Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2000 33 LISTIR Morgunblaðið/Þorkell Orn Magnússon píanóleikari, Finnur Bjarnason tenór og Ingveldur Yr Jónsdóttir mezzósópran. A myndina vantar Mörtu Guðrúnu Halldórs- dóttur sópransöngkonu. fslensk einsöngslög í Salnum Ogrynni til af fallegum íslenskum lögum EINSÖNGSTÓNLEIKAR í fyrsta hluta tónlistarhátíðar Tónskálda- félags íslands verða í Salnum í Kópavogi í kvöld kl. 20.30. Tón- leikarnir eru haldnir í samvinnu við Reykjavík, menningar- borg Evrópu árið 2000. Þar flytja þau Marta Guðrún Halldórsdóttir sópran, Ing- veldur Yr Jónsdóttir mezzó- sópran, Finnur Bjarnason tenór og Örn Magnússon píanó- leikari íslensk einsöngslög frá fyrri hluta 20. aldar. Islensk tónlist síðustu 100 ára verður í brennidepli á tónlistar- hátíð Tónskáldafélagsins en á þessari öld hafa orðið til flestar af merkustu tónsmiðum íslendinga. Hátiðinni er skipt í þrjár tónleika- raðir og eru þessir tónleikar hluti af fyrstu tónleikaröðinni, íslenskir einsöngstónleikar I. Á efnisskrá tónleikanna i kvöld eru lög eftir Pál Isólfsson, Sig- valda Kaldalóns, Inga T. Lárus- son, Bjarna Þorsteinsson, Árna Thorsteinsson, Þórarin Guð- mundsson, Sigurð Þórðarson, Jón „Þetta sön ská ió- J maður þ< í ^ suntrið á< Leifs, Emil Thoroddsen, Eyþór Stefánsson, Pétur Sigurðsson, Sig- fús Einarsson og fleiri. Margl sem kemur á óvart „Þetta er þverskurður af ein- söngslögum íslenskra tón- skálda frá fyrri hluta ald- arinnar. Fæst þessara laga hafa verið mikið flutt, en inn á milli rekst þó á lög sem maður hefur sungið áður,“ segir Ingveldur Yr. Hún segir það hafa verið mjög áhugavert verkefni að skoða þenn- an hluta fslensku söngbók- menntasögunnar og margt hafi þar komið á óvart. Á efnisskránni séu þó nokkur lög sem hún hafi aldrei heyrt og ekki einu sinni heyrt um. „Það er merkilegt að sjá hvílík ógrynni eru til af fallegum íslenskum Iögum,“ heldur hún áfram og segir þann brunn seint verða tæmdan. Forsala aðgöngumiða er hjá Upplýsingamiðstöð ferðamála í Bankastræti en miðar verða einn- ig seldir við innganginn í kvöld. Ólafur Darri Ólafsson f hlutverki götusóparans. Glúr- inn götu- sópari SJOIWARP S u n n u d a g s 1 e i k h ú s i ö TJR ÖSKUNNI í ELDINN Handrit: Krisfján Dignus. Leikstjóri: Óskar Jónasson. Leikarar: Ólafur Darri Ólafsson, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Þorsteinn Bachmann, Gunnar Jónsson, Pétur Einarsson o. fl. HJARTAHREINN hreinsi- tæknir (götusópari) hjá Reykja- víkurborg finnur meðvitundar- lausa stúlku í ruslahrúgu á bakvið skemmtistað í miðborginni og fer með hana heim og hlúir að henni. Hún reynist flækt í glæpamál og hinn geðprúði sópari reynist betri en enginn við að hjálpa henni að losna úr klóm útfararsveinsins og glæpahundsins Barkar yngri Barkarsonar. Glæpastarfsemi hans og föður hans felst í þeirri iðju að selja sömu líkkistuna aftur og aftur og stúlkan hefur undir höndum myndir af athæfi þeirra. Sóparinn aftur á móti býr með drykkfelldri móður sinni og dýrk- ar Hauk Morthens með slíkum til- þrifum að Haukur er honum sannkallaður Haukur í horni þeg- ar mest