Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 39
38 ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2000 39 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakurhf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. GÓÐÆRIÐ ÖLLUM TIL HANDA RAUÐI kross Islands hefur látið gera kjarakönnun meðal landsmanna um stöðu þeirra, sem minnst mega sín, í þjóðfélaginu. Bilið milli fátækra og þeirra sem betur mega sín hefur orðið sýnilegra að undanförnu og sífellt fleiri hafa þurft að leita aðstoðar stofnana, sem láta sig varða afkomu- möguleika minnihlutahópa í þjóðfélaginu, til þess að geta fleytt fram lífinu. Það er sárt til þess að vita að góðæri síðast- liðinna ára skuli hafa gengið hjá garði sumra Islendinga. Fram kom í máli framkvæmdastjóra RKI, að í miðju góð- ærinu sé að finna vítahring fátæktar og einsemdar sem verði að bregðast við. Ákveðnir hópar bótaþega og láglaunafólks búa við svo þröngan kost að hægt er að tala um fátækt. Þessir hópar eru lágtekjufólk og styrkþegar, geðfatlaðir, einstæð- ingar og ákveðinn hópur barna og unglinga. Félagslegir erf- iðleikar eru oft fylgifiskar bágrar efnahagsstöðu og þótt flokkarnir innan þessa hóps séu ólíkir er athyglisvert, að þeir eiga þó það sameiginlegt að kjör þeirra eru að mestu leyti ákveðin af hinu opinbera. I raun er það talsverður áfellisdómur, að niðurstöður slíkrar könnunar skuli sýna það, að þeir aðilar, sem erfiðast eiga uppdráttar í þjóðfélaginu, séu einmitt þeir, sem ríkis- valdið hefur tekið upp á sína arma. Athyglisvert er þó, að aðeins 4% aldraðra búa við bág kjör. Þetta er hópur, sem nefndur er ellilífeyrisþegar, sem hefur lítinn sem engan lífeyri og á engar eignir. Almennt hafa flest- ir í hópi aldraðra viðunandi kjör, en lítill en vel merkjanlegur hópur býr við bág kjör. Þetta fólk þarf mjög svo að velta fyrir sér fjármálunum, svo að það eigi fyrir lífsnauðsynjum frá degi til dags. Stéttaskipting meðal aldraðra virðist og vera nokkur hvað efnalega afkomu varðar. Eldri hlutinn virðist í flestum tilfellum eiga eigið húsnæði, en mun færri hlutfalls- lega meðal hinna yngri. Þá kemur og fram, að annar hópur býr við mjög bág kjör. 31% ungra, ómenntaðra og einstseðra mæðra býr við kjör undir fátæktarmörkum. Fjárhagsstaða fólks í láglauna- störfum er og almennt slæm og ekki sízt sé fyrirvinnan ein og kvenkyns og geti lítt bætt við sig aukastörfum vegna barna. Atvinnuleysi er nokkuð algengt innan þessa hóps og konurn- ar lenda oft í félagslegum og efnahagslegum vítahring, sem erfitt getur reynzt að rjúfa. Menntunarleysi hamlar því oft að þessar konur geti fengið betur launuð störf, en menntun « kostar aukið fé og skapar aukna þörf fyrir barnagæzlu. Samsetning þjóðfélagsins hefur breytzt mikið á síðustu ár- um. Láglaunahóparnir voru á árum áður mjög fjölmennir, mynduðu hinn mikla massa í undirstöðum þjóðfélagspíram- ítans, sem nú virðist hafa steypt stömpum, þ.e.a.s. undir- staða píramítans, þar sem áður var hinn breiði massi lág- launafólks er nú tiltölulega fámennur hópur og á sér þar af leiðandi fáa sem enga málsvara. Fjöldinn virðist hins vegar vera kominn í eins konar millistétt, þar sem menn hafa mannsæmandi laun, una glaðir við