Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNl 1,103 REYKJAVÍK, SÍMl 5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRUAR 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Skuldbind- Ellefu tonna eikarbátur fórst um 4 sjómflur suðvestur af Akranesi Árekstur og bflvelta TVEIR fólksbílar lentu í árekstri við Stekkjarbakka í Breiðholti í Reykjavík um klukkan níu í gærkvöldi. Aðeins hlutust af minni háttar meiðsli. Þá valt bíll á Suðurlandsvegi síðdegis, rétt vestan Landveg- ar. Hvorki bílstjóra né farþega sakaði. Fór bíllinn heilan hring í loftinu og kom niður á hjólun- um utan vegarins. Eins manns saknað MANNI var bjargað úr sjónum eftir að ellefu tonna bátur, Gunni RE-51, fórst um 4 sjómílur suðvestur af Akranesi um hádegisbilið í gær en eins manns er saknað. Tveir menn voru í bátnum sem var eikarbátur smíðaður í Hafnarfirði 1973. Þyrla Landhelgisgæslunnar bjarg- aði öðrum skipveijanum úr gúmmí- björgunarbáti um klukkan tvö í gær- dag og leitað var að hinum þar til tók að dimma en þá var leit hætt. Á morg- un er ætlunin að halda leit áfram og verða ijörur m.a. gengnar. Báturinn var á leið til veiða frá Reykjavíkur- höfn er hann fórst en leit var hafin eftir að farþegaflugvélar á leið yfir Atlantshafið tilkynntu Flugstjóm um neyðarsendi í gangi við Suðvestur- land. Skömmu síðar fóm að berast skeyti frá gervitunglum sem stað- settu neyðarsendinn í Faxaflóa. Þyrla Landhelgisgæslunnar hóf leit klukkan rétt rúmlega eitt og um klukkan tvö bjargaði áhöfn hennar öðrum skipverjanum, eins og áður sagði, og gekk björgunin vel. Morgunblaðið/Brynjólfur Brynjólfsson Jóna Eðvalds SF landaði um 800 tonnum af loðnu hjá Skinney-Þinganesi á Höfn í Hornafírði í gær og var um fimmtungur frystur fyrir Japansmarkað. Frysting hófst einnig á Eskifirði og Neskaupstað í gær. Loðnufrysting hafin á Höfn JÓNA Eðvalds SF og Húnaröst SF komu með fullfermi af loðnu, sín 800 tonnin hvor, til Hafnar í Horna- firði á sunnudag og fór um 20% afl- ans í frystingu fyrir Japansmarkað. Þetta er fyrsta loðnan sem er unnin á Höfn á vertíðinni en frysting er líka hafin annars staðar eins og t.d. á Eskifirði og í Neskaupstað. Góð loðnuveiði var á grunninu út af Stokksnesi á sunnudag og gaf hún sig loks í nót. Um 50 bátar voru á miðunum en undir kvöld á sunnu- dag var komin bræla á ný og héldu þau inn til löndunar. f kjölfarið var nóg að gera á löndunarstöðum en skipin héldu þegar aftur á miðin eftir að hafa landað. Á Höfn flokkar Skinney-Þinganes loðnuna og sér um frystinguna en bræðslan er hjá Óslandi og höfðu tæplega 500 tonn farið í bræðslu fyrir helgi. ■ Þröng á þingi/29 íngar , Islands óhaggaðar „ÍSLAND er mikils metið aðildarrOd bandalagsins og öryggisskuldbind- ingar þess munu standa óhaggaðar,“ segir Wesley K. Clark, yfirmaður Evrópuherstjómar Atlantshafs- bandalagsins, um breytingar sem miða að því að efla Evrópustoð bandalagsins. Wesley K. Clark kom til íslands í gær og átti fund með Davíð Oddssyni forsætisráðherra og Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráð- herra. „Það sem verið er að ræða er „Jivemig þáttur Evrópuríkjanna í upp- ' ^Abyggingu NATO skal styrktur. Áð sjálfsögðu mun ísland, sem fullgildur aðili að bandalaginu, þurfa að skoða tiUögurnar vandlega og taka þátt í umræðum um þær eins og við á,“ sagði Clark. „Öryggishagsmunir Is- lands em mikilvægir. Mér finnst þess vegna gott til þess að vita að íslensk stjómvöld leggja áherslu á málið.