Morgunblaðið - 08.02.2000, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 08.02.2000, Qupperneq 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Össur hf. skilaði 139 milljóna króna hagnaði árið 1999 Hagnaður ársins j ókst um 76% ÖSSUR hf. hagnaðist um 139 millj- ónir króna á árinu 1999, sem er 76% aukning frá árinu 1998 þegar hagnað- ur félagsins nam 79 milljónum króna. Velta fyrirtækisins nam 1.303 mil- ljónum króna og jókst um 26% frá ár- inu áður, en rekstrargjöld námu 1.094 milljónum króna og höfðu aukist um 24%. „Við erum mjög ánægð með þetta uppgjör. í meginatriðum hefur stað- ist það sem við sögðum í útboðslýs- ingunni sem gerð var vegna hlutafjár- útboðsins í september síðastliðnum," segir Jón Sigurðsson, forstjóri Össur- ar hf., í samtali við Morgunblaðið. „Niðurstaðan er þó í flestum tilvik- um heldur betri en þær tölur sem við gáfum upp í útboðslýsingunni, og því held ég megi segja að við séum mjög ánægð með þessa útkomu. Starfs- mönnum fjölgaði um 21 á árinu eða um 21%, svo velta á hvem starfsmann eykst h'tiilega,“ segir Jón. Velta Össurar hf. jókst um 26%, en hagnaður af reglulegri starfsemi fyrir skatta jókst um 67%, og skýrist það af tveimur þáttum. Annars vegar varð meiri aukning á veltu en rekstrar- gjöldum, og jókst því hagnaður fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld um 38% eða um 67 milljónir. Jafn- framt varð 30 milljóna króna bati í samtölu fjármunatekna og fjár- magnsgjalda, og leiddi þetta til þess að hagnaður af reglulegri starfsemi jókst um 87 milljónir eða um 67%. Aðspurður um bætta niðurstöðu- tölu fjármunatekna og fjármagns- gjalda segir Jón að hið nýja fjármagn sem kom inn við hlutafjáraukninguna síðastliðið haust hafi haft mikið að segja. „Þó við hefðum þessa fjármuni ekki nema í tvo og hálfan mánuð, þá lækkaði þetta mjög vaxtabyrðina, og eins voru vaxtatekjur af þeim. Að vísu vorum við ákaflega óheppin að það kom verðbólguskot tólf dögum eftir að við vorum komin með tæpan millj- arð inn á bækumar, og það hafði slæm áhrif á raunávöxtun fjármagns- ins,“ segir Jón. Jón er spurður um horfumar fyrir það ár sem nú er hafið og segir hann að starfsmenn Össurar hti bjartsýnir fram á veginn, og það sé ekkert sem gefi annað til kynna en að þessi vöxt- ur haldi áfram. Varðandi hugsanleg kaup á öðram fyrirtækjum í kjölfar hlutafjáraukningarinnar segir Jón að áður hafi verið gefnar yfirlýsingar um að það sé möguleiki í stöðunni. „En það er ekki komið að þeim vatnaskil- um að það sé ástæða tíl að segja eitt- hvað sérstakt um það,“ segir Jón Sig- urðsson. Símaf undur með forstjóra og fjármálastjóra Össurar I fréttatilkynningu frá Össuri hf. kemur m.a. fram að fastafjármunir félagsins jukust um 856% á árinu, eða úr 136 mUljónum króna í 1.288 mil- ljónir, og skýrist það af hlutafjára- ukningunni. Veltufjármunir jukust hins vegar um 25% eða úr 379 mUljón- um í 475 mUljónir króna. Langtíma- skuldir félagsins drógust saman um 14%; fóra úr 188 mUljónum í 162 mU- Ijónir, en skammtímaskuldir jukust um 50% og fóra úr 143 mUljónum króna í 214 mUljónir í lok árs. Varðandi meginþætti sem höfðu áhrif á afkomu félagsins segir í tU- kynningunni að Össur hafi haldið áfram að styrkja stöðu sína á mörk- uðum í Norður-Ameríku og Evrópu með áframhaldandi uppbyggingu dreifikerfis og markaðssetningu á nýjum vörum og vöruflokkum. Einnig segir að eitt af yfirlýstum markmiðum fyrirtækisins sé að auka I Grand Hótel Reykjavík 18.febrúar STÓRIÐJA - ÚRVINNSLUIÐNAÐUR Væntingar um víðtæka iðnvæðingu ítengslum við stóriðju hafa verið miklar og notaðar m.a. sem rök fyrir virkjana- framkvæmdum. Þessar væntingar hafa þó ekki gengið eftir. Ýmis teikn eru nú um að slíkur iðnaður geti aukist og ýmsar hugmyndir eru uppi þar að lútandi. VFÍ og TFÍ efna til hálfs dags ráðstefnu þar sem gerð verður úttekt á þeim möguleikum sem fyrir hendi eru, stöðunni í dag og framtíðar þróun. Markmiðið er að menn fari með skýrari mynd af þeim raunhæfu möguleikum sem fyrir hendi eru en þeir höfðu er þeir komu. Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel Reykjavík 18.feb. kl.13-17. DAGSKRÁ Ráðstefnan sett, Hákon Ólafsson.formaður VF(. Áv^rþ iðnaðarráðherra, Valgerðar Sverrisdóttur. Úrvinnsluiðnaður á Norðuriöndum - möguleikará (slandi, , : ToralfCook,framkvæmdastjóriScanaluminium. * ' Álsteypur og yfirborjðsmeðhöndlun. Ákveðin dæmi uíi tíentuga framleiðslu Per Möller, dósent við DTÚ. ' 14:20 Úryirmsla á (slandi, þróun og möguleikar - kynning é Málmgarði, Eirfar Jón Ásbjörnsson, Málmgarði. Kaffihlé. * ' • Nújverandi úrvinnslúiðnaður, reynsla og viðhorf: * Þorvaldur Hallgrímsson, Málmsteypan Hella. - Einar Þór Einarsson, Alpan. Panelumræður: Framsögumenn ásamt fulltrúum frá álframleiðendum, Samtökum iðnaðarins, Iðnaðarnefnd Alþingis, fjárfestum o.fl.Svara þeir spurningum úrsal og kryfja málið til mergjar sín á milli undir stjórn dr. Þorsteins Sigfússonar, prófessors og formanns RANNfS. Niðurstöður og lokaorð Jóhannes Benediktsson.formaðurTFf. 13:00 13:10 13:20 13:50 14:50 15:10 15:30 16:50 TakBllraOlanlélig lilaili 4 VerkfrœÞingafélag íslands rannsóknar- og þróunarstarf, og hafi kostnaður þróunardeildar aukist um 82% á seinasta ári. Á seinasta ári vora kynntir tveir nýir vöraflokkar, ICEFLEX hnéhlífar og ICELOCK læsinga- og tengibúnaður. I tilkynningunni segir að talið sé að stoðtælg'amarkaðurinn muni vaxa um 6-8% að raungildi á ári, en forráða- menn Össurar telja að tekjur fyrir- tækásins og hagnaður þess geti vaxið allt að þrisvar sinnum hraðar en markaðurinn á árinu 2000, án þess að keypt séu önnur fyrirtæki. Aðalfundur Össurar hf. verður haldinn 24. mars næstkomandi á Grand Hótel Reykjavík. Stjóm fyrir- tækisins hefur ákveðið að leggja til við aðalfund að hagnaður félagsins verði fjárfestur í vexti þess og að ekki verði greiddur arður. í dag, þriðjudag, klukkan 11:00 gefst fjárfestum og öðram kostur á að taka þátt í opnum símafundi, þar sem Jón Sigurðsson, forstjóri, og Árni A1- var Arason fjármálastjóri Össurar, fara yfir niðurstöðu ársreiknings og sitja fyrir svöram um uppgjör sein- asta árs og framtíðarhorfur. Til að taka þátt í símafundinum þarf að hringja í eitt eftirtalinna símanúm- era, 171-515-1234, 171-516-1234 eða PjiÖssur hf. Úr ársreikningi 1999 Rekstrarreikningur 1999 1998 Breyting Rekstrartekjur Milljónir króna 1.303 1.034 +26% Rekstrargjöld 1.094 882 +24% Fjármunatekiur (fiármaqnsqiöld) 7 -23 Hagn. af reglul. starfsemi f. skatta 216 129 +67% Aðrar tekjur og gjöld -1 -9 Tekju- og eignarskattur -76 -41 +85% Hagnaður ársins 139 79 +76% Efnahagsreikningur 31.12.99 31.12.98 Breyting Eignir samtals Milljónir króna 1.793 515 +242% Eigið fé 1.387 184 +654% Skuldir 376 331 +14% Skuldir og eigið fé samtais 1.763 515 +241% Kennitölur og sjóðstreymi 1999 1998 Breyting Arðsemi eigin fjár 44,7% 77,3% Eiginfjárhlutfall 78,6% 35,7% Veltufjárhlutfall 2,2 2,7 Handbært fé frá rekstri M. króna 235 83 +183% fylgjast með fundinum á Netinu á slóðunum www.ossur.is eða www.simnet.is/live.va þótt ekki sé hægt að setja fram fyrirspurnir á Netinu. Markaðsaðilar bíða fregna af fyrirtækjakaupum Frosti Reyr Rúnarsson, verðbréfa- miðlari hjá Fjárvangi hf., segir að af- koma Össurar hafi verið undir þeim væntingum sem aðilar á verðbréfa- markaði höfðu gert ráð fyrir. „Samt sem áður er töluverð hagnaðaraukn- ing. Aukning rekstrarhagnaðar fyrir skatta er 38%, sem er um 17% um- fram þær áætlanir sem fyrirtækið hafði sjálft sett fram í útboðslýsingu vegna hlutafjárútboðs," segir Frosti. V/H hlutfall Össurar hf. er nú um 115 og segir Frosti Reyr það vera í hærri