Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 38. TBL. 88. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR15. FEBRÚAR 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Blásýrumengað vatn berst í ár Deilt um skaðabætur Búdapest, Belgrad. AFP, AP. FRAMKVÆMDAST J ÓRN Evrópu- sambandsins kvaðst í gær vera reiðu- búin að koma Ungverjum og Rúmen- um til hjálpar vegna blásýru- mengunar sem hefur valdið miklu tjóni á lífríki árinnar Tisza, einnar af þverám Dónár. Framkvæmdastjómin kvaðst ætla að senda æðsta embættismann sinn í umhverfismálum til að meta tjónið. Blásýrumengunin barst í Dóná á sunnudag og nálgaðist Belgrad í gær. Pótt blásýran hefði þynnst út og væri ekki talin banvæn lengur olli mengunin skelfingu í júgóslavnesku höfuðborginni. Yfirvöld lokuðu hreinsunarstöð sem notuð er til að veita vatni úr Dóná í fimm hverfi í borginni. Ungversk yfirvöld sögðust ekki enn hafa metið fjárhagslega tjónið af völdum mengunarinnar en sögðu að lífrxkið í Tisza myndi ekki ná sér fyrr en eftir tíu ár. Serbnesk yfirvöld hafa hótað að höfða mál gegn Rúmeníu fyrir Al- þjóðadómstólnum í Haag vegna tjónsins sem mengunin hefur valdið i Serbíu. Rúmenskur embættismaður sagði að Rúmenar myndu ekki greiða Ungverjum eða Serbum skaðabætur. Stjóm Rúmeníu segir Ungverja og Serba hafa ýkt tjónið af völdum mengunarinnar en kveðst vera til- búin að aðstoða við rannsókn á því hvað olli mengunarslysinu. ■ Sögð „eitra fæðukeðjuna“/30 AP íbúi í bænum Camilla í Georgíu-ríki leitar að munum í rústum heimilis síns sem eyðilagðist í hvirfilvindi í gær. Á nærliggjandi húsum hafa bæði þakplötur og viðarborð á þaki rifnað upp. Drúsar mót- mæla Gólan-hæðum, Jerúsalem. AP, AFP. SEX menn af trúflokki drúsa særð- ust í átökum við ísraelskar öryggis- sveitir í Gólan-hæðum á landamær- um ísraels og Sýrlands í gær. Um það bil 1000 drúsar söfnuðust saman í Gólan-hæðum til að mótmæla her- námi ísraela á hæðunum, sem staðið hefur í 18 ár. Mótmælendur báru kröfuspjöld með slagorðum gegn ísrael og myndum af Hafez al-Assad Sýrlandsforseta. Mannfjöldinn hóf grjótkast að ísraelskum öryggis- vörðum sem svöruðu með því að skjóta gúmmíkúlum á mótmælend- ur. Hinir særðu voru fluttir á sjúkra- hús þar sem gert var að sárum þeirra. Drúsar eru sértrúarhópur sem játar íslam og búa um 17.000 þeirra í Gólan-hæðum. Þeir vilja að hæðun- um verði skilað aftur til Sýrlendinga. AP Ungir drúsar kasta gijóti að ísraelskum öryggissveitum í Gólan-hæðum í gær. Hvirfílvindar valda tjóni og skelfíngu í Georgíu-ríki í Bandaríkjimum Á þriðja tug lést Camilla. AP, Reuters. HVIRFILVINDAR urðu a.m.k. 22 að bana í Georgíu-ríki í suðurhluta Bandaríkjanna snemma á mánudag. Yfir eitt hundrað manna slasaðist þegar vindamir sópuðu burt húsum og öðrum mannvirkjum. Nöturlegt var umhorfs í bænum Camilla í Mitehell-sýslu, sem er um 320 kílómetra suður af höfuðborg ríkisins, Atlanta. Þar ruddi hvirfil- vindur eins konar braut gegnum íbúabyggð í suðurhluta bæjarins og var hún um 8 kílómetrar að lengd. „Það er engu líkara en einhver hafi farið á jarðýtu yfir svæðið,“ sagði sjálfboðaliði sem var við björg- unarstörf í Camilla í gær. Heyrði skerandi óp Johnny Jones, íbúi í bænum, segir að hann hafi heyrt líkt og skerandi óp og síðan hafi hjólhýsi hans verið svipt á hliðina. Hann segist hafa los- að 14 ára gamlan son sinn, sem sat fastur undir þvottavél heimilisins, og saman hafi þeim tekist að skríða út um glugga. Að mati björgunarmanna í Cam- illa má ætla að 50-60 heimili hafi eyðilagst, um 90% þeirra hjólhýsi. Tilkynnt