Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 60
60 ÞRIÐJUDAGUR15. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ HESTAR Góðir kostir en mismunandi dýrir Afstaðin er óformleg könnun hestaþáttarins á verði og gæðum fjögurra tegunda spóna til undirburðar sem eru á markaði hér. I tvær vikur vigtaði Valdimar Kristinsson spæni undir hrossin sín og spáði í hvaða tegund þurrkaði best og eyddi stækju. KÖNNUNIN fór þannig fram að borið var undir átta hross í fjórum tveggja hesta stíum. Spænirnir voru frá Astund, BYKO og MR-búðinni en auk þess voru reyndir nýju spæn- imir sem kallast Woody Pet og sagt var frá í hestaþætti fyrir tveimur vikum. I öllum stíunum eru gegndrægar gúmmímottur og úr þremur þeirra var mokað daglega og borið undir sama magn af spónum frá Astund, Byko og MR-búðinni en úr fjórðu stíunni var mokað vikulega þar sem Woody Pet spænirnir voru bomir undir. Af þremur fyrstnefndu teg- undunum voru borin undir ýmist 3 eða 2 kíló sem þykir nokkuð ríflegt miðað við daglegan útmokstur. Svo virðist vera að þessir nýju spænir henti eingöngu I safnstíur þar sem ekki er mokað daglega. Var notað innihald úr tveimur pokum í upphafi og tað aðeins Mtillega hreinsað úr flesta dagana. Ekki var bætt spónum í stíuna en á sjötta degi virtust spænirnir mettir og far- ið að blotna í og þá var mokað út. Áhugaverður en dýr kostur Þessir spænir eru í raun kögglað sag og eru geysilega rakadrægir. Þegar sett var úr tveimur pokum undir tvö hross var stían mjög þurr og þægileg fyrir hrossin nánast all- an tímann og eins virtist efnið hafa góð áhrif á hófa, rakastigið hélst jafnt og gott og þeir voru mjög hreinir. A fyrsta sólarhringnum molna kögglarnir og breytast í mjúkan sagpúða. Gott er að hreinsa taðkögglana úr meðan sagið er þurrt, til dæmis með plastgaffli með tveggja til þriggja sentimetra bili milli álmanna. Hrynur þá sagið nið- ur en taðið situr eftir. Eins er mikil- vægt að róta í undirlaginu, til dæmis með hrífu, svo þurrt sag safnist ekki fyrir úti í homum og nýtist þar með ekki til þurrkunar. Það virðist ekki neinum blöðum um það að fletta að þetta efni er mun rakadrægara en aðrir spænir sem hér hafa sést á markaðnum og eru tvímælalaust besti kosturinn sem völ er á hvað það varðar. Það má hinsvegar setja spurningamerki við þá fullyrðingu að einn poki af Woody Pet jafnist á við átta poka af venju- legum innlendum spónum eins og fullyrt er. Að setja átta poka af venjulegum spónum í eina tveggja hesta stíu á sex eða sjö dögum þætti mikið bruðl. Að setja úr hálfum svörtum plastpoka á dag í slíka stíu þætti vel útilátið og myndi tryggja vel þurrt undirlag. Annar kostur sem Woody Pet spænir hafa fram yfir aðra í þessum samanburði er sá að það þarf mikið minna að moka heldur en ef borið væri undir úr þremur svörtum plastpokum á sex dögum. í verðsamanburði kemur Woody Pet þó óhagstætt út, pokinn kostar 