sitt, en huga ekki að hin- um fáu, sem sitja eftir og eiga vart nóg til að standa undir helztu lífsnauðsynjum. Þessi sama þróun hefur, að því er kannanir sýna, einnig átt sér stað í Bretlandi og af þeim sök- um hefur brezki Verkamannaflokkurinn breytzt í e.k. milli- stéttarflokk, enda eru atkvæðin fremur þar en meðal verka- fólks. Þetta er sú ófagra mynd sem við okkur blasir í dag og í raun er það til mikils vanza að á Islandi nú á dögum skuli vera til fólk sem líður skort. Þegar skrifað var undir kjara- samninga í febrúar 1995 var rætt um það að efnahagsbatinn ætti fyrst og fremst að renna til láglaunafólksins. Ríkis- stjórnin, forysta vinnuveitenda og verkalýðshreyfingar voru sammála þessu og margítrekuðu að kjarabætur til láglauna- fólks ættu að hafa algjöran forgang. I leiðara Morgunblaðs- ins, sem birtist 22. febrúar 1995 eða fyrir nær fimm árum, sagði: „Nú hefur orðið ofan á að nýta aukinn hagvöxt, sem spáð er á næstu tveimur árum, til að bæta stöðu þeirra verst settu í þjóðfélaginu. Það er lofsvert af forystu verkalýðssam- takanna að standa fast á þessari stefnumörkun, því hags- munir eru misjafnir innan hreyfingarinnar og margir orðnir langeygir eftir kjarabótum. Fyrir láglaunafólk og reyndar landsmenn alla skiptir höfuðmáli, að samningarnir eru ekki taldir hleypa verðbólgu af stað á nýjan leik.“ En hvað fór úrskeiðis? Þegar svo miklar væntingar voru fyrir fimm árum hefði maður mátt ætla að niðurstaða í könn- un RKI yrði önnur nú. Kjarasamningar fara í hönd á nýjan leik og það er skylda stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins að reyna nú enn einu sinni að taka á vanda þess fólks, sem býr við fátækt og getur vart litið glaðan dag af áhyggjum af daglegu lífsviðurværi. Nú á dögum er ekki hægt fyrir jafn- ríka þjóð og okkur Islendinga að una slíku þjóðfélagsástandi. Það eru hagsmunir allra, að slíku ástandi verði eytt sem allra allra fyrst. Fjölsótt atvinnumálaráðstefna Landsbankans á Egilsstöðum Tækifærin eru fyrir hendi á Austurlandi Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Hátt í 80 manns mættu til atvinnumálaráðstefnu Landsbankans á Austurlandi, sem haldin var á Egilsstöðum. Austfírðingar hafa tæki- færi til sóknar. Þar eru góðar aðstæður í ýmsum atvinnugremum og gott fyrir fólk að búa. Hins vegar þarf að efla kynn- ingar- og markaðsstarf. Þetta var meðal þess sem fram kom á atvinnu- málaráðstefnu Lands- bankans á Austurlandi en Helgi Bjarnason ✓ fylgdist með henni. Al- ver var ekki á dagskrá en var þó ofarlega í huga fundarmanna. FARIÐ var vítt yfir sviðið á fjölmennri ráðstefnu sem Landsbankinn hélt á Egils- stöðum um atvinnulíf á Austurlandi, við upphaf nýrrar aldar. Kristján Einarsson, svæðisstjóri bankans á Austurlandi, sagði í setn- ingarávarpi að Landsbankinn væri mjög tengdur Austfirðingum og hefði mikla hagsmuni af þvi að atvinnu- og mannlíf stæði þar traustum fótum. Gat hann þess að Landsbankinn hefði dregið um 5 milljarða króna inn á svæðið, útlán þar væru um 10 miljjarð- ar á móti um 5 milljarða króna innlán- um. Landsbankinn er með 68-75% markaðshlutdeild í bankaþjónustu á svæðinu. Þokkalegir möguleikar í þekkingariðnaði Lýsti Kristján þeirri skoðun sinni að