Morgunblaðið - 15.02.2000, Page 42

Morgunblaðið - 15.02.2000, Page 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2000 MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ Menningarlegt ístöðuleysi Það er ekkert jafnleiðinlegt og íslenskt útvarp, nema efvera skyldi íslenskt sjónvarp ISLENDINGAR eru ginn- keyptir fyrir hvers konar drasli. Við eigum næst- flesta bíla í heimi miðað við höfðatölu og við hljótum að eiga heimsmet í raftækjakaupum. Við eigum að minnsta kosti jafn- marga GSM-síma á mann og tækjaóðir Finnar en það er langt síðan við skutum þeim ref fyrir rass í netnotkun. Greiðslukorta- notkun okkar er orðin að við- skiptatækifæri sem slík en hug- myndir hafa komið fram um að markaðssetja þjóðina sem ákjós- anlegan tilraunamarkað fyrir raf- vædd viðskipti af öllu tagi. Inn- lendar og erlendar ruslfæðiskeðjur þrífast betur hér en á nokkrum öðrum stað eins og merkja má á mahóníinnréttingun- um og nýtilkomin en ógnarhröð klámvæðingin er að ríða þjóðfé- laginu að fullu ef marka má frétt- ir. Við virðumst tileinka okkur nýja hluti af VIÐHORF Eftlr Þröst Helgason meiri eiju en flestir. Við virðumst sólgnari í draslið en flestir. Skýrustu birt- ingarmyndir þessa þjóðar- einkennis eru samt enn ótaldar. Mestu ruslkvarnir landsins eru nefnilega útvarpsstöðvarnar, sjónvarpsstöðvamar og kvik- myndahúsin. Það er ekkert jafnleiðinlegt og íslenskt útvarp, nema ef vera skyldi íslenskt sjónvarp. í útvarp- inu er í grófum dráttum um tvennt að velja, eintóna hátíðleika Rásar 1 eða eiturgræna poppsós- una úr öllum hinum rásunum. Hvorartveggju gætu lært eilítið af hinum, Rás 1 léttúðina af popp- stöðvunum og þær alvöruna af henni. Mest skortir þó á frum- leika og sköpunargleði í íslensku útvarpi. Þessa fágætu kosti er einna helst að finna hjá fámenn- um hópi menningarútvarps- manna á Rás 1 en þá er til að mynda alls ekki að finna á Bylgj- unni og öðrum rásum Islenska út- varpsfélagsins. Islenskt sjónvarp þjáist af þessu sama, skorti á frumleika og sköpunargleði en kannski fyrst og fremst af skorti á alvarleika. ís- lenskir sjónvarpsmenn hafa enn ekki áttað sig á því að það er há- alvarlegt mál að reka sjónvarps- stöð. Stóru stöðvamar em engu skárri en þær litlu hvað þetta varðar. Það ber til dæmis vott um verulegan skort á alvarleika að fela tveimur ungum og reynslu- litlum sjónvarpsmönnum umsjón með fréttatengdum umræðuþætti eftir aðalfréttir Ríkissjónvarps- ins. Það er ekki nema vegna þess að hér tíðkast ekki að skrifa al- varlega gagnrýni um sjónvarp sem þessi ráðstöfun hefur ekki verið hrópuð niður. Dagskrá Ríkissjónvarpsins og Stöðvar 2 er auðvitað talandi dæmi um innantómt alvömleysið en samkvæmt nýjustu tölum sam- anstendur hún að miklum meiri- hluta af erlendu efni og að stómm hluta af bandarísku léttmeti. Innlend dagskrárgerð þjáist í þokkabót af einkennilegri menn- ingarfælni. Það sem á að heita menning í innlendri dagskrárgerð Ríkissjónvarpsins er til að mynda þetta grátlega misheppnaða Sunnudagsleikhús þar sem hver handritshöfundurinn og kvik- myndagerðarmaðurinn á fætur öðram afhjúpar getuleysi sitt. Eftir innlent sjónvarp í meira en þriðjung aldar er sem sé enn ekki hægt að gera sæmilegar sjónvarpsmyndir! Flestum þjóð- um væri ofboðið en íslendingar em staðfastir í raslneyslu sinni og segja fátt. A Stöð 2 hefur sjónvarpsrekst- ur alltaf verið tómt grín. Frétta- stofan er raunar sterkari en ann- arra stöðva en það er einungis vegna þess að mikill flótti hefur brostið í fréttalið Ríkissjónvarps- ins. Menningarlegur metnaður hefur hins vegar aldrei verið fyrir hendi hjá þessari drottningu einkastöðvanna. Krafturinn í Skjá einum gefur fyrirheit um að fmmleiki og sköp- unargleði fái uppreisn æm í ís- lensku sjónvarpi. Kraftarnir hafa reyndar aðallega farið í að endur- vinna gatslitnar hugmyndir úr bandarísku sjónvarpi en þættir á borð við Tvípunkt og Silfur Egils hafa á sér séríslenskan svip þrátt fyrir að stjórnandi þess síðar- nefnda