Morgunblaðið - 08.02.2000, Síða 10

Morgunblaðið - 08.02.2000, Síða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Frumvörp sem fela 1 sér myndun samhæfðs gagna- og upplýsingakerfís um allar fasteignir í landinu UMRÆÐUR um persónuvemd settu nokkum svip á umfjöllun um þrjú lagafrumvörp sem öll tengjast myndun samhæfðs gagna- og upp- lýsingakerfis um allar fasteignir í landinu, sem mælt var fyrir á Alþingi í gær. Lýsti Geir H. Haarde fjár- málaráðherra sig sammála því að tryggja yrði að tekið væri tillit til laga um persónuvemd og sagðist jafnframt telja augljóst að aðgangur að kerfinu, sem lagt er til að nefnist Landskrá fasteigna, yrði skilgreind- ur nánar en gert er í frumvörpunum sjálfum. Fjármálaráðherra mælti í upphafi fyrir meginþætti þessa bandorms, þ.e. frumvarpi til laga um breytingu á lögum um skráningu og mat fast- eigna. í kjölfarið mælti Sólveig Pét- ursdóttir dómsmálaráðherra fyrir fmmvarpi til laga um breytingu á þinglýsingalögum og Guðni Ágústs- son, starfandi viðskiptaráðherra, mælti fyrir framvarpi til laga um breytingu á lögum um branatrygg- ingar, en bæði þessi frumvörp tengj- ast myndun Landskrár fasteigna. 011 voru framvörpin áður lögð fram á 123. löggjafarþingi. I máli fjármálaráðherra kom fram að Landskrá fasteigna væri ætlað að verða sameiginleg skrá um fasteign- ir, þinglýsingar fasteigna, mat fast- eigna og húsaskrá Hagstofu íslands, þjóðskrá. Er gert ráð fyrir að hún nýtist öllum þeim sem halda sérstak- ar fasteignaskrár, en einnig íyrir- tækjum og ýmsum opinberam aðil- um. Loks yrði almenningi veittur aðgangur að skránni á Netinu. Geir sagði hagræðið af myndun Landskrár fasteigna margvíslegt. T.d. yrði hvert upplýsingaratriði að- eins fært einu sinni í skrána og því sparaðist sú margskráning og tví- verknaður sem nú ætti sér stað hjá ýmsum skráarhöldurum. Þetta leiddi af sér meirí áreiðanleika upp- lýsinga og yki þannig öryggi í við- Líklegt að aðgang- ur að kerfínu verði skilgreindur nánar Morgunblaðið/Ásdís Kristinn H. Gunnarsson, þingflokksformaður Framsóknarmanna, virð- ist ánægður með gang mála á þingi, þótt umkringdur sé þingmönnum stjórnarandstöðunnar, Jóhönnu Sigurðardóttur og Ástu R. Jóhannes- dóttur úr Samfylkingunni og Ögmundi Jónassyni þingmanni VG. llifliliili ALÞINGI skiptum. Meginmarkmiðið væri að uppfylla þörf fyrir einhlíta og varan- lega skrá um lönd, lóðir og fasteignir þeim tengdar, sem koma myndi að almennum notum fyrir þá sem þyrftu á henni að halda, hliðstætt og þjóðskrá Hagstofunnar. Fram kom í máli Geirs að gert væri ráð fyrir að myndun Landskrár fasteigna tæki nokkurn tíma og að kostnaður við verkefnið yrði á um sjöunda hundrað milljóna króna. Geir sagði ennfremur að efla þyrfti tölvudeild Fasteignamats ríkisins til að halda Landskrána og að ætlunin væri að þessi starfsemi yrði á um- dæmisskrifstofu Fasteignamats rík- isins, sem staðsett er á Akureyri. Það væri sérstakt ánægjuefni að geta þannig skapað 10-12 ný störf úti á landsbyggðinni. Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, kvaddi sér fyrstur allra hljóðs við umræðuna í gær og lýsti áhyggjum sínum vegna þess aukna umfangs „stóra bróður" sem honum virtist þetta upplýsingakerfi hafa í för með sér. Tók Árni Steinar Jóhannsson, þingmaður Vinstri- hreyfingarinnar - græns framboðs, í sama streng og velti fyrir sér hvort markmið ríkisstjórnar væri að byggja miðlæga gagnagranna á sem flestum sviðum til að fylgjast með öllum hlutum í samfélaginu. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmað- ur Samfylkingar, tók fram að vissu- lega virtist hér um framfaraspor að ræða en sagði að ýmsu að huga. Lagði hún áherslu á mikilvægi þess að farið væri yfir þetta mál með full- trúum Tölvunefndar og taldi reynd- ar að Tölvunefnd hefði átt að koma að málinu í undirbúningi framvarps- ins. Hún benti á að hér fengju trygg- ingafélög, fasteignasölur og ýmsir aðrir aðgang að upplýsingum um einstaklinga, upplýsingum sem í mörgum tilfellum væra viðkvæmar, t.d. skulda- og eignastöðu fólks og jafnvel fjármálum þess. Jóhanna sagði mikilvægt að fram- varpið yrði yfirfarið með tilliti til laga um persónuvernd og spurði síð- an hvort aðgangur að kerfinu yrði skilgreindur nánar með tilliti til þess hver ætti í hlut. Loks gerði hún að umtalsefni að skv. framvarpinu væri gert ráð fyrir að fasteignaeigendur stæðu undir kostnaði vegna gerðar skrárinnar. Töldu bæði hún og Pétur H. Blöndal eðlilegra að þeir sem not- uðu þessa þjónustu greiddu kostnað- inn. Geir H. Haarde sagði í seinni ræðu sinni að vissulega væri brýnt að gæta trúnaðar í skráningu upplýsinga, jafnvel mætti hugsa sér eins konar dulkóðun gagna í þessu sambandi. Kvaðst hann telja rétt að í umfjöllun um frumvörpin færi þingnefnd vand- lega yfir persónuverndarþátt máls- ins og bætti inn þeim ákvæðum í framvarpið sem talið væri að vantaði upp á í því efni. Hins vegar væri rétt að muna að aðgangur að miklu af þeim upplýsingum, sem hér væri um að ræða, væri þegar opinn. Á hinn bóginn sagði Geir það aug- ljóst mál að aðgangur að kerfinu yrði skilgreindur nánar; þ.e. að tilteknir aðilar fengju aðgang að tilteknum upplýsingum en ekki endilega öðr- um. Hann sagði þó ekki víst að allt slíkt ætti heima í löggjöfinni heldur kannski frekar í þeim reglum sem kæmu á eftir á grandvelli laganna. Loks sagði Geir vel koma til greina að skoða þann möguleika að notend- ur greiddu kostnað vegna gerðar Landskrár fasteigna. Ráðin verði bót á vanda Lífeyrissjóðs sjómanna Tveir varamenn taka sæti á þingi TVEIR varaþingmenn tóku sæti á Alþingi í gær, báðir úr Vesturlandskjördæmi en fyrir sinn stjórnarflokkinn hvor. Þorvaldur T. Jónsson bóndi sest á þing fyrir Framsóknar- flokkinn í fjarvera Ingibjargar Pálmadóttur heilbrigðis- og tryggingaráðherra næstu tvær vikurnar og Helga Halldórs- dóttir skrifstofumaður kemur inn á þing fyrir Sjálfstæðis- flokkinn vegna fjarvera Sturlu Böðvarssonar samgönguráð- herra. Þorvaldur hefur áður teldð sæti á Alþingi en Helga sest hins vegar á þing í fyrsta skipti og af því tilefni undirrit- aði hún drengskaparheit að stjórnarskrá við upphaf þing- fundar í gær. GUÐJÓN