Morgunblaðið - 15.02.2000, Page 30

Morgunblaðið - 15.02.2000, Page 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Blásýrumengað vatn úr gullnámu í Rúmenfu veldur miklu tjóni 1 ánni Tisza Reuters Serbneskur hreinsunarmaður notar kvísl til að fjarlægja dauðan fisk úr ánni Tisza í norðurhluta Serbíu. Mengimin sögð „eitra alla fæðukeðjuna“ Búdapest, Perth, París. AP, AFP. Lýst sem mesta mengunarslysi heims frá Tsjernobyl-slysinu MENGUNARSLYS I RUMENIU Blásýrublandað vatn frá gullnámu í Rúmeníu hefur mengað ár í Ungverjalandi og Júgóslavíu. Mengunin varð til þess að bannað var að nota vatn og selja fisk úr ánum. ■ 30. janúar, Aurul gullnáman Eigendur gullnámunnar segja að „afbrigðileg veðurskilyrði“ hafi orðið til þess að blásýru- blandað vatn hafi flættyfir 94 hektara stíflu námunnar. Biásýra var notuð í námunni til að aðskilja gull og grjót. UÁætlaðerað 100.000 rúm- metrar af menguðu vatni hafi borist í á við stífluna. Hermt var um helgina að 80% af öllum Hfverum árinnar Tisza hafi drepist. Mengað vatn barst í Dóná á sunnudag. Stækkaðsvæði □ Heimild: MTI-Econews ^ ZOLTAN Illes, formaður um- hverfisnefndar ungverska þings- ins, varaði við því í gær að þung- málmar, sem borist hafa með blásýrumenguðu vatni í ár í Ung- verjalandi og Júgóslavíu eftir mengunarslys í Rúmeníu, myndu „eitra alla fæðukeðjuna" næstu ár- in. Hann tók ennfremur undir full- yrðingar umhverfisverndarsinna um að þetta sé mesta mengunar- slys heims frá kjarnorkuslysinu í Tsjernobyl í Úkraínu árið 1986. Stjórnvöld í Rúmeníu sögðu þetta hins vegar miklar ýkjur. „Sú staðreynd að þungmálmar bárust einnig í árnar þýðir að vandamálið er jafnvel enn alvar- legra,“ sagði Illes í sjónvarpsvið- tali. „Þetta mun eitra alla fæðu- keðjuna... Það var eins og nifteindasprengja hefði sprungið. Allar lífverurnar hafa drepist." Serbar hóta málshöfðun Blásýrumengunin barst á sunnu- dag í Dóná þar sem hún rennur um Serbíu. Fiskar voru sagðir hafa drepist í ánni þótt blásýran hefði þynnst út og serbneskir embættismenn sögðu að höfðað yrði mál gegn þeim sem bæru ábyrgð á menguninni. Embættismennirnir sögðu að mengunin hefði eytt nær öllu lífi í ánni Tisza áður en hún barst í Dóná. „Við ætlum að krefjast þess að tjónið verði metið og að sökudólg- unum verði refsað,“ sagði Bratis- lav Blazic, umhverfisráðherra Ser- bíu. „Jafnvel gerlarnir drápust" Mengunin átti upptök sín í norð- vesturhluta Rúmeníu þar sem blásýrublandað vatn flæddi yfir stíflu gullnámu í Baia Mare 30. janúar. Mengunin barst fyrst í ána Szamos og þaðan í Tisza, sem rennur í suður um austanvert Ungverjaland og norðaustanverða Júgóslavíu, sambandsríki Serbíu og Svartfjallalands, og fellur í Dóná um 40 km norður af Belgrad. „Tisza er dauð. Jafnvel gerlarnir drápust," sagði Blazic þegar hann skoðaði mengunarsvæðið. Ung- versk yfirvöld segja að rúmlega 80 tonn af dauðum fiski hafi þegar verið fjarlægð úr ánni og drykkj- arvatn milljóna manna hafi meng- ast. Stjórn Rúmeníu sakaði hins veg- ar stjómvöld og fjölmiðla í Ung- verjalandi og Júgóslavíu um að hafa ýkt afleiðingar mengunar- slyssins og sagði að mengunin myndi „hverfa“ þegar hún bærist í Dóná þar sem hún væri miklu stærri en Tisza. Jovan Babovic, landbúnaðarráð- herra Serbíu, staðfesti þetta og sagði að eftir að mengaða vatnið barst í Dóná á sunnudag hefði blásýrumagnið verið um 0,2 milli- grömm á hvern lítra og mengunin teldist ekki lengur banvæn. Fyrri mælingar bentu til þess að blásýrumagnið í Tisza hefði verið 20 sinnum meira en viðunandi telst og „eytt öllu lífi í Tisza“, að sögn Predrag Prolic, yfirmanns eitur- efnafræðideildar Belgrad-háskóla. Prolic sagði að mengunin hefði ekki aðeins eytt lífinu í vatninu heldur væru fuglar sem éta fiskinn og villt dýr í hættu. Mengað vatn gæti einnig borist í jarðveginn, grasið, kornakra og búpening. Frjósamar sléttur í norðurhluta Serbíu eru kornforðabúr landsins og vatn úr Tisza er notað þar til áveitu. Nokkrir umhverfisverndarsinn- ar