Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2000 45» MINNINGAR Alvilda var mikill gleðigjafi á heimilinu og hjá systkinum sínum, þeim Grétu og Bensa á Vallá. Þegar Inga fór svo að vinna utan heimilis, á vistheimilinu í Arnarholti, þar sem hún sá um þvottahús staðarins, var móðir okkar, Sigurást, um tíma á Vallá til að líta til með Gunnhildi, móður Magnúsar, sem komin var á tíræðisaldur. Við systurnar sendum alúðar- kveðjur til Alvildu, Úlfs og Þor- bjargar og fjölskyldna þeirra. Ólöf P. Hraunijörð. Það var eitt haust fyrir allmörg- um árum er ég var í heimsókn hjá Huldu systur minni í Útkoti á Kjal- arnesi að hún bað mig að skreppa með sér á næsta bæ, Hjarðarnes, þar byggi Ingveldur frænka okkar, eða Inga eins og hún kallaði hana. Ég man að það fyrsta sem ég tók eftir á heimilinu, mér til ánægju, var hve mikið var til af bókum og hvað heimilisfólkið var vel lesið. Inga var með græna fingur bæði hvað snerti blóm og börn. Hún hafði fallega söngrödd og var í kór bæði á Kjalarnesi og seinna í Mosfellsbæ, þar sem hún bjó seinustu árin. Henni var margt til lista lagt. Inga var hafsjór af fróðleik, glaðlynd og hláturmild. Þau eru ófá börnin sem áttu skjól hjá henni. Heimili hennar var ætíð opið gestum og gangandi. Hún safnaði þeim auð sem mölur og ryð fá ekki grandað af hinu átti hún lítið og það truflaði hana ekki. Inga átti eina dóttur, Aivildu, og milli þeirra var alltaf mikið ástríki. Ég vil þakka Ingu frænku minni þann kærleika sem hún sýndi ætíð fjöl- skyldu minni og okkar góðu kynni. Alvildu og fósturbörnum Ingu og fjölskyldu sendi ég kærar kveðjur. Guðlaug P. Hraunfjörð. Látin er Ingveldur Þorsteinsdótt- ir á Vallá á Kjalarnesi. Mig langar að minnast hennar með nokkrum orðum og þakka henni samferðina í 66 ár. Það var einn morgun snemma vors árið 1934 að ég tæpra fjögurra ára kom inn í stóra eldhúsið á æsku- heimili mínu í Brautarholti og tók þá eftir að það var komin ný stúlka á heimilið. Það vakti athygli mína að stúlkan var svo feimin að hún stóð lengi í sömu sporunum í borðstof- unni inn af eldhúsinu. Þetta var Inga, 18 ára, feimin Dalastúlka komin á stórt sveitaheimili til þess að vinna fyrir sér. Á þeim árum var löng leið frá Þrándarkoti í Dalasýslu suður á Kjalarnes. Feimnin mun hafa farið fljótt af Ingu og samlagaðist hún fljótt öllum á þessu stóra heimili þar sem fjöldinn fór oft upp í 25 manns. Lífsgleði Ingu smitaði alla í kring- um hana, sama hvort það var við vinnu eða leik, og þessi eiginleiki hennar var alltaf sá sami fram á seinustu daga hennar í þessu lífi. Foreldrar Ingu, Aivilda Boga- dóttir Sigurðssonar kaupmanns í Búðardal og Þorsteinn Gíslason, bjuggu í Ljárskógarseli og Þránd- arkoti í Dalasýslu fram yfir 1932 en þá missti Þorsteinn heilsuna og Al- vilda þurfti að fara að vinna fyrir sér og yngstu börnunum og þá kom hún einnig suður og vann hjá for- eldrum mínum í Brautarholti frá 1939-1945 er hún fluttist til Magn- úsar sonar síns í Búðardal. Þrátt fyrir það að heimskreppan 1930-1940 hefði vaxandi áhrif á landbúnaðarframleiðsluna hér á landi á þessum árum, þá juku ís- lenskir bændur framleiðsluna hjá sér og tæknivæddu búin og vinnslu- stöðvarnar. Starfsmenn sem unnu hjá föður mínum þessi ár sögðu mér seinna þegar þeir rifjuðu upp veru sína hjá honum að laun hefðu verið það góð að þeir hafi getað veitt sér ýmislegt umfram það sem launa- menn í