A. Kristjánsson, þing- maður Frjálslynda ílokksins, mælti á Alþingi í gær fyrir frum- varpi til laga um breytingu á lög- um um Lífeyrissjóð sjómanna en frumvarpið felur í sér þá breyt- ingu að iðgjald til sjóðsins skuli framvegis nema 11% af heildar- launum sjómanna í stað 10% áður og greiði launagreiðandinn hækk- unina, eða 7% á móti 4% launþeg- ans. Guðjón rakti í framsöguræðu sinni þann vanda sem að steðjar Lífeyrissjóði sjómanna og sagði hann að um alllangt skeið hefði eignir sjóðsins ekki staðið undir framtíðarskuldbindingum sjóðsins skv. tryggingafræðilegu mati. Stjórn sjóðsins hefði leitað leiða til að minnka muninn milli eigna hans og skuldbindinga og m.a. hefðu í nokkur skipti verið gerðar laga- breytingar sem allar hafi haft í för með sér mikla skerðingu á lífeyris- skuldbindingum félaga í sjóðnum. Þrátt fyrir það vantaði enn u.þ.b. 5% upp á að eignir sjóðsins stæðu undir skuldbindingum hans. Guðjón sagði þennan vanda m.a. eiga rætur að rekja til ársins 1981 þegar ríki og launaþegar gerðu félagsmálapakka í tengslum við kjarasamninga sem fól m.a. í sér að sjóðfélagar gætu framvegis tek- ið lífeyri frá 60 ára aldri, hefðu þeir greitt nægilega lengi í sjóð- inn. Þessum pakka hefði hins veg- ar aldrei fylgt nein fjármögnun, að sögn Guðjóns, og aukinn kostnað- ur féll einfaldlega á sjóðfélagana sjálfa. Guðjón sagðist jafnframt leggja til að sett yrði bráðabirgðaákvæði í lögin sem fæli í sér að þrátt fyrir að framlag í sjóðinn ykist um 1% leiddi hækkunin ekki til aukins rétts til lífeyris fram til 31. des- ember 2009. Þess í stað ættu auknar greiðsl- ur í sjóðinn að verða til að auka eignir svo þær gætu frekar staðið undir framtíðarskuldbindingum og bætt hag sjóðfélaga. Lýsti Guðjón þeirri skoðun sinni að það væri réttlætismál að launagreiðendur legðu fram sinn skerf og tækju þátt í því að koma sjóðnum á rétt- an kjöl. Undir sjónarmið Guðjóns tóku þau Jóhanna Sigurðardóttir, Sam- fylkingu, Guðmundur Hallvarðs- son, Sjálfstæðisflokki, og Ögmund- ur Jónasson, Vinstri grænum, sem öll kvöddu sér hljóðs við umræð- una í gær. Kom fram í máli þeirra að þau teldu tíma til kominn að ráðin væri bót á vanda Lífeyris- sjóðs sjómanna. Alþingi FUNDUR hefst í Alþingi í dag kl. 13.30: 1. Aukatekjur ríkissjóðs, frh. 1. umræðu (atkvgr.) 2. Skráning og mat fast- eigna, frh. 1. umræðu (atkvgr.) 3. Þinglýsingalög, frh. 1. umræðu (atkvgr.) 4. Brunatryggingar, frh. 1. umræðu (atkvgr.) 5. Lífeyrissjóður sjómanna, frh. 1. umræðu (atkvgr.) 6. Fjáröflun til vegagerðar, frh. 1. umræðu. (atkvgr.) 7. Bann við þróun, fram- leiðslu, söfnun og notkun efna- vopna, 1. umræða. 8. Persónuvernd og meðferð persónupplýsinga, 1. umræða. 9. Bætt réttarstaða barna, fyrri umræða. 10. Bætt staða þolenda kyn- ferðisafbrota, fyrri umræða. 11. Almenn hegningarlög (barnaklám), 1. umræða. 12. Tekjustofnar í stað söfn- unarkassa, fyrri umræða. 13. Hjúskaparlög. ALLRA SIÐUSTU DAGAR Verslunin hættir SP0RTV0RUVERSLUNIN SPARTA afsláttur Laugavegi 49 -101 Reykjavík - simi SS1 2024

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.