Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2000 MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ Menningarlegt ístöðuleysi Það er ekkert jafnleiðinlegt og íslenskt útvarp, nema efvera skyldi íslenskt sjónvarp ISLENDINGAR eru ginn- keyptir fyrir hvers konar drasli. Við eigum næst- flesta bíla í heimi miðað við höfðatölu og við hljótum að eiga heimsmet í raftækjakaupum. Við eigum að minnsta kosti jafn- marga GSM-síma á mann og tækjaóðir Finnar en það er langt síðan við skutum þeim ref fyrir rass í netnotkun. Greiðslukorta- notkun okkar er orðin að við- skiptatækifæri sem slík en hug- myndir hafa komið fram um að markaðssetja þjóðina sem ákjós- anlegan tilraunamarkað fyrir raf- vædd viðskipti af öllu tagi. Inn- lendar og erlendar ruslfæðiskeðjur þrífast betur hér en á nokkrum öðrum stað eins og merkja má á mahóníinnréttingun- um og nýtilkomin en ógnarhröð klámvæðingin er að ríða þjóðfé- laginu að fullu ef marka má frétt- ir. Við virðumst tileinka okkur nýja hluti af VIÐHORF Eftlr Þröst Helgason meiri eiju en flestir. Við virðumst sólgnari í draslið en flestir. Skýrustu birt- ingarmyndir þessa þjóðar- einkennis eru samt enn ótaldar. Mestu ruslkvarnir landsins eru nefnilega útvarpsstöðvarnar, sjónvarpsstöðvamar og kvik- myndahúsin. Það er ekkert jafnleiðinlegt og íslenskt útvarp, nema ef vera skyldi íslenskt sjónvarp. í útvarp- inu er í grófum dráttum um tvennt að velja, eintóna hátíðleika Rásar 1 eða eiturgræna poppsós- una úr öllum hinum rásunum. Hvorartveggju gætu lært eilítið af hinum, Rás 1 léttúðina af popp- stöðvunum og þær alvöruna af henni. Mest skortir þó á frum- leika og sköpunargleði í íslensku útvarpi. Þessa fágætu kosti er einna helst að finna hjá fámenn- um hópi menningarútvarps- manna á Rás 1 en þá er til að mynda alls ekki að finna á Bylgj- unni og öðrum rásum Islenska út- varpsfélagsins. Islenskt sjónvarp þjáist af þessu sama, skorti á frumleika og sköpunargleði en kannski fyrst og fremst af skorti á alvarleika. ís- lenskir sjónvarpsmenn hafa enn ekki áttað sig á því að það er há- alvarlegt mál að reka sjónvarps- stöð. Stóru stöðvamar em engu skárri en þær litlu hvað þetta varðar. Það ber til dæmis vott um verulegan skort á alvarleika að fela tveimur ungum og reynslu- litlum sjónvarpsmönnum umsjón með fréttatengdum umræðuþætti eftir aðalfréttir Ríkissjónvarps- ins. Það er ekki nema vegna þess að hér tíðkast ekki að skrifa al- varlega gagnrýni um sjónvarp sem þessi ráðstöfun hefur ekki verið hrópuð niður. Dagskrá Ríkissjónvarpsins og Stöðvar 2 er auðvitað talandi dæmi um innantómt alvömleysið en samkvæmt nýjustu tölum sam- anstendur hún að miklum meiri- hluta af erlendu efni og að stómm hluta af bandarísku léttmeti. Innlend dagskrárgerð þjáist í þokkabót af einkennilegri menn- ingarfælni. Það sem á að heita menning í innlendri dagskrárgerð Ríkissjónvarpsins er til að mynda þetta grátlega misheppnaða Sunnudagsleikhús þar sem hver handritshöfundurinn og kvik- myndagerðarmaðurinn á fætur öðram afhjúpar getuleysi sitt. Eftir innlent sjónvarp í meira en þriðjung aldar er sem sé enn ekki hægt að gera sæmilegar sjónvarpsmyndir! Flestum þjóð- um væri ofboðið en íslendingar em staðfastir í raslneyslu sinni og segja fátt. A Stöð 2 hefur sjónvarpsrekst- ur alltaf verið tómt grín. Frétta- stofan er raunar sterkari en ann- arra stöðva en það er einungis vegna þess að mikill flótti hefur brostið í fréttalið Ríkissjónvarps- ins. Menningarlegur metnaður hefur hins vegar aldrei verið fyrir hendi hjá þessari drottningu einkastöðvanna. Krafturinn í Skjá einum gefur fyrirheit um að fmmleiki og sköp- unargleði fái uppreisn æm í ís- lensku sjónvarpi. Kraftarnir hafa reyndar aðallega farið í að endur- vinna gatslitnar hugmyndir úr bandarísku sjónvarpi en þættir á borð við Tvípunkt og Silfur Egils hafa á sér séríslenskan svip þrátt fyrir að stjórnandi þess síðar- nefnda eigi erfítt með að segja heila setningu á