Morgunblaðið - 08.02.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.02.2000, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ h UR VERINU Morgunblaðið/Porgeir Baldursson Sveinn Benediktsson SU með fullfermi af loðnu á fullri ferð. Nótabátarnir enn í biðstöðu á grunninu GÓÐ loðnuveiði var hjá trollbátun- um um helgina en nótabátarnir eru enn í biðstöðu á grunninu. Hins vegar ríkti nokkur bjartsýni á mið- unum í gær og biðu menn spenntir eftir nóttinni og deginum í dag. Hafrannsóknaskipið Bjarni Sæ- mundsson var í blíðskaparveðri suðvestan til í Hvalbaksgrunni í gær og segir Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur að nokkurs konar pattstaða ríki á grunninu. „Nóta- veiðiskipin voru langt inni á grunn- inu milli Hvalbaks og Reyðarfjarð- ardjúps aðfaranótt mánudags, einhverjir köstuðu og fengu smá- slatta enda lá allt niðri sem þeir voru að glíma við.“ Loðna á grunninu Eftir bræluna á sunnudag leituðu Hjálmar og félagar að loðnu vestur í Breiðamerkurdjúpi og sigldu svo austur djúpkantinn án þess að sjá neitt. Hins vegar segir Hjálmar að töluvert virðist vera komið af loðnu inn á grunnið og því sé aðeins tíma- spursmál hvenær hún þétti sig. Viðar Karlsson, skipstjóri á nóta- skipinu Víkingi, tók í sama streng. „Það er einhver loðna að skríða hérna upp undir en hún er svo dreifð að við höfum ekki getað nýtt okkur þetta.“ Hann sagðist hafa kastað í gær- morgun án árangurs og var að búa sig undir annað kast um kvöldmat- arleytið. „Það er eitthvert spark af loðnu hérna en hún er ekki í ástandi til að veiða hana. En það hlýtur að fara að styttast hjá okkur.“ Viðar segir að miðað við hrogna- prósentu og straum hefði loðnan átt að vera komin íyrr á grunnið. „Hún hefði átt að koma um helgina miðað við hrognaprósentuna sem gefin var upp fyrir mörgum dögum en hún er svo lunkin. Hún getur farið í kalt vatn og stöðvað kynþroskann með því. Það er lítið að sjá en þetta er fyrsti dagurinn þar sem ástandið virðist vera að lagast. Við bíðum spenntir eftir morgundeginum og það er urmull af bátum í biðstöðu en það er ágætis veiði hjá trollbát- unum úti í kanti.“ Gott á trollinu Að sögn Halldórs Jónasson, skip- stjóra á Sveini Benediktssyni SU, voru um 15 trollbátar á loðnuveið- um um 40 mílur austur af Reyðar- firði. Hann landaði tæplega 1.230 tonnum á Akranesi á föstudag, var mættur aftur á miðin á sunnudag, var kominn með tæplega 1.000 tonn í gær og var að hífa um 200 tonn um kvöldmatarleytið. Halldór gerði ráð fyrir að kasta einu sinni enn og svo yrði siglt til Akraness og væntan- lega landað þar í fyrramálið en sigl- ingin tekur 30 til 33 tíma. Þorsteinn Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samherja Attum fjóra kosti í upphafi kvótakerfisins „ÞAÐ er ekki rétt sem fullyrt er í Morgunblaðinu síðastliðinn laugar- dag, að Samherji hafi aðeins átt kost á vali milli aflareynslu Guðsteins og skipstjórakvóta Þorsteins Vilhelms- sonar af Kaldbaki EA, þegar Akur- eyrin hóf veiðar í kvótakerfinu 1984. Við áttum þrjá raunhæfa kosti, afla- reynslan kom aldrei til greina þar sem skipið hafði ekki verið að veiðum á 19 mánuði samfleytt, þegar það hóf veiðar vegna rekstrarerfiðleika og síðar vegna breytinga. Okkur stóð til boða kostur, sem var meðaltal stórra togara á Norður- landi. Hann hefði fært okkur kvóta upp á 2.493 ígildi. Skipstjórakvótinn færði okkur hins vegar 3.121 tonn og því var sá kostur valinn,“ segir Þor- steinn Már Baldvinsson, fram- kvæmdastjóri Samherja, í samtali við Morgunblaðið. Hefði getað unnið sig upp í sóknarmarki Þorsteinn Már bendir