Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Félagið Siðmennt tíu ára SIÐMENNT, félag áhugafólks um borg- aralegar athafnir, var stofnað 15. febrúar 1990. Að stofnuninni stóðu mest einstakling- ar sem skipulagt höfðu borgaralega fermingu vorið 1989. Enn þá er borgaraleg ferming viðamesti þátturinn í starfi félagsins og úr hópi þátttakenda í þeirri athöfn og for- eldra þeirra koma flestir nýir félagsmenn í Siðmennt. A vefsíðu Siðmennt- ar, www.islandia.is/sid- mennt, er félagið skilgreint sem „málsvari mannúðarstefnu (húman- isma) og frjálsrar hugsunar sem standi „fyrir borgaralegum athöfn- um“. Með þeim er átt við að halda hátíðleg eða minnast merkra tíma- móta á mannsævinni án þess að trú- félög komi þar nærri eins og nafn- gjöf, fermingu og útför. Með þessu er á engan hátt verið að vega að trúarbrögðum heldur einfaldlega að bjóða þeim valkost sem ekki vilja nýta þjónustu trúfélaga en fyrir því geta verið margar ástæður. Félagið var stofnað í brýnni nauðsyn þess að einhver tæki að sér að skipuleggja valkosti þessa og starf félagsins und- anfarin tíu ár hefur sannarlega sýnt mikla þörf fyrir það. Stöðugt fleiri nýta sér þjónustu félagsins eftir því sem þekking um tilvist þess eykst. Markmið Siðmenntar í stefnuskrá Siðmenntar segir m.a.: „Félagið byggir starfsemi sína á lífsviðhorfi óháðu trúarsetningum. Maðurinn sjálfur er ábyrgur fyrir velfamaði sínum, ekki ,æðri máttar- völd‘. Félagsmenn leggja áherslu á ábyrgð hvers einstaklings gagnvart náunga sínum. Þeir standa vörð um rétt einstakinga til að þroskast á ólíkum forsendum ...“ Þótt vissulega megi reikna með því að allflestir félagar í Siðmennt séu ekki trúaðir á tilvist æðri máttar er megináherslan þar á bæ ekki trú- Gísli Gunnarsson Gleraugnasalan, Laugavegi 65. adídas VÖRN FYRIR AUGUN Gleraugu fyrir unga fólkið leysið heldur ábyrgð manna á eigin lífi og annarra. Manngildið er sett öllu öðru ofar. Við getum tekið undir þessi orð heimsborgarans og skáldsins Stephans G. Stephanssonar um „Manngildið" frá árinu 1908: Engin höll er of há fyrir hnokinleikþinn, þó að hásætum raðað sé þar. Engin kró er of lág fyrir konungdómþinn, ef að kvikandi líf blaktir þar. Flestir félagar Siðmenntar munu og vafalaust taka undir þau sjónar- mið að þetta líf sem við lifum núna sé hið eina sem við eigum og því skulum við að rækta það vel. Aftur skal vitn- að í Stephan G. Stephansson (Kvæð- ið „Líf“, 1908): Allt er lífs, því líf er hreyfmg, eins ljóssins blær og kristallsteinn, - líf er sambönd, sundurdreifmg - sjálfur dauðinn þáttur einn. Velferð og menntun bama er stór þáttur í stefnuskrá siðrænna húman- ista um heim allan en Siðmennt er meðlimur í Alþjóðasamtökum þeirra. Okkur kemur því stundum nokkuð á óvart þegar mjög virtur kirkjunnar maður staðhæfir hvað eftur annað að þeir foreldrar sem ekki halda kristinni trú að börnum sínum séu að búa til vandamálabörn framtíðarinnar. Þau okkar, sem er- um foreldrar og eigum mörg fullorð- in og góð böm, finnst þessar yfir- lýsingar fremur undarlegar og sárnar sumum þetta