eigi erfítt með að segja heila setningu á óbjagaðri ís- lensku. íslensk kvikmyndahús þjást af öllu því versta sem hrjáð getur kvikmyndahús, svívirðilegu metn- aðarleysi, menningarleysi og smekkleysi, alvöraleysi, þröngsýni og gegndarlausri gróðahyggju. Nýjustu tölur segja að 95% af myndum í kvikmynda- húsum landsins séu bandarískar og flestar þeirra koma úr fram- leiðsluvélum Hollywood. Þetta er skelfileg fátækt, óhugnanleg eins- leitni. Verst er þó hversu góðar viðtökurnar era, íslendingar fara þjóða mest í bíó! Hver er ástæða þessa? Hvers vegna era íslendingar svona ginnkeyptir fyrir drasli? Hvers vegna kaupum við mest allra af tækjaskrani? Hvers vegna eram við algerlega andvaralaus gagn- vart metnaðarleysi og menning- arlegri lágkúru eins og hér hefur verið lýst? Vissulega má vísa til staðhátta um ýmislegt sem tengist neyslu- fári þjóðarinnar. Það er til dæmis ekki gert ráð fyrir að ferðast sé um Reykjavíkurborg með öðrum hætti en í einkabíl. Svo er vaninn að kenna markaðnum um ómenn- inguna. Allt bendir hins vegar til þess að á bak við andvaraleysið búi einhver dulinn þráður í þjóð- arsálinni. Stundum er talað um nagandi minnimáttarkennd smá- þjóðarinnar. Má vera að ofneysl- an sé tilraun til að hefja okkur upp í veldi stærri þjóða, hún sé upphafning í tákni hlutanna. Og hugsanlega telja menn að neysla á Hollywood-lágkúra rjúfi ein- angran smáþjóðarinnar hér úti í hafsauga. Að mínu mati era það þó hvorki smæðin né einangranin sem hafa hér úrslitaáhrif, heldur menning- arlegt ístöðuleysi. íslendingar standa ekki nægilega styrkum fótum í menningu sinni, hinni bókmenntalegu og sögulegu arf- leifð. Slíkur hvikulleiki stafar íyrst og fremst af skorti á menn- ingarlegu uppeldi og menntun, þekkingu á menningarlegu gildi. Vegna þessa telja íslendingar sig geta upphafið sig með skrapatól- um. Og þegar þeim er boðin popp- sósan gleypa þeir við henni gagn- rýnislaust. Siðvit Hvað er mikilvægt að nemandi hafí tileinkað sér að loknu tíu ára námi í grunnskóla? Jón Baldvin Hannesson og Rúnar Sigþórsson seg;ja hér frá hugmyndum um hvernig gera megi nemendur bæði fróða og góða. Hvað er gagnlegt að læra? Mannrækt og menntun í skólum I ÞEIR halda frá okkur með vel þroskaðan líkama, nokkuð þroskaðan huga og óþroskað hjarta. Óþroskað hjarta - ekki kalt hjarta. Munurinn er mikilvægur, “ sagði E.M. Forster. Hvað er mikilvægt að nemandi hafi tileinkað sér að loknu tíu ára námi í grunnskóla? Hvað kemur honum að bestu gagni í lífinu? Spyrjirðu foreldra og kennara þessara spurninga má gera ráð fyrir að svörin verði býsna fjöl- breytt. Reynsla okkar sýnir að ákveðnir þættir eru ríkjandi í svörum kennara við spurningum sem þessum. Svör þeirra snúa alls ekki að námi og kennslu eingöngu. Kennarar benda ekki síður á „eig- inleika" og „viðhorf ‘ sem nemend- ur þurfa að tileinka sér. Sá sem er laginn að vinna með öðrum en get- ur jafnframt unnið sjálfstætt, er agaður og lýkur þeim verkum sem hann tekur sér fyrir hendur, er já- kvæður, kann að læra og hefur heilbrigðan metnað er líklegur til að spjara sig vel. Sjaldan er þekk- ing á tilteknu námsefni nefnd sem lykill að velgengni. Svörin snúast fremur um persónuleg viðhorf og eiginleika á borð við sjálfstæði, samvinnu, ábyrgð og virkni. Alhliða þroski einstaklinga Svör sem þessi endurspegla það viðhorf að hver einstaklingur þurfi að búa yfir ákveðnum eiginleikum til að geta borið ábyrgð á eigin lífi og orðið sjálfstæður og ábyrgur þjóðfélagsþegn. Þetta viðhorf er raunar staðfest ef litið er til laga og reglugerða um grunnskóla. í þeim er gert ráð fyrir að unnið sé með „þekkingu“ en jafnframt persónuleg viðhorf og gildismat. I nýrri aðalnámskrá grunnskóla er áhersla lögð á að þótt „frum- ábyrgð á uppeldi og mennt- un hvíli á foreldrum" kalli sameiginleg ábyrgð skóla og heimila á þessum þáttum á náin tengsl og samvinnu. Skólanum „ber að stuðla að alhliða þroska hvers og eins“ og sinna jafnt mennt- un sem uppeldi. í