Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Formaður tölvunefndar segir miklar kröfur gerðar til öryggis gagnagrunns á heilbrigðissviði Mikið magn viðkvæmra upplýsinga um heilsufar landsmanna, sem varðveittar eru á sjúkrastofnunum landsins, verða væntanlega fluttar í miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði. Skv. skilmálum tölvunefndar verða bæði persónuauðkenni sjúklinga og heiisufarsupplýsingar dulkóðaðar í grunninum. 011 gerð og starfsemi grunnsins verður háð sívirku eftirliti Tölvunefnd er falið veigamikið hlutverk við að tryggja öryggi í miðlægum gagnagrunni á heilbrigðissviði. Páll Hreinsson, formaður tölvunefndar, svaraði spurningum Ómars Friðrikssonar um öryggiskerfí væntanlegs gagnagrunns og með hvaða ráðum verði komið í veg fyrir að unnt verði að bera kennsl á einstaklinga í grunninum. SAMKVÆMT lögunum um gagnagrunn á heilbrigðis- sviði var tölvunefnd falið að setja öryggisskilmála til að tryggja öryggi og persónuvernd í gagnagrunninum. Páll Hreinsson, formaður tölvunefndar, var fyrst spurður hvernig nefndin hefði unnið að þessu verkefni. „Með mikilli einföldun má segja að fyrst hafi verið lögð vinna í að greina lögfræðilegar kröfur gagna- grunnslaganna til tækni- öryggis- og skipulags gagnagrunnsins. Þannig var meðal annars kannað að hvaða leyti löggjafmn hefði tekið af- stöðu til þess hvaða leiðir skyldu valdar við tæknilega útfærslu þess- ara atriða. Þá var meðal annars kannað að hvaða leyti tölvunefnd hefði valdheimildir til þess að skil- greina frekari kröfur til annarra þátta, en löggjafinn hafði sett fram. Umtalsverð vinna fór í þennan þátt málsins þar sem gagnagrunnslögin eru ekki eins skýr að þessu leyti og best hefði verið á kosið. Þannig er tímafrekur lestur lögskýringar- gagna grundvallaratriði um skiln- ing á forsendum og markmiðum laganna. Til viðbótar má geta þess að frumvarpið tók umtalsverðum breytingum við 3. umræðu á Alþingi og skilningur á þeim fæst ekki nema við lestur lögskýringargagna. Þegar hinn lögfræðilegi rammi um kröfur, markmið og forsendur löggjafans, hafði þannig verið lagð- ur að vinnu tölvunefndar við gerð tækni-, öryggis- og skipulagskrafna gagnagrunnsins hófst vinna hinna íslensku og erlendu sérfræðinga tölvunefndar við að skilgreina þau tæknilegu skilyrði sem uppfylla verður svo þeim markmiðum verði náð að að tryggja persónuvernd og öryggi gagna í gagnagrunninum í samræmi við forsendur laganna. í því sambandi var mikilvægur þáttur í tölvuöryggi að skilgreina hættur og hvernig bregðast megi við þeim. Öryggi vélbúnaðar og hugbúnaðar er alls ekki það eina sem vinna þurfti að. Til að tryggja öryggi tölv- ukerfa þarf að beita markvissum aðferðum sem felast m.a. í tækni- lausnum, stjórnun og virku eftirliti. Enginn einn þessara þátta er nægi- legur til að tryggja öryggi, heldur er samþætting allra þessara að- ferða forsenda fyrir góðum ára- ngri,“ segir Páll. - íslenskri erfðagreiningu var falið að leggja fram verklýsingu með umsókn um rekstrarleyfíð. Var tekið mið af henni eða setti tölvu- nefnd einhliða skilmála? „Að því leyti sem gagnagrunns- lögin taka ekki af skarið um hvernig fyrirkomulag tækni, öryggis og skipulags gagngrunnsins skuli hag- að, skipti að sjálfsögðu máli hvernig umsækjandi um rekstrarleyfíð vildi haga þessum málum. í samræmi við bæði skráðar og óskráðar reglur stjórnsýsluréttarins var að sjálf- sögðu tekið tillit til óska umsækj- anda að svo miklu leyti sem tölvu- nefnd taldi þær skynsamlegar og samræmast þeim markmiðum sem hún vann eftir lögum samkvæmt. Öryggisskilmálar tölvunefndar, eins og þeir eru á hverjum tíma, teljast á hinn bóginn í lögfræðileg- um skilningi einhliða ákvörðun stjórnvalds, sem tekin er í skjóli op- inbers valds lögum samkvæmt.“ Ómarkviss umræða - Er tryggt, með þeim öiyggis- kröfum sem tölvunefnd setur, að upplýsingar sem safnað verður í grunninn séu ekki persónugreinan- legar? „Allt frá því frumvarp til gagna- gi-unnslaganna kom fyrst fram hafa deilur staðið um það hvort telja beri upplýsingar í gagnagrunninum „ópersónugreinanlegar". Þessi um- ræða hefur því miður ekki verið markviss af þeirri einföldu ástæðu að hvorki í íslenskum lögum né fjöl- þjóðlegum samningum hefur hug- takið „ópersónugreinanlegar upp- lýsingar" verið notað í fullkomlega samræmdri merkingu. Af þessu til- efni sá tölvunefnd sérstaka ástæðu til að benda Alþingi á það, við með- ferð frumvarps til gagnagrunnslag- anna, að þetta hugtak væri t.d. not- að í annarri merkingu í lögum nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplýsinga heldur en í gagna- grunnslögunum. Af 