landsbyggðin væri ekki í stakk búin til að taka við þekkingarfyrirtækjum, þar skorti mannauð og þekkingu. Hvatti hann sérstaklega til þess að markvisst yrði unnið að því að skapa aðstæður fyrir uppbyggingu þekking- ar- og nýsköpunarfyrirtækja enda sýndu rannsóknir að 25% hagvaxtar- ins sköpuðust af nýsköpun. Taldi hann að þetta mætti heimfæra á hagkerfið á Austurlandi. Jóhannes Pálsson sagði frá uppbyggingu og rekstri verkfræð- istofunnar Hönnunar og ráðgjafar á Reyðarfirði og Egilsstöðum sem vaxið hefur úr tveggja manna fyrirtæki í 20 manna vinnustað á áratug. Meginboð- skapur Jóhannesar var sá að menn yrðu að þora að fara út í eitthvað nýtt, annars gerðist ekkert. Þorkell Sigurlaugsson, fram- kvæmdastjóri þróunarsviðs Eim- skipafélags Islands, sagði að Austfirð- ingar ættu að hafa þokkalega möguleika í þekkingariðnaðinum. Menn þyrftu að hafa þor og hugarflug til að leita samstarfs um verkefni, til dæmis við aðila á höfuð- borgarsvæðinu. Taldi Þorkell mikilvægt að byggja upp þekkmgarset- ur í fjórðungnum. Fram kom hjá Kristjáni Einarssyni að könnun meðal stjóm- enda lítilla og meðalstórra fyrirtækja benti til að fjárskortur hamlaði ekki starfseminni. Hann lagði jafnframt áherslu á að krafan um arðsemi yrði í öllum tilvikum að vera hvati fjárfest- ingar. Úlfar Steindórsson, fram- kvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs at- vinnulífsins, lagði einnig áherslu á að arðsemi væri lykilatriðið við ákvörðun um að hefja atvinnustarfsemi. Enginn tilgangur væri með því að hefjast handa á öðrum forsendum, eins og til dæmis þeim að þörf væri á að búa til störf í sveitarfélaginu. Ef fjárfestingin skilaði ekki arði væri aðeins verið að búa til störf tímabundið. Úlfar sagði frá starfsemi Nýsköpunarsjóðs. Sagði hann að þótt sjóðurinn væri fyrir land- ið allt væri áberandi hvað mikill meiri- hluti umsókna um lán og styrki væri af höfuðborgarsvæðinu. Taldi hann það benda til þess að sjóðurinn þyrfti að veita meiri þjónustu úti á landi. Þróuð smásamfélög Gunnar Vignisson, framkvæmda- stjóri Þróunarstofu Austurlands, lýsti þeirri skoðun sinni að Austurland ætti sér mikla framtíðarmöguleika. Sagði hann að atvinnuþróun snerist ekki síst um fólk og það sækti í góð samfélög. Taldi Gunnar að bæjarfélögin á Aust- urlandi væru með þróuðustu smásam- félögum í heiminum, atvinnulíf væri fjölbreytt og þjónusta góð, landkostir góðir og innviðir samfélagsins í heild sterkir. Guðmundur Bjamason, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, sagði að oft væri mik- ill þrýstingur á sveitarstjórnir að koma að lausn atvinnuvanda þegar á bjátaði hjá fyrirtækjum. Sagði hann frá lagaumhverfinu og túlkun á heim- ildum sveitarstjórna til slíks. Lýsti Guðmundur þeirri skoðun sinni að sveitarstjómirnar ættu ekki að vera beinir þátttakendur í atvinnurekstri. Þau ættu hins vegar að skapa fyrir- tækjunum og fólkinu sem bestar að- stæður til að blómstra enda væri það mikilvægt fyrir fjárhag sveitarfélag- anna að fyrirtækin greiddu íbúunum há laun. Hann rifjaði það upp að með niðurfellingu aðstöðugjalds minnkuðu tengsl sveitarfélaganna við atvinnulíf- ið og taldi mikilvægt að þeim tengsl- um yrði aftur komið á við yfirstand- andi