þéttbýlinu gátu gert. Oft ræddum við Inga um þessa tíma, sérstaklega eftir að hún flutt- ist á dvalarheimili aldraðra á Hlað- hömrum í Mosfellsbæ þar sem henni leið mjög vel seinustu árin. Hún hafði unun af því að rifja upp ýmis atvik frá þessum tíma í Braut- arholti og við vorum sammála um að mannlíf á þessum stóru bændabýl- um hefði verið bæði fjölþætt og skemmtilegt bæði fyrir unga og aldna. Heyskapartíminn þá var gjörólík- ur þeim sem nú er. Heyjað var með hesta- og handverkfærum. Rakstr- arvélar og heyýtur sem dregnar voru af hestum sópuðu saman þurru heyinu á túnum og allir sem vettl- ingi gátu valdið voru að raka túnið og sæta upp galtana. Síðdegiskaffið var drukkið undir einum galta og ilmurinn af töðunni blandaðist kaffi- ylnum og nýbökuðu brauði. Þetta voru veislur sveitafólksins. I byrjun ágúst var venjan að senda kaupafólkið út í Andriðsey í vikutíma og heyja þar. Gist var í gömlum bæ þar, sem þá var ennþá uppistandandi. Eftir vikuna kom heyskaparfólkið í land og var fagn- að eins og hetjum sem komu úr langferð. Helgarnar voru sérstakur kafli því þá komu frændur og frænkur úr Reykjavík með Júlla rútubflstjóra. Því þá voru ekki böllin eða bjór- krárnar, það var sem sagt meira að gerast í sveitinni en í höfuðborginni. Venja var að fara einn sunnudag á sumri á Þingvöll og þá var troðið í Fordinn hans föður míns og Magn- ús á Vallá, sem seinna varð sambýl- ismaður Ingu, fenginn með Chevrolet-kassabflinn, sem hann átti. Mikið var sungið á leiðinni og vinsælast var að vera í kassabílnum því þar var mesta fjörið. Sungin voru nýjustu og vinsælustu lögin og þær sem kunnu öll lögin og vísurnar voru Inga og Dísa eða frænkurnar Labba og Adda. 1936 réðst Kristmann Sturlaugs- son til föður míns. Hann var ættað- ur úr Dalasýslu, mikill snillingur í höndum, smiður góður á bæði járn og tré. Ef sleðar eða leikbílar biluðu var farið með hlutinn til Kristmanns og hann varð betri en nýr. Það var gaman fyrir börn að vera með Kristmanni. Hann bar sigurorð af sínum keppinautum og þau Inga hófu sambúð 1938. Hjá Ingu og Kristmanni ólust upp þau Úlfur Ragnarsson bróður- sonur hennar og Þorbjörg Þorvarð- ardóttir. Þau voru þeim góðir for- eldrar. I Hjarðarnesi bjuggu þau flest sín sambýlisár. Þetta var hæg jörð og eigendur Hjarðarness, þau Lóa og Guðmundur Þorsteinsson gullsmiður, voru miklir vinir þeirra. Inga og Kristmann slitu samvist- um skömmu eftir að þau fluttu að Litlu-Vallá. Um 1960 hóf Inga sambúð með Magnúsi Benediktssyni bónda og bflstjóra á Vallá og varð hún þeirrar gæfu aðnjótandi að eignast með honum dótturina Alvildu 1964. Magnús lést 1966 og eftir það vann Inga í Arnarholti á vistheimilinu og var í hlutverkinu einstæð móðir, sem hún skilaði með prýði. Mikla tryggð batt Inga við Braut- arholt, kirkjuna þar og Arnarholt þar sem hún vann í mörg ár og við messur á báðum stöðum söng hún með kirkjukórnum fram á það sein- asta. Ég þakka Ingu samferðina og votta Álvildu, Úlla, Tobbu og öðrum aðstandendum samúð mína og fjöl- skyldu minnar. Páll Ólafsson. Fyrir rúmum sex áratugum flutt- ist ung stúlka vestan úr Dölum úr heimahögum sínum á heimili for- eldra minna í Brautarholti, senni- legast að undirlagi móður minnar, sem átti sínar æskustöðvar þar. Þessi vistráðning var upphafið að áratuga samferð og vináttu Ingu, eins og hún var ætíð kölluð, við for- eldra mína og okkur systkinin, sem aldrei