7. gr. gagna- grunnslaganna svo og lögskýringargögnum þeirra er ljóst að nokkrir þættir þurfa að vera fyrir hendi svo upplýsingarnar teljist ópersónugreinanlegar í skilningi þeirra laga. Eitt af meginatriðun- um er að persónuauð- kenni séu dulkóuðuð í eina átt þannig að ekki sé hægt að rekja upp- lýsingarnar til baka. Þetta kemur t.d. fram í 7. gr. laganna en þar segir að persónuauðkenni skuli dul- kóðuð fyrir ílutning í gagnagrunn- inn þannig að tryggt sé að starfs- menn rekstrarleyfishafa vinni einungis með ópersónugreinanlegar upplýsingar. Annað meginatriði laganna er, að gagnagrunnurinn er í eðli sínu tölfræðigagnagrunnur þannig að ekki skal unnt að bera kennsl á einstaklinga í þeim svör- um, sem hugbúnaður gagnagrunns; ins leyfír að veita. í samræmi við þetta markmið er til dæmis mælt svo fyrir í lögun- um að ekki megi veita beinan aðgang að gögnum í gagna- grunninum og að ekki megi veita upplýsing- ar um einstaklinga. Þannig verður því komið í veg fyrir það með margþættum að- gerðum að hægt sé að skoða grunngögn gagnagrunnsins um heilsufarsupplýsingar einstaklinga. Þær upplýsingar sem úr gagnagrunninum koma fela því einvörðungu í sér töl- fræðilegar niðurstöður um hópa. Til þess að tryggja betur þetta mark- mið verður öðrum aðferðum einnig beitt. Öll vinna tölvunefndar sem nú þegar hefur verið unnin, og á eftir að vinna, hefur verið byggð á því að ná framangreindum markmiðum gagnagrunnslaganna. Tölvunefnd mun ekki ljúka vinnu sinni að gerð gagnagrunnsins og staðfesta af sinni hálfu að vinnsla megi hefjast fyrr en þessum markmiðum hefur verið náð. Eftir það tekur við úttekt af hálfu óháðs sérfræðings á sviði öryggismála upplýsingakerfa á veg- um starfrækslunefndar, sem jafn- framt skal lokið áður en vinnsla hefst,“ segir Páll. Tölvunefnd ákvað að ganga lengra en lögin áskilja - Er rétt að heilsufarsupplýsing- ar verði ekki dulkóðaðar með sama hætti og persónuauðkenni? „Allar þessar upplýsingar verða dulkóðaðar í gagnagrunninum. Gagnagrunnslögin mæla fyrir um ólíka dulkóðun eftir því hvort um er að ræða persónuauðkenni sjúklings eða upplýsingar um heilsufar, þ.e. sjúkdóma, greiningu, meðferð o.fl. Samkvæmt gagnagrunnslögunum skulu persónuauðkenni sjúklings dulkóðuð í eina átt. Heilsufarsupp- lýsingar skulu hins vegar dulkóðað- ar fyrir flutning til að tryggja ör- yggi þeirra, sbr. 7. gr. laganna. Samkvæmt nefndaráliti meiri hluta heilbrigðis- og trygginganefndar með breytingartillögu nefndarinn- ar, sem samþykkt var við 2. um- ræðu um frumvarpið, skyldu heilsu- farsupplýsingar, þ.e. upplýsingar um sjúkdóma og heilsu, einvörð- ungu dulkóðaðar við flutning í gagnagrunninn, en ekki liggja í gagnagrunninum á dulkóðuðu formi, sbr. þskj. 402. í samvinnu við rekstrarleyfishafa ákvað tölvunefnd að ganga lengra en lögin að þessu leyti og áskilja að heilsufarsupplýsingar skyldu varð- veittar dulkóðaðar í gagnagrunnin- um. Það er einvörðungu í þeirri andrá þegar tölvan vinnur með upp- lýsingar um heilsu og sjúkdóma að þær eru afkóðaðar til þess að fá töl- fræðilegar niðurstöður. Miklar kröfur eru gerðar til dulkóðunar heilsuafarsupplýsinganna og verður rekstrarleyfishafa gert að nota dul- kóðunarlykla sem eru yfir 10.000 bitar að lengd. Til samanburðar skal þess getið að hér á landi eru í dag notaðir mun styttri lyklar, t.d. 64-128 bitar. Til að forðast mis- skilning er hins vegar nauðsynlegt að árétta, að upplýsingar um pers- ónuauðkenni verða aftur á móti dul- kóðaðar í eina átt og verða aldrei „afkóðaðar“ við vinnsluna. - Hvaða skilyrði setur tölvunefnd um verklag og vinnuferli við sam- tengingu heilbrigðisupplýsinga í grunninum við gagnagrunna Is- lenskrar erfðagreiningar, sem inni- halda ættfræðiupplýsingar og erfðafræðilegar upplýsingar? „Ein af þeim meginbreytingum sem gerð var á frumvarpi til gagna- grunnslaganna við 3. umræðu á Al- þingi var að bætt var við 10. gr. ákvæði er mælir svo fyrir að rekstr- arleyfishafi skuli móta verklag og vinnuferli sem uppfylli skilyrði tölvunefndar til að tryggja persónu- vernd við samtengingu upplýsinga úr gagnagrunni á heilbrigðissviði, gagnagrunni með ættfræðiupplýs- ingum og gagnagrunni með erfða- fræðilegum upplýsingum. í fram- haldsnefndaráliti meiri hluta heilbrigðis- og trygginganefndar kemur fram að áður en slík sam- tenging eigi sér stað skuli gengið úr skugga um að hún uppfylli skilyrði tölvunefndar. í ræðu framsögu- manns meiri hluta heilbrigðis- og trygginganefndar kom fram að ekki væri heimilt að samkeyra slíkar upplýsingar án samþykkis tölvu- Páll Hreinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.