Morgunblaðið - 08.02.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 08.02.2000, Blaðsíða 64
64 ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLKí FRÉTTUM MYNDBOND Irskur nú- tímavestri Óskipulögð glæpastarfsemi (I went down) Sakamálamynd •k-k'k Leikstjóri: Paddy Breathnach. Handrit: Conor McPherson. Kvik- myndataka: Cian De Buitléair. Tónlist: Dario Marianelli. Aðal- • hlutverk: Brendan Gleeson, Peter McDonald, Peter Caffrey (107 mín.) írland 1997. Háskólabíó. Bönnuð börnum yngri en 16 ára. NOKKUÐ lunkin lítil glæpamynd þessi. Svolítið villt og svolítið hrá en umfram allt írsk. Hún skartar í aðal- hlutverkum nokkrum af fremstu leikurum Irlands og þar fer fremstur í flokki hinn mis- fríði og magnaði Brendan Gleeson, sem hefur vakið verðskuldaða at- hygli upp á síðkast- ið. Þótt myndin eigi sér stað vítt og breitt um Irland samtímans svífur yfír vötnum andi vestursins villta. Ekki nóg með að efnistök og framvinda sverji sig í ætt við hina sönnu gömlu vestra heldur veltir myndin og fyrir sér heimspeki þeirra, hollustunni, sæmdinni og trygglyndinu á skemmtilegan hátt. Þrátt fyrir að sjálf sagan sé nokkuð hæggeng verður myndin aldrei langdregin. Til þess sér Gleeson, sem er bráðfyndinn sem klaufskur en brjóstumkennanlegur smá- krimmi. Annað sem gefur myndinni gildi er persónusköpunin. Leikstjór- inn Breathnach gefur sér tíma til að kynna aðalpersónurnar, hvers vegna og hvernig þær álpuðust í svo ógæfu- samlegar aðstæður og hvaða menn þær hafa í raun að geyma. Þetta eru vinnubrögð sem falla vel í kramið. Skarphéðinn Guðmundsson. Ein stór vitleysa ALHEIMSDÁTINN: ENDUR- 'KOMAN (Universal Soldier: The Return) S I* E IV IV U M Y IV I) ★ Leikstjóri: Mic Rodgers. Handrit: John Fasano og William Malone. Kvikmyndataka: Michael A. Benson. Aðalhlutverk: Jean-CIaue Van Damme, Michael Jai White og Heidi Schanz. (93 mín.) Bandaríkin. Skífan, janúar 2000. Bönnuð innan 16 ára. ÞAÐ er í raun lítið hægt að segja um þessa mynd annað en það að hún er augljós formúluframleiðsla í heimskulegri kant- inum. Endurkoma alheimsdátans er sem sagt fram- haldsmynd Al- heimsdátans frá ár- inu 1992 sem skart- aði belgíska vöðva- búntinu Jean-- Claude Van Damme og sænska vöðvatröllinu Dolph Lundgren. Hér tekst belgíska búntið hins vegar á við enn íturvaxnara hörkutól, sem ógnar heimsfriði, þ.e. Michael Jai White úr „Spawn“. Leik- ■Tlir Van Dammes í þessari kvikmynd er reyndar ekki eins afleitur og oft áður og gerir það myndina örlítið þol- anlegri áhorfs. Utan þess er hún ein stór vitleysa, sem er ágætlega útfærð tæknilega séð. Hún hefur allt til að bera sem hún á að hafa, þ.e. hemað- artól, bardagaatriði og spennuatriði á fiektarbúllu. Njóti þeir sem vilja. Heiða Jóhannsdóttir James Whale við tökur á Journey’s End, fyrstu mynd sinni. JAMES WHALE ÞAÐ gerist æ algengara að bíó- myndir fái ekki dreifingu í kvik- myndahúsum hérlendis. Þau urðu t.d. örlög Gods and Monsters (’98), einnar eftirtektarverðustu myndar síðasta árs. Hlaut einróma Iof og vann til fjölda verðlauna. Leikstjór- inn/handritshöfundurinn Bill Con- don fékk Óskar fyrir besta handrit, byggt á áður birtu efni, auk þess vann hún urmul verðlauna á kvik- myndahátíðum úti um allan heim. Þar kom mikið við sögu Ian McKell- en, stórleikarinn breski, sem fer með aðalhlutverk mannsins sem oft er kallaður „faðir skrímslamynd- anna“, leiksljórans James Whale. Hann er til umfjöllunar í dag. Whale er með goðsagnakenndari leikstjórum Hollywood. Ferill hans var skammur, stóð í blóma á Qórða áratugnum. Breskur