Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 50
ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Vaka heitir stúdentum bættum árangri í lánasjóðsmálum STÓR hluti námsmanna treystir á námslán til þess að framfleyta sér meðan á námi stendur. Því má segja að Lánasjóður íslenskra námsmanna sé einn af hornstein- um jafnréttis til náms á Islandi. Það jafnrétti vill Vaka verja. Þess vegna setur Vaka úrbætur í mál- efnum Lánasjóðsins á oddinn fyrir ^næstu kosningar til Stúdentaráðs Háskóla íslands. Nýjar aðferðir Vöku nauðsynlegar Þrátt fyrir að báðar fylkingar í Stúdentaráði setji árlega fram hugmyndir um að nú skuli lyft grettistaki í lánamálum þá er sú staðreynd sorglega augljós að árangurinn er lítill. Vaka telur að hér sé að stórum hluta til um að kenna úr sér gengnum aðferðum sem beitt hefur verið í baráttunni fyrir úrbótum. Það sem einkennt hefur baráttuaðferðir nú- verandi meirihluta eru hávær upphlaup, yfirþyrmandi þrjóska og „allt eða ekkert" hugarfar. Slíkt hugar- far skilar ekki árangri. Það vita allir sem staðið hafa í samningaviðræðum - hvort sem er í við- skiptum eða stjórn- málum. Vaka mun ná betri árangri Vaka er sannfærð um að forysta stúdenta geti náð mun betri árangri í samningum við stjórnvöld og Lánasjóðinn en áður hefur náðst. Sú þreyta og stöðnun Borghildur Sverrisdóttir sem komin er í núver- andi meirihluta eftir níu ára setu gerir það að verkum að baráttu- aðferðirnar skila litlu. Það þarf ný viðhorf og nýjar aðferðir til þess að ná þeim árangri sem stúdent- ar eiga skilið. Með því að nálgast vandamálið á nýjan hátt er hægt að ná betri árangri. Þau hjólför sem nú- verandi meirihluti hefur spólað í eru orð- in ansi djúp. Og þegar búið er að spóla sig niður þá er lausnin ekki sú að spóla meira - heldur að beita lagni. Þannig kemst forysta stúdenta upp úr hjólförunum og meiri árangur næst. En til þess að Ókeypis lögfræðiaðstoð öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012 Orator, félag laganema . i CJSÖMJM Minjagripir á Kristnihátíðarári Á þessu ári minnumst við þess að þúsund ár eru liðin síðan kristin trú var lögfest á Alþingi. Kristnihátíð verður á Þingvöllum dagana I. og 2. júlí en þar verður fjölskyldu- og hátíðardagskrá báða dagana frá morgni til kvölds. Kristnihátíðamefnd leitar eftir tillögum um gerð minjagripa sem tengjast þessum viðburði í sögu þjóðarinnar. Þeir sem hafa áhuga á að framleiða minjagripi í tilefni hátíðarinnar og vilja t.d. nota merki Kristnihátíðar þurfa að afla leyfis nefndarinnar, greiða leyfisgjald og fá heimild til að selja viðkomandi minjagrip á hátíðinni á Þingvöllum. Kristnihátíðamefnd hyggst ekki standa sjálf að framleiðslu og sölu minjagripa á hátíðinni. Áhugasömum er góðfúslega bent á að snúa sértil Guðnýjarjónasdóttur hjá Kristnihátíðamefnd, Aðalstræti 6, 101 Reykjavik, sími 575 2000, bréfasími 575 2042, netfang gudny.jonasdottir@for.stjr.is K R I S T N I H Á T í Ð A R N E F N D Aðalstrætió, 101 Reykjavík. 1000 ARA KRISTNI A ISLANDl ARIÐ 2000 Stúdentaráð Vaka heitir stúdentum því, segir Borghildur Sverrísdóttir, að skila bættum árangri í lána- sjóðsmálum hljóti félag- ið meirihluta í kosning- unum hinn 23. febrúar. sá árangur náist þarf að skipta um bílstjóra. Tími Vöku er kominn. Vaka bætir þjónustu LIN Vaka vill koma á uppbyggilegum viðræðum við Lánasjóðinn og yfir- völd um hvernig koma megi á úr- bótum í þjónustu Lánasjóðsins. Vaka vill koma á samráðsnefnd sem fer í saumana á því hvað bet- ur megi fara og hvernig megi úr því bæta. Eg er sannfærð um að allir aðilar vilja sjá framför og að jákvætt og uppbyggilegt innlegg stúdenta verði öllum til góðs. Eng- in stofnun vill vera þekkt fyrir lé- lega þjónustu og er LÍN þar á meðal. Stúdentar hafa of lengi kvartað yfir stöðu mála án þess að leggja nokkuð uppbyggilegt til málanna. Þessu mun Vaka breyta. Vaka útilokar heldur ekki að