endurskoðun á tekjustofnum þeirra, til dæmis með hlutdeild sveit- arfélaga í tekjuskatti eða tryggingagjaldi. Loks sagði Guðmundur mikil- vægt að sveitarfélögin efldust til þess að þau gætu verið íyrirtækjunum góð- ir bakhjarlar og sagðist reikna með áframhaldandi sameiningu sveitarfé- laga á Austurlandi þannig að þau yrðu 4 til 5 eftir 10 eða 15 ár. Af þessu tilefni sagði Kristján Einarsson að ef Aust- firðingar stæðu ekki saman ætti fjórð- ungurinn sér ekki viðreisnar von í framtíðinni. Þorkell Sigurlaugsson hvatti til þess að hin einstöku svæði Austur- lands tengdust nánari böndum þannig að þau nytu hagkvæmni stærðarinnar. Hann sagði að Austurland þyrfti að eignast sameiginlega framtíðarsýn. Tækifærin væru fyrir hendi. Ólík staða sjávarútvegs og landbún- aðar kom skýrt fram í erindum á fund- inum. Björgólfur Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað, rakti þróun sjávarút- vegsins á undaniomum árum, meðal annars á Austurlandi. Sagði að þar væru nú öflug fyrirtæki á hlutabréfa- markaði en einnig fjölskylduíyrirtæki sem farið hefðu aðrar leiðir. Sterkir aðilar annars staðar af landinu hefðu komið inn í fyrirtækin. Taldi hann að íyrirtækin myndu stækka og þeim fækka. Sjávarútvegsfyrirtækin á Austurlandi væru öflug í veiðum og vinnslu uppsjávarfiska og þar væri að finna öflugustu fyrirtæki landsins á því sviði. Bjóst hann við að svo yrði áfram. Þar væri öflug rækju- og hum- arvinnsla og framhaldsvinnsla á síld. Hins vegar hefði verið lítil þróun í bol- fiskvinnslu og hefði kvóti botnfiskteg- unda minnkað á meðan fyrirtækin hefðu aukið hlut sinn í kvóta uppsjáv- arfiska. Taldi Björgólfur að fyririækin myndu efla bolfiskvinnslu sína í fram- tíðinni. í umfjöllun um framtíðarhorfur sagði Björgólfur að sú óvissa sem staf- aði af umræðum um framtíð kvóta- kerfisins væri versti óvinur sjávar- útvgsfyrirtækjanna. Sagðist hann vilja gefa sér að kerfið yrði óbreytt, eða að minnsta kosti að settar verði skýrar reglur til langs tíma. Sauðfjárrækt er aðalgreinin í land- búnaði á Austurlandi. Ingi Már Aðal- steinsson, kaupfélagsstjóri Kaupfé- lags Héraðsbúa, sagði að framleiðslan í Múlasýslum hefði numið um 1040 tonnum á árinu 1998. Fram kom hjá fundarmanni að það er svipað magn og bleikjueld- isstöð í Kelduhverfi fram- leiðir á ári. Vakti Ingi Már athygli á miklum sam- drætti í neyslu kindakjöts og reiknaði með því að neyslan myndi áfram minnka um 1-2% á ári. Aust- firðingar framleiddu hins vegar lítið af þeim kjöttegundum sem komið hefðu í staðinn, svína- og alifuglakjöti. Ingi Már sagði að kaupendur land- búnaðarafurða væru fáir og öflugir en seljendur of margir þannig að kaup- endumir hefðu völdin í þeim viðskipt- um. Sagðist hann búast við að slátur- húsum og kjötiðnaðarfyrirtækjum mundi halda áfram að fækka og þau myndu stækka og að einingar í mjólk- urframleiðslu myndu einnig stækka, og visaði í því efni til þróunarinnar í öðrum atvinnugreinum, svo sem verslun og sjávarútvegi. Ingi Már taldi að bann við framsali framleiðslu- réttar í sauðfjárframleiðslu hamlaði þróun í greininni og stæði henni fyrir þrifum. Þorkell Sigurlaugsson taldi að miklir möguleikar væru í ferðaþjón- ustu á Austurlandi og lagði