að ætt og upp- runa og valdi sér gjaman efni og samverkafólk frá heimalandinu. Fágaður stflisti með næmt auga fyrir sjónræna þættinum og furðu- legt skopskyn, að áliti sam- timamanna, a.m.k. Whale tókst oft- ast að gera mikið úr litlu, bæði hvað snerti efni og ekki síður peninga. Bestu verkin hans, sem sum hver eru með þeim athyglisverðustu sem komið hafa frá kvikmyndaborginni, voru gerð fyrir mjög knappt fjár- magn. Whale (1896-1957), fæddist í fá- tæka fjölskyldu námumanna í Dudl- ey, samkvæmt hefðinni var hann kominn niður í kolanámurnar fljót- lega eftir fermingu. Það má segja að fyrri heimsstyijöldin hafí komið þessum fínlega og fágaða lista- manni til hjálpar. Whale var snemma kallaður í herinn og hafði ekki verið lengi á vígstöðvunum í Frakklandi þegar hann var fangað- ur af Þjóðveijum. Sat lengi í fanga- búðum, þar sem hann kynntist leiklistinni, áður hafði hann vakið athygli fyrir ótvíræða hæfileika sem teiknari og málari. Laus úr prísundinni lá leiðin beint á sviðið, fyrst úti á Iands- byggðinni, síðan í London. Nú bætt- ist sviðsmynda- og búningahönnun við leikstörfín, ásamt leikstjórn. Sem slíkur vann hann sinn fyrsta sigur, fyrir sviðsetningu Journey’s End, 1920. Verkið hlaut brautar- gengi og var sett upp á Broadway. Þegar kom að því að kvikmynda það í Hollywood, kom enginn annar til greina en Whale. Áður hafði hann náð sér í örlitla reynslu sem aðstoðarleikstjóri The Love Doctor, (’29), og ennfrekar í sama starfi hjá Howards Hughes við gerð Hell’s Angels, (’30). Journey’s End, (’30), er nánast kvikmyndað leikrit en fékk góða dóma og Universal-kvikmyndaver- ið bauð Whale til Hollywood, hjá þeim gerði hann verkin sem halda nafni hans á lofti. Fyrst lauk hann reyndar við Waterloo Bridge, (’31), Elsa Lancaster og Boris Karloff sem Frankenstein og brúður hans samnefndri mynd. Gloria Stuart (sem tæpum mannsaldri síðar lék eftirminnilega vel í Titanic), ásamt Ernest Thesig- er, í The Old Dark House, sem hrollvekjufræðing- ar setja á hán stall. annað, kvikmyndað sviðsverk, nú tókst mun betur til. Alltént það vel að Whale komst í náðina hjá Carl Laemmle, eiganda kvikmyndavers- ins, sem bauð honum að ráðast næst í Frankenstein. Whale réð þegar vin sinn Colin Clive til að leika titil- hlutverkið og Boris Karloff, bresk- an sviðsleikara til í hlutverk skrímslisins. Vann náið með Danny Hall, hönnuði myndarinnar, og förðunarmeistaranum Jack Pierce. í sameiningu skópu þeir eina fræg- ustu persónu kvikmyndasögunnar. Myndin kostaði sáralítið, en hlaut afburða aðsókn og dóma. Universal græddi á tá og fíngri, Whale var skyndilega orðinn annar tveggja áhrifamestu leikstjóra kvikmynda- versins. (Hinn var John Stahl). Fleiri hrollvekjur fylgdu í kjöl- farið. The Old Dark House, (’32), The Invisible Mna, (33), og The Bride Of Frankenstein, (’35). Að þeim loknum átti Whale aðeins tveim myndum ólokið fyrir Univer- sal; Remember Last Night? (’35), sem sögð er kolsvört gamanmynd, og Show Boat, (’36), íburðarmikil dans- og söngvamynd, í ljósáraQar- lægð frá hrollvekj- ununi sem hann var orðinn frægur fyr- ir. Whale yfírgaf kvikmyndaverið eftir að The Road Back, (’37), var tek- in úr hans höndum, klippt og skorin og endinum breytt, svo útkoman var býsna slæm. Síðar gerði hann tvær búningamyndar; The Great Garrick, (Warner ’37) og The Man With the Iron Mask, (UA ’39). Með henni lauk stuttum, mis- hæðóttum leik- stjóraferli, við tóku hartnær tveir áratugir lítilla umsvifa utan þess sem hann festi gjarnan unga og íturvaxna sveina á léreftið og setti