Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 64
64 ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2000 MORGUEBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Dýraglens Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Grettir Ferdinand Islensk erfðagrein- ing og læknarnir Frá Jóni Ragnarssyni: í UMRÆÐUNNI nú undanfarið hefur mikið verið rætt og ritað um íslenska gagnagrunninn og Is- lenska erfðagreiningu, hefur nán- ast verið um einstefnu að ræða þar sem læknar hafa haft hátt um að setja ekki gögn í þennan alræmda gagnagrunn. I huga sjúklings sem gengur með ólæknandi sjúkdóm og staul- ast við hækjur eða situr í hjólastól og getur sig lítið hreyft er þetta hin undalegasta umræða og í huga fer hvers vegna læknar, sem eiga að hafa heill sjúklings í huga, eru á móti stofnun sem hefur það eitt að markmiði að finna orsök sjúkdóma sem engin lækning er til við. Eru læknar hræddir við að sjúkragögn þeirra fari í grunninn og leiði síðan í ljós mistök í verkum þeirra eða hvað er um að vera? Hér áður mátti ekki anda á ykkur lækn- ana vegna þess að þið lituð á ykkur eins og heilaga en það vill svo til að nú er árið 2000 og allur almenning- ur er vel upplýstur og gamla lækna....er liðin undir lok. MS-sjúklingur sem situr heima og er að berjast við að halda sér gangandi etandi verkjalyf til að lina þrautir og finnur lömun stöð- ugt ágerast skilur ekki þessi sjón- armið ykkar lækna sem hafa komið fram fyrir almenningssjónir og er- uð á móti gagnagrunninum vegna þess að þessar rannsóknir eru okk- ar eina von, ef ekki fyrir okkur sem erum veikir í dag þá fyrir komandi kynslóðir. Ég hef orðið þess aðnjótandi að koma inn í hús Islenskrar erfða- greiningar og hafði gaman af að sjá allt þetta unga og menntaða fólk vinna að rannsóknarstörfum sínum af elju og ákafa, nú veit ég ekki hversu margt fólk vinnur þarna en væntanlega hefði þetta fólk ekki fengið vinnu hér á landi við sitt hæfi ef ÍE hefði ekki komið til. Ein er sú persóna sem ég vil lítil- lega minnast á en það er hinn mál- gefni svokallaði kvótaskelfir sem nú kemur fram fyrir skjöldu og segir íslensku þjóðinni að selja sín gen, ég veit ekki hvað blessuðum manninum gengur