einnig á það að skipið hefði getað unnið sig upp í sóknarmarki, aðeins með hámarki í þorski eins og margar aðrar útgerðir völdu. „Við völdum hins vegar skip- stjórakvótann og héldum okkur við aflamarkið," segir Þorsteinn Már. „í raun voru kostirnir fjórir fyrir þá, sem höfðu litla aflareynslu af ýmsum ástæðum. Það var hægt að velja sóknardaga, sem voru mjög Kom aldrei til greina að miða við aflareynslu Guðsteins margir, með tiltölulega háu þorskaflahámarki, en frjálsa sókn í allar aðrar tegundir. Það voru mörg skip, sem völdu þessa leið með góð- um árangri. Þá var hægt að velja aflareynslu síðustu ára, eða meðal- talskvóta skipa í sama flokki á sama landsvæði og loks aflareynslu skip- stjóra og áhafnar. í flokki stórra togara Guðsteinn hafði ekki verið í rekstri í nærri tvö ár á viðmiðunar- tímabilinu. Við gátum því valið um skipstjórakvóta, sóknarmark og meðaltal skipa í sama útgerðar- flokki. Hvað okkur varðaði var þetta flokkur stórra togara á norðursvæði. Þá voru fimm togarar í þessum flokki, Sléttbakur, með 2.629 þor- skígildistonn, Svalbakur, 2.727, Harðbakur, 2.773, og Kaldbakur með 3.121 ígildi og Akureyrin 1.212. Meðaltal þeirra var 2.493 þorskígild- istonn, en meðaltal minni togara, undir 500 tonnum að stærð, á svæð- inuvar 2.160. Á þessum tíma voru ný skip að koma inn í veiðamar, skip að skipta um eigendur og skip, sem höfðu ver- ið frá veiðum af ýmsum ástæðum. Þeim stóðu til boða þessar fjórar leiðir. Það voru útgerðir margra aflaskipa, sem völdu sóknarmarkið vegna þess hve sóknardagarnir voru margir á ári. Margir á sóknarmark 1985 Þegar kvótakerfið er sett á er Örv- ar búinn að vera á veiðum í eitt og hálft ár, en reynsla hans var reiknuð upp miðað við þijú ár. Hann fékk því 2.471 þorskígildi í aflareynslu þrátt fyrir að hafa aðeins verið að veiðum í 18 mánuði á viðmiðunartimanum. Megnið af flotanum valdi aflamark fyrsta árið, sem var 1984, en árið eft- ir fóru mjög mörg skip á sóknar- mark, en þá var búið að rýmka mjög mikið um það. Örvar var eitt þeirra skipa sem fór í sóknarmarkrið 1985 og 1986 og vann sig þar verulega upp. Þegar aflamarki var úthlutað 1987 fékk hann úthlutað 3.428 ígild- um, en Akureyrin, sem hafði verið á aflamarki fékk 3.397 þorskígildis- tonn. Övar byrjaði með svipaða út- hlutun á fyrsta ári eins og meðaltalið fyrir norðan, en er kominn upp fyrir Akureyrina við úthlutun 1987. Við hefðum einnig getað unnið okkur upp í sóknarmarki eins og aðrir sem voru með góð skip og góða áhöfn,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson. Hillary Clinton lýsir formlega yfír framboði í New York Búist við hörðum slag Purchase. AP, AFP. HILLARY Rodham Clinton lýsti í fyrradag formlega yfír þátttöku sinni í öldungadeildarkosningunum í New York á hausti komanda. Er þetta í fyrsta sinn sem eiginkona Bandaríkjaforseta sækist eftir opin- beru embætti en búist er við að and- stæðingur hennar verði Rudolph Giuliani, borgarstjóri í New York- borg. Um 2.000 stuðningsmenn Hillary fógnuðu henni vel er hún tilkynnti framboðið að viðstöddum eigin- manni sínum, Bill Clinton, móður sinni, Dorothy, og dótturinni Chels- ea. Hillary gerði grein fyrir helstu stefnumálum sínum í hálftímalangri ræðu og sagði að tilgangur stjóm- málanna væri að gera það ómögu- lega mögulegt. Lagði hún einkum áherslu á ýmis samfélags- og vel- ferðarmál. Hillary sækist eftir sæti hins fijálslynda demókrata Daniels Patr- icks Moynihans, sem hefur ákveðið að draga sig í hlé, og búist er við að slagurinn á milli hennar og Giulianis verði mjög harður. Lítill fylgismunur