Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Louis Bardollet, nýr sendiherra Frakklands á Islandi Einungis jákvæðar hliðar á samskiptum ríkjanna Louis Bardollet ásamt eiginkonu sinni Michéle i boði sem haldið var til að fagna komu nýs sendiherra Frakklands. Louis Bardollet er nýr sendiherra Frakklands á Islandi. Steingrímur Sigurgeirsson komst að því að þetta er annar sendiherra Frakklands á Islandi, sem fæddur er í smábænum Cirey í Búrgundarhéraði. NÝR sendiherra Frakklands, Louis Bardollet, afhenti trúnaðarbéf sitt á Bessastöðum í síðustu viku. Bardoll- et er 58 ára gamall og hefur starfað í frönsku utanríkisþjónustunni frá ár- inu 1968. Áður hafði hann lokið námi í austurlenskum tungumálum, með áherslu á kínversku og kóresku. Hann hefur starfað í Austurlönd- um fjær stóran hluta ferilsins, m.a. í Taflandi, Hong Kong, Laos, Kambó- díu og Suður-Kóreu. Nú síðast gegndi hann embætti sendiherra í Brunei. Aðspurður hvort það séu ekki mikil umskipti að taka við stöðu á íslandi segir Bardollet að svo sé vissulega, en ekki megi gleyma því að hann hafi einnig verið aðalræðis- maður Frakklands í Edmonton í Kanada um fjögurra ára skeið. Þar hafí hann kynnst hinum kanadíska vetri sem sé mun harkalegri en sá íslenski. Hann hafi ferðast víða um Kanada starfs síns vegna og m.a. nær alla leið upp að Norðurpólnum í eitt skipti. Einnig hafi hann kynnst skammdegi og björtum sumarnótt- um í Kanada. „Þegar mér bauðst sendiherraembættið hugsaði ég um leið til reynslunnar í Kanada. En vissulega eru þetta nokkur um- skipti, jafnt á heimsálfu sem lofts- lagi. Hitabeltisloftslag er hins vegar þreytandi til lengdar. Hér er lofts- lagið vissulega kaldara en jafnframt meira örvandi." Bardollet segir einnig að í þeim ríkjum sem hann hefur starfað í til þessa hafa mál á borð við Evrópum- ál verið flestum fjarlæg. Hér sé því hins vegar öfugt farið. Menningar- lega séð séu Asíuþjóðirnar einnig mjög frábrugðnar hinum evrópsku. íslendingar og Frakkar eigi hins vegar mjög margt sameiginlegt og því eigi hann von á að vera „næstum því eins og heima hjá sér“, meðan á Islandsdvölinni stendur. „Við búum á sama menningarsvæði þegar kem- ur að trúmálum, menningu og tón- list. Það hefur ekki síst vakið athygli mína hversu góðan smekk íslend- ingar hafa í menningarmálum. Það mikla menningarlega framboð sem er í boði vekur aðdáun mína. Nær stöðugt eru í gangi myndlistarsýn- ingar, tónleikar og óperusýningar. Ég leik sjálfur á píanó í frístundum og hef mikinn áhuga á menningar- málum.“ Einstök ímynd íslands Sendiherrann segir að orðstír ís- lands í Frakklandi sé einstakur. Þegar hann hafi sagt fólki frá því að hann væri á leið til starfa í fjarlægu landi á borð við Brunei hafi það yfir- leitt yppt öxlum en er hann hafi nefnt Islandi hafi tekið andköf af hrifningu. „ísland er einstakt land í augum okkar Frakka. Sem dæmi má nefna að einn þekktasti sjón- varpsmaður Frakka, Nicolas Hulot, sem framleiðir þætti þar sem ferð- ast er um framandi svæði um allan heim, var nýlega í sjónvarpsviðtali í tilefni árþúsundamótanna. Þar sagði hann m.a. að heimurinn væri að mestu leyti í skelfilegu ásigkomu- lagi. Hins vegar væru enn 5-10 stað- ir í heiminum er væru nær ósnortn- ir. Einn þeirra staða væri Island. „Það verður stöðugt vinsælla meðal Frakka að nota frí sín í ævintýra- ferðir, þar sem fólk gengur eða hjól- ar. Líklega getur ekkert annað Evrópuríki boðið þessum hóp upp á jafnmikla möguleika og ísland.