Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 48
^8 ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2000 M0RGUN3LAÐIÐ MINNINGAR + ■ Maðurinn minn, THORSTEN FOLIN, er látinn. Útför hans fer fram í Lidingö-kirkju við Stokk- hólm föstudaginn 18. febrúar nk. kl. 10.30. Fyrir hönd ættingja, vina og vandamanna, Sigrún Jónsdóttir. + AGNES DAVÍÐSSON vefnaðarkennari, lést að morgni mánudagsins 7. febrúar síðastliðinn. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Agnar Ingólfsson, Edda Ingólfsdóttir, Helga Ingólfsdóttir. i + Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, LILJA SIGHVATSDÓTTIR, sem andaðist sunnudaginn 6. febrúar sl., á heimili sínu, Hrafnistu, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Garðakirkju miðvikudaginn 16. febrúar og hefst athöfnin kl. 13.30. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Björn Magnússon, Sigrún Kaaber, Stefán Unnar Magnússon, Bergrún Jóhannsdóttir, Stefanía Magnúsdóttir, Guðjón Torfi Guðmundsson. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍNBORG MARGRÉT BJARNADÓTTIR, Orrahólum 7, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, þriðjudaginn 15. febrúar, kl. 13.30. örn Ingvarsson, Ester Eiríksdóttir, María Kristíne Ingvarsson, Birgir H. Traustason, Bjarni Ingvarsson, Hafdís Hallsdóttir, Lilja Ingvarsson, Einar Bj. Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir færum við öllum sem sýnduð okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, ÞÓRU VALGERÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR, áður til heimilis á Grettisgötu 55A. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Grundar. Ágústa Þorsteinsdóttir, Jón Guðmundsson, Guðrún Þorsteinsdóttir, Guðmundur Þorsteinsson, Hulda Eggertsdóttir, Sigrún Þorsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. 2 + Innilegar þakkir færum við öllum, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓHÖNNU SIGRÍÐAR GUÐJÓNSDÓTTUR. Guð blessi ykkur öll. Steinunn Sigurbergsdóttir, Jan T. Jorgensen, Dagbjört Sigurbergsdóttir, Sigurdís Sigurbergsdóttir, Pétur H. Björnsson, Hrafnhildur Sigurbergsdóttir, Steinn Lárusson, barnabörn og barnabarnabörn. BJARKIRAFN HALLDÓRSSON + Bjarki Rafn Hall- dórsson fæddist í Reykjavík 26. janúar 1981. Hann lést á Kanaríeyjum 1. febr- úar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 9. febrúar. Elsku Bjarki. Hvernig getur svona lagað gerst? Ungur maður sem á allt lífið fram undan er skyndi- lega burtu kallaður. Okkur fannst sem allt hryndi þegar hringt var og okkur sagt hvernig komið væri. Þú sem varst alltaf svo glaður og ánægður og gaman að vera nálægt þér. Það var yndiselgt þegar þú komst til að sýna okkur nýja bílinn þinn og af því að amma er með svolitla bíladellu, fékk hún að keyra bílinn. Þú varst svo stoltur og ánægður þá. Afa þínum þótti gaman að vinna með þér, þú varst duglegur og fljótur og gerðir að eig- in frumkvæði allt sem þú sást að þurfti að gera. Við biðjum góðan guð að styrkja mömmu þína, pabba, bræður og okkur öll. Amma og afi á N ýbýlaveginum. Þegar ungur drengur hverfur skyndilega á braut sitja ættingjar og vinir eftir með tómleika og sorg í hjarta. í daglegu amstri er dauðinn jafn- an víðs fjarri. Það á sérstaklega við þegar við horfum á og ræðum við unga ættingja og vini. Fólkið sem á alla ævina fram undan, fólkið sem er að undirbúa sig fyrir lífið og er í námi eða er að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaðnum. Það er erfitt að sætta sig við að Bjarki frændi okkar sé dáinn. Þess- um bjarta og brosmild strák, sem var alltaf svo glaður og kátur, hefur nú verið kippt burt úr lífi okkar. Af hverju spyrjum við. Við fáum engin svör en eftir sitja minningar um bjartan og brosmildan strák sem var foreldrum sínum, bræðrum og öðrum sem hann þekktu ákaflega kær. þálíðursemleifturaf skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. Guð geymi þig, kæri frændi. Elsku Halldór, Hrönn, Ingólfur, Ingi- björn og Júlíus, ykkar missir er mikill. Við biðjum guð að styrkja ykkur í sorginni. Lára og Þór- hildur Hrönn. Að morgni miðvikudagsins 2. febrúar barst mér sú hörmulega fregn, að Bjarki frændi minn væri dáinn. Að þessi síbrosandi drengur í blóma lífsins væri látinn og horfinn úr lífi okkar aðeins 19 ára gamall. Það var frétt sem ég átti erfitt með að meðtaka og jafna mig á. Bjarki var góður drengur og hvers manns hugljúfi. Hann var allt- af boðinn og búinn að rétta hjálpar- hönd. í hugskoti mínu er sterk minningin um