Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Blásýrumengað vatn úr gullnámu í Rúmenfu veldur miklu tjóni 1 ánni Tisza Reuters Serbneskur hreinsunarmaður notar kvísl til að fjarlægja dauðan fisk úr ánni Tisza í norðurhluta Serbíu. Mengimin sögð „eitra alla fæðukeðjuna“ Búdapest, Perth, París. AP, AFP. Lýst sem mesta mengunarslysi heims frá Tsjernobyl-slysinu MENGUNARSLYS I RUMENIU Blásýrublandað vatn frá gullnámu í Rúmeníu hefur mengað ár í Ungverjalandi og Júgóslavíu. Mengunin varð til þess að bannað var að nota vatn og selja fisk úr ánum. ■ 30. janúar, Aurul gullnáman Eigendur gullnámunnar segja að „afbrigðileg veðurskilyrði“ hafi orðið til þess að blásýru- blandað vatn hafi flættyfir 94 hektara stíflu námunnar. Biásýra var notuð í námunni til að aðskilja gull og grjót. UÁætlaðerað 100.000 rúm- metrar af menguðu vatni hafi borist í á við stífluna. Hermt var um helgina að 80% af öllum Hfverum árinnar Tisza hafi drepist. Mengað vatn barst í Dóná á sunnudag. Stækkaðsvæði □ Heimild: MTI-Econews ^ ZOLTAN Illes, formaður um- hverfisnefndar ungverska þings- ins, varaði við því í gær að þung- málmar, sem borist hafa með blásýrumenguðu vatni í ár í Ung- verjalandi og Júgóslavíu eftir mengunarslys í Rúmeníu, myndu „eitra alla fæðukeðjuna" næstu ár- in. Hann tók ennfremur undir full- yrðingar umhverfisverndarsinna um að þetta sé mesta mengunar- slys heims frá kjarnorkuslysinu í Tsjernobyl í Úkraínu árið 1986. Stjórnvöld í Rúmeníu sögðu þetta hins vegar miklar ýkjur. „Sú staðreynd að þungmálmar bárust einnig í árnar þýðir að vandamálið er jafnvel enn alvar- legra,“ sagði Illes í sjónvarpsvið- tali. „Þetta mun eitra alla fæðu- keðjuna... Það var eins og nifteindasprengja hefði sprungið. Allar lífverurnar hafa drepist." Serbar hóta málshöfðun Blásýrumengunin barst á sunnu- dag í Dóná þar sem hún rennur um Serbíu. Fiskar voru sagðir hafa drepist í ánni þótt blásýran hefði þynnst út og serbneskir embættismenn sögðu að höfðað yrði mál gegn þeim sem bæru ábyrgð á menguninni. Embættismennirnir sögðu að mengunin hefði eytt nær öllu lífi í ánni Tisza áður en hún barst í Dóná. „Við ætlum að krefjast þess að tjónið verði metið og að sökudólg- unum verði refsað,“ sagði Bratis- lav Blazic, umhverfisráðherra Ser- bíu. „Jafnvel gerlarnir drápust" Mengunin átti upptök sín í norð- vesturhluta Rúmeníu þar sem blásýrublandað vatn flæddi yfir stíflu gullnámu í Baia Mare 30. janúar. Mengunin barst fyrst í ána Szamos og þaðan í Tisza, sem rennur í suður um austanvert Ungverjaland og norðaustanverða Júgóslavíu, sambandsríki Serbíu og Svartfjallalands, og fellur í Dóná um 40 km norður af Belgrad. „Tisza er dauð. Jafnvel gerlarnir drápust," sagði Blazic þegar hann skoðaði mengunarsvæðið. Ung- versk yfirvöld segja að rúmlega 80 tonn af dauðum fiski hafi þegar verið fjarlægð úr ánni og drykkj- arvatn milljóna manna hafi meng- ast. Stjórn Rúmeníu sakaði hins veg- ar stjómvöld og fjölmiðla í Ung- verjalandi og Júgóslavíu um að hafa ýkt afleiðingar mengunar- slyssins og sagði að mengunin myndi „hverfa“ þegar hún bærist í Dóná þar sem hún væri miklu stærri en Tisza. Jovan Babovic, landbúnaðarráð- herra Serbíu, staðfesti þetta og sagði að eftir að mengaða vatnið barst í Dóná á sunnudag hefði blásýrumagnið verið um 0,2 milli- grömm á hvern lítra og mengunin teldist ekki lengur banvæn. Fyrri mælingar bentu til þess að blásýrumagnið í Tisza hefði verið 20 sinnum meira en viðunandi telst og „eytt öllu lífi í Tisza“, að sögn Predrag Prolic, yfirmanns eitur- efnafræðideildar Belgrad-háskóla. Prolic sagði að mengunin hefði ekki aðeins eytt lífinu í vatninu heldur væru fuglar sem éta fiskinn og villt dýr í hættu. Mengað vatn gæti einnig borist í jarðveginn, grasið, kornakra og búpening. Frjósamar sléttur í norðurhluta Serbíu eru kornforðabúr landsins og vatn úr Tisza er notað þar til áveitu. Nokkrir umhverfisverndarsinn- ar segja að þetta kunni að