upp verk í leikhús- um. Þunglyndi og ýmis önnur veik- indi leiddu til þess að Whale stytti sér aldur árið 1956. Sjálfsagt hefur samkynhneigðin átt sinn þátt í hörmulegum endalokum þessa hæfíleikamanns, sem alla tíð synti gegn straumnum í kvikmyndaborg- inni og fór hvergi dult með af- brigðilegar hvatir slnar. Whale var einn af fyrstu, nafntoguðu pers- ónum kvikmyndaborgarinnar til að „koma úr skápnum", einsog það var kallað, mörgum árum síðar. Reynd- ist þar mun óttalausari og hrein- skilnari en sjálfsagt fjölmargir samtíðarmenn hans, þ.á m. stórleik- stjórinn George Cukor. Þeim sem vilja kynna sér nánar verk þessa einstaka en ógæfusama frumheija vil ég benda á að neðan- greindar myndir er að fínna í þeim örfáu leigum sem halda uppi heiðri kvikmyndalistarinnar, og hina stór- kostlegu, sjálfsævisögulegu Gods and Monsters, sem þið fáið úti á horni. Stórleikarinn Ian McKelIen fer óaðfinnanlega með ldutverk James Whale í Guðir og skrímsli, „Gods and Monsters". Sígild myndbönd BRÚÐUR FRANKEN STEIN - THE BRIDE OF FRANKEN- STEIN, 1935 ★★★★ Heilsteyptara, betur gert og leikið (einkum aðalkvenhlutverkið), fram- hald Frankenstein. Læknirinn góði (Colin Clive), hyggst nú giftast elsk- unni sinni (Valerie Hobson), enda á skrímslið (Boris Karloff) að vera askan ein í brunarústum myllunnar. Ekki svo vel, það lifír, og áður en langt um líður farið að taka upp fyrri iðju, að skelfa og drepa íbúana - uns það hittir fiðlarann. Annar óður vís- indamaður (Ernest Thesiger), fær Frankenstein til að snúa sér aftur að tilraunastrafseminni og aðstoða sig við að skapa brúði skrímslisins (Elsa Lancaster). Ekki hrollvekjandi í dag, frekar en fyrri myndin, en gneistar af háðsku, stundum snargeggjuðu skopskyni Whales. Ekki síst í at- riðinu með skrímslinu og blinda fið- laranum, sem snertir strengi í brjósti skrímslisins sem einnig lærir að tala, reykja og fá sér í glas. Und- arleg en mögnuð blanda gamans og alvöru, drama, hryllings, ástarævin- týris og spaugs. Omissandi klassík, líkt og hinar myndh-nar tvær. FRANKENSTEIN, 1931 ★ ★★V2 Dr. Henry Frankenstein (Colin Clive), geggjaður visindamaður, leggst á náinn í sjúkrahúsum og sker niður lík óbótamanna niður úr gálg- anum. Úr þessu geðslega hráefni skapar hann skrímsli (Boris Kar- loff), með aðstoð þeirra tíma hátækni og eldinga himinhvolfsins. Til allrar ólukku fær það fyrir mistök, heilabú úr geðsjúkling svo skrattinn er laus er skrímslið sleppur út í frelsið. Frægasta Frankenstein-mynd allra tíma, með furðu góðum brellum og framvindu, en líður nokkuð fyrir af- leitan leik Mae Clark í hlutverki konuefnis vísindamannsins. Annars er frásagnarmáti myndarinnar, sem er gerð við upphaf talmynda, í slíkri ljósárafjarlægð frá nútímanum að samanburður er óréttlætanlegur. Karloff stelur senunni í sinni fyrstu mynd og frægasta hlutverki. Whale gefur óvættinni tilfinningalega dýpt og dregur upp nýja fleti í sköpun mynda af þessu sauðahúsi. ÓSÝNILEGIMAÐURINN - THEINVISIBLE MAN, 1933 ★★★ Vfe Miðað við aldurinn nánast kvik- myndalegt afrek. Brellurnar voru ekki fjölskrúðugar ’33. Engu að síð- ur tekst leikstjóranum að skapa trú- verðuga titilpersónu sem sakh’ mis- lukkaðra tilrauna verður ósýnilegur. í ofanálag fyllist hann mikil- mennskubrjálæði og hyggst leggja undir sig heiminn. Skopskynið er jafnan fyrir hendi og spilar í raun stórt hlutverk, líkt og í öðrum mynd- um Whales. Sýnir hér hvað best hvers hann er megnugur. Þó ekki hafi verið mulið undir hann frekar en endranær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.