segja að þetta kunni að reynast alvarlegasta mengunarslys heims frá Tsjernobyl-slysinu, mesta kjarnorkuslysi sögunnar. „Afbrigðilegum veður- skilyrðum" kennt um Blásýra var notuð til að vinna gull úr málmgrýti í gullnámunni í Rúmeníu og áætlað er að um 100.000 rúmmetrar af blásýru- blönduðu vatni hafi flætt yfir stíflu námunnar í Szamosá. Ástralska námafyrirtækið Esm- aralda Exploration á helmingshlut í námunni en hinn helmingurinn er í eigu fjögurra rúmenskra ríkisfyr- irtækja. I yfirlýsingu frá Esmaralda Exploration í gær var dregið í efa að mengunarslysið hefði valdið skaða í ám í Júgóslavíu. Fyrirtæk- ið sagði einnig að yfirlýsingar yfir- valda í Ungverjalandi um mengun- ina væru „stórlega ýktar“. Colin Barnett, auðlindamálaráð- herra Vestur-Astralíu, sagði að slysið hefði orðið vegna „afbrigði- legra veðurskilyrða en ekki ófull- kominna mannvirkja". „Ég hef enga ástæðu til að ætla að náman hafi ekki verið byggð samkvæmt hámarkskröfum, sömu kröfum og gerðar eru til ástralskra námafyr- irtækja í Ástralíu," bætti hann við. Barnett viðurkenndi þó að hann hefði miklar áhyggjur af því að mengunarslysið gæti skaðað ástr- ölsk námafyrirtæki. Stjórnendur Esmaralda Exploration hafa verið varaðir við því að fyrirtækið megi búast við háum skaðabótakröfum. Viðskipti með hlutabréf í fyrir- tækinu voru stöðvuð um stundar- sakir í vikunni sem leið eftir að gengi þeirra hafði lækkað um tæp 40% vegna slyssins. Dóná sleppur við alvar- legustu afleiðingarnar Sérfræðingar sögðu í gær að Dóná myndi að öllum líkindum sleppa við alvarlegustu afleiðingar mengunarslyssins en þungmálm- arnir sem bárust í Tisza gætu hins vegar haft mjög alvarleg áhrif á vistkerfið næstu árin. Tim Lack, mengunarsérfræðing- ur við Vatnsrannsóknamiðstöðina í Bretlandi, sagði að Dóná væri svo vatnsmikil og straumþung að blásýran ætti að þynnast hratt út. Blásýrumengun í ám væri „í meg- inatriðum skammtímavandamál“. Aðeins 2,6 milligrömm af blásýru á hvern lítra blóðs draga menn til dauða og mikið magn blásýru getur borist í gegnum jarðveginn í grunnvatnið. Blásýra þynnist hins vegar vel út í ám og gufar smám saman upp, að sögn Pauls Whitehouse, bresks sérfræðings í eiturefnafræði. Hann bætti við að blásýra bærist ekki upp fæðukeðjuna þegar rándýr æti blásýrumengaða plöntu eða skepnu. Ungversk yfirvöld sögðu að við mælingar á vatninu í Tisza á laug- ardag hefði blásýrumagnið verið um 0,005 milligrömm á hvern lítra, þannig að það væri drykkjarhæft. Þetta er t.a.m. 40 sinnum minna en leyfilegt hámarksmagn blásýru í drykkjarvatni í Bandaríkjunum. Þungmálmarnir „eitra umhverfið miklu lengur“ Mest hætta stafar hins vegar af sinki og öðrum þungmálmum sem bárust í Tisza og gætu komist í fæðukeðjuna. „Blásýran þynnist út en þungmálmar, sem eru mjög eitraðir, hafa sest í aurinn. Þeir sundrast miklu hægar og eitra um- hverfið miklu lengur," sagði Karo- ly Pinter, sérfræðingur ungverska landbúnaðarráðuneytisins. Árásin á Amazon, CNN og fl. Er þrjót- urinn þýskur? MARGT bendir til, að tölvu- þrjóturinn, sem gerði atlögu að og lamaði um stund nokk- ur kunn vefsetur í síðustu viku, sé í Þýskalandi. Tölvusérfræðingar hjá FBI, bandarísku alríkis- lögreglunni, eru nú að kanna mann, sem kallaður er Mixter og býr líklega í Þýskalandi. Skýrði þýska dagblaðið Die Welt frá því í gær. Talið er, að hann brjótist inn í tölvu- kerfi með aðstoð hugbúnaðar, sem kallast „Stacheldraht" eða gaddavír. Sagt er, að ein af þeim tölv- um, sem þrjóturinn braust inn í og notaði við árásina á vefsetrin, t.d. Amazon og CNN, sé í Þýskalandi en einnig var tölvukerfi Kalif- orníuháskóla í Santa Barbara notað í sama skyni. Talið er, að þeir, sem vinna að þessu máli, verði að kanna umferð um hundruð tölva í leit sinni að upptökunum en þessi uppákoma verður einnig aðalmálið á fundi Bills Clin- tons, forseta Bandaríkjanna, með fremstu tölvufræðingum landsins síðar í vikunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.