reynast alvarlegasta mengunarslys heims frá Tsjernobyl-slysinu, mesta kjarnorkuslysi sögunnar. „Afbrigðilegum veður- skilyrðum" kennt um Blásýra var notuð til að vinna gull úr málmgrýti í gullnámunni í Rúmeníu og áætlað er að um 100.000 rúmmetrar af blásýru- blönduðu vatni hafi flætt yfir stíflu námunnar í Szamosá. Ástralska námafyrirtækið Esm- aralda Exploration á helmingshlut í námunni en hinn helmingurinn er í eigu fjögurra rúmenskra ríkisfyr- irtækja. I yfirlýsingu frá Esmaralda Exploration í gær var dregið í efa að mengunarslysið hefði valdið skaða í ám í Júgóslavíu. Fyrirtæk- ið sagði einnig að yfirlýsingar yfir- valda í Ungverjalandi um mengun- ina væru „stórlega ýktar“. Colin Barnett, auðlindamálaráð- herra Vestur-Astralíu, sagði að slysið hefði orðið vegna „afbrigði- legra veðurskilyrða en ekki ófull- kominna mannvirkja". „Ég hef enga ástæðu til að ætla að náman hafi ekki verið byggð samkvæmt hámarkskröfum, sömu kröfum og gerðar eru til ástralskra námafyr- irtækja í Ástralíu," bætti hann við. Barnett viðurkenndi þó að hann hefði miklar áhyggjur af því að mengunarslysið gæti skaðað ástr- ölsk námafyrirtæki. Stjórnendur Esmaralda Exploration hafa verið varaðir við því að fyrirtækið megi búast við háum skaðabótakröfum. Viðskipti með hlutabréf í fyrir- tækinu voru stöðvuð um stundar- sakir í vikunni sem leið eftir að gengi þeirra hafði lækkað um tæp 40% vegna slyssins. Dóná sleppur við alvar- legustu afleiðingarnar Sérfræðingar sögðu í gær að Dóná myndi að öllum líkindum sleppa við alvarlegustu afleiðingar mengunarslyssins en þungmálm- arnir sem bárust í Tisza gætu hins vegar haft mjög alvarleg áhrif á vistkerfið næstu árin. Tim Lack, mengunarsérfræðing- ur við Vatnsrannsóknamiðstöðina í Bretlandi, sagði að Dóná væri svo vatnsmikil og straumþung að blásýran ætti að þynnast hratt út. Blásýrumengun í ám væri „í meg- inatriðum skammtímavandamál“. Aðeins 2,6 milligrömm af blásýru á hvern lítra blóðs draga menn til dauða og mikið magn blásýru getur borist í gegnum jarðveginn í grunnvatnið. Blásýra þynnist hins vegar vel út í ám og gufar smám saman upp, að sögn Pauls Whitehouse, bresks sérfræðings í eiturefnafræði. Hann bætti við að blásýra bærist ekki upp fæðukeðjuna þegar rándýr æti blásýrumengaða plöntu eða skepnu. Ungversk yfirvöld sögðu að við mælingar á vatninu í Tisza á laug- ardag hefði blásýrumagnið verið um 0,005 milligrömm á hvern lítra, þannig að það væri drykkjarhæft. Þetta er t.a.m. 40 sinnum minna en leyfilegt hámarksmagn blásýru í drykkjarvatni í Bandaríkjunum. Þungmálmarnir „eitra umhverfið miklu lengur“ Mest hætta stafar hins vegar af sinki og öðrum þungmálmum sem bárust í Tisza og gætu komist í fæðukeðjuna. „Blásýran þynnist út en þungmálmar, sem eru mjög eitraðir, hafa sest í aurinn. Þeir sundrast miklu hægar og eitra um- hverfið miklu lengur," sagði Karo- ly Pinter, sérfræðingur ungverska landbúnaðarráðuneytisins. Árásin á Amazon, CNN og fl. Er þrjót- urinn þýskur? MARGT bendir til, að tölvu- þrjóturinn, sem gerði atlögu að og lamaði um stund nokk- ur kunn vefsetur í síðustu viku, sé í Þýskalandi. Tölvusérfræðingar hjá FBI, bandarísku alríkis- lögreglunni, eru nú að kanna mann, sem kallaður er Mixter og býr líklega í Þýskalandi. Skýrði þýska dagblaðið Die Welt frá því í gær. Talið er, að hann brjótist inn í tölvu- kerfi með aðstoð hugbúnaðar, sem kallast „Stacheldraht" eða gaddavír. Sagt er, að ein af þeim tölv- um, sem þrjóturinn braust inn í og notaði við árásina á vefsetrin, t.d. Amazon og CNN, sé í Þýskalandi en einnig var tölvukerfi Kalif- orníuháskóla í Santa Barbara notað í sama skyni. Talið er, að þeir, sem vinna að þessu máli, verði að kanna umferð um hundruð tölva í leit sinni að upptökunum en þessi uppákoma verður einnig aðalmálið á fundi Bills Clin- tons, forseta Bandaríkjanna, með fremstu tölvufræðingum landsins síðar í vikunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.