til að mikil áhersla yrði lögð á hana. Gunnar Vignisson vakti athygli á því að fjár- fest hefði verið fyrir 150 til 200 mil- ljónir kr. á ári í ferðaþjónustu á und- anfornum 4 til 5 árum, og væru þá aðeins reiknaðar fjárfestingar stærstu aðilanna. Vakti Þorkell at- hygli á áhugaverðum tengingum í ferðamálum milli Norður- og Austur- lands en sagði að það vantaði frum- kvöðla í afþreyingarþjónustu sem vekti athygli hérlendis og erlendis. Ingi Már Aðalsteinsson sagði frá þróuninni í verslun á svæðinu. Taldi hann að viðvarandi fólksfækkun væri ógnun við verslun á Austurlandi, einn- ig aukin samkeppni í sölu matvara á Netinu og í sjónvarpi. Á móti gætu skapast ný tækifæri, til dæmis með því að taka greiðsluþjónustu, póst- þjónustu, bjór- og vínsölu og lyfsölu inn í verslanimar og taka þátt í sölu á Netinu. Sagði hann að ýmis ný tæki- færi gætu gefist í framtíðinni. Horft til álvers Lítið var minnst á Fljótsdalsvirkj- un og álver í Reyðarfirði í framsögu- erindum enda höfðu framsögumenn verið beðnir um að halda þeim hugs- anlegu möguleikum sem mest fyrir utan erindi sín, athyglin ætti að bein- ast að öðru á þessum fundi. Fram kom í pallborðsumræðum að stór hluti vinnuaflsins á Austurlandi væri ekki fagmenntaður og að það bráðvantaði betri störf fyrir þetta fólk. Horft væri til álvers í því sambandi. í lok fundarins hvatti Gísli Jóna- tansson, kaupfélagsstjóri á Fáskrúðs- firði, eindregið til þess að vel yrði ýtt á eftir vinnu við undirbúning að álveri í Reyðarfirði. Lýsti hann þeirri skoðun sinni að það væri brýnasta mál fjórð- ungsins og að það hefði áhrif á allt annað, stuðlaði að samgöngubótum og stækkun sveitarfélaga og að allt at- vinnu- og mannlíf myndi blómstra í kjölfarið. Tíminn er naumur, sagði Gísli, fólksflóttinn er svo mikill að við verðum að nýta fyrsta tækifærið sem okkur gefst. 4- Vantar sam- eiginlega framtíðarsýn Brýnasta hagsmunamál fjórðungsins Kveðjuheimsókn fráfarandi yfírmanns Evrópuherstjórnar NATO Breytingar hagga ekki öryggisskuld- bindingum Wesley K. Clark, yfírmaður Evrópuher- stjórnar Atlantshafsbandalagsins, kom í stutta kveðjuheimsókn til Islands í gær og átti fund með forsætisráðherra og utanríkis- ráðherra. I samtali við Auðun Arnórsson seg- ist Clark bjartsýnn á framtíð bandalagsins. Morgunblaðið/Þorkell Wesley K. Clark, fráfarandi yfírmaður Evrópuherstjórnar NATO, ásamt Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra og Davíð Oddssyni forsætisráð- herra í Ráðherrabústaðnum í gær. ISLAND er mikils metið aðildar- ríki bandalagsins og öryggis- skuldbindingar þess munu standa óhaggaðar," segir Wes- ley Clark um það breytingaferli sem nú er í gangi og miðar að því að efla Evrópustoð NATO. „Það sem er verið að ræða er hvernig þáttur Evrópu- ríkjanna í uppbyggingu NATO skal styrktur. Að sjálfsögðu mun ísland, sem fullgildur aðili að bandalaginu, þurfa að skoða þessar tillögur vand- lega, og að sjálfsögðu taka þátt í um- ræðum um þær eins og við á,“ segir Clark. „Öryggishagsmunir íslands eru mikilvægir. Mér finnst þess vegna gott til þess að vita að íslenzk stjórnvöld leggi áherzlu á þetta mál.