á ríður. Minnti samspil ímyndunarinnar og tónlistarinnar við raunveruleikann sterkt á með- höndlun Dennis Potters í mynda- flokkunum Pennies from Heaven og Lipstick on his Collar. Það gerði ekkert til enda vel unnið úr hugmyndinni og féll vel að efninu. Mesta ánægju undirritaðs með Úr öskunni í eldinn var einmitt hversu vel var unnið úr efninu og hve yfirlætislaust en vel hugsað handritið var. Kannski ekki djúprist saga eða ýkja frumleg ef horft er til þess að persónur féllu í föst mót sjónvarpsmyndanna. Saklaus piltur hittir hjartagóða stúlku sem lent hefur á glapstig- um. I lokin hreppir hann svo stúlkuna sem hefur reynslu fyrir þau bæði.Vondi kallinn er býsna vondur en Þorsteinn Bachmann gæddi hann þó umkomuleysi og öryggisleysi, svo hann virtist ekki ýkja hættulegur, fremur eins kon- ar spilltur pabbastrákur, þar til í lokin að hann reyndist tilbúinn til að moka yfir andstæðingana í fyllstu merkingu. Þá var félaga hans nóg boðið og hringdi á lögg- una. Dáldið gott og verulega ís- lenskt. Óskar Jónasson fann réttu leið- ina að þessari mynd. Frásagnar- aðferðin með kómískum áherslum þó ekki verði beint sagt að myndin hafí verið fyndin. Um leið hélt Óskar fast í ein- lægnina sem Dignus skrifar handa persónunum. Sjónarhorn myndavélar oft skondið og ásamt tónlistinni undirstrikaði brosleg- an tóninn og gaf myndinni líflega áferð. Óskari má einnig hrósa í há- stert fyrir að setja leikara á alla pósta, þannig að myndin gaf hvergi eftir að þvi leyti og undir- strikaði það sem löngu er orðið ljóst þeim sem vilja vita að hinn ís- lenski leikarahópur er orðinn nógu stór og fjölbreyttur til að manna megi hvaða sjónvarps- eða bíómynd sem er. Hópurinn á vinnustað sóparans var vel sam- settur og sannfærandi, Dofri Her- mannsson og Jón Egill Jónsson áttu ágætan sprett í lokin, Jón Hjartarsson var góður verkstjóri, Magnús Ragnarsson leit út fyrir að hafa aldrei unnið annars staðar en hjá Rannsóknarlögreglunni og Pétur Einarsson var vel heima sem útfararstjórinn Börkur eldri. Þau Ólafur Darri og Nanna Kristín áttu þó stærstan þátt í að gera þessa mynd jafn skemmti- lega og raun varð á; verulega góð- ur og áreynslulaus leikur hjá þeim báðum. Hafi tilgangurinn verið að búa til mynd sem hélt áhorfandan- um við efnið og skemmti honum í leiðinni þá tókst það ætlunarverk. Dignus á greinilega erindi inn á þennan vettvang og vonandi hefur hann fleira í smíðum í þessa veru. Hávar Sigurjónsson Hinn klassíski Charlie Parker á sviði TONLIST Gcislaplötur CHARLIE PARKER Charlie Parker: The complete live performance on Savoy. Diskur 1. Kvintett Charlie Parkers á Royal Roost 4.9.1948 - 25.12.1948. Disk- ur 2. Kvintett Charlie Parkers á Royal Roost 1.1.1949 - 12.2.1949. Diskur 3. Kvintett Charlie Parkers á Royal Roost 12.2.1949 - 12.3. 1949. Diskur 4. Charlie Parker í Chicago. 