það þegar ég flutti inn í íbúð mína nú á haustdögum eft- ir að hafa búið um skeið erlendis. Þá safnaði Bjarki saman vinum sínum og kom síðan með sitt einlæga og sérstaka bros og bauð hjálp. Bergdísi dóttur minni, sem býr erlendis, hefur verið gegnum tíðina sérstakt tilhlökkunarefni, þegar hún kemur til landsins, að hitta Bjarka, sinn nánasta frænda og vin. Þau eru jafn gömul og hafa alltaf venð góðir vinir. Ég votta Halldóri bróður mínum samúð mína, en hann hefur nú misst son sinn, vin og mikilvægan starfs- félaga. Bjarki vann hjá föður sínum sem gröfustjóri og tóku þeir feðgar saman á þeim vandamálum og verk- efnum sem að höndum bar. Ég votta Hrönn, móður Bjarka, og bræðrum hans, Ingólfi, Ingibimi og Júlíusi, mína innilegustu samúð. Þau hafa nú misst son og bróður, al- úðlegan og ástkæran fjölskyldu- meðlim. Ég bið drottin að styðja meðlimi þessarar fjölskyldu í gegnum þá sorg sem inn í líf þeirra hefur borist. Guðjón Ingólfsson. En sárasta sorg okkar mætir og söknuður huga vom grætir 13!ómciL>iáðin skom v/ Fossvogslo^kjuga^ð Sími: 554 0500 Gróðrarstööin ^ zmHLfo ♦ llós blómanna Blómaskreytingar viö öll tækiiæri. Dalveg 32 Kópavogi sími: 564 2480 Elsku Bjarki minn, nú ertu farinn úr þessum heimi. Og með miklum söknuði hugsa ég til þín. En þessar ótal minningar sem þú skildir eftir í hug og hjarta margra munu aldrei gleymast. Erfisdrykkjur Usltlngohwið GAPi-mni Dolshroun 13 S.555 4477 -• 555 4424 GARÐHEIMAR \BLÓMABÚD • STEKKJAHBAKKA 6 SÍMI 540 3320 + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGVELDUR ÞORSTEINSDÓTTIR, Hlaðhömrum II, áður Vallá, Kjalarnesi, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag, þriðjudaginn 15. febrúar, kl. 13.30. Alvilda Magnúsdóttir, Þórir Axelsson, Þorbjörg Þorvarðardóttir, Magnús Matthíasson, barnabörn og barnabarnabörn. Er mér var sagt frá dauða þínum fékk ég sársaukasting í hjartað og minningamar flæddu um hugann líkt og tárin niður kinnarnar. Þessar ótal minningar sem ég á um þig mun ég alltaf geyma vel í hjarta mínu. Ég man þegar þú komst með lítið kerti inn í herbergi og þegar þú varst að fara að loka hurðinni kom svo mikill gustur að það slokknaði á kertinu. Þú lést samt ekki deigan síga, heldur endurtókst þetta og pabbi þinn kallaði á þig í undrunar- tón og spurði hvað þú værir eigin- lega að bralla. Þá kallaðir þú á móti að það væri rólegt og rómantískt hjá okkur í kvöld. Þetta kvöld situr fast í huga mínum og þetta kvöld mun alltaf ylja mér um hjartarætur á köldum vetrarkvöldum. Þú varst svo mikill listamaður, spilaðir á gítar og samdir texta og lög í gríð og erg. Og þegar ég kom til þín vildir þú ólmur fá að spila lagið sem þú hafðir nýlokið við að semja. Elsku ástin mín, ég vil bara að þú vitir að mér þykir óendanlega vænt um þig. Þú ert og verður alltaf eng- illinn minn. Elsku Halldór og Hrönn, megi guð styrkja ykkur og fjölskyldu ykkar á þessum sorgartímum. Anna S. Þú, Guð míns lífs, ég loka augum mínum í líknarmildum fóðurörmum þínum og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta, ég halla mér að þínu fóðurhjarta. Æ, tak nú, Drottinn, fóður og móður mína í mildiríka náðarvemdan þína, og ættlið mitt og ættjörð virstu geyma og engu þínu minnsta bami gleyma. Ó, sólarfaðir, signdu nú hvert auga, en sér í lagi þau, sem tárin lauga, og sýndu miskunn öllu því, sem andar, en einkum því, sem böl ogvoði grandar. Þín líknarásján lýsi dimmum heimi, þitt ljósið blessað gef í nótt mig dreymi. I Jesú nafni vil ég væran sofa og vakna snemma þína dýrð að lofa. (M. Joch.) Halldór, Hrönn og synir. Guð blessi ykkur öll og styrki í sorg og söknuði. Sigrún, Jón og börn. Ég kynntist þér fyrst á diskóteki í Hamraskóla fyrir löngu, þar sem við létum eins og fifl. Þar tók ég fyrst eftir persónuleika þínum, sem ein- kenndist af fjöri og lífsgleði. Daginn eftir vorum við svo orðnir ágætis vinir. Ég velti því oft fyrir mér hvort þú æfðir brandarana þína kvöldin fyrir skóla. „An gríns!“ sagðir þú hlæjandi þótt þú reyndir að vera al- varlegur. Eitt er víst að ég mun allt- af muna eftir þér. Þú varst sá sem allir vinir og jafnaldrar þínir vildu líkja eftir, enda varstu fæddur leið- togi. Ég verð þér ævinlega þakklát- ur fyrir að hafa átt þig fyrir vin. Þú varst Ijós í lífi allra sem birtu vildu fá, að lokum lítill logi sem aldrei slokknar á. Kristján Albert Loftsson. Blómastofa Friðflnns Suöurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. %
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.