þjónusta LIN við lánþega verði einfaldlega færð til viðskiptabank- anna. Þannig yrði LIN þjónustu- stofnun fyrir bankanna og lánþeg- ar þyrftu einungis að leita á einn stað til þess að ganga frá banka- viðskiptum sínum. Þetta hefði eng- in áhrif á upphæð námslána - nema þá til hins betra þar sem Lánasjóðurinn gæti sparað tölu- vert í kjölfar minna álags. Vöku er alvara Vaka heitir stúdentum því að skila bættum árangri í lánasjóðs- málum. Til þess þurfum við að hljóta meirihluta í kosningunum þann 23. febrúar. Eg veit að Vaka hefur mannval sem treystandi er til að leiða baráttuna fyrir betri kjörum námsmanna. Árangur síð- ustu ára er of lítill til þess að sætta sig við. Eina lausnin er breyting. Vaka er sú breyting. Höfundur skipar fjórða sæti á lista Vöku til stúdentaráðskosninga hinn 23. febrúarnk. Röskva vill hærri námslán LANASJOÐUR ís- lenskra námsmanna er hornsteinn í ís- lensku menntakerfi. Hann er lykill að því að allir eigi möguleika á að ganga til mennta. Sem fyrr eru málefni sjóðsins grundvallar- atriði í stefnu Röskvu fyrir komandi kosn- ingar til Stúdentaráðs og háskólaráðs. Margt hefur náðst fram á undanförnum árum með markvissri bar- áttu. Má þar nefni hærri námslán, hærra frítekjumark, lækkuð endurgreiðslubyrði og réttarbót fyrir nemendur með dyslexíu. Alvöru framfærslukönnun Röskvu heldur ótrauð áfram og stefnir markvisst að enn frekari úr- bótum á næstu misserum. Það er réttlát krafa stúdenta að gerð verði raunveruleg framfærslukönnun á meðal námsmanna svo að hægt verði að taka af allan vafa um hvað það kostar að framfleyta sér í námi. Röskva leggur til að hlut- lausir aðilar, t.d. Hagstofan eða fé- lagsvísindadeild, sjái um gerð könnunarinnar og að staðreyndirn- ar verði látnar tala sínu máli. Bætt réttarstaða 1. árs nema í úthlutunarreglum LÍN er að finna ákveðnar undanþágur frá kröfum sjóðsins um námsárangur t.d vegna veikinda, barnsburðar og fleira. Þetta svigrúm er aðeins veitt nemendum sem lengra eru komnir í námi en 1. árs nemar eru virtir að vettugi. Úr þessu vill Röskva bæta enda sanngjarnt að 1. árs nemend- ur njóti sömu réttinda og aðrir. Betri þjónusta - LÍN á Netið Röskva vill bæta þjónustu Lána- sjóðsins við skjólstæðinga sína. Lögð hefur verið áhersla á að flýta netvæðingu sjóðsins eins og kostur er. í náinni framtíð ættu nánast öll samskipti stúdenta og Lánasjóðs- ins að geta farið fram á Netinu líkt og gerist hjá bönkum og öðrum lánastofnunum. Röskva vill einnig sjá að starfsfólk sjóðsins fari á þjónustunámskeið, og að því starfí Guðmundur Ómar Hafsteinsson verði haldið við með símati á gæðum þjón- ustu sjóðsins. A meðal þess sem þarf að bæta í þjónustu sjóðsins er að hætta að loka í há- deginu, enda er fárán- legt að þjónustustofn- un skuli ekki hafa opið í hádeginu þegar við- skiptavinir hafa laus- an tíma. Aukið tillit til fé- lagslegra aðstæðna I reglum LIN er að finna margvísleg ákvæði um undanþág- ur frá kröfum sjóðsins vegna félagslegra aðstæðna. Stjórn sjóðsins hefur hins vegar sett sér ósveigjanlegar vinnureglur og markað sér þá stefnu að skilgreina þessi undanþáguákvæði eins þröngt og kostur er. Röskva leggur á það áherslu að úr þessu verði bætt hið fyrsta og aukið tillit tekið Stúdentaráð Það er réttlát krafa stúdenta, segir Guð- mundur Omar Haf- steinsson, að gerð verði raunveruleg fram- færslukönnun á meðal námsmanna. til atriða eins og barnsburðar, veik- inda, fjárhagslegra erfiðleika og annara félagslegra erfiðleika. Röskva vill jafnrétti til náms Röskva vill að Lánasjóðurinn standi undir nafni sem félagslegur jöfnunarsjóður og tryggi jafnrétti til náms óháð efnahag. Til þess að svo geti orðið verða námslánin og frítekjumarkið að hækka og að meira tillit sé tekið til félagslegra aðstæðna. Höfundur erlaganemi, skipar þriðja sæti á lista Röskvu til Stúdentaráðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.