Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2000 25 VIÐSKIPTI Motorola setur upp þróunarmið- stöð í Svíþjóð Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. BANDARÍSKA símafyrirtækið Motorola hyggst setja upp þróunar- miðstöð í Svíþjóð. Fyrirtækið bætist því í hóp fleiri alþjóðlegra síma- og hátæknifyrirtækja, sem leita til Sví- þjóðar. Nýja stöðin tekur til starfa um mitt árið. Um leið undirstrikar Bo Hedfors aðstoðarforstjóri Motor- ola og fyrrum framkvæmdastjóri Ericsson í Bandaríkjunum í samtali við Svenska dagbladet að gamla fyr- irtækið hans sé helsti keppinautur Motorola. í samvinnu við bandaríska fyrir- tækið Cisco er Motorola nú að þróa kerfi, byggt á IP-gagnaflutnings- staðlinum, sem á að geta annað öll- um tegundum símaumferðar, bæði föstum símum, farsímum og upplýs- ingaflutningi. Cisco er sérhæft í framleiðslu beina fyrir netsamskipti og er með mjög mikla markaðshlut- deild á þeim sviðum, sem það starfar á. Höfuðstöðvarnar eru í San Jose í Kaliforníu. Þróaður markaður fæðir af sér hugmyndir Væntanleg þróunarmiðstöð Mot- orola í Svíþjóð á að starfa á sviði farsíma, bæði hvað varðar vörur og þjónustu. Hún verður tengd Invisix, þróunarstöð Motorola og Cisco í London. Ráðnir verða um 30 sér- fræðingar í nýju stöðina. Bo Hedfors segir að Svíþjóð verði fyrir valinu því þar sé farsímamark- aðurinn mjög þróaður og því mikil gerjun í gangi. í slíku umhverfi séu margar hugmyndir á sveimi, sem að- eins sé hægt að ná með því að vera á staðnum. I ljósi vaxandi vanda við að finna hæft fólk þykir Svíþjóð góður staður. Þar er blómlegt háskóla- og tækni- skólaumhverfi, sem getur séð há- tæknifyrirtækjum fyrir góðu starfs- fólki. Ekki hefur verið ákveðið hvar starfsemin verður, en athyglin bein- ist að Kista, sem er í nágrenni Stokk- hólms, að Gautaborg og Karlskrona. í Kista eru þegar fyrir mörg há- tæknifyrirtæki og bænum því stund- um kailaður Silicon Valley í smækk- aðri mynd. í Gautaborg er einnig blómlegt rannsóknarumhverfi og í Karlskrona hefur verið sett á stofn tæknigarður, sem kallast Telecom City, sem eins og nafnið bendir til beinist að símasviðinu. Stefnt á nýja allsherjarlausn Eftir eitt ár stefna Motorola og Cisco á að hafa þróað nýtt síma- og tölvunet, byggt á IP-samskiptastaðl- inum, sem er notaður á Netinu. Kerfið á að koma almennan markað 2002 og árið eftir er stefnt að því að framleiðslan verði komin á fullt. Auk þess að vinna með Cisco starfar Mot- orola einnig með tölvufyrirtækinu Sun og saman hyggjast þessi þijú fyrirtæki bjóða upp á kerfislausnir, er sameini allar tegundir símaum- ferðar, hvort sem er fastnet, famet eða upplýsingaflutningar um Netið. IGrand Hótel Reykjavík 18. febrúar STÓRIÐJA - ÚRVINNSLUIÐNAÐUR Væntingar um víðtæka iðnvæðingu f tengslum við stóriðju hafa verið miklar og notaðar m.a. sem rökfyrir virkjanaframkvæmdum. Þessar væntingar hafa þó ekki gengið eftir.Ýmis teikn eru nú um að slíkur iðnaður geti aukist og ýmsar hugmyndir eru uppi þar að lútandi bæði hvað varðar ál og aðra orkufreka vinnslu.VFÍ ogTFÍ efna til hálfs dags ráðstefnu þar sem gerð verður úttekt á þeim möguleikum sem fyrir hendi eru, stöðunni f dag og framtíðar þróun. Markmiðið er að menn fari með skýrari mynd af þeim raunhæfu möguleikum sem fyrir hendi eru en þeir höfðu er þeir komu. Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel Reykjavík 18. febrúar kl. 13-17. Þáttaka tilkynnist skrifstofu VFÍ og TFÍ fyrir föstudaginn 18. febrúar, í síma 568 8511 eða í faxnúmer 568 9703. Ráðstefnugjald er kr. 7.000 fyrir félagsmenn og kr. 9.000 fyrir aðra. DAGSKRÁ 13:00 13:10 13:20 13:50 14:20 14:50 15:10 15:30 16:50 Ráðstefnan sett, Hákon Ólafsson, formaður VFÍ. Ávarp iðnaðarráðherra.Valgerðar Sverrisdóttur. Úrvinnsluiðnaður á Norðurlöndum - möguleikar á fslandi, Toralf Cock,framkvæmdastjóri Scanaluminium. Álsteypur og yfirborðsmeðhöndlun. Ákveðin dæmi um hentuga framleiöslu, Per Möller,dósent við DTU. Úrvinnsla á (slandi.þróun og möguleikar- kynning á Málmgarði, Einar Jón Ásbjörnsson, Málmgarði. Kaffihlé. Núverandi úrvinnsluiðnaður, reynsla og viðhorf: - Þorvaldur Hallgrímsson, Málmsteypunni Hellu. - Einar Þór Einarsson, Alpan. Panelumræður: I panelnum verða Toralf Cock, Per Möller og Þorvaldur Hallgrímsson. Einnig verða Hjálmar Árnason,formaður iðnaðarnefndar Alþingis,Sveinn Hannesson,framkvæmdastjóri S.I., Páll Kr. Pálsson, rekstrarverkfræðingur og fjárfestir, Ingólfur Þorbjörnsson,forstöðumaður efnistæknideildar I.T.I.og Sigurður Þór Ásgeirsson, rekstrarverkfræðingur og steypuskálastjóri frá ISAL. Svara þeir spurningum úr sal og kryfja málið til mergjar sín á milli undir stjórn dr. Þorsteins Sigfússonar, prófessors og formanns RANNfS. Niðurstöðurog lokaorð,Jóhannes Benediktsson,formaðurTFf. 4 TaKallraluiilÉln Itliilt Verkfræ&ingafélag íslands Gunnar Örn Kristjánsson forstjóri Sölusambands islenskra fiskframleiðenda hf. Við höldum kostnaði vegna viðskipta- og söluferða í lágmarki „Við hjá SÍF eigum mikil samskipti við erlenda aðila. Við erum alltaf að leita að nýjum mörkuðum fyrir íslenskar saltfiskafurðir og efla samstarfið við erlenda viðskiptavini. Að okkar dómi hefur sýnt sig að Saga Business Class fargjald er hagkvæmasti ferðamátinn.“ Á Saga Business Class bjóðast tíðar áædunarferðir og sveigjanleiki sem miða að því að stytta viðskiptaferðir og auka þannig afköst starfsmanna, nýta tímann betur og draga úr ferðakostnaði. Á Saga Business Class er enginn bókunarfyrirvari og gilda engin skilyrði um lágmarks- eða helgardvöl erlendis. Netfang fyrir almennar upplýsingar: info@icelandair.is ICELANDAIR www.icetandair.is iilENSIA AUClTSINCAITOfAN IMf./SU.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.