Morgunblaðið - 08.02.2000, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 08.02.2000, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000 55 ósvipaður og á prestssetrum í gamla íslenska bændasamfélaginu; stöðug- ur gestagangur og ættfólki og vinum tekið með rausn og hlýju. Leitun var að samhentari hjónum; María var kjölfesta fjölskyldunnar og bjó manni sínum, hinum starfsglaða og ástsæla lækni, þægilegt og traust heimili. „Skjótt hefur sól brugðið sumri,“ segir Jónas Hallgrímsson í ljóði sínu um Bjama Thorarensen. Vorið 1965 virtist María hraust og glöð eins og hún var vön að vera. En þegar sum- arið nálgaðist hafði hún orð á því að hún væri ekki eins góð til heilsunnar og hún ætti að sér. Það var reiðar- slag, þegar í ljós kom við nána rann- sókn að hún var heltekin banvænum sjúkdómi. Hún lá á spítala um skeið, en þegar sýnt þótti að batavon væri engin var hún flutt heim á Öldugöt- una. Guðborg dvaldist hjá manni sín- um erlendis, en kom strax heim - og vakað vai- nótt sem dag við sjúkra- beð Maríu. Hún lést hinn 15. október árið 1965 - aðeins 53 ára gömul. Kristjáni Sveinssyni var sýndur margvíslegur sómi um ævina eins og hann átti skilið. Attræður var hann kosinn heiðursfélagi Læknafélags Reykjavíkur „fyrir einstakan mann- kærleika og störf sem augnlæknir“, eins og það var orðað. Og fimm árum fyrr var hann kosinn heiðursborgari Reykjavíkur, og var sú ákvörðun samþykkt einróma í borgarstjórn. Þegar ég minntist á það við Kristján, svaraði hann: „Ég hef aldrei verið gefinn fyrir tildur og hégóma af neinu tagi. Þess vegna datt mér í hug að afþakka þennan mikla heiður. En mér var kennt í æsku að vera þakk- látur þeim, sem vildu mér vel, svo að ég hætti við það. Og á undan mér hafði séra Bjarni Jónsson hlotið sams konar viðurkenningu. Félags- skapurinn gat því ekki verið betri.“ Eg á margar ógleymanlegar minningar frá þeim tíma er ég ritaði ævisögu Kristjáns. Viðtökur bókar- innar voru einstaklega góðar, eins og við mátti búast þegar slíkur maður átti í hlut. Við vorum selfluttir úr einni búðinni í aðra til að árita bókina og hvarvetna var löng biðröð við- skiptavina. Mér er sérstaklega minnisstætt, hve mannglöggur Kristján var; hann þekkti óðara gamla sjúklinga sína með nafni, og stundum bar hann kennsl á afkom- endur þeirra af svipnum einum. Hann var með afbrigðum ættfróður - og sá eiginleiki var grundvöllur rannsókna hans á glákunni. Að því leyti til, á dögum gagnagrunna og erfðagreiningar, var hann langt á undan samtíð sinni. Kristján Sveinsson lést föstudag- inn 25. maí árið 1985. Hann varð bráðkvaddur á gleðifundi í hópi vina sinna. Lát hans bar mjög skyndilega að í kaffiboði sem haldið var til heið- urs fimmtíu ára stúdentsárgöngum og eldri. Hann gegndi fullu starfi til hinstu stundar og lauk lífi sínu eins og hann hefði helst kosið sjálfur - líkt og slökkt væri á kerti. Útförin fór fram 31. maí á vegum Reykjavíkurborgar og var svo fjöl- menn að færri en vildu komust inn í Dómkirkjuna. Séra Þórir Stephen- sen jarðsöng, en kistuna úr kirkju báru Davíð Oddsson þáverandi borg- arstjóri, Birgir Isleifur Gunnarsson fyrrum borgarstjóri, borgarfull- trúarnir Sigurjón Pétursson og Kristján Benediktsson, og læknarnir Páll Gíslason, sem þá var forseti borgarstjórnar, Úlfar Þórðarson, Ól- afur Örn Amarson og Kristján Baldvinsson. Ég vil ljúka þessum minningar- orðum með frásögn Kristjáns sjálfs af ævistarfi sínu og mikilvægi þess: „Einu sinni þurfti ég að flytja list- málara þá sorgarfrétt að vonlaust væri að bjarga sjón hans. Hann bug- aðist; grét eins og barn. Ég gleymi þessu aldrei. Örvænting gagntók hann, og það var skiljanlegt. Myrkr- ið vofði yfir honum. Umhverfið allt, fegurð þess, Ijós og litir voru á hverf- anda hveli; allar dásemdir lífsins sem við sjáum á degi hveijum og þykir sjálfsagt. Atvik á borð við þetta hafa brýnt mig í baráttunni við myrkrið. Og ég mun halda henni áfram á með- an mér endist líf og heilsa. Til mikils er að vinna. Þau eru svo dýrmæt - blessuð augun okkar.