Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Morgunblaðið/Asdís Ásgeirsdóttir Ágúst Thorstensen, matvælafræðingur Heilbrigiseftirlits Reylqavík- ur afhendir Ólafi Sigurðssyni, matvælafræðingi og gæðastjóra Nóa- túns, viðurkenningarskjal í tilefni vottunar á hinu virka gæðakerfi. Nóatún með vottun á virkt gæðakerfí Iimefnaofnæmi er næstalgengasta snertiofnæmið Ilmefni yfirleitt ekki tíunduð á umbúðum Morgunblaðið/Golli Sum efni í snyrtivörum, t. d. ilmvötnum, geta leitt til ilmefnaofnæmis. Verslunarstjórar Nóatúnsverslan- anna í Reykjavík, Kópavogi og Mosfellsbæ fengu í síðustu viku við- urkenningarskjöl frá Heilbrigðis- eftirliti Reykjavíkur um að verslan- irnar hafí staðist úttekt á virku GÁMES-kerfi. I fréttatilkynningu frá Nóatúns- verslununum segir að GAMES sé alþjóðlegur gæðastaðall fyrir með- OTTO vor- og sumarlistinn OTTO vor- og sumarlistinn er kominn út, tæplega 1.400 blað- síður að stærð. í listanum er að finna tískuföt í öllum stærðum, en einnig hús- búnað og rafmagnsvörur. ^ OTTO-vöruIistinn er til húsa í Ármúla 17A þar sem hægt er að nálgast vörur sem til eru á lager og listann sjálfan. Nú er einnig boðið upp á list- ann á geisladiski fyrir tölvur, en þar er hægt að fletta listanum síðu fyrir sfðu. Á honum eru einnig hreyfimyndir. höndlun á matvöru. Staðallinn nær yfir móttöku, meðhöndlun og geymslu matvæla ásamt fræðslu starfsfólks. „í ljósi síaukinna krafna til heilbrigðis og hollustu matvæla á neytendamarkaði hefur þurft að stórefla eftirlit með þeim á öllum stigum,“ segir Ólafur Sig- urðsson, matvælafræðingur og gæðastjóri Nóatúns. Á vegum OTTO koma einn- ig út fleiri listar, s.s. APART, sem er með sfgildan fatnaðog POST- SHOP, sem er með föt á fólk á aldrinum 16-25 ára. SO BIN ICH er ætlaður kon- um sem þurfa stórar stærðir en hann býður upp á kvenföt, skó og nærföt í stærðum 40-58. FAIR LADY býður upp á fatn- að í mörgum stærðum fyrir kon- ur á besta aldri. Þess ber að geta að OTTO er með heimasfðu á Netinu þar sem hægt er að fletta listanum: www.otto.is í nýlegri grein danska neytendatímaritsins Tænk+Test kemur fram að næstalgengustu orsök snertiofnæmis sé hægt að rekja til sér- stakra ilmefna. Astæðan er meðal annars vaxandi notkun snyrtivara. í evrópskri rannsókn um ilmvötn, sem gerð var árið 1993, kemur fram að tíu af þeim mest seldu innihaldi ýmis ofnæmisvaldandi efni. Dönsku neytendasamtökin vilja að allir þekktir ofnæmisvaldar ilmefna verði kunngerðir og jafnframt að þeir algengustu verði bannaðir. Níels Breiðfjörð Jónsson, efna- fræðingur á eiturefnasviði Holl- ustuverndar ríkisins, segir að sam- tök framleiðenda í ilmgeiranum segist prófa þessi efni og gefa þeim síðan ákveðinn stimpil. „Ég held því miður að það sé ekki hægt að búa til ilm sem ekki innhaldi ein- hver ertandi efni en það má þó ef- laust laga það enn frekar hvernig unnið er úr jurtunum. Sem dæmi þá er appelsínuilmur unninn úr berki og er mjög lítið af ofnæmis- valdandi efnum í honum en aftur á móti era sterkir leysar, þ.e.a.s. mikil leysiefni. Venjulega era engar upplýsingar um ilmefnið sjálft á ilmglösunum, það eru einfaldlega ekki gerðar kröfur um það. Ilmefni era yfirleitt ekki tíunduð enda einungis 0,1- 0,2% af heildarformúlunni. Þau hafa númer en ekki heiti og því er erfitt að gefa nákvæma útlistun á þeim, það er þó auðvitað hægt en hefur ekki tíðkast. Ilmefni era tals- verðir ofnæmisvaldar en þetta er spurning um hvemig viðkomandi velur leysiefnin. Leysir er olía sem gufar upp og leysiefnin era eins misjöfn og þau era mörg. Til er reglugerð, svokölluð snyrtivöru- reglugerð, um flokkun, merkingu og meðferð eiturefna og hættu- legra efna en ilmefni er ekki eitur- efni og heyrir því ekki undir hana. í fréttabréfinu Chemical Aware- ness á Netinu kemur fram að hægt hafi verið að greina tuttugu og fjög- ur ilmefni sem orsaka ilmofnæmi. Af þessum tuttugu og fjóram eru þrettán talin algengari. Útbrot sem valda kláða „Helstu einkenni ilmefnaofnæm- is eru útbrot á húð sem valda kláða,“ segir Steingrímur