Morgunblaðið - 15.01.2000, Qupperneq 76

Morgunblaðið - 15.01.2000, Qupperneq 76
Netþjónar og tölvur ^COMPAa Er búiö að leysa máliö? Er lausnin föst í kerfinu? Þad er dýrt aö láta starfsfólkíð biða! MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉFB691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 15. JANUAR 2000 VERÐILAUSASOLU150 KR. MEÐ VSK. Gengi á hlutabréfum í FBA hefur hækkað um 46,4% síðan í nóvember FBA kanpir enska einka- bankann R. Raphael & Sons GENGI hlutabréfa í Fjárfestingar- banka atvinnulífsins hf. hefur hækk- að um 46,4% síðan í útboði á 51% hlut ríkisins í bankanum í nóvember sl. í gær var tilkynnt um kaup FBA á enska einkabankanum R. Raphael & Sons fyrir u.þ.b. einn milljarð króna. I hlutafjárútboðinu í nóvember var gengið 2,8 en lokagengi bréfa FBA á Verðbréfaþingi í gær var 4,1 eða 46,4% hærra. Hópurinn sem keypti f%> hlut ríkisins, keypti bréf að nafn- ði 3.468 miHjónir króna á samtals 9,7 milljarða króna. Síðan hefur markaðsvirði þessa 51% hluta hækk- að um 4,5 milljarða króna, í 14,2 millj- arða króna. Viðskipti með hlutabréf FBA á VÞI í gær námu 27,3 milljónum og hækkaði gengið um 2,5% frá deginum áður. I fyrradag námu viðskiptin 55,2 milljónum og hækkaði gengi bréf- anna þá um 6,1% eins og fram hefur komið. Að sögn Svanbjöms Thorodd- sen, framkvæmdastjóra einkabanka- þjónustu FBA, var þar ekki um að ræða viðskipti á vegum bankans eða innheija bankans. Lokað var fyrir viðskipti með bréf FB A í gærmorgun en opnað eftir að tilkynning barst um kaupin á enska bankanum. Kaup FBA á bankanum eru liður í aukinni þjónustu FBA við einstakl- inga en nýju sviði hefur verið bætt við skipurit FBA, svokallaðri einka- bankaþjónustu, sem ætluð er fyrir fjársterka einstaklinga. Bjarni Armannsson, forstjóri FBA, kynnti nýtt hlutverk FBA á fundi með fréttamönnum í gær. „FBA er nú alþjóðlegt þekkingarfyr- irtæki á sviði fjármála. Hlutverk Gengisþróun Fjárfestingarbanka atvinnulífsins ehf. 1. nóv. 1999 -14. jan. 2000 bankans er ekki lengur einskorðað við að þjóna íslensku atvinnulífi. Þetta er fyrsta skrefið í að færa út kvíarnar á alþjóðavettvangi." R. Raphael & Sons er næstelsti starfandi banki Englands, stofnaður árið 1787. Bankinn sérhæfir sig í þjónustu við fjársterka einstaklinga og mun áfram verða starfræktur sem sjálfstæður banki í Englandi, sem er miðstöð einkabankaþjónustu í heim- inum, eins og segir í fréttatilkynn- ingu frá FBA. Raphael-bankinn var í einkaeigu Raphael-ættarinnar allt til ársins 1983 þegar James Frost og fjölskylda keyptu bankann. Frost er núverandi stjómarformaður bankans en hann er kunnur frumkvöðull í bresku atvinnulífi. ■ Einkabankaþjónusta/22 A MITSUBISHI - demantar í umferö MITSUBISHI E1 HEKLA J| -íforystu á nýrri öldt Búið að girða Klettsvíkina af KEIKÓ fær á næstunni mun stærra athafnasvæði en hann hefur haft til þessa, en nú er búið að girða Kletts- víkina af með um 300 metra langri girðingu. Gera þjálfarar Keikós ráð fyrir að hann geti synt inn og út um hlið á kvfnni og haft alla Klettsvík- ina fyrir sig. Hallur Hallsson, talsmaður Free Willy Keikó-samtakanna, segir að með því að hleypa Keikó út úr kvínni sé komið að næsta skrefi í aðlögun hans að náttúrulegum heimkynnum. Ekki hafi þó enn ver- ið ákveðið hvenær unnt verði að sleppa honum alveg lausum. Hallur segir þjálfara fylgjast áfram með Keikó og annast frekari þjálfun í þessari aðlögun. Netagerðin Ingólf- ur í Vestmannaeyjum sá um fram- leiðslu á netinu og segir Hallur það fest niður með keðjum í ankeri. Viðskipti yfirmanna fyrirtækja í verðbréfaþjónustu Spákaup- mennska bönnuð í Danmörku í DÖNSKUM lögum um verðbréfa- viðskipti er skýrt kveðið á um að yf- irmönnum fyrirtækja á fjármagns- markaði sé óheimilt að stunda spákaupmennsku með verðbréf fyrir eigin reikning. Jafnframt er í lögun- um sú skylda lögð á stjómendur fyr- irtækjanna að þeir setji reglur um hvaða öðrum starfsmönnum innan fyrirtækisins sé óheimilt að stunda slíka spákaupmennsku. Engin slík ákvæði er hins vegar að finna í ís- lensku verðbréfaviðskiptalögunum frá 1996. Verklagsreglur eru í gildi innan flestra íslenskra fyrirtækja í verð- bréfaþjónustu í dag. Fjármálaeftir- litið þarf áður en reglurnar taka gildi að hafa samþykkt þær, í samræmi við ákvæði verðbréfaviðskiptalaga. Mjög mismunandi virðist þó vera hvemig reglumar eru túlkaðar inn- an fyrirtækjanna. Full ástæða til að skoða reglurnar betur Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir nauðsyn- legt að farið verði ofan í saumana á því hvort fyrirtækin fari eftir reglun- um og hvort gera þurfi þær skýrari en þær em. Full þörf sé á þessu þar sem viðskiptaumhverfið hafi þróast mikið frá þvi að reglurnar vom fyrst settar. Um þessar mundir vinnur hópur á vegum fyrirtækja á fjármagnsmark- aðinum að tillögugerð að nýjum verklags- og siðareglum á markaði. Er búist við því að þeirri vinnu ljúki á næstu vikum. ■ Ákvæðum/38 Rangárvallahreppur 45 hross felld vegna vanrækslu YFIRVÖLD létu fella,45 úti- gangshross á bænum Armóti í Rangárvallahreppi í gær vegna langvarandi hirðuleysis og van- fóðmnar. Að sögn Önnu Birnu Þráins- dóttur, fulltrúa sýslumanns Rangæinga, var það mat dýra- lækna að skepnurnar væra ekki í ástandi til að bjarga sér. „Þetta vom brýnar aðgerðir, dýrin vora vanhaldin af lang- varandi hirðuleysi og vanfóðr- un,“ sagði Anna Birna. Að sögn hennar var aðgerðin hluti af stóru dýraverndarmáli sem er rannsakað að hætti sakamála hjá embættinu. Enn er allstórt hrossastóð við bæinn. Anna Birna sagði að hræ hrossanna hefðu verið urðuð á löggiltum urðunarstað við Strönd í V-Landeyjum. Að- gerðin fór fram á ábyrgð Rang- árvallahrepps en samkvæmt búfjárlögum ber sveitarfélög- um skylda til að sjá til þess að sé hirt um skepnur innan sinna vébanda og ábyrgjast kostnað af aðgerðum í því skyni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.