bar skugga á. Svo var um annað heimilisfólk og raunar sam- ferðafólk hennar alla tíð. Hún hafði næmt auga fyrir fólki og því sem það átti við að glíma hverju sinni. Börn áttu visst athvarf hjá henni, svo eftir var leitað. Ég kynntist fljótlega mannlífi og rammíslenskum bæjarnöfnum í Búðardal, er móðir mín og Inga áttu saman góðar stundir við upprifjun frá æskuárum sínum. Grínsöm var hún og skemmtileg. Ég sagði einhvem tíma við hana að mig minnti, að hún hefði verið vin- sælasta kaupakonan í Brautarholti á sinni tíð. Þá svaraði hún: „Hvern- ig vogarðu þér að segja þetta, Jón?“ Eg var alltaf sami drengurinn í hennar augum. Það var skemmtileg tilfinning, sem entist okkur alla tíð. Við systkinin vorum eitt sinn á leið úr skólanum á Klébergi og komum við hjá Ingu á Vallá. Þá bar hún okkur út á hlað kúfaðan disk með þykkt skomum jólakökum og stórri könnu af ískaldri mjólk, sem var heldur betur vel þegið og stytti langan gang heim. Síðan er jóla- kaka ekki jólakaka nema þykkt sneidd að hætti Ingu á Vallá. Á aldarafmæli Brautarholt- skirkju 1958 var stofnaður kirkju- kór og var Inga meðal stofnenda og ein aðaldriffjöður kórsins alla tíð; oft nefnd samnefnari okkar kórfé- laganna. Þegar kórinn fór í ógleym- anlega söngferð til Kildare og Dubl- in á Irlandi fyrir nokkram ámm var Inga hrókur alls fagnaðar sem fyrr og minntist ferðarinnar með blik í augum. Síðustu ár sín dvaldi Inga í íbúð- um aldraðra að Hlaðhömmm í Mos- fellsbæ. Þar naut hún samvistar við jafnaldra sína og vini svo og umönn- unar ágæts starfsfólks og þeirra sem sinna starfi aldraðra þar í bæ. Þökk sé þeim. Þar fannst henni allir dagar vera hátíðisdagar. Hún söng í kór aldraðra og kom allt fram á síð- asta ár í traustri fylgd vina sinna, Páls organista og Þorbjargar í Naustanesi, til þess að syngja við messur í Amarholti, þar sem hún hafði starfað í mörg ár við umönnun vistfólksins. Inga safnaði ekki ver- aldarauði og bjó eflaust stundum við heldur kröpp kjör, en hún bætti sér það ríkulega upp með gefandi samskiptum við samferðamenn sína. Hennar er ljúft að minnast. Dóttur hennar Alvildu, fóstur- börnum hennar Úlfi og Þorbjörgu er vottuð innileg samúð. Jón Ólafsson. Mig langar að skrifa fáein minn- ingarorð um hana Ingu mína. Ég kynntist Ingu og AJvildu, dóttur hennar, fyrir nítján árum þegar við „ unnum á sama vinnustað. Það vari^- upphafið af mörgum og góðum stundum sem ég átti með þeim mæðgum. Þessar minningar um liðnar stundir mun ég geyma í hjarta mínu. Síðasta sumar áttum við Inga góðar stundir saman þegar ég leit til með henni á meðan dóttir henn- ar var í fríi í Bandaríkjunum. Það var mér mikils virði að finna hve þakklát hún var fyrir þessar heim- sóknir og það að hún liti á mig sem eina úr fjölskyldunni. Þegar móðir mín lést síðla árs 1996 fann ég mik- inn stuðning frá Ingu og Alvildu og í hjarta mínu veit ég að þær dvelja nú saman heilbrigðar hjá himna- föðurnum. Alvilda bauð mér að verja síðustu jólum með fjölskyldunni og er ég þakklát fyrir að hafa fengið að taka þátt í jólagleðinni með þeim. Inga kom beint af sjúkrahúsinu til Al- vildu á aðfangadag eftir að hafa ver- ið mikið lasin um nokkurt skeið og ég sá að það var henni mikils virði að fá að vera heima í faðmi Alvildu og Þóris. Laugardaginn 29. janúar hitti ég Ingu í síðasta skiptið. Hún var hress og sagði við okkur Alvildu: „Emð þið komnar, vinkonurnar?" á