Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2000 65 FRETTIR 100 leiðsögumenn í ferðaþjónustu á Islandi skora á Norsk Hydro að draga sig út úr samningum um byggingu álvers í Reyðarfírði Nútíma lög o g leikreglur um mat á umhverfisáhrifum verði virt Skrúfupressur -stimpilpressur EITT HUNDRAÐ leiðsögumenn í ferðaþjónustu á íslandi hafa skorað á Norsk Hydro að di’aga sig út úr samningum við íslendinga um bygg- ingu álvers í Reyðarfirði meðan ekki hefur farið fram lögformlegt um- hverfismat á fyrirhugaðri Fljóts- dalsvirkjun. Hópurinn skipar sér með þessu í röð 100 listamannna, 100 lækna og 100 arkitekta sem nú þegar hafa sent sams konar áskorun til Norsk Hydro og norskra stjómvalda. Hér á eftir fer bréf leiðsögumannanna til norskra stjómvalda og Norsk Hydro í fullri lengd ásamt nöfnum rámlega eitt hundrað leiðsögumanna. „Við undirrituð krefjumst þess að fram fari lögformlegt mat á umhverf- isáhrifum Fljótsdalsvirkjunar. Ríkis- stjórn okkar hefur sniðgengið vilja meirihluta þjóðarinnar um mat á um- hverfisáhrifum og fórnar ómetanleg- um náttúmverðmætum - Eyjabökk- um. Það svæði tilheyrir stærsta ósnortna víðerni í V-Evrópu og hefur einnig ómetanlegt alþjóðlegt gildi sem stærsta fellisvæði heiðagæsar- innar. Ferðaþjónustan hefur fjárfest í vistvænni ímynd og stórbrotinni náttúm íslands. Sú staðreynd að ferðaþjónustan er annar stærsti at- vinnuvegur á íslandi í dag endur- speglar áhuga ferðamanna á einstak- ri óbyggðri náttúm landsins um leið og hún ber vitni um þá fjármuni sem í henni búa. Við viljum að staldrað sé við og málið skoðað frá öllum hliðum, hvað séu verðmæti til framtíðar. Þama er um að ræða Fljótsdalsvirkj- un og álver í Reyðarfirði en álver eða önnur stóriðja er forsenda virkjunar- áætlana. Norsk Hydro er þátttak- andi í áætlunum um fyrirhugað álver. Við skomm á Norsk Hydro að virða þær nútíma leikreglur og lög um mat á umhverfisáhrifum sem gilda t.d. í Noregi og vora sett á ís- landi 1993 en ríkisstjórn okkar hefur sniðgengið. Við skoram á Norðmenn að draga sig út úr samningum við Is- lendinga á meðan slík vinnubrögð em viðhöfð. Hér á landi hafa verið gerðar skoðanakannanir þar sem fram hefur komið að mikill meirihluti þjóðarinn- ar styður kröfuna um að fram fari lögformlegt umhverfismat. Farið hefur fram víðtæk undirskriftasöfn- un til stuðnings þeirri kröfu. Við viij- um að lýðræðislegar leikreglur séu virtar, að lög séu virt og síðast en ekki síst að hugsað sé í fullri alvöm um raunveraleg verðmæti í nútíð og fyrir framtíð." Aðalheiður Guðmundsdóttir, Andrea Burgherr, Andres Guð- mundsson, Anna Jóhannsdóttir, Anna Margrét Bjamadóttir, Anna Margrét Ólafsdóttir, Anna Rún Atla- dóttir, Ari Arnórsson, Ai-ngunnur Ýr Gylfadóttir, Ásgerður Ágústsdóttir, Áslaug J. Marínósdóttir, Ásta Arnar- dóttir, Ásta Melitta Urbancic, Ásta Þorleifsdóttir, Bima G. Bjamieifs- dóttir, Bima Imsland, Bjarki Bjama- son, Bryndís Guðnadóttir, Bryndís Helgadóttir, Brynjar Viborg, Coletta Biirling, Dorothee Kirch, Dóra Hjálmarsdóttir, dr. Ole Lindquist, Dröfn Guðmundsdóttir, Edda Gísla- dóttir, Einar Torfi Finnsson, Einar Þorleifsson, Elfa Þöll Grétarsdóttir, Elín Gunnhildur Guðmundsdóttir, Erla Erlendsdóttir, Eyþór Heiðberg, Frans Gíslason, Friðjón Axfjörð Árnason, Friðrik Á. Brekkan, Frið- Varað við svikum í kortaviðskiptum UNDANFARIÐ hafa komið upp endurtekin tilvik þar sem svikin hef- ur verið út þjónusta með því einu að gefa