“ Gylfi Gröndal. Safnaðarstarf Kynning á starfi fyrir syrgjendur í Seltjarnar- neskirkju í KVÖLD kl. 20:30 verður kynning- arkvöld í Seltjarnarneskirkju á starfi fyrir syrgjendur. Þetta er tíunda árið sem slíkt starf er starfrækt og hefur borið mikinn árangur. Starfið felst í hópavinnu, þar sem þátttakendur eru tíu manns auk leiðbeinenda, sem eru prestar kirkjunnar. Hópastarfið verður á mánudagskvöldum tíu mánudaga í röð og hefst 14. febrúar kl. 20:00. A kynningarkvöldinu flytur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir sókn- arprestur á Seltjamarnesi erindi um sorg og sorgarviðbrögð og kynnir starfsemina. Þá verða kaffiveitingar, fyrirspurnir og skráning í hópinn. Allir eru velkomnir. Áskirkja. Opið hús fyrir alla al- durshópa kl. 10-14. Léttur hádegis- verður. Mömmu- og pabbastund í safnaðarheimilinu kl. 14-16. Dómkirkja. Barnastarf í safnaðar- heimilinu kl. 14 fyrir 6-7 ára börn, kl. 15.30 fyrir 8-9 ára börn og kl. 17 fyrir 10-12 ára börn. Grensáskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Orgelleikur, ritningarlestur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúk- um. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45. Fullorðinsfræðsla kl. 20. Nú hefst sjö kvölda syrpa í fullorðins- fræðslunni með nýrri nálgun við spurningar trúarinnar. Þriðjudagur með Þorvaldi kl. 21. Lofgjörðarstund á ljúfu nótunum með ritningarlestri og bæn. Neskirkja. Litli kórinn, kór eldri borgara, kl. 16.30 í umsjón Ingu J. Backman og Reynis Jónassonar. Ný- ir félagar velkomnir. Árbæjarkirkja. Foreldramorgnar í safnaðarheimilinu kl. 10-12. Herdís Storgaard kemur í heimsókn og talar um slysavarnir. Hittumst, kynn- umst, fræðumst. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjón- usta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænarefnum má koma tO sóknar- prests í viðtalstímum hans. Æsku- lýðsstarf á vegum KFUM & K og kirkjunnar kl. 20. Digraneskirkja. Starf aldraðra kl. 11.15. Leikfimi IAK, léttur málsverð- ur, helgistund og samvera. Kl. 17 TTT, 10-12 ára starf, á vegum KFUM og K og Digraneskirkju. Fella- og Hólakirkja. Foreldra- stund kl. 10-12. Kyrrðar- og bæna- stund kl. 12.10-12.25. Organisti kirkjunnar leikur á orgelið frá kl. 12. Þakkar- og bænarefnum má koma til presta og djákna kirkjunnar. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu að lokinni bænastund. Starf fyrir 9-10 ára stúlkur kl. 15-16. Starf fyrir 11- 12 ára stúlkur kl. 16.30-17.30. Æsku- lýðsfélagið fyrir 8. bekk kl. 20-22. Grafarvogskirkja. Opið hús eldri borgara kl. 13.30-16. Kyrrðarstund, handavinna, söngur, spil og spjall. Kaffiveitingar. Kirkjukrakkar í Rimaskóla kl. 18-19 fyrir 7-9 ára börn. KFUK fyrir stúlkur 9-12 ára kl. 18-19. Æskulýðsstarf fyrir ungl- inga 15 ára og eldra kl. 20-22. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 18. Kópavogskirkja. Foreldramorg- unn í safnaðarheimilinu Borgum í dag kl. 10-12. Kyrrðar- og fyrirbæn- astund í dag kl. 12.30. Fyrirbænar- efnum má koma til prests eða kirkju- varðar. Seljakirkja. Mömmumorgnar kl. 10-12. Víðistaðakirkja. Aftansöngur og fyrirbænir kl. 18.30. Opið hús fyrir 8-9 ára börn kl. 17-18.30. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10-12 ára börn í Vonarhöfn, Strandbergi, kl. 17-18.