sinn skemmtilega hátt. Elsku Alvilda megi guð styrkja þig og leiða á þessum erfiðu tímum en minning um yndislega móður og vinkonu mun ávallt lifa. Lát huggast, bam, þvi Ifkn er öllum lögð, og lífið sjálft mun tállaust veita hana. Hið liðna er aðeins til sem saga sögð, og sál þín hlustar kannski af gömlum vana. í krafti þess, sem kemur eða fer, þú kallar ekki fram þín tár né ama. Það snart þig ei og enginn mark þess sér, því innstu vitund þinni stóð á sama. Svo týnist okkar æskuvon og þrá, allt, sem við höfum feprst lært og kunnað. Eg, sem hef unnað meira en nokkur má, minnist ei framar neins, sem ég hef unnað. (Steinn Steinarr.) Þín vinkona, Halla. ^ + Elínborg Mar- grét Bjarnadóttir fæddist í Reykjavík 2.8. 1918. Hún Iést á gjörgæsludeild Sjukrahúss Reykja- víkur 5.2. síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar vom Bjarni Pétursson beykir, f. 13.1. 1889, d. 12.11. 1976, og María Guð- mundsdóttir, f. 30.10. 1884, d. 18.7. 1967. Elínborg var yngst þriggja systra, elst var Lilja Bendixen, f. 14.11.1914, d. 20.6.1988, en eftir- lifandi er Lára Petrína, f. 5.7. 1916. Elínborg giftist 31.5. 1941 Erik Ingvar Ingvarsson, injólkurfræð- ingi, f. 13.12. 1915 í Danmörku, d. 11.1. 1978. Þau eignuðust Ijögur börn. 1) Örn, f. 2.10. 1942, eigin- kona hans er Ester Eiríksdóttir. Það er skyndilega komið að kveðjustund, hún Ella mín er dáin. Hún sem hefur verið mér heimsins Þau eiga þrjú börn og fimm barnabörn. 2) María Kristíne, f. 1.4. 1945, eiginmað- ur hennar er Birgir H. Traustason. Mar- ía á fjögur börn frá fyrra hjónabandi og fimm barnabörn. 3) Bjarni, f. 16.12. 1951, eiginkona hans er Hafdi's Halls- dóttir. Þau eiga tvö börn. 4) Lilja, f. 2.1. 1958, eiginmaður hennar er Einar Bjarni Bjarnason. Þau eiga tvö börn. Meginhluta ævinnar annaðist Elínborg heimili og börn. 1973 hóf hún störf í mötuneyti Landsbanka fslands, Laugavegi 77, og starfaði þar til 70 ára aldurs. Útför Elínborgar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13:30. besta tengdamóðir í 27 ár. Ég vil þakka fyrir þann tíma. Það vora ynd- isleg ár. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin Ijúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj.Sig.) Guð blessi minningu tengdamóður minnar, Elínborgar Margrétar Bjamadóttur. Hafdís Hallsdóttir. Á þessari erfiðu stund leita marg- ar minningar á, og væri hægt að segja mikið og gott um móðursystur okkar, Ellu. Dæmi sem koma upp í hugann era: Hversu bjartsýn og jákvæð hún var, aldrei var sagt nokkuð neikvætt af því hún vildi frekar tala um já- kvæða hluti. Okkur hefur verið sagt að bjartsýn hafi hún verið fram á síð- ustu stund. Hún gerði mikið til að halda sambandi við fjölskylduna í Danmörku og við vonum að næsta kynslóð vilji halda við þessu sam- bandi sem er svo mikils virði fyrir okkur. Ómetanlegt var að koma í 80 ára afmæli hennar, en við höfðum fyrir löngu lofað að hittast við það tæki- færi. Það var gott að geta staðið við það loforð. Þökk fyrir öll árin sem þú varst hér. Þú verður alltaf í hjarta okkar. Blessuð sé minning þín. Kveðja frá systkinunum í Dan- mörku, Grétu, Kristjáni og Bjama. ELINBORG MARGRÉT BJARNADÓTTIR LEGSTEINAR 15 - 30% afsláttur ef pantað er í febrúar. 15% afsláttur af letri og skrauti. t öraníl’ Helluhraun 14 Hafnarfjörður Sími: 565 2707 S i\ ■ ';i. :j\' í' >1 1 \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.