óbjagaðri ís- lensku. íslensk kvikmyndahús þjást af öllu því versta sem hrjáð getur kvikmyndahús, svívirðilegu metn- aðarleysi, menningarleysi og smekkleysi, alvöraleysi, þröngsýni og gegndarlausri gróðahyggju. Nýjustu tölur segja að 95% af myndum í kvikmynda- húsum landsins séu bandarískar og flestar þeirra koma úr fram- leiðsluvélum Hollywood. Þetta er skelfileg fátækt, óhugnanleg eins- leitni. Verst er þó hversu góðar viðtökurnar era, íslendingar fara þjóða mest í bíó! Hver er ástæða þessa? Hvers vegna era íslendingar svona ginnkeyptir fyrir drasli? Hvers vegna kaupum við mest allra af tækjaskrani? Hvers vegna eram við algerlega andvaralaus gagn- vart metnaðarleysi og menning- arlegri lágkúru eins og hér hefur verið lýst? Vissulega má vísa til staðhátta um ýmislegt sem tengist neyslu- fári þjóðarinnar. Það er til dæmis ekki gert ráð fyrir að ferðast sé um Reykjavíkurborg með öðrum hætti en í einkabíl. Svo er vaninn að kenna markaðnum um ómenn- inguna. Allt bendir hins vegar til þess að á bak við andvaraleysið búi einhver dulinn þráður í þjóð- arsálinni. Stundum er talað um nagandi minnimáttarkennd smá- þjóðarinnar. Má vera að ofneysl- an sé tilraun til að hefja okkur upp í veldi stærri þjóða, hún sé upphafning í tákni hlutanna. Og hugsanlega telja menn að neysla á Hollywood-lágkúra rjúfi ein- angran smáþjóðarinnar hér úti í hafsauga. Að mínu mati era það þó hvorki smæðin né einangranin sem hafa hér úrslitaáhrif, heldur menning- arlegt ístöðuleysi. íslendingar standa ekki nægilega styrkum fótum í menningu sinni, hinni bókmenntalegu og sögulegu arf- leifð. Slíkur hvikulleiki stafar íyrst og fremst af skorti á menn- ingarlegu uppeldi og menntun, þekkingu á menningarlegu gildi. Vegna þessa telja íslendingar sig geta upphafið sig með skrapatól- um. Og þegar þeim er boðin popp- sósan gleypa þeir við henni gagn- rýnislaust. Siðvit Hvað er mikilvægt að nemandi hafí tileinkað sér að loknu tíu ára námi í grunnskóla? Jón Baldvin Hannesson og Rúnar Sigþórsson seg;ja hér frá hugmyndum um hvernig gera megi nemendur bæði fróða og góða. Hvað er gagnlegt að læra? Mannrækt og menntun í skólum I ÞEIR halda frá okkur með vel þroskaðan líkama, nokkuð þroskaðan huga og óþroskað hjarta. Óþroskað hjarta - ekki kalt hjarta. Munurinn er mikilvægur, “ sagði E.M. Forster. Hvað er mikilvægt að nemandi hafi tileinkað sér að loknu tíu ára námi í grunnskóla? Hvað kemur honum að bestu gagni í lífinu? Spyrjirðu foreldra og kennara þessara spurninga má gera ráð fyrir að svörin verði býsna fjöl- breytt. Reynsla okkar sýnir að ákveðnir þættir eru ríkjandi í svörum kennara við spurningum sem þessum. Svör þeirra snúa alls ekki að námi og kennslu eingöngu. Kennarar benda ekki síður á „eig- inleika" og „viðhorf ‘ sem nemend- ur þurfa að tileinka sér. Sá sem er laginn að vinna með öðrum en get- ur jafnframt unnið sjálfstætt, er agaður og lýkur þeim verkum sem hann tekur sér fyrir hendur, er já- kvæður, kann að læra og hefur heilbrigðan metnað er líklegur til að spjara sig vel. Sjaldan er þekk- ing á tilteknu námsefni nefnd sem lykill að velgengni. Svörin snúast fremur um persónuleg viðhorf og eiginleika á borð við sjálfstæði, samvinnu, ábyrgð og virkni. Alhliða þroski einstaklinga Svör sem þessi endurspegla það viðhorf að hver einstaklingur þurfi að búa yfir ákveðnum eiginleikum til að geta borið ábyrgð á eigin lífi og orðið sjálfstæður og ábyrgur þjóðfélagsþegn. Þetta viðhorf er raunar staðfest ef litið er til laga og reglugerða um grunnskóla. í þeim er gert ráð fyrir að unnið sé með „þekkingu“ en jafnframt persónuleg viðhorf og gildismat. I nýrri aðalnámskrá grunnskóla er áhersla lögð á að þótt „frum- ábyrgð á uppeldi og mennt- un hvíli á foreldrum" kalli sameiginleg ábyrgð skóla og heimila á þessum þáttum á náin tengsl og samvinnu. Skólanum „ber að stuðla að alhliða þroska hvers og eins“ og sinna jafnt mennt- un sem uppeldi. í aðalnám- skrá er talið brýnt