23.10.1950 og kvintett Charlie Parkers og Dizzy Gillespies í Carnegie Hall 29.9.1947. Útgefið af Savoy jazz. Japis dreifir á Islandi. HIN heilaga þrenning djassspun- ans, Louis Ármstrong, Charlie Parker og Miles Davis, eru helstu snillingar djasssögunnar ásamt höf- uðtónskáldinu Duke Ellington. Auð- vitað er þetta alhæfing samanber Béin þrjú og Mozart í klassíkinni. Margir eru skrefi fjær eins og Dizzy Gillespie, sem ekki átti minni þátt í umsköpun djassins í bíbopp en Parker. Engin ný tónlistarstefna stekkur fullsköpuð úr höfði eins manns eins og Pallas-Aþena úr höfði Seifs. Margt er líkt með Charlie Parker, eða Bird eins og hann var gjarnan kallaður, og Mozart og lífshlaup þeirra beggja nægjanlega ævintýra- legt fyrir Hollywood-stórmyndir; Amadeus eftir Forman og Bird eftir Eastwood. Báðir voru snillingar af guðs náð en ævikjörin oft kröpp. Bird varð aðeins tæplega 35 ára, Mozart rúmlega, en Bird skildi ekki jafnmikið eftir sig og tónskáldið klassíska. Hann var spunameistari og háður upptökum og í Bandaríkj- um eftirstríðsáranna var sú list lítils metin sem ekki malaði gull og skiln- ingur á byltingarkenndri tónlist bí- boppleikaranna svo til enginn. Helstu hljóðversupptökur Parkers voru gerðar af smáfyrirtækjunum Dial, Savoy og Verve. Þar voru við stjórnvölinn stórhuga hugsjóna- menn eins og Norman Granz, sem settu listina ofar hagnaðarvon. Ekk- ert djassplötusafn rís undir nafni án þess að þar sé að finna það sem Parker hljóðritaði fyrir þessi fyrir- tæki í hljóðveri - en þar þarf líka að finna úrval af því sem hljóðritað var með Parker á tónleikum og þá er úr vöndu að ráða. Mikið af þeim hljóðr- itunum er svo ófullkomið að aðeins harðir Parkergeggjarar hlusta á þær frá upphafi til enda þó að allt sem hann blési hefði ómetanlegt gildi fyrir djassþróunina. Ungir að- dáendur eltu hann klúbb úr klúbbi, borg úr borg, og hljóðrituðu sólóa hans. Slökktu oftast á tækjunum þegar aðrir tóku sólóa. Slíkt má heyra á hinum frægu upptökum Dave Benedetti er Mosaic hefur gef- ið út. Aftur á móti eru upptökurnar á Savoy-diskunum annarrar gerðar. Þetta eru útvarpsútsendingar frá Royal Roost-klúbbnum fræga í New York þar sem Symphony Sid var kynnir, klúbbupptökur frá Chicago 1950 þar sem innanbæjarmenn iéku með meistaranum og svo tónleikar í Carnegie Hall frá árinu 1947 þar sem hið alltof sjaldgæfa gerðist; Dizzy Gillespie og Charlie Parker blésu saman. Þetta voru höfuðsnill- ingar bíboppsins og þótt Miles Dav- is væri einn helsti meistari djassins veitti hann Bird aldrei það mótvægi sem Dizzy gerði. Tónlist hans var annarrar ættar. Margir eiga brot af Royal Roost-upptökunum á ýmsum breiðskífum sem hér fengust á árum áður eins og Parker-útgáfum Saga/ Ero og ESP. En hér má heyra þær í allri sinni dýrð frá upphafi til enda í réttri tímaröð. Á elstu upptökunum frá 4. september 1948 eru Miles Davis á trompet, Tadd Dameron á píanó, Curley Russell á bassa og Max Roach á trommur með Bird. Lögin eru 52nd Street theme og Ko- Ko. Spilamennskan er fín þótt Dam- eron sé ekki sterkur píanisti. Næstu upptökur eru frá 11. desember 1948 og eru þá A1 Haig og Tommy Potter komnir í stað Damerons og Russ- ells. Þetta er einhver albesta hljóm- sveit sem Parker stjórnaði og hvert meistaraverkið rekur annað. Haig er kraftmikill boppari og Miles Dav- is er á hápunkti bíboppferils síns. Síðustu upptökurnar með