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús kl. 17-18.30 fyrir 7-9 ára börn. Lágafellskirkja. Foreldramorg- unn kl. 9.30-11.30. Umsjón Þórdís og Þuríður. Keflavíkurkirkja. Fjölskyldu- stund í Kirkjulundi kl. 10.30-11.30. Helgistund, fræðsla og samfélag fyr- ir aðstandendur barna undir grunn- skólaaldri. Umsjón Brynja Eiríks- dóttir. Fermingarundirbúningur kl. 13.40-15 íKirkjulundi. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 16.30 kirkjuprakkarar, 7-9 ára krakkar, í spunaleikritum og föndri. Enn er hægt að bæta við börnum. Örfá sæti laus. Grindavíkurkirkja. Foreldra- morgunn kl. 10-12. Borgameskirkja. TTT, tíu-tólf ára starf, alla þriðjudaga kl. 17-18. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.15-19. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Hvammstangakirlga. Æskulýðs- fundur í kvöld kl. 20.30 á prestssetr- inu. Hólaneskirkja Skagaströnd. Kl. 10 mömmumorgunn í félagsheimil- inu Fellaborg. Kl. 16 KFUM og KFUK fyrir börn 9-12 ára. Þorlákskirkja. Mömmumorgnar þriðjudaga kl. 10-12. Frelsið, kristileg miðstöð. Biblíu- skóli í kvöld kl. 20. + Ástkær eiginkona, móðir, dóttir og tengda- dóttir, ANNA MARGRÉT PÉTURSDÓTTIR, Einihlíð 12, Hafnarfirði, sem lést þriðjudaginn 1. febrúar, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju miðviku- daginn 9. febrúar kl. 13.30. Páll Kristjánsson, Kristján Pálsson, Pétur Valdimarsson, Fjóla Gunnarsdóttir, Ása Helgadóttir. + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN MAGNÚSDÓTTIR frá Sjónarhóli, Sandgerði, sem lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, fimmtu- daginn 3. febrúar, verður jarðsungin frá Safnaðarheimilinu, Sandgerði, laugardaginn 12. febrúar kl. 11.00. Anna M. Jónsdóttir, Haukur Guðmundsson, Ásdís Jónsdóttir, Jón B. Sigurðsson, Sigrún J. Jónsdóttir, Hafsteinn Ársælsson, Svanhildur Jónsdóttir, Ragnheiður E. Jónsdóttir, Ingimundur Ingimundarson og fjölskyldur. + Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRDÍS S. GUÐMUNDSDÓTTIR, Droplaugarstöðum, áður Rauðarárstíg 40, verður jarðsungin frá kirkju Óháða safnaðarins í dag, þriðjudaginn 8. febrúar, kl. 15.00. Sæmundur Gunnarsson, Þórunn Jónsdóttir, Sigrún Sæmundsdóttir, Jón Sæmundsson, L. Ýr Sigurðardóttir, Margrét Sæmundsdóttir og barnabarnabörn. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, TORFI SIGURÐSSON frá Bæjum, Grensásvegi 52, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 10. febrúar kl. 13.30. Ragnheiður Torfadóttir, Sigurður Kr. Finnsson, Ingibjörg Sara Torfadóttir, Guðmundur Pálmason, Rún Torfadóttir Smith, Murray Smith. barnabörn og barnabarnabörn. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁGÚST VIGFÚSSON fyrrverandi kennari, dvalarheimilinu Skjóli, verður jarðsunginn frá Áskirkju miðvikudaginn 9. febrúar kl. 13.30. Dóra Ágústsdóttir, Magnús Magnússon, Sveinn Ágústsson, Ursula Ágústsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar . GUÐBORGAR EINARSDÓTTUR, í|pl .. ' yí lengst af til heimilis á Rauðarárstíg 30. Fyrir hönd systkinabarna, Þorsteinn Júlíusson. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við and- lát og útför elskulegs föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, BERGSTEINS SNÆBJÖRNSSONAR, Stekkum 8, Patreksfirði. Sigurður Bergsteinsson, Esther Kristinsdóttir, Lilja Bergsteinsdóttir, Guðni Kolbeinsson, Guðmundur Bergsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Við þökkum innilega öllum, sem auðsýndu okkur samúð og vináttu við fráfall og útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, UNNARJÖNSSONAR, Meðalholti 15, Reykjavík. Starfsfólki elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar deildar A II færum við sérstakar þakkir fyrir umhyggju og alúð í hennar garð. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd aðstandenda, Inge Lydía Jensen.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.