kantinum, en þó sé ekki fyrir hendi neitt sambærilegt félag til að miða við hér á landi. „En aðilar á markaði eru að bíða eftir einhveijum fréttum af kaupum á fyrirtækjum er- lendis, í tengslum við hlutafjárútboð- ið,“ segir Frosti Reyr að lokum. Pfízer kaupir Warner-Lambert fyrir 6.627 milljarða króna Annað stærsta lyfjafyr- irtæki heims verður til BANDARÍSKA lyfjafyrirtækið Pfizer Inc. tilkynnti í gær að það hefði samþykkt að greiða jafnvirði 6.627 milljarða króna f hlutabréf- um fyrir Warner-Lambert Co. lyfjafyrirtækið bandaríska. Hið nýja fyrirtæki mun bera nafnið Pfizer. Þar með er lokið þriggja mánaða tilraunum Pfizer til að komast yfir þennan samkeppnis- aðila sinn, sem vaxið hefur hratt á seinustu árum, og verður með því til annað stærsta lyfjafyrirtæki heims. Hið sameinaða fyrirtæki mun meðal annars framleiða stinningar- lyfið Viagra, geðdeyfðarlyfið Zo- loft, munnskolið Listerine og kó- lesteról-lyfið Lipitor sem selst hefur mjög vel en það er framleitt af Warner-Lambert. Sala á því einu nam um 270 milljörðum króna árið 1999. Greiningaraðilar á fjármála- markaði á Wall Street höfðu búist við þessum fregnum um langa hríð eftir að Warner-Lambert, sem hafði undirritað samning um 5.300 milljarða króna „samruna jafn- ingja“ við lyfjafyrirtækið American Home Products Corp., samþykkti dræmlega að taka til skoðunar kauptilboð Pfizer. Eftir að hafa komið að viðræðum og slitið þeim á víxl samþykkti Pfizer loks að hækka kauptilboð sitt, sem var upprunalega metið á rúma 6.000 milljarða, í rúma 6.600 milljarða. Ámerican Home Products samþykkti einnig að falla frá samningnum um samruna við Warner-Lambert í skiptum fyrir tu/eýr\sfóti/ej/ia/* t O/xe/Hutni a/fa^ rniéoi/tuííc^ti j/v/rHÍar' //art. (ty>a/ac/i ^i/é/. Satatá fjfíe// /Ój/v/. í/}<mru>eiy ŒrHttjat/áUá' 28^/ef. á&aait Ác/vv/i i'c/uá/fiianá/er/ta/Hi Þessir frábœru einsöngvarar taka allir þátt í sýningu Islensku óperunnar: Lúkretia svívirt, sem hlotið hefur frábœrar viðtökur. Tónleikamir hefjast klukkan 12:15 alla dagana. Miðaverð aðeins 500 krónur. 1(3 ÍSLENSKA ÓPEBAN greiðslu sem nemur rúmum 132 milljörðum króna eða 1,8 milljörð- um dala, segir á fréttavef CNNfn. Hluthafar Warner-Lambert fá 2,75 hlutabréf í Pfizer á móti einu hlutabréfi í Warner-Lambert. Hlutabréf í Warner-Lambert lækkuðu lítillega en hlutabréf Pfizer hækkuðu í verði við fregn- irnar í gær. Hlutabréf í American Home Products hækkuðu einnig í verði. Greiningaraðilar á markaði telja að American Home Products kunni að verða keypt upp af öðrum lyfjafyr- irtækjum, eftir að sameiningará- formin við Warner-Lambert runnu út í sandinn. Hins vegar hjálpar greiðslan upp á 132 milljarða króna til við að greiða margra milljarða dollara bætur sem fyrirtækið þarf að reiða af hendi til fyrrum not- enda „fen-phen“, megrunarlyfs sem framleitt var af Ameriean Home Products. Við samruna Pfizer og Warner- Lambert verður til annað stærsta lyfjafyrfytæki heims, á eftir því ' fyrirtæki sem gert er ráð fyrir að verði Itil við samruna SmithKline Beecham og Glaxo Wellcome. Pfizer er nú annað stærsta íyfja- , fyrirtæki Bandaríkjanna, en Warn- er-Lambert var hið sjöunda í röð- ; ipni. Merck & Co. £r riú ^tærsta . lyfjafyrirtækið í Bandaríkjunum, en hið sameinaða fyrirtæki mun • verða stærst þar í landi þegar.sam- einingin er um garð gengin. Velta hins sameinaða fyrirtækis Pfizer verður rúmir 2.060 milljarð- ar króna, og markaðsvirði þess rúmir 16.900 milljarðar króna. Stjórnarformaður og aðalfram- kvæmdastjóri Pfizer, William Steere, mun halda sínum titli en stjórnarformaður Warner-Lam- bert ákvað sjálfur að vera ekki áfram hjá fyrirtækinu. Forstjóri og aðalrekstrarstjóri Warner-Lam- bert mun hins vegar starfa áfram og halda sínum titli.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.