upp kortnúmer. Einkum hafa þessi viðskipti átt sér stað í gegnum síma eða á Netinu. Hafa menn látið skuldfæra vörar og þjónustuna á gilt kortnúmer, sem þeir höfðu kom- ist yfir með einhverjum hætti. VISA Islandi hefur í tilefni af misnotkun korta sent frá sér varnaðarorð sem hér era birt nokkuð stytt: „Varðandi kortaviðskipti eru svik algengust í þeirri mynd, að glötuð eða stolin kort era notuð í þeirri von, að þau hafi ekki verið tilkynnt glötuð. Afgreiðslufólki ber ætíð að bera saman undirskrift á sölunótu við rithandarsýnishorn á kortinu eða mynd korthafa og ef misræmi er þá er full ástæða til að krefja um frekari skilríki til að sannreyna að um réttan korthafa sé að ræða. Á öllum innlendum greiðslukortum er tilgreind kennitala korthafa og get- ur afgreiðslufólk einnig haft ártal hennar til hliðsjónar til að meta ald- ur viðskiptavinarins, ef vafi leikur á að um réttan korthafa sé að ræða. Þá verður að vara alvarlega við svikum í viðskiptum á borð við þau, sem um er getið hér að ofan, út á kortnúmer annarra. Af því tilefni skal skýrt tekið fram, að afhending vöra og þjónustu til annars en kort- hafans sjálfs er alfarið á ábyrgð söluaðila, enda ber honum skv. sam- starfssamningi að afla móttöku- kvittunar með undirskrift korthafa á sölunótu eða fylgibréf. í samstarfssamningi VISA við söluaðila um ki-editkortaviðskipti er sérstök grein (9. gr.), sem kveður á um þetta efni, og hljóðar svo: „Heimilt er að handskrifa kortnúmer og nafn á sölunótur eða fjölfærslublöð sé um póst- eða síma- pantanir að ræða. I slíkum viðskipt- um gilda mun lægri úttektarmörk en í almennum viðskiptum. Heimilt er að sækja um heimild hjá VISA íslandi fyrir hærri fjárhæðum, sem er þó háð því að söluaðili geti fært sönnur á að um réttan korthafa sé að ræða eða vara/þjónusta afhent gegn framvísun korts síðar. Það liggur í eðli póst- eða símavið- skipta, sem og netviðskipta, sem nú era mjög að ryðja sér til ráms, að ekki er framvísað korti þegar stofn- að er til viðskiptanna þannig að söluaðili getur ekki komið við þeirri aðgát sem annars er skylt í korta- viðskiptum. Hann verður því að beita öðram aðferðum við að tryggja að réttur korthafi fái þá vöra eða þjónustu sem pöntuð er, svo sem með því að: Ná milliliðalaust sambandi við réttan korthafa og nota SET-öryggi á netinu. Korthafi sé látinn framvísa korti og skrifi undir sölunótu þegar tekið er við vöra eða þjónustu, verði því viðkomið. Vara sé send í ábyrgðar- eða bögglapósti eða með öðram viður- kenndum flutningsaðila á nafn og heimilisfang korthafa og ekki afhent nema gegn kvittun hans sjálfs fyrir móttöku. Oftast má sannreyna bú- setu viðkomandi fyrirfram. Sölu- og þjónustuaðilar eru að marggefnu tilefni hvattir til að sýna aðgæslu og árvekni í öllum kortavið- skiptum og kynna efni þessarar orð- sendingar fyrir afgreiðslufólki og öðrum starfsmönnum sínum. Með slíkri fræðslu og umræðu verður best tryggt að kortaviðskiptin haldi áfram stöðu sinni sem þægilegasti og öruggasti greiðslumiðillinn í við- skiptum.