“ Uppspretta vandans er Milosevic Um ástandið í Kosovo segist Clark telja að aðildarþjóðirnar geri sér grein fyrir því, að það sé betra, mann- úðlegra og þegar allt kemur til alls ódýrara að halda úti nægilega sterku landherliði í Kosovo en að leyfa ásta- ndinu að fara úr böndunum og horfa upp á þjóðernishreinsanir og viðlíka voðaverk eiga sér stað eins og raunin varð í fyrra. „Ég tel að í kjölfar hern- aðarátaksins á síðasta ári séu þjóðir heims farnar að gera sér æ betur grein fyrir að uppspretta alls þessa sé [Slobodan] Milosevic Júgó- slavíuforseti. Og lausnin er lýðræði í Belgrad," segir Clark. Undanfarna daga hefur verið heitt í kolunum í bænum Kosovska Mitro- vica, þar sem friðargæzluliðar NATO hafa staðið í ströngu við að koma í veg fyrir blóðug átök milli kosovo-al- banskra og serbneskra íbúa bæjarins. Um þetta segir Clark að mikilvægt sé að hafa í huga að mjög sterkar tilfmn- ingar stjórni gerðum anzi margra íbúa Kosovo. „Við verðum að halda okkar striki við að byggja upp stjómsýslu sam- kvæmt áætlun Sameinuðu þjóðanna, styrkja lögreglulið heimamanna og senda meira alþjóðlegt lögregluhð á svæðið til að koma á lögum og reglu og skilvirku réttarkerfi. Með þessu verður öryggi óbreyttra borgara bætt,“ segir Clark. „Ég held að yfirgnæfandi meiri- hluti íbúa Kosovo vilji ekkert frekar en að geta einfaldlega lifa sínu lífi í friði. Það er lítill minnihluti öfga- manna bæði meðal Kosovo-Albana og Serba. Og það er engum vafa undir- orpið að meðal Kosovo-AIbana er sumum sérstaklega heitt í hamsi vegna þeirrar undirokunar sem þeir þurftu að þola af hendi Serba,“ segir Clark. Hins vegar verði allir íbúar héraðsins að gera sér grein fyrir að NATO og aðrar stofnanir alþjóðasam- félagsins komu á friði í Kosovo til að binda enda á þjóðernishreinsanir. Clark segir enga varanlega lausn á Kosovo-málinu mögulega nema sem hluta heildarlausnar fyrir allt Balk- ansvæðið. „Við verðum að halda áfram og þrýsta á um varanlega póli- tíska lausn. Slík pólitísk lausn gengur að sjálfsögðu ekki upp nema sem liður í stærri lausn sem nær til alls svæðis- ins. Því verða lýðræðisumbætur í Belgrad að vera forgangsmarkmið al- þjóðasamfélagsins,“ segir Clark. Fráhvarf Milosevics frá völdum og að hann verði dreginn fyrir dómstól í Haag til að svara til saka fyrir glæpi sína sé grundvallarforsenda varan- legrar lausnar. „Það skilja það allir að hjá honum liggur uppspretta vandans og lykillinn að lausn hans einnig,“ fullyrðir Clark. Stoltur af árangrinum Á meðan á loftárásum NATO stóð og í framhaldinu var nokkuð deilt um það, ekki sízt í NATO-ríkjunum sjálf- um, hversu vel þess hefði verið gætt að valda ekki ótilætluðu tjóni og mannfalli meðal óbreyttra borgara. Spurður um slíka gagnrýni segist Clark vera mjög ánægður með þann árangur sem NATO náði með loftár- ásunum. „Það mikilvæga er að banda- lagið virkaði og við náðum okkar markmiði. Það er það sem skiptir langmestu máh.