“ ■ Breytingar/39 Landhelgisgæslan Landhelgisgæslan bjargaði öðrum skipverjanum af Gunna RE-51 í gærdag, en hins er enn saknað. L Tenging gagnagrunnsins við Netið bönnuð, segir formaður tölvunefndar Komið í veg fyrir að þrjótar fái tækifæri til að brjótast inn „HIN hraða framþróun tækninnar og mikil sköpunargáfa manna við að finna nýjar leiðir til að brjótast inn í verndaða gagnagmnna era áhættu- þættir sem að sjálfsögðu var tekið tillit til við samningu öryggisskil- inála gagnagrannsins. í tæknilegum "*%ryggiskröfum gagnagrunnsins er þannig að finna bann við tengingu gagnagrannsins við Netið,“ segir Páll Hreinsson, formaður tölvu- nefndar í samtali um öryggiskerfi gagnagranns á heilbrigðissviði, sem birt er í Morgunblaðinu í dag. „Með því er komið í veg fyrir, að áhugasamir „hakkarar" fái yfirleitt nokkurt tækifæri til að spreyta sig á þvi að brjótast inn í hinn dulkóðaða gagnagrann," segir Páll. Fram kemur í viðtalinu að tölvu- nefnd hafi ákveðið í samvinnu við ís- lenska erfðagreiningu, rekstrarleyf- ishafa gagnagrannsins, að ganga lengra varðandi dulkóðun heilsufars- ___^upplýsinga en gert er ráð fyrir í 1 ',**gagnagrunnslögunum. Askilur nefndin að heilsufarsupp- lýsingar verði ekki eingöngu dulkóð- aðar meðan á flutningi þeirra í gagnagranninn stendur, heldur skuli þær einnig varðveittar dulkóðaðar í granninum. „Það er einvörðungu í þeirri andrá þegar tölvan vinnur með upplýsingar um heilsu og sjúk- dóma að þær era afkóðaðar til þess að fá tölfræðilegar niðurstöður. Miklar kröfur era gerðar til dulkóð- unar heilsufarsupplýsinganna og verður rekstrarleyfishafa gert að nota dulkóðunarlykla sem eru yfir 10.000 bitar að lengd. Til saman- burðar skal þess getið, að hér á landi era í dag notaðir mun styttri lyklar, t.d. 64-128 bitar,“ segir Páll m.a. í viðtalinu. Stefnumörkun Alþingis um erfðarannsdknir vantar Samkvæmt gagnagrannslögunum og rekstrarleyfinu verður heimilt að samtengja upplýsingar í gagna- granninum við gagnagranna um ættfræðiupplýsingar og erfðafræði- legar upplýsingar, að uppfylltum skilyrðum tölvunefndar. Ekki hefur enn komið til kasta nefndarinnar að taka afstöðu til þess hvaða sam- keyrslur eða tegundir samkeyrslna verða leyfðar, en fram kemur í við- talinu við Pál að tölvunefnd mun m.a. hafa eftirlit með að þeim lífsýnum, sem ei'fðafræðilegar upplýsingar koma frá, hafi verið aflað í samræmi við gildandi reglur á hverjum tíma hér á landi. „I þessu sambandi er rétt að geta þess að enn hafa ekki verið sett lög um lífsýni eða lífsýnabanka þannig að almenna stefnumörkun Alþingis um nokkra þýðingarmikla þætti erfðarannsókna hér á landi vantar. Á hinn bóginn er rétt að upplýsa það, að í dag setur tölvunefnd það al- mennt sem skilyrði fyrir leyfi til erfðafræðirannsókna, að lífsýna sé aflað með upplýstu samþykki í sam- ræmi við 10. grein laga um réttindi sjúklinga," segir Páll. ■ Öll gerð/11-12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.