“ rik Haraldsson, Gísli Sigurðsson, Guðborg Hákonardóttir, Guðjón Jensson, Guðjón Ó. Magnússon, Guð- mundur Finnbogason, Guðmundur H. Sveinsson, Guðmundur Magnús- son, Guðmundur V. Karlsson, Guð- rán Þórarinsdóttir, Gunnþóra Ólafs- dóttir, Halldór Björn Runólfsson, Halldór Bjömsson, Hanna G. Styrm- isdóttir, Hans Clausen, Hávarður Tryggvason, Heiðrán Guðmunds- dóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Helgi Guðmundsson, Helmut Hinrichsen, Helmut Lugmayr, Her- dís Helga Schopka, Herdís Jónsdótt- ir Hildur Bjamason, Hlíf Ingibjöms- dóttir, Hólmfríður Sigvaldadóttir, Inga Ingibjörg Guðmundsdóttir, Ingi Viðar Ámason, Ingibjörg G. Guð- mundsdóttir, Ingibjörg Guðrán Guð- jónsdóttir, Ingiveig Gunnarsdóttir, Irma Erlingsdóttir, John Spencer (Carl Jóhann), Jóhanna Björk Guð- jónsdóttir, Jón Baldur Þorbjömsson, Jón Ingvar Jónsson, Jón Steingríms- son, Jóna Fanney Friðriksdóttir Jór- unn Sigurðardóttir, Júlíus Hjörleifs- son, Karl S. Hreinsson, Kjartan Bollason, Kristín Hildm’ Sætran, Kristín Sigfúsdóttir, Laufey Helga- dóttir, Leifur Öm Svavarsson, Magnús Kristinsson, Margrét Hrafnsdóttir, Margrét Sigþórsdóttir, María Ellen Guðmundsdóttir, María Weiss, Matthías Frímannsson, Mál- fríður Kristjánsdóttii’, Monika Abendrath, Niels Rask Vendelbjerg, Nótt Thorberg Bergsdóttir, Oddný Halldórsdóttir, Ólafur B. Schram, Ól- afur Sveinsson, Ósk Vilhjálmsdóttir, Pálína Jónsdóttir, Petrína Rós Karls- dóttir, Ragna Sigrán Sveinsdóttir, Ragnar A. Þórsson, Rakel Jónsdótt- ir, Roswitha Finnbogason, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Sigríður Ágústsdóttir, Sigríður Einarsdóttir, Sigríður Eyjólfsdóttir, Sigríður Hrafnkelsdóttir, Sigríður Pálmadótt- ir, Sigrán Linda Guðmundsdóttir, Sigurborg Jónsdóttir, Snædís Vals- dóttir, Sólveig Nikulásdóttir, Steinai’ Matthíasson, Steinunn Harðardóttir Steinvör Almy Haraldsdóttir, Sus- anne E. Götzinger, Sveinn Helgi Sverrisson, Torfi Hjaltason, Tryggvi Gunnarsson, Ursula Jiinemann, Ulf- ar Guðmundsson, Valgerður Hauks- dóttir, Þorsteinn Erlingsson. Verslunin Hiífur sem hlæja flytur Allar stæröir og gerðir. Hagstætt verð. Eigum einnig loffþurrkara í mörgum stærðum og gerðum. Komið og skoðið í sýningarsal okkar í Akralind 1, Kópavogi. Aðstoðum við val á loftpressum og loftþurrkurum í samæmi við afkastaþörf fyrirtækja. PAÐ LIGGUH I LOFTINU AVSH-4GTÆK1 HF. Akralind 1, 200 Kópavogur, sími 564 3000. VERSLUNIN Húfur sem hlæja hef- ur flutt starfsemi sína á Laugaveg 70. Nýja verslunin er tvískipt þar sem fyrirtækið hóf nýlega fram- leiðslu á fullorðinsvöram og era þær til sölu á neðri hæð en barnafatnaður og vinnustofa era á efri hæð. Fyrir utan eigin hönnun og fram- leiðslu era fáanlegar barnavörur frá Hrönn Vilhjálmsdóttur í Textfl- kjallaranum, vörur breskra hönnuða og má þar helst telja inniskó frá Sar- ah Barker og fatnað sem nota má beggja vegna frá Sara Jane Brown. Verslunin verður opin frá kl. 11- 18 virka daga og laugardaga í sam- ræmi við Laugavegs-afgreiðslutíma. Með pennann að vopni gegn mannréttindabrot- um í iöndum syðri Afríku Vertu með - ai3@visir.is SJALFSTÆÐUR DREIFINGARAÐILI 895 8225 Er skiptinemadvöl á vegum AFS eitthvað fyrir þig? Ertu á aldrinum 15-18? Langar þig að upplifa eitthvað nýtt? Dansa salsa í S-Ameríku, borða með prjónum í Hong Kong, Japan eða Taflandi, fara á skíði í Evrópu eða ganga í High School í Bandaríkjunum? Vera unglingur annars staðar í heiminum, stunda nám erlendis og læra nýtt tungumál? Þetta og margt fleira upplifa AFS skiptinemar. HEILSÁRS-, HÁLFSÁRS- ■ ■ 0G SUMARDV0L Hvað hentar þér? Erum að taka á móti umsóknum til landa með brottför frá júní - september 2000. AFS á íslandf Ingólfsstræti 3, sfmi 5525450, www.afs.is Eyrún, AFS nemi í Taflandi '97-'98, leikur hér á taflenskt hljóðfæri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.