aðalnám- skrá er talið brýnt að styrkja gagnrýna sjálfstæða hugsun, óttaleysi gagnvart breytingum, ábyrgð á eigin gerðum, umburðarlyndi og virðingu fyrir náunganum, umhverfinu og öðrum þjóð- um, náungakærleika og kristin gildi, skilning á sam- félagi og sögu, fjármála- skyldur, víðsýni og siðferði- leg gildi samfélagsins. Áhersla er lögð á „að byggja sérhvern nem- anda upp sem heilsteyptan ein- stakling ... og búa hann undir þátttöku í atvinnulífi, fjölskyldulífi og félagslífi". Skólum er í sjálf- svald sett hvaða leiðir þeir velja til að ná þeim markmiðum sem fram eru sett í aðalnámskrá. Lítið er vitað um væntingar vinnumarkaðarins á íslandi til starfsmanna sem hann þarfnast í framtíðinni. Örar breytingar skapa sífellt ný og áður óþekkt störf. Fyrir áratug var um helm- ingur þeirra starfa sem nú eru unnin ekki fyrir hendi. Fáir gátu vitað nákvæmlega hvað þeirra beið, hvorki fyrirtæki né einstakl- ingar. Þróunin verður efalítið á sömu leið og því þarf vinnuafl framtíðarinnar að hafa góða grunnmenntun en sérhæfing mun í æ ríkari mæli tengjast starfi Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson Geta skólar haft áhrif á gildismat æskunnar? spyija greinarhöfundar. # Er þekking á tilteknu námsefni lykill að velgengni? • Hefur áherslan á mælanlegan árangur fengið of mikið vægi? fremur en námi. í Noregi taldi sameiginleg nefnd fulltrúa at- vinnulífs og skóla að það sem kæmi fólki og fyrirtækjum best fælist fyrst og fremst í þrennu: samstarfshæfni, skapandi hugsun og ábyrgð á eigin verkum. Þótt ekki sé unnt að vísa til formlegra kannana hér á landi má vel merkja, t.d. í auglýsingum í dag- blöðum, að kröfur um lipurð í Jón Baldvin Hannesson Rúnar Sigþórsson Mannrækt og menntun f skólum mun birtast í tveim- ur hlutum. Greinin fjallar m.a. um mannrækt og sið- ferðilegt uppeldi í íslensk- um grunnskólum. Höfundar eru Jón Baldvin Hannesson og Rúnar Sigþórsson, báðir með meistaragráðu í skóla- stjórnun og skólaþróun frá Cambridge í Englandi. Jón og Rúnar eru sjálfstætt starfandi ráðgjafar og reka m.a. með öðrum ráðgjafar- fyrirtækið AGN ehf. AGN stendur fyrir Aukin gæði náms og er heildstætt þróunarverkefni fyrir skóla. Starfsmenn AGNs veita jafnframt ýmsa ráð- gjöf á sviði stjómunar og kennslu fyrir öll skólastig. samskiptum og færni í að vinna með öðrum að lausn fjölþættra viðfangsefna fái sífellt meira vægi. Persónulegur þroski? Þrátt fyrir ákvæði í lögum og námskrá bendir fátt til þess að hefðbundið skólastarf taki skipu- lega á persónulegum þroska ein- staklinga þótt einstakir kennarar setji sér metnaðarfull markmið í þá veru. Fyrir þessu eru eflaust ýmsar orsakir. I fyrsta lagi mætti nefna að áherslur á samræmd próf og mælanlegan náms- árangur hafa fengið og fá óþarflega mikið vægi. Það er skiljanlegt að sumu leyti enda virðast samræmd próf allt að því eini mæli- kvarðinn sem gripið er til vilji menn skoða árangur skóla. í öðru lagi hefur miklum kröftum og tíma verið eytt í vangaveltur um ýmsa þætti tengda flutn- ingi skólans frá ríki til sveitarfélaga, til að mynda uppbyggingu húsnæðis fyrir einsetningu. í þriðja lagi hafa launa- og kjaramál, ráðn- ingar, vinnutími og fleira er snert- ir ytri umgjörð skólastarfs sett kennarastéttina í varnarstöðu. Leiða má rök að því að þetta hafi bitnað á kröfum um breytingar á innra starfi skólanna. í fjórða og síðasta lagi hefur alþjóðleg þróun síðustu áratugina haft áhrif í þá átt að gera skóla „hlutlausa" gagnvart umfjöllun um gildismat eða mótun lífsgilda. Rætur þess- arar þróunar má að miklu leyti rekja til sjöunda áratugarins og þjóðfélagsbreytinga sem þá skóku vestræn samfélög, ekki síst Bandaríki Norður-Ameríku. Yngri kynslóðir lýstu yfir vantrausti á gildismat hinna eldri. Uppgjör við sögu kynþáttamismunar og kvennakúgunar, stríð í Víetnam, nýtilkomin pilla með frelsi í kynlífi og barátta „68-kynslóðarinnar“ fyrir frelsi til að neyta eiturlyfja

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.