Davíðs- son læknir á Húðlæknastöðinni. „Þessi útbrot geta komið fram ein- um eða tveimur dögum eftir að ilm- vatn eða aðrar snyrtivörur berast á húðina. Oft era þetta exemútbrot en einnig geta myndast litlar vökvafylltar blöðrur í lófana. Ef viðkomandi efni er sett á andlit koma exemflekkir og stundum get- ur fólk bólgnað upp og fengið bjúg í kringum augun. Það eru ekki til neinar tölulegar upplýsingar um það hversu algengt þetta er hér á landi, svo ég viti til, en ég geri ráð fyrir því að það sé jafnalgengt og annars staðar á Norðurlöndunum." Hann segir að ef grunur leiki á ilmefnaofnæmi sé hægt að fram- kvæma ofnæmispróf, svokallað plástrapróf, en þar era algengustu ilmefnin könnuð. „Það er til ágætt ráð sem einstaklingur getur prófað ef hann telur sig hafa ilmefnaof- næmi. Gott er að bera viðkomandi efni í olnbogabótina tvisvar sinnum á dag í þrjá daga og sjá hvort ekki komi útbrot. Ilmefnaofnæmi er ekki hættulegt en getur þó valdið töluverðum óþægindum," segir Steingrímur. NÝTT tj? © Viðskiptamenn Tryggingastofnunar athugið! - nýbreytni við skattframtal 2000 Greiðsluseðlar Tryggingastofnunar ríkisins vegna ársins 1999 hafa nú verið sendir viðskiptamönnum. Þar koma fram upplýsingar um greiðslur frá stofnuninni. Viðskiptamenn hafa til þessa sjálfir þurft að færa upplýsingar af greiðsluseðli í viðeigandi reiti á skattframtali. Skattayfirvöld hafa nú tekið upp þá nýbreytni, í samvinnu við Tryggingastofnun, að skrá þessar upplýsingar fyrirfram á framtöl viðskiptamanna stofnunarinnar. Viðskiptamenn þurfa því ekki að færa upplýsingar af greiðsluseðli á skattframtal sitt. Samtölur greiðslna ífá Tryggingastofnun eru skráðar á skattframtal með eftirfarandi hætti: í reit 40 á tekjusíðu skattframtals er skráð samtala skattskyldra greiðslna frá Tryggingastofnun. í reit 596 á tekjusíðu skattframtals er skráð samtala greiðslna sem ekki eru skattskyldar. Viðskiptamönnum er bent á að bera saman fengnar greiðslur frá Trygginga- stofnun við upplýsingar sem skráðar hafa verið á skattframtal. Beri upplýsingum ekki saman eða frekari upplýsinga er óskað vinsamlega hafið samband við þjónustumiðstöð Tryggingastofnunar í síma 560 4460. TRYGGINGASTOFNUN RIKISINS Hækkun gjaldskrár 1818 Vilja veita fyrsta flokks þjónustu ÞANN1. febrúar síðastliðinn urðu breytingar á gjaldskrá upplýsing- anúmersins 1818. Svarskref hækkaði úr 9,96 krónum í 15 krónur og mínútugjaldið úr 39,90 krónum í 49,90 krónur. Upplýsinganúmerið 1818 hefur að sögn aðstandenda hlotið góðar við- tökur og mælst vel fyrir frá upp- hafi. Lögð hefur verið áhersla á stuttan svartíma og að veittar væra upplýsingar um símanúmer bæði hjá Tali og Landssímanum. Hvers vegna þessi hækkun? Launakerfi KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 • Simi 568 8055 http://www.kerfisthroun.is/ mbl.is „Þessi hækkun kemur fyrst og fremst til af því að við erum að halda ákveðnu þjónustustigi. Stefna okkar er að svara símtölum í síðasta lagi eftir þrjár hringingar og það kostar sitt. Síðan koma inn í þetta sveiflur í notkun milli daga og eins innan dagsins," segh’ l Sverrir V. Hauksson, fram- | kvæmdastjóri Markhússins. „Þetta er mannfrekara en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir enda tölu- vert dýrt úthald í þessu. Við eram ekki að reka bónusrekstur heldur viljum við veita fyrsta flokks þjón- ustu og eram því ekki að keppa á verð- heldur á þjónustugrandvelli. Til þess að við getum haldið áfram að svara 95% símhringinga innan þess tíma sem við setjum okkur þarf meiri mannafla. Notendur era að greiða svipað verð hjá okkur og Landssímanum. Landssíminn hækkaði gjaldskrá sína núna um áramótin en við ákváðum að leyfa janúar að líða líka til að fylgjast betur með og átta okkur á þróun- inni. Við gáfum okkur fjóra til sex mánuði til að halda lykilatriðinu, þ.e.a.s. að svara innan 15 sekúndna sem þýðir þrjár hringingar mest. Þetta er alþjóðlegur staðall í inn- \ hringingum og telst vera bestu I gæði,“ segir Sverrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.