“ Bardollet segist aðspurður um hverjar áherslur hans verða í starfi að hann búist við að Evrópumálin verði fyrirferðarmikil. Frakkland sé að búa sig undir að taka við for- mennsku í ráðherraráði Evrópu- sambandsins á síðari hluta þessa árs. Þá hafi hann hug á að leggja sitt af mörkum til að reyna að efla við- skipti á milli ríkjanna. Hann segir það ánægjulegt að franskar vörur njóti greinilega vaxandi vinsælda meðal íslendinga og þurfi einungis að líta á þann fjölda Renault- og Peaugot-bifreiða, sem prýði götur Reykjavíkur, því til sönnunar. „Ég tel að franskir framleiðendur eigi að láta meira til sín taka á íslenska markaðnum. Franskur iðnaður hef- ur upp á margt að bjóða, sem ætti að geta nýst íslendingum. Má benda á að Frakkland er í fjórða sæti í heim- inum þegar kemur að útflutningi iðnvarnings." Einnig vonaðist hann til að geta haldið áfram að stuðla að menning- arlegum samskiptum ríkjanna og mætti til dæmis velta því fyrir sér hvort hægt yrði í samvinnu við Is- lendinga að kynna íslenska menn- ingu frekar í Frakklandi. Hvað stjórnmálaleg samskipti ís- lands og Frakklands varðar segir Bardollet að í raun séu engin vanda- mál til staðar. Allar hliðar hinna tvíhliða samskipta séu jákvæðar, jafnt hvað varðar Island og Frakk- land sem ísland og Evrópusam- bandið. Sagði hann Frakka fylgjast grannt með þróun Evrópuumræð- unnar á f slandi. Sendiherrann frá Cirey Bardollet er fæddur í Búrgund, eða Bourgogne, í Mið-Frakklandi, nánar tiltekið í þorpinu Cirey, sem er þrjú hundruð manna þorp vestur af Beaune. Meðal þess sem hann muni vel eftir úr æsku sé að amma hans hafi oft sagt honum frá „l’am- bassadeur" eða sendiherranum. Manni úr þorpinu, sem hafi náð frægð og frama. Hafi hann haft ákveðna glansmynd af þessum manni í gegnum frásagnir ömmu sinnar. Þegar árin liðu hóf hann sjálfur störf hjá utanríkisþjónust- unni frönsku og komst síðar að því að sendiherrann sem amma hans hafi svo oft sagt honum frá hafi ver- ið herra Voillery, sem de Gaulle hershöfðingi skipaði fyrsta fulltrúa Frakklands á íslandi eftir stofnun lýðveldisins. Voillery gegndi emb- ætti á íslandi á árunum 1946-1959 og nú rúmum 40 árum síðar hefur Cirey-búi á ný tekið við embætti sendiherra Frakklands á íslandi. Blóðug átök í Kosovska Mitrovica Solana biður um fleiri lög- reglumenn Kosovska Mitrovica, Brussel, Belgrad. AP, AFP. FRIÐARGÆSLULIÐ Atlantshafs- bandalagsins í Kosovo, KFOR, lengdi á sunnudag takmarkað út- göngubann í borginni Kosovska Mitrovica eftir að til blóðugra átaka kom milli franskra gæsluliða og Alb- ana. Framvegis munu liðsmenn KFOR hafa leyfi til að skjóta á óbreytta borgara ef þeir sjást bera vopn. Yfirmaður gæsluliðsins í Kosovo, þýski hershöfðinginn Klaus Reinhardt, hélt til borgarinnar til að kynna sér ástand mála. Áður var í gildi útgöngubann á staðnum en ekki allan daginn; nú gildir það frá sólarlagi til sólarupp- rásar. Talsmaður KFOR sagði að 39 Albanar og einn Serbi hefðu verið handteknir í tengslum við óeirðim- ar, einn Albani hefði fallið og annar væri í lífshættu. Javier