eitthvað. Hitt er annað mál að eftir hverja slíka yfir- lýsingu fjölgar gjarnan í fermingar- hópnum okkar. Borgaraleg ferming Eins og áður sagði er borgaraleg ferming mikilvægasti vettvangurinn í starfi Siðmenntar. Athöfn þessi hefur verið við lýði á hverju vori frá árinu 1989 og fer því fram í tólfta skiptið á þessu ári en þá munu um 50 ungmenni fermast borgaralega. Megininntakið í borgaralegri ferm- ingu er námskeið sem ungmennin sækja um veturinn en þar er fjallað um lífsviðhorf frá margvíslegu sjón- armiði (frelsi og ábyrgð, hamingja og lífsgildi, trú og vantrú), um fjöl- skylduna, mannleg samskipti, mann- réttindi og jafnrétti, breytingar kyn- þroskaáranna, hættuna af vímuefnum. Að loknu þessu nám- skeiði er haldin hátíðleg athöfn þar sem ungmennin fá afhent skírteini um að þau hafi sótt námskeiðið. H>mbl.is -ALLTAf= GITTH\SJ\£> AÍÝT7 Vorvörurnar steyma inn Verðdæmi: Jakkar frá kr. 4.900 Pils frá kr. 2.900 Buxur frá kr. 1.690 Bolir frá kr. 1.500 Alltaf sama góða verðið! Nýbýlavegi 12, Kóp., s. 554 4433. GLERAUGNABUDIN) Helmout KrekUer SÚDINj ÍL___J Laugavegi 36 TILBOÐSDAGAR Umgjarðir, gler og snertilinsur Siðmennt Einhver mesta hættan sem nútímamaðurinn býr við, segir Gísli Gunnarsson, er afstöðu- leysi og hræsni í lífsvið- horfum. Fyrsta vorið, árið 1989, sóttu 16 ungmenni námskeiðið og lokaathöfn- ina. Vitneskjan um borgaralega fermingu óx smám saman og á fimmta árinu, 1993, fjölgaði þátttak- endum í 26. Þessi fjöldi hélst nokkuð óbreyttur um tíma. En 1997 varð at- höfnin fyrir óvæntri og mikilli auglýsingu þegar ráðherra í ríkis- stjóminni kynnti hana sérstaklega við upphaf þings íslensku þjóðkirkj- unnar. Við það tvöfaldaðist fjöldi þátttakenda og hafa síðan um og yfir 50 ungmenni fermst borgaralega á vori hveiju. Námskeiðið og athöfnin eru komin til að vera. Lokaathöfnin hefur ávallt verið fjölsótt og hefur verið nauðsynlegt að fá æ stærri húsakynni fyrir hana. Síðan 1998 hefur hún farið fram í stærsta sal Háskólabíós. Áætlað er að alls hafi frá upphafi um 4.000 gestir sótt lokaathöfn borgaralegrar fermingar. Siðmennt hefur aldrei hlotið neina gagnrýni frá þeim sem hafa kynnt sér efni námskeiðsins eða sótt lokaathöfnina en þeim mun meira hrós. Önnur starfserai Siðmenntar Nafngjöf án skírnar hefur lengi þekkst hér á landi en nú fer í vöxt að slíkri nafngjöf fylgi hátíðleg athöfn og hefur Siðmennt veitt leiðbeining- ar um þau mál. Borgaraleg útför hefur einnig þekkst hér lengi en Siðmennt hefur á undanförnum árum reynt að veita ráðleggingar um framkvæmd slíkra athafna. Siðmennt hefur haldið fundi um ýmis mál sem liggja fólki á hjarta eins og sorg, dauða og lífsviðhorf al- mennt. Við höfum kynnt rétt sam- kynhneigðra og reynt eftir fremstu getu að beita okkur í öðrum réttlæt- ismálum. Sérstakur hópur fólks, SAMT, eða samtök trúlausra, sem er laustengdur Siðmennt, heldur reglu- bundið fundi til að ræða sameiginleg lífsviðhorf og siðferðileg álitamál. Lokaorð Eins og fyrr segir hefur Siðmennt aldrei beitt sér gegn trúarbrögðum og sumir félagar Siðmenntar