kvintett- inum á Royal Roost frá 18. desem- ber 1948 eru jafnframt síðustu upp- tökur Parkerkvintettsins með Davis þótt þeir hljóðrituðu seinna saman fyrir Verve. Ópusarnir níu með þessum kvintett frá Royal Roost eru hápunktur diskanna ásamt upptök- unum með Dizzy frá Carnegie Hall og varla jafnast nokkrar tónleika- upptökur Birds á við þessar ef und- an eru skildar upptökurnar frá Massey Hall þar sem Dizzy, Max og Bud Powell léku með honum. Eftir að Miles yfirgaf Bird tók Kenny Dorham sæti hans. Hann hafði bæði orðið fyrir áhrifum frá Dizzy og Mi: les og hæfði Parker ágætlega. í febrúar 1949 bætast svo tenórsaxó- fónleikarinn Lucky Thompson og víbrafónleikarinn Milt Jackson í hópinn og munar um minna. Þeir eru einnig á síðustu Royal Roost- upptökunni frá 12. mars 1949. Allt sem Charlie Parker blés skipti máli. Hann var að sjálfsögðu ekki alltaf í jafngóðu formi, en slakur Parker var betri en flestir aðrir í toppformi. Þó var undantekning á þegar víman náði yfirhöndinni, en heróínið eitr- aði líf Birds mestalla ævi, en hann gerði sér grein fyrir því og sagði eitt sinn að hver sá sem teldi sér trú um að hann léki betur í vímu en hreinn lygi hrikalega að sjálfum sér. Á þessum diskum er þó aðeins að finna eitt lag sem betur hefði verið óútgefið; Groovin’ high frá 29. jan- úar 1949. Bird hafði þá ekkert vald á hljóðfærinu og það er ekki sæmandi minningu hans að gefa slíkt út. Þetta er enn verra en Dial-upptök- urnar frá 29. júlí 1946 þar sem hann blés á barmi taugaáfalls. Þar er þó að finna túlkun hans á Lover man, sem þrátt fyrir alla sína ágalla opn- ar sýn inn í hyldýpi mannlegrar ör- væntingar og minnir á ýmislegt það er Lester Young blés síðustu æviár sín. Parker fyrirgaf aldrei að þær upptökur skyldu vera gefnar út, en hann hafði fengið borgað, lá á sjúkrahúsi og réð engu þar um. Þess má geta að áhrif Lester Youngs skjóta víða upp kollinum í spuna Birds á Royal Roost og þó sér í lagi í sólóum Miles Davis. Það er ekki mikið að segja um upptökurnar frá Chicago. Hljóm- gæðin eru ekki mikil og sólóar Park- ers bera af eins og gull af eiri, en þarna er eina upptakan sem til er með honum blásandi söngdans Richards Rodgers: Therés a small hotel. Safni þessu lýkur á stórbrotnum upptökum úr Carnegie Hall frá 29. september 1947. Hrynsveitina skipa John Lewis, píanó, A1 McKibbon, bassa, og Joe Harris, trommur. Bird og Dizzy blása A night in Tunisia, Dizzy athmosphere og Groovin high eftir Dizzy og Confirmation og Ko- Ko eftir Bird. Þótt hrynsveitin sé illa upptekin bæta sólóar Birds og Dizzy það upp - djasstónlist gerist varla betri. Ég vona að ungir djassunnendur beri gæfu til að hlusta á þessar upp- tökur og búi yfir þeim hæfileika minnar kynslóðar að endurskapa hið raunverulega „sánd“ meðan hlustað er. Vonandi hefur upptöku- tækni nútímans, sem oft á tíðum gefur sist réttari mynd af tónlistinni en frumstæðari tækni fyrri tíma, ekki spillt hæfileikanum til að nema snillina og bæta í eyðurnar þar sem hljóðnemarnir hafa ekki náð að gegna hlutverki sínu. Vernharður Linnet
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.