790 krónur og þykir sjálfsagt flestum mikið að greiða rétt tæpar 1600 krónur á viku undir tvö hross. Ef greiddar eru 250 krónur fyrir poka af innlendum spónum væri verið að greiða 750 krónur fyrir vik- uskammtinn sem er mjög ríflegt og væri hægt að hafa kostnaðinn með góðu móti í 400 til 500 krónum. Kost- ir á móti eru hinsvegar lítil fyrirferð og þægilegt er að geyma Woody Pet svo og öll meðferð. Þá má ætla að Woody Pet bæti mjög loft í hesthús- um því efnið eyðir eða dregur mjög úr allri ammoníakstækju. Woody Pet pokamir voru vigtaðir og reyndust allir vera um fjórtán kíló. Notaðir voru fjórir pokar í tvær vikur. í hinar þrjár stíumar vora notaðir íslenskir spænir frá BYKO, sem vora mjög þurrir og góðir, og inn- fluttir þurrkaðir spænir sem Astund og MR-búðin selja. Er þar um að ræða spæni frá tveimur framleið- endum en gæði þeirra virtust mjög svipuð hvað varðar rakadrægni þótt þeir innfluttu virtust heldur betri. En það er margt annað en raka- drægnin sem kemur við sögu þegar meta skal gæði spóna og verð. Það sem innfluttu spænirnir hafa helst fram yfir þá innlendu er að þeim er pakkað í ferkantaða plastbagga sem era upp undir 25 kíló að þyngd og vel pressaðir. Af þessum sökum er mun minni íyrirferð af þeim heldur en íslenskum spónum í svörtum plastpokum og þeir staflast vel. Þá era þessir spænir sagðir þurrkaðir í ofni en það tryggir jöfn gæði sem alltaf er hægt að ganga að vísum. Óþrifnaður af lausum spónum íslensku spænina er einnig hægt að fá í gámum, stóram 20 feta eða litlum gámum og þarf þá að setja þá í poka eða blása inn eins og algengt er að gert sé. Þótt oftast sé um að ræða þurra og góða spæni getur bragðið til beggja vona með gæðin þegar verið er að vinna blautt tim- bur í trésmiðjunum. Dæmi er um að menn hafi fengið blauta spæni sem þurrka lítið eða nánast ekki neitt en slík tilfelli teljast vonandi til undan- tekninga. Þá getur verið mismikið í gámunum og era dæmi um að menn hafi fengið allt frá 180 plastpokum upp í 250 poka úr 20 feta gámi. Verð á 20 feta gámum er frá 16 þúsund krónum, sé spónunum sturtað, og upp í 20 þúsund krónur, bíði bíllinn meðan gámurinn er tæmdur. Verð á poka úr gámi getur verið frá 64 krónum á poka upp í 111 krónur, en það fer eftir magni í gámnum og því hvort sturtað er eða bíllinn látinn bíða meðan losað er. Vinnan við að losa gám er líklega eitt það óþrifa- legasta sem hægt er að komast í og era margir tilbúnir að greiða fyrir að losna við það og kaupa heldur spæni í pokum. Annað atriði sem vert er að minnast á er sá sóðaskap- ur sem fylgir því þegar lausum spónum er sturtað í hesthúsahverf- um. Oft er kvartað í nærliggjandi íbúðarhverfum þegar spænirnir fjúka yfir lóðirnar og húsin. Þá kem- ur oft fyrir að menn láta hrúgurnar standa klukkustundum saman af því að þeir hafa ekki tíma til að sekkja spænina strax. Einnig er misjafnt hversu vel menn þrífa