Solana, talsmaður Evrópu- sambandsins í öryggis- og utanríkis- málum, bað í gær ríki sem hafa sent gæslulið og lögreglulið til Kosovo að senda þangað 2.000 lögreglumenn í viðbót. „Það er ekki hægt að nota hermenn við löggæslustörf, menn hafa ekki hemil á mótmælagöngum með skriðdrekum í siðmenntuðu samfélagi," sagði Solana. Hubert Vedrine, utanríkisráð- herra Frakklands, vísaði í gær á bug ásökunum þess efnis að franskir hermenn í gæsluliðinu væru hlynnt- ir málstað Serba. Bandaríska blaðið The Washington Post sagði í liðinni viku að frönsku hermennimir, sem sjá um gæsluna í norðurhluta Kos- ovska Mitrovica, hefðu neitað að hjálpa 12 særðum Albönum og kraf- ist þess að þeir yrðu sendir á sjúkra- hús sem Marokkómenn reka á svæð- inu. Þar hafi tveir mannanna látist. Vedrine sagði að franska herliðið fylgdi sömu stefnu og aðrir gæslulið- ar, markmiðið væri ekki að Kosovo yrði eingöngu byggt Albönum. „Við verðum því einnig að verja rétt þeirra Serba sem hafa orðið eftir í Kosovo," sagði ráðherrann. Langvarandi spenna Stanimir Vukiceivic, embættis- maður Júgóslavíustjórnar, er annast samskipti við KFOR, sagði yfir- stjóm gæsluliðsins bera alla ábyrgð á því að til blóðsúthellinga kom. Sak- aði hann gæsluliðana um að sýna Al- bönum „mikinn skilning" þótt Al- banar væra að reyna að beita ofbeldi og „þjóðarhreinsunum" til að öðlast sjálfstæði fyrir Kosovo. Borgin er skipt milli Albana og Þrír hermenn úr gæsluliði Atlantshafsbandalagsins, KFOR, í borginni Kosovska Mitrovica í Kosovo, nálgast hóp Albana sem safnast höfðu saman í miðborginni á sunnudag. Serba og hefur ríkt þar mikil spenna eftir að serbneski herinn hélt á brott í kjölfar loftárása vesturveldanna í fyrra. Frakkar sjá um gæslustarfið í norðurhlutanum, þar sem Serbar era í miklum meirihluta. Einnig era í norðurhluta héraðsins hermenn frá Ítalíu, Danmörku, Marokkó og Sam- einuðu furstadæmunum. Upphaf átakanna um helgina var að hand- sprengju var varpað að húsi og særðust fimm Albanar sem þar vora. Húsið er í litlu hverfi Albana í norðurhlutanum. Einn maður féll síðan og annar særðist er albanskar leyniskyttur skutu á franska og breska hermenn í gæsluliðinu á sunnudag. Frakki sem var á verði í albanska hverfinu í norðurhluta borgarinnar fékk skot í maga, annar Frakki fékk skot í handlegg og leyniskytta, 35 ára Aibani, lést skömmu eftir að hann var fluttur á sjúkrahúsið sem Marokkómenn reka.Var það ítalskur gæsluliði sem svaraði árásunum á gæsluliðana í borgarhlutanum með því að skjóta leyniskyttuna. Ta/yug-fréttastofan í Belgrad sagði að auk þess hefðu fjórir Serb- ar særst en fréttir af átökunum era um margt óljósar. Heimildarmenn úr röðum Serba fullyrða að til átaka hafi komið þegar hermenn KFOR reyndu að stöðva hóp Albana úr suð- urhluta Kosovska Mitrovica er þeir vildu fara yfir brú sem liggur yfir ána Ibar sem skiptir borginni. Aðrir heimildarmenn segja að hand- sprengjuárásin bendi til þess að Serbar reyni nú að hrekja Albana í borgarhlutanum burt. Oft hefur komið til deilna og slagsmála milli þjóðarbrotanna í borginni og í byrjun febrúar var handsprengju fleygt að rútu á veg- um Sameinuðu þjóðanna í borginni og særðust þá tveir aldraðir Serbar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.