“ Hann segist sjálfur hafa átt þátt í að velja hvert einasta skotmark sem ráðizt var á og hann hefði farið yfir og metið útkomuna úr öllum loftárásun- um. „Ég er sannfærður um að flug- menn okkar gerðu allt sem þeim var unnt til að forðast ótilætlað tjón. Að þessu sögðu verður að segjast að þetta voru hernaðarátök. Slík valda óþjákvæmilega mannfalli og tjóni. Og það má ekki gleyma því að andstæð- ingurinn, Serbar, gerði okkur erfitt fyrir með því meðal annars að koma hergögnum fyrir mitt í byggð óbreyttra borgara. Við gerðum allt sem mögulegt var til að afstýra óti- lætluðu tjóni og ég tel okkur geta ver- ið stolta af árangrinum," segir Clark, og bætir við: „Vissulega ber að harma allt það tjón sem óbreyttir borgarar verða fyrir í slíkum átökum, en í sögu- legum samanburði er ekki hægt að segja annað en að vel hafi tekizt til.“ Fyrst eftir að Rússar hófu stríðs- rekstur gegn skæruliðum í Tsjetsjníu heyrðust þær raddir í fjölmiðlum sem töldu mögulegt að bera Tsjetsjníu- herför Rússa saman við Kosovo-her- för NATO. Þessu vísar Clark á bug. Ekki sambærilegt stríðsrekstrinum í Tsjetsjníu „Ríki Evrópu og Norður-Ameríku hafa fordæmt þær aðferðir sem Rúss- ar beita í hemaðinum í Tsjetsjníu og hafa skorað á Rússa að leita frekar pólitískrar lausnar á ástandinu þar. Við á Vesturlöndum hefðum ábyggi- lega ekki tekið á vanda á borð við þann sem við var að etja í Tsjetsjníu með viðlíka hætti og Rússar hafa gert,“ segir Clark. Hann segist telja að eðh NATO sem bandalags lýðræð- isþjóða sem leggi sig fram um að hafa alþjóðalög í heiðri sé vel þekkt. „í hemaði fer bandalagið eftir gildandi reglum um að beina spjótum sínum aðeins að hernaðarlega mikilvægum skotmörkum og gerir sitt ýtrasta til að forðast að valda óbreyttum borg- urum skaða. Sá skaði sem óbreyttir borgarar urðu fyrir í loftherför NATO í Kosovo vom afleiðingar þess óhjákvæmilega harmleiks sem öll stríðsátök hafa í fór með sér, þrátt fyrir að bókstaflega allt hafi verið reynt - meira en í nokkurri annarri herför sögunnar - til að forða mann- falli meðal óbreyttra borgara og öðr- um ótilætluðum skaða,“ fullyrðir Clark, og bætir við: „Samkvæmt þeim upplýsingum sem mér hafa borizt sýnast mér slíkar leikreglur ekki hafðar í heiðri í stríðsrekstri Rússa í Tsjetsjníu." Tengsl NATO við Rússland komust í nokkuð uppnám í kringum Kosovo- stríðið. Aðspurður segist Clark þó viss um að þessi tengsl muni eflast á ný. „Ég tel víst að Rússar muni leita eftir því að viðhalda sterkum tengsl- um við NATO, því að það samræmist þeirra eigin hagsmunum. Rússar munu að mínu viti gera það sem er þeim sjálfum í hag,“ segir hann. Meginverkefnin framundan En hver eru þá mikilvægustu verk- - efnin sem NATO stendur frammi fyr- ir nú á aldamótaárinu? Clark segir þau í megindráttum eftirfarandi. „Við verðum að fylgja eftir verkefn- um okkar á Balkanskaga, bæði í Kosovo og í Bosníu, og ljúka þeim með árangursríkum hætti. Við verðum að halda áfram að vinna að því að uppfylla væntingar að- ildarríkjanna til bandalagsins - Evrópuríkin vilja styrkja Evrópustoð bandalagsins og að sú þróun njóti skilnings hinum megin Atlantshafsins - vestan hafsins er vilji til þess að bandamennirnir austan þess sýni hugsanlegri uppsetningu eldflauga- varnarkerfis í Bandaríkjunum skiln- ing og stuðning. Loks verður bandalagið að vinna af einlægni að því að mæta öryggisþörf- um væntanlegra nýrra aðildarríkja í Austur-Evrópu en jafnhliða því taka tillit til sjónarmiða Rússa í öryggis- málum, svo að okkur takist að ná fram raunverulegum umbótum á ör- yggismálum