að styrkja gagnrýna sjálfstæða hugsun, óttaleysi gagnvart breytingum, ábyrgð á eigin gerðum, umburðarlyndi og virðingu fyrir náunganum, umhverfinu og öðrum þjóð- um, náungakærleika og kristin gildi, skilning á sam- félagi og sögu, fjármála- skyldur, víðsýni og siðferði- leg gildi samfélagsins. Áhersla er lögð á „að byggja sérhvern nem- anda upp sem heilsteyptan ein- stakling ... og búa hann undir þátttöku í atvinnulífi, fjölskyldulífi og félagslífi". Skólum er í sjálf- svald sett hvaða leiðir þeir velja til að ná þeim markmiðum sem fram eru sett í aðalnámskrá. Lítið er vitað um væntingar vinnumarkaðarins á íslandi til starfsmanna sem hann þarfnast í framtíðinni. Örar breytingar skapa sífellt ný og áður óþekkt störf. Fyrir áratug var um helm- ingur þeirra starfa sem nú eru unnin ekki fyrir hendi. Fáir gátu vitað nákvæmlega hvað þeirra beið, hvorki fyrirtæki né einstakl- ingar. Þróunin verður efalítið á sömu leið og því þarf vinnuafl framtíðarinnar að hafa góða grunnmenntun en sérhæfing mun í æ ríkari mæli tengjast starfi Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson Geta skólar haft áhrif á gildismat æskunnar? spyija greinarhöfundar. # Er þekking á tilteknu námsefni lykill að velgengni? • Hefur áherslan á mælanlegan árangur fengið of mikið vægi? fremur en námi. í Noregi taldi sameiginleg nefnd fulltrúa at- vinnulífs og skóla að það sem kæmi fólki og fyrirtækjum best fælist fyrst og fremst í þrennu: samstarfshæfni, skapandi hugsun og ábyrgð á eigin verkum. Þótt ekki sé unnt að vísa til formlegra kannana hér á landi má vel merkja, t.d. í auglýsingum í dag- blöðum, að kröfur um lipurð í Jón Baldvin Hannesson Rúnar Sigþórsson Mannrækt og menntun f skólum mun birtast í tveim- ur hlutum. Greinin fjallar m.a. um mannrækt og sið- ferðilegt uppeldi í íslensk- um grunnskólum. Höfundar eru Jón Baldvin Hannesson og Rúnar Sigþórsson, báðir með meistaragráðu í skóla- stjórnun og skólaþróun frá Cambridge í Englandi. Jón og Rúnar eru sjálfstætt starfandi ráðgjafar og reka m.a. með öðrum ráðgjafar- fyrirtækið AGN ehf. AGN stendur fyrir Aukin gæði náms og er heildstætt þróunarverkefni fyrir skóla. Starfsmenn AGNs veita jafnframt ýmsa ráð- gjöf á sviði stjómunar og kennslu fyrir öll skólastig. samskiptum og færni í að vinna með öðrum að lausn fjölþættra viðfangsefna fái sífellt meira vægi. Persónulegur þroski? Þrátt fyrir ákvæði í lögum og námskrá bendir fátt til þess að hefðbundið skólastarf taki skipu- lega á persónulegum þroska ein- staklinga þótt einstakir kennarar setji sér metnaðarfull markmið í þá veru. Fyrir þessu eru eflaust ýmsar orsakir. I fyrsta lagi mætti nefna að áherslur á samræmd próf og mælanlegan náms- árangur hafa fengið og fá óþarflega mikið vægi. Það er skiljanlegt að sumu leyti enda virðast samræmd próf allt að því eini mæli- kvarðinn sem gripið er til vilji menn skoða árangur skóla. í öðru lagi hefur miklum kröftum og tíma verið eytt í vangaveltur um ýmsa þætti tengda flutn- ingi skólans frá ríki til sveitarfélaga, til að mynda uppbyggingu húsnæðis fyrir einsetningu. í þriðja lagi hafa launa- og kjaramál, ráðn- ingar, vinnutími og fleira er snert- ir ytri umgjörð skólastarfs sett kennarastéttina í varnarstöðu. Leiða má rök að því að þetta hafi bitnað á kröfum um breytingar á innra starfi skólanna. í fjórða og síðasta lagi hefur alþjóðleg þróun síðustu áratugina haft áhrif í þá átt að gera skóla „hlutlausa" gagnvart umfjöllun um gildismat eða mótun lífsgilda. Rætur þess- arar þróunar má að miklu leyti rekja til sjöunda áratugarins og þjóðfélagsbreytinga sem þá skóku vestræn samfélög, ekki síst Bandaríki Norður-Ameríku. Yngri kynslóðir lýstu yfir vantrausti á gildismat hinna eldri. Uppgjör við sögu kynþáttamismunar og kvennakúgunar, stríð í Víetnam, nýtilkomin pilla með frelsi í kynlífi og barátta „68-kynslóðarinnar“ fyrir frelsi til að neyta eiturlyfja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.