir eru tilbúnir.“ Þegar
snjórinn kemur
taka Aron og félagar fram sleðana
og auka við vegalengdina sem hund-
arnir draga jafnt og þétt þar til hún
er komin upp í um 50 km á dag. „Þá
erum við kannski úti í um sex
klukkustundir í einu.“
Lengsta hundasleðakeppni
í Evrópu
í mars mun Aron Freyr taka þátt
í hundasleðakeppni sem kallast
Finnmerkurhlaupið og er hann
fýrsti íslendingurinn sem tekur þátt
í því. Finnmerkurhlaupið er lengsta
hundasleðahlaup í Evrópu og er
1000 km langt. Það er keppt í tveim-
ur flokkum, bæði í 500 km og í 1000
km og kemur Aron til með að taka
þátt í styttri vegalengdinni.
Keppendur koma frá mörgum
löndum og munu karlar jafnt sem
konur keppast um að komast í mark
á sem stystum tíma. Hlaupið er ræst
í Alta og nær leiðin yfir
Finnmerkurheiði og tekur það
nokkra daga. „Kuldi, vindur og
óveður er það sem bíður mín
en með góðum fatnaði frá íslenska
merkinu Cintamani er ég tilbúinn að
mæta Kára,“ segir Aron. „Ökumað-
ur og hundar verða að hafa sig alla
við til að klára hlaupið. Ég mun
reyna að ná þriggja tíma svefni yfir
sólahringinn, en oft verður hann víst
minni.“
I keppninni verður ökumaður
sjálfur að hirða um hundana; sjá um
að þeir verði fyrir sem minnstu
orkutapi á meðan hann hvílist, fóðra
þá og leita eftir sárum. „Það er sig-
ur útaf fyrir sig að klára hlaupið,“
segir Aron.
Búist er við mestri þátttöku í 500
km hlaupinu svo það verða margir
sem bítast um efstu sætin.
„Það felst mjög mikil vinna í að
þjálfa hundana og annar maður sér
um þjálfun þeirra á meðan ég er
heima í jólafríi því þeir verða að
vera í toppformi fyrir hlaupið."
Heimasíða Finnmerkurhlaupsins
er www.iinnmarkslopet.no og þar
geta áhugamenn um hundasleða
fylgst með undirbúningi keppninnar
frá fyrstu hendi.
Ljósmynd: Lars H. Krempig
„Þetta eru engir sófahundar sem þú tekur með þér inn í stofu, heldur
hundar sem eru utandyra allt sitt líf.“
ennþá
í fitUunt gangi !
Morkinni 4 • 10Í5 Rnykjavik
Símis 533 3500 • J'a.v: 533 3510 ■ vvu vv.marco.is
Við Btyðjum við bakið á þér!