Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Hákarl og appelsínusafi á Glaðheimum Bolungarvík - Krakkarnir á leik- skólanum Glaðheimum í Bolungar- vík blótuðu þorra með þjóðlegri átveislu þar sem á borðum voru hinir ýmsu róttir samkvæmt hefð- inni svo sem svið, hrútspungar, harðfiskur, smjör, fiatkökur, að ógleymdum hákarlinum. Þessu var svo öllu skolað niður með appels- ínusafa. Þessir þjóðlegu réttir fóllu blót- gestum misvel eins en gengur en þónokkrir veislugesta létu sig hafa það að fá sér hákarlsbita þrátt fyrir lyktina og þó þeir létu sem ekkert væri þá var ekki laust við að undarlegir kippir færu um andlit þeirra er bragðsterkur há- karlinn hóf að kitla bragðlaukana. Á leikskólanum Glaðheimum eru í daglegri vistun um 70 börn í heils- og hálfsdags vistun . Leikskólastjóri Glaðheima er Anna Skúladóttir. Morgunblaðið/SUli Anna Brynjarsdóttir í verslun sinni. Blóma- setrið flytur Húsavík - Blóma- og gjafavöru- verslunin Blómasetrið hefur flutt úr Kaupfélagsbryggjunni og að Héðinsbraut 1. Húsið var byggt fyrir tæpum 100 árum og var áður staðsett við Húsavíkurlækjargil, sem nú er yfirbyggt. Á fyrstu ár- um var þar rekin verslunin A. & P. Kristjánsson og svo vill til að lengst af var sú verslun rekin í því húsi sem Blómabúðin flytur úr. Eigendur verslunarinnar eru hjónin Anna Brynjarsdóttir og Smári Gunnarsson en Anna stjórn- ar verslunarrekstrinum. Nýjar hugmyndir í framleiðslustýringu Vill beita ítölu vegna sauðfj árræktar Vaðbrekku, Jökuldal - Þorsteinn Bergsson bóndi á Unaósi á Austur- Héraði hefur viðrað nýjar hug- myndir vegna framleiðslustýringar í sauðfjárrækt. Þorsteinn kynnti hugmyndir sínar á fundi sem hald- inn var á vegum vinstri-grænna á Egilsstöðum nú á dögunum. Þorsteinn er með hugmyndir um nýtt kerfi sem fyrst og fremst er byggt á landnýtingarsjónarmiðum. „Kerfinu er einnig ætlað að tryggja sanngjarna og rökrétta skiptingu á opinberu fjármagni og auðvelda nýliðun í sauðfjárbúskap." Þorsteinn leggur til að öllu landi sé skipt í fjóra flokka; bújarðir, aðr- ar jarðir, afréttir og upprekstrar- lönd, og friðað land. Hlutlausir aðilar verði fengnir til að meta framleiðslugetu alls lands í fyrstu þrem flokkunum til sauðfjár- ræktar í meðalárferði. Ræktað land og húsakostur komi inn í dæmið á síðari stigum. „Taka þarf tillit til beitar annarra búfjártegunda, sem og villifénaðar, svo sem gæsa, álfta og hreindýra. Hafa skal að markm- iði við ákvörðun framleiðslugetunn- ar að landgæði rýrni ekki og að rýrnun sem verið hefur í gangi vegna beitar stöðvist. Æskilegt er að öll álitamál verði leyst með það fyrir augum að náttúran njóti vaf- ans.“ Nú þegar eru til allmikil gögn um ástand lands, en reikna þarf með að nokkur ár í viðbót fari í þessa grunnvinnu. Út úr þessu muni síðan fást tala sem gengið verði út frá að sé hámarksframleiðslugeta Islend- inga á kindakjöti við núverandi að- stæður sem kölluð væri „landsít- ala“. Sömuleiðis verði til ítala hverrar jarðar ásamt hlut í fram- leiðslugetu þeirra afrétta sem hún nýtir og beingreiðsluhlutfall jarðar- innar. Beingreiðsluhlutfall verði reiknað á hverju ári fyrir næsta ár og verði það hlutfall af landsítölu sem beingreiðsla komi á. Þorsteinn vill að réttur hverrar jarðar til opinbers fjárstuðnings verði metinn eftir þrennu: í fyrsta lagi miðist hann við ítölu jarðarinn- ar og