leggja raunar á það áherslu að þeir séu samþykkir frjálslyndum kristnum siðferðisviðhorfum þótt trúlausir séu. Það má raunar færa fyrir því gild rök að einhver mesta hættan sem nútímamaðurinn búi við sé af- stöðuleysi og hræsni í lífsviðhorfum, þar með talin trúmál. Það er því rétt að ljúka þessum orðum með spurn- ingu: Hver er fjær gildri siðfræði, sá sem mútar börnum sínum með gjafa- loforðum til að fermast í kirkju, eða sá sem hvetur þau til að segja sjálf til um það hvort þau séu tilbúin til að meðtaka kristinn boðskap? Höfundur er prófessor í sagnfræði og hefur verið félagi í Siðmennt frá upphafi. ISLENSKT MAL Próf. dr. med. Þorkell Jóhann- esson skrifar mér svo: „Kæri Gísli: Eg vil fyrst óska þér gleðilegs árs. Eg veigra mér hins vegar við að óska þér gleðilegrar aldar eða nýs árþúsunds þó ekki væri nema vegna þess að færa má rök að því, að árið 2000 sé ekki enn gengið í garð og réttara ár- tal nú sé 1999! Að þessu slepptu vil ég ekki láta hjá líða að and- mæla agnúum þínum og ekki síður bréfritara þíns í 1041. þætti (Morgunblaðið 22.1.00) þess efnis, að orðið árþúsund sé dönskusletta eða óhræsisorð. Ég nefni þetta: 1. Orðið árþúsund fer engu verr mér á tungu en t.d. árgerð eða árgjald. 2. Orðið átrbók, árgangur og ártal eiga sér nákvæmar hlið- stæður í dönsku (árbog, árgang, árstal) alveg eins og árþúsund (ártusind(e)), en þó kemur víst engum í hug að kalla fyrrtöldu orðin dönskuslettur. 3. í orðabók Menningarsjóðs (1963) er árþúsund talið vera gott og gilt orð = þúsund ár. 4. Orðið er þjált í samsetning- um og kemur þannig fyrir bæði í Morgunblaðinu og Lesbókinni nú um helgina. Hér má svo við bæta, að merking orðsins er gagnsæ, augljós og þar með nákvæm. Hið sama á auðvitað við um aldatug. Orðið þúsöld verkar á mig sem tilgerðarlegt og sér í lagi, þegar völ er á jafngóðu orði og árþúsundi. Stóröld er síst þessara orða, enda er það ekki augljósrar merkingar og því engan veginn gefið, hvað það merkir. íslensku máli stafar ekki hætta af dönskuslettum og enn síður af ímynduðum dönsku- slettum. Mun meiri hætta stafar af enskri hugsun, sem klædd er íslenskum orðum, oft með áber- andi fátækt í orðfæri og ofnotk- un nafnorða í stað jafnvægis sagnorða og nafnorða, sem er svo eiginlegt rennandi íslensk- um stíl. Þetta er ásamt annars konar málfátækt orðið svo áber- andi glöggum gestsaugum próf. Foots frá Englandi, að hann lætur þess sérstaklega getið í viðtali í Morgunblaðinu nú fyrir Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1044. þátturþáttur skemmstu. Hér þarf að taka mönnum tak í skólum og nám- skeiðum um málnotkun á öllum stigum. Ef háttvirtur mennta- málaráðherra, sem sýnt hefur mikla framsækni við að skera og stokka upp skólakerfi lands- manna, skyldi lesa þessar línur, bið ég hann vinsamlegast að íhuga þessi atriði með úrbætur í huga. Lifðu heill.“ Frá umsjónarmanni. Ég þakka próf. Þorkeli skýrt og skorinort bréf. Niðurstaða mín í 1041. þætti var svohljóðandi: „Þarna höfum við þá um þrjú orð að velja sem öll fá staðist (stóröld, aldatugur og þúsöld) og þá er ekkert eftir annað en smekkurinn til að velja.