eftir sig og ekki óalgengt að sjá spónaleifar þar sem menn hafa látið sturta þeim. Er líklega tímaspursmál hvenær verð- ur tekið á þessum málum því sóða- skapurinn sem þessu fylgir er tals- verður. Þá má ætla að í framtíðinni verði stærstur hluti spóna seldur í neytendaumbúðum. Afgreiðslufrestur á lausum spón- um er mjög langur yfir veturinn, í dag líklega um fjórir til fimm mán- uðir ef þeir fást á annað borð. Þrjú mót um helgina þrátt fyrir ófærð ÞRJU mót vora haldin um helgina, tvö samkvæmt mótaskrá LH og Hestamiðstöðin á Ingólfshvoli skellti á einu móti á laugardagskvöldið með litlum fyrirvara. Það leit ekki björgu- lega út með mótahald fyrri hluta laugardagsins en öll él birtir upp um síðir og það gerði það svo sannarlega því Gustsmenn fengu ágætis veður fyrir sitt mót sem haldið var utan- dyra á laugardeginum. Þau era ekk- ert að skríða í skjól með samkomur sínar hjá Gusti þótt þau hafi þessa líka fínu reiðhöU örfáa metra frá vell- inum. Hjá Sörla var hið árlega Grímutölt sem er opið en frekar h'tið var um að- komufólk enda færðin þung og getur verið fyrirhafnarsamt að ferðast með hross við slíkar aðstæður. Þeir létu sig þó hafa það strákamir úr Kjósinni Þorvaldur og Hreiðar og mættu gal- vaskir tíl leiks og gerðu góða ferð í fjörðinn. En í grímutöltið mæta knapar í dulargervi og enginn á að þekkjast fyrr en úrshtin eru ljós en þá láta menn grímuna falla. Ágæt til- breyting frá hinu hefbundna og góð skammdegisskemmtun hjá Sörla. Á IngólfshvoU var fámennt en góð- mennt þar sem boðið var upp á hefð- bundna töltkeppni og slaktaumatölt sem menn virðast nú ekki alveg til- búnir í því aðeins tveir tóku þátt í þeirri glímu. Enginn kom af höfuð- borgarsvæðinu enda heiðin sjálfsagt ekki verið árennUeg tU hrossaflutn- inga eftir óveðrið fyrr um daginn. En þetta var almennUegt hjá þeim á Ing- ólfshvoU, þrír dómarar og gefnar ein- kunnir eins og á alvöra íþróttamót- um. Samkvæmt mótaskrá LH verða tvö mót haldin um næstu helgi. Snæ- feUingar verða með mót í Stykishólmi og Andvari í Garðabæ verður með mót á Andvaravöllum. Engar frekari upplýsingar hafa borist um þessi mót. En úrsUt helgarinnar era á þessaleið. Grímutölt Sörla haldið á Sörla- stöðum Barnaflokkur: 1. „Prinsessumar tvær“, Sandra L. Þórðardóttir á Díönu frá Enni, Sörla 2. „Mexíkani“, Þorvaldur Hauks- son á Perlu frá Eyjólfsstöðum, Herði 3. ,Álfur“, Hreiðar Hauksson á Kulda frá Grímsstöðum, Herði 4. „Bangsi“, Margrét F. Sigurðar- dóttir á SkUdi frá Hrólfsstöðum, Sörla 5. „Batman“, SkúU Þ. Jóhannsson á Kúlubrún frá Bæ, Sörla Besti búningur í barnafl.: „Prins- essurnar tvær“ Sandra Líf Þórðar- dóttir á Díönu frá Enni Unglingaflokkur: 1. „Indíáni", Margrét Guðrúnar- dóttir á Blossa frá Árgerði, Sörla 2. „Brúðhjónin“, Pería D. Þórðar- dóttir á Gný frá Langholti II, Sörla \ '3 NÝTT-NÝTT Ný sterk fljótandi bíótínblanda flSTUflD FREMSTIR FYRIR GÆÐI Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Daníel Ingi Smárason fékk verðlaun á Tyson frá Búlandi en hér fer hann mikinn á Seiði frá Sigmundarstöðum. 