beingreiðsluhlutfall. í öðru lagi húsakost fyrir sauðfé og miðist við að húsakostur sé til handa þeim fjölda fjár sem beingreiðsluhlutfall miðast við. Sé ekki húsakostur fyrir þann fjölda fjár lækki beingreiðsl- urnar sem því nemur. í þriðja lagi ræktað land til fóðurframleiðslu handa sauðfé á jörðinni, sé ræktað land ekki nægilegt fyrir þann fjölda Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Þessi sauðkind sýnist ekki hafa miklar áhyggjur af því hvort samþykkt- ar verða tillögur um ítölu vegna sauðfjárræktarinnar. Hún virðist hafa þeim mun meiri áhuga á að komast beint á grillið fjár lækki beingreiðsluhlutfall sem því nemur, þó verði hægt að komast hjá skerðingu ef sýnt verði fram á í forðagæsluskýrslu að nægilegt fóð- ur sé til handa bústofninum. „Þegar búið er að úthluta beingr- eiðslum á allar jarðir samkvæmt of- angreindu eru teknar saman beingreiðslur á allar jarðir sem eru í eyði, ásamt þeim beingreiðslum til byggðra jarða sem féllu út vegna skerðingarákvæða og þeim úthlutað á þær jarðir sem eftir eru, í hlutfalli við ítölu þeirra." Itala verði óaðskiljanlegur hluti hverrar jarðar og óseljanleg nema með jörðinni. Itala verði ekki virk til beingreiðslna nema heilsársbúseta og sauðfé hafi verið skráð á jörðina næsta ár á undan. Framleiðsla verði ekki háð beingreiðslum og frjáls upp að því marki sem ítala leyfir. Samið um rannsókna og þróunarstarf á sviði þjóðminja UNDIRRITAÐUR var samningur 9. febrúar sl. milli Byggðastofnunar og Þjóðminjasafns íslands um sam- starf á sviði byggðaþróunar og rannsókna- og þróunarstarfs á sviði þjóðminja. Samningurinn er rammasamningur með það mark- miði að efla rannsóknir og þekkingu á þjóðminjum, varðveislu þeirra og kynningu á landsbyggðinni og að styrkja tengsl þessara þátta við byggðaþróun. Helstu þættir samstarfsins eru þátttaka Þjóðminjasafns íslands í samstarfsneti Þróunarsviðs Byggðastofnunar við innlenda og erlenda aðila sem vinna að byggða- þróun. Samstarfsnetið nær til há- skóla og rannsóknarstofnana, opin- berra stjórnvalda og stofnana, atvinnuþróunarfélaga, ríkja- og svæðasamtaka, stofnana atvinnu- vega, menntastofnana og annarra sambærilegra aðila. Ennfremur munu aðilar hafa samstarf um uppbyggingu þekking- ar og eflingu faglegra vinnubragða á sviði þjóðminjavörslu og kynning- ar á þjóðminjum á landsbyggðinni. Eíla skal rannsóknarstarf minja- varða á landsbygginni og stefna að því að rannsóknir, skráning og varðveisla á þjóðminjum á lands- byggðinni geti í auknum mæli farið fram þar. Þjóðminjasafnið hefur nýlega hafið skráningu þjóðminja á tölvutækt form, og er það unnið í fjarvinnslu, og aðstoðar Byggða- stofnun við útfærslu þeirrar fjar- vinnslu eftir því sem þörf krefur. Samningurinn er af hálfu Byggð- astofnunar liður í því að fylgja eftir áherslunni á menningarmál í þings- ályktun um stefnu í byggðamálum fyrir árin 1999-2001. Samstarf Þjóðminjasafnsins og Byggðastofnunar, sem staðfest er með samningnum, hefur þegar staðið yfir um nokkurt skeið. Það hefur þegar skilað árangri, og strax eftir undirritun fyrri samningsins var undirritaður verksamningur milli Þjóðminjasafnsins og Landv- istar ehf. á Húsavík um fjarvinnslu- verkefni við skráningu gagna í upp- lýsingakerfið „Sarp“, sem Þjóðminjasafnið hefur nýlega tekið í notkun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.