Giuliani nýtur mikilla vinsælda sem borgarstjóri í New York-borg og í skoðanakönnunum hefur hann lengst af haft allmiklu meira fylgi en Hillary. Að undanfömu hefur þó Clinton-hjdnin voru hin kátustu er Hillary tilkynnti formlega um framboð sitt. dregið saman með þeim og í nýjustu könnuninni fær hann 45% en hún 42%. Fyrir ári studdu miklu fleiri konur Giuliani en Hillary, en nú hafa þau jafn mikinn stuðning kvenna. Helmingur kjósenda býst þó enn við að Giuliani muni sigra. Giuliani reyndi nú um helgina að draga nokkuð athyglina frá Hillary og yfirlýsingu hennar með því að koma fram í fimm umræðuþáttum í sjónvarpi þar sem hann hélt því fram að hún væri reynslulítil og of „vinstrisinnuð". Búist er við að Giuli- ani lýsi formlega yfir framboði sínu á næstunni. Egypt Air-flugmaður í Bretlandi Segir forstjór- ann bera ábyrgð á hrapinu London, Kairó. AFP, AP. FLUGMAÐUR hjá egypska ríkis- flugfélaginu EgyptAir hefur beðið um hæli í Bretlandi. Segist hann hafa upplýsingar um hvað olli hrapi EgyptAir-þotunnar undan Massa- chusetts í október sl., en talsmenn flugfélagsins segja hann enga vitn- eskju hafa um það. Hamdi Hanafi Taha flaug Airbus- þotu í eigu EgyptAir til London sl. föstudag og baðst að því búnu hælis í Bretlandi. Meðan á flugferðinni stóð tilkynnti hann flugumferðar- stjórninni í London að hann vildi hitta fulltrúa FBI, bandarísku al- ríkislögreglunnar, og bandaríska loftferðaeftirlitsins til að „stöðva allar lygamar um slysið". Rannsókn á því er ekki lokið en grunur leikur á að aðstoðarflugmaður hafi viljandi steypt flugvélinni í sjóinn með 217 manns innanborðs. „Djöflar“ í æðstu stjórn í skeyti, sem Taha sendi til flug- málayfirvalda og „allra heiðarlegra flugmanna" og birt hefur verið í egypskum fjölmiðlum, segir hann að „djöflar" í æðstu stjórn EgyptAir beri ábyrgð á slysinu. „Morðinginn er Mohammed Fahim Rayyan, for- stjóri félagsins, og djöflarnir hans,“ segir Taha en alls ber hann sakir á sjö yfirmenn flugfélagsins. Sagt er að auk þessa hafi hann skilað 16 síðna skýrslu til breskra yfirvalda um ýmislegt sem miður hafi farið hjá EgyptAir og eigi þátt i slysinu í október að hans áliti. Talsmenn flugfélagsins hafa vísað ásökunum Tahas á bug sem hreinni firru og samtök egypskra flug- manna boðuðu til skyndifundar á sunnudag þar sem lýst var yfir að Taha hefði orðið starfsbræðrum sín- um til skammar. Er það haft eftir félögum hans að hann hafi lengi átt í útistöðum við yfirmenn sína og einn af yfirmönnum hans segir að komið hafi til innri rannsóknar á málefnum Tahas „oftar en einu sinni“ vegna brota hans á reglum félagsins. Hjá EgyptAir varðar það upp- sögn komi starfsmaður ekki til vinnu í hálfan mánuð og verða greiðslur til Tahas og fjölskyldu hans stöðvaðar er sá tími er úti. Mjög trúaður Nágrannar Tahas segja að hann sé mjög trúaður á íslamska vísu og lögfræðingur Jamaa Islamiya, helstu öfgasamtaka múslíma í Egyptalandi, segir að Taha hafi bar- ist fyrir því á níunda áratugnum að áfengi yrði bannað um borð í flug- vélum EgyptAir. Þá er haft eftir ónefndum starfsmanni EgyptAir að Taha hafi einu sinni lent i vandræð- um fyrir að krefjast þess að múslím- ar bæðust fyrir á réttum tímum þótt þeir væru á ferð í háloftunum. Hann er þó ekki grunaður um aðild að neinum öfgasamtökum. Eins og fyrr segir er rannsókn á EgyptAir-slysinu ekki lokið en þótt allt bendi til að aðstoðarflugmaður- inn Gamil al-Batoti hafi grandað henni, þá vilja Egyptar alls ekki fallast á það. Kenna þeir um ein- hverri bilun í stélbúnaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.