í Evrópu og endum ekki uppi með að búa til nýjar klofningslín- ur í álfunni,“ segir Clark, sem lætur af störfum sem yfirmaður Evrópuher- afla NATO í apríl. Arftaki Clarks í hemaðarhöfuðstöðvum NATO í Mons í Belgíu verður bandaríski flughers- höfðinginn Joseph Rawlston. Þakka^i fyrir stuðn- ing Islands við Kosovo-aðgerðirnar EFTIR viðræður við Davið Oddsson forsætisráðherra og Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra í Ráð- herrabústaðnum í Reykjavík í gær- morgun þakkaði Clark á blaðamannafundi ríkisstjórn íslands fyrir dyggan stuðning við aðgerðir NATO í Kosovo-héraði, bæði á með- an á lofthemaðinum gegn Júgóslavíu stóð sem og þeim aðgerðum sem fylgt hafa í kjölfarið. „Þetta er nokk- uð sem við allir sem berum ein- kennisbúning höfum á tilfinningunni; við vissum að þegar í hart færi mynd- um við geta treyst á stuðning þessar- ar ríkissljórnar og við erum mjög þakklátir fyrir það,“ sagði Clark. Clark tók einnig fram að yfírstjórn NATO væri þakklát fyrir áframhald- andi stuðning íslenzkra stjórnvalda við þær aðgerðir sem nú standa yfir á vegum bandalagsins í Kosovo, þ.e. friðargæzlu- og uppbyggingarstarf. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði ríkisstjórn íslands vera þakk- láta Clark fyrir starf hans í þágu NATO. „Á mjög erfiðum tímum í sögu bandalagsins skilaði Clark hershöfðingi mjög góðu starfi og fyr- ir þetta þökkum við honum og óskum honum alls hins bezta," sagði Davíð. Aðspurður sagði Clark þær breyt- ingar sem í undirbúningi eru á skipu- lagi varnarmála í Evrópu hafa borið á góma. „Við ræddum mikilvægi þessarar þróunar, sem miðar að því að styrkja Evrópustoð NATO, og þær mikilvægu skuldbindingar sem öll aðildarríkin leggja á sig í því skyni að viðhalda þeim styrk sem NATO býr yfir sem bandalag þjóða báðum megin Atlantshafsins," segir Clark. Evrópusambandslöndin í NATO hafa ákveðið að láta Vestur- Evrópusambandið (VES) renna inn í Evrópusambandið sjálft en þetta er liður í styrkingu sameiginlegrar ut- anrlkis- og öryggismálastefnu ESB. Davíð Oddsson bætti við, að hers- höfðinginn hefði sýnt góðan skilning á þeim sjónarmiðum sem séu ríkjandi meðal íslendinga í þessu sambandi. „Þau snúa aðallega að því að tryggja tengslin yfir Atlant shafið en jafn- framt að ákvarðanatökuferlið sé með þeim hætti að þau ríki sem eru í NATO en ekki í Evrópusambandinu fái að taka fullan þátt f því,“ segir forsætisráðherra. „Við teljum að það sé verið að vinna að lausn sem okkur þykir ákjósanleg. Það eru komnar fram tillögur frá Portúgal sem okkur þykja ganga aðeins í okkar átt,“ seg- ir Davíð. Halldór Ásgrímsson segir það munu koma betur í Ijós á næstu vik- um og mánuðum hvernig þessu ferli miðar, en að hans sögn sést að það „hreyfist í rétta átt“. „Það er mikil- vægt að það sem við höfum byggt upp á undanförnum áratugum haldi gildi sínu, byggt á þeim trausta grundvelli sem Atlantshafsbandalag- ið hefur, en auðvitað er það líka mik- ilvægt að Evrópulöndin komi í meiri mæli inn f þessa mynd. Samkvæmt þeim tillögum sem núna eru uppi á borðinu er gert ráð fyrir fullri þátt- töku okkar, en það á eftir að útfæra þær betur,“ sagði utanríkisráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.