“ Það hefur nú Þorkell Jóhannesson gert. Enda þótt ég hafi hugsað mér að nota orðið stóröld, þykja mér teikn á lofti um að aldatug- ur verði mest notað þessara þriggja orða. Eg sagði með allri gát, að mér sýndist árþúsund vera dönsku- sletta, samanber árhundred fyrir öld. Kannski hefði ég fremur átt að segja þýskusletta, því að í Nudansk ordbog (marg- lofaðri) segir að ártusend hafi í dönsku verið á 18. öld myndað eftir þýsku Jahrtausend. ★ Hlymrekur handan kvað: Kristján h]jóp austur til Kandahar, en kunni ekki að leysa neinn vanda þar enupphéltþeimhætti aföllummætti að láta eins og ástfangið andapar. Og enn eru það blessuð bréf- in. Nú skrifar mér Sigursveinn Hersveinsson, og ég geri engar athugasemdir aðrar en þakka honum kærlega fyrir þetta bréf og alla tryggð sína við þáttinn: „Kæri Gísli. Af'tur vil ég þakka þætti þína um íslenskt mál og óska þér alls góðs á nýju ári. Tilefnið þess að ég skrifa nú er lítið eða það að ég heyrði í þeim ágæta þætti SPEGLINUM á rás eitt (24/1 sl.) nýja útgáfu af orðatiltæki þar sem sagt var að hinn þjóð- kunni Kári Stefánsson hefði haft mörg spjót í eldinum. Nú veit ég ekki hvort viðkomandi hefur talið hann hafa mörg járn í eldinum eða mörg spjót úti. Kann vera að það skipti ekki svo miklu máli, því margt er víst satt og logið sagt um þann mæta mann, en verra er ef einhverjir fara að apa þetta orðalag eftir. Ég er ekki sammála þér um orðasambandið eldri borgarar. Mér finnst það nokkuð gott og kann vel við það þótt það láti ós- agt eldri en hvað? Ég lét skrá mig í Félag eldri borgara. Mér skilst að þar séu félagar eldri og yngri eða frá sextugu og sumir félaganna ná býsna háum aldri. Jæja, kannski mig vanti eitt- hvað til góðrar málkenndar, það sé ástæðan fyrir sætt minni við orðasamband þetta. Mér þótti mikill fengur í þætti þínum sem fjallaði um Vatns- enda-Rósu. Frá því ég var ung- lingur hefi ég oft reynt að sjá fyrir mér unga manninn basla við að taka á skáldkonunni til þess að lyfta henni upp í söðul- inn. Það hljóta að hafa verið sér- stök handtök og mikil lagni við að koma fullþroskaðri konu upp í söðul. Það hefi ég aldrei fengið að reyna þótt orðinn sé einn ef eldri borgurum. En ég er líka borgarbarn. Með bestu kveðju.“ ★ Hlymrekur handan kvað: Það var hált, þegar húsþakið fraus (og 100 menn féllu á sinn daus) ogFriddiábakinu fullaði af þakinu í forina og stóð þar á haus. ★ „Ef lesendur hefði séð mann, meðallagi að hæð og grannvax- inn, nokkuð lotinn í herðum, með gult, slegið hár, breiðleitan og brúnamikinn, en þó lítið höf- uðið, snareygðan og harðeygðan sem í tinnu sæi, bólugrafinn mjög, með mikið skeggstæði, söðulnefjaðan og hafið mjög framanvert, meðallagi munn- fríðan, útlimanettan og skjótan á fæti, málhreifinn og kvikan, svo líkaminn allur væri jafnan sem á iði - þá hefði þeir séð þjóðskáld íslendinga, Jón prest Þorláksson á þroskaárum sín- um.“ (Jón Sigurðsson forseti um sr. Jón á Bægisá.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.