3. „Nom“, Katrín Sif Sævarsdóttir á Lokki frá Hafnarfirði, Sörla Besti búningur í unglingaf.: „Brúðhjónin" Perla D. Þórðardóttir á Gný frá Langholti II, Sörla Ungmennaflokkur:l. „Indíáni", Daníel I. Smárason á Tyson frá Bú- landi, Sörla 2. „Tommi“, Hinrik Sigurðsson á Garra frá Grand, Sörla 3. „Batman", Eyjólfur Þorsteins- son á Kolfinnu frá Skarði, Sörla 4. „Víkingur" Pétur Siguijónsson á Nökkva frá Hæringsstöðum, Sörla 5. „Hippi“, Kristín Ósk Þórðardótt- ir á Tý frá Lambleiksstöðum, Sörla Besti búningur í ungmennafl.: „Nom“ Vaka Ý. Sævarsdóttir á Páfa fráBakka, Sörla Opinn flokkur: 1. „Víkingatrúður“, Elsa Magnús- dóttir á Loka frá Vogsósum II, Sörla 2. „Monsa“, Inga C. Campos á Þrándi frá Auðsstöðum, Sörla 3. „íþróttamaður Sörla“, Sigurður Ævarsson á Leið frá Ögmundarstöð- um, Sörla 4. „Arabahöfðingi", Pjetur Pjet- ursson á Fjöður frá Hólavatni, Sörla 5. „Lionbar", Hjörtur Bergstað á Fiðlu frá Fjöreggi, Fáki Besti búningur í opnum fl.: „ íþróttamaður Sörla“ Sigurður Ævarsson á Leið frá Ögmundarsöð- um, Sörla Tilþrifaverðlaun: „Batman“, Eyj- ólfur Þorsteinsson ungmennafl. Vetrarleikar Gusts í Glaðheimum Pollar: 1. Sigrún Sigurðardóttir á Degi frá BúðarhóU 2. Guðný B. Guðmundsdóttir á Litla-Rauð frá Svignaskarði 3. Guðlaug R. Þórsdóttir á HUn frá Múlakoti Böm: 1. Bjamleifur S. Bjamleifsson á Sóma frá Laxámesi Unglingar 1. Berglind R. Guðmundsdóttir á Sjöstjömu frá Svignaskarði 2. Ölafur Guðmundsson á Óðni frá Skógskoti 3. Reynir A. Þórsson á Baldri frá Miðey 4. María Einarsdóttir á Ferli frá Hjaltastöðum 5. Elka Halldórsdóttir á Ábóta frá Bólstað Ungmenni: 1. Pála Hallgrímsdóttir á Kára frá Þóreyjamúpi 2. Sigríður Þorsteinsdóttir á Blesa frá Kópavogi Konur: 1. Linda Reynisdóttir á Þrá frá Skógarholti 2. Björg M. Þórsdóttir á Snerpu frá Stóra-Asgeirsá 3. Ásta D. Bjamadóttir á Eldi frá Hóli 4. Oddný M. Jónsdóttir á Brodda frá Svignaskarði 5. Helga JúUusdóttir á Hrannari frá Skeiðháholti Karlar: 1. Sigurður Leifsson á Sörla frá KálfhóU 2. Guðmundur Skúlason á Maíst- jömu frá Svignaskarði 3. Steingrímur Sigurðsson á Nótt frá Blesastöðum 4. Hlynur Þórisson á Krumma frá Vindheimum 5. Will Covert á Röðli frá Ási Heldri menn: 1. Hilmar Jónsson á Toppi frá Skíðbakka Töltmót Ingólfshvoli Tölt, T1 Steindór Guðmundsson á Val frá Hellubæ, 5,8/6,1 2. Elka Guðmundsdóttir á Ófeigi, 5,56/5,94 Jón R. Jónsson Guðni frá Heiðar- brún, 5,56/5,85 Hallgrímur Birkisson á Gormi frá Grímsstöðum, 5,56/5,70 Hulda Brynjólfsdóttir Þórdísi frá Kotströnd, 5,53/5,656. Rakel Ró- bertsdóttir á Pílu frá SvínafelU, 5,53/ 5,66 Slaktaumatölt, T 2 Steindór Guðmundsson á Blóma fráDalsmynni, 6,0 Áslaug F. Guðmundsdóttir á Vin frá Hala, 5,4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.