hafði verið um fjórtán látna í Mitchell-sýslu vegna hamfaranna í gærkvöldi að íslenskum tíma en búist var við að sú tala ætti eftir að hækka. Sjö aðrir höfðu á sama tíma fundist látnir í Grady-sýslu og einn í Cojquitt-sýslu. Ibúi að nafni Willie Nelson sagði að hús hans hefði tekist á loft og fok- ið um 300 metra leið áður en það nam staðar. „Ég bað drottin að hjálpa mér,“ sagði Nelson. Vonir um að heimastjórn N-frlands geti senn hafíð störf Bretar og Irar samræma stefnuna Dublin, London. AFP, Reuters. PETER Mandelson, ráðherra í mál- efnum Norður-írlands í bresku rík- isstjóminni, sagðist í gær vongóður um að heimastjórnin á N-írlandi gæti senn hafið störf að nýju. For- sætisráðherra írlands, Bertie Ahem, tók í sama streng og sagði að breska og írska stjórnin hefðu komið sér saman um stefnu til að leiða frið- arferlið á N-írlandi út úr þeim ógöngum sem það virtist hafa ratað í. Mandelson viðurkenndi í gær að ágreiningur hefði verið milli Breta og íra vegna málsins en ákvörðun stjórnanna um samræmda stefnu sýnir að hann hefur ekki rist djúpt. Vonir um varanlegan frið á Norð- ur-írlandi dofnuðu í síðustu viku vegna tregðu írska lýðveldishersins (IRA) við að afhenda vopn sín eins og friðarsamkomulag frá 1998 gerir ráð fyrir. Deila um framkvæmd samkomulagsins leiddi til þess að tveggja mánaða gömul heimastjóm á N-Irlandi var í síðustu viku leyst frá störfum og völd hennar flutt til Lundúna að nýju. Ahern sagði við fréttamenn í gær að allar aðgerðir stjórnvalda myndu miða að því að valdastofnanir í héraðinu gætu orðið virkar á ný. „Ég átti samræður við Tony Blair [forsætisráðherra Bretlands] um síðustu helgi og aftur í morgun. Við höfum komið okkur saman um stefnu í málinu og munum fram- fylgja henni í þessari viku,“ sagði írski forsætisráðherrann. Yfirlýsingar IRA góðs viti Mandelson sagði í gær að yfirlýs- ingar IRA frá því á föstudagskvöld, þar sem lýst var vilja til að hefja af- vopnun, væra góðs viti og bentu til þess að liðsmönnum lýðveldishers- ins væri að þessu sinni alvara. „Ef skilaboðin merkja það sem þau virð- ast merkja, gæti þetta verið fyrsta merkið um að IRA sé, þegar öllu er á botninn hvolft, reiðubúinn að láta vopn sín af hendi í eitt skipti fyrir öll,“ sagði Mandelson. Fyrirheit IRA vora gefin í skýrslu sem nefnd undir forsæti John de Chastelain, fyrrverandi kanadísks herforingja, birti á föstudagskvöld. De Chastelain hefur stýrt starfi nefndar sem falið var að hafa um- sjón með afvopnun deiluaðila á N- Irlandi. í gærkvöldi hitti Mandelson írska utanríkisráðherrann, Brian Cowen, að máli til að ræða framhald málsins. TENNESSEE/ N-KAROLINA ALAj BAWllí ©Atlanta GEORGÍA SUÐUR- . KARÓLÍNA ) Mitchell- Tjft. sýs/a /sýsjg Camilla—Í í "V—■ Colguitt- \ syslc '—y sýsla Atlants- ■f haf 100 krií' FLORIDA Flugbanni aflétt Brussel. AP, Reuters. UTANRÍKISRÁÐHERRAR Evrópusambandsríkja ákváðu á fundi sínum í Brassel í gær að aflétta flugbanni á Serbíu næstu sex mánuði. Flugbann hefur verið í gildi frá því í sept- ember 1998 vegna stefnu serb- neskra stjórnvalda í Kosovo- héraði. Bannið náði upphaflega til sambandsríkisins Júgóslavíu alls en var aflétt af Svartfjalla- landi á síðasta ári. Akvörðunin var tekin vegna óska stjómarandstöðunnar í Serbíu, sem hefur haldið því fram að flugbannið hafi skaðað almenning meira en stjórnvöld. Um 800 serbneskum stjórn- málamönnum, hermönnum og lögreglumönnum verður eftir sem áður meinað að ferðast til ESB-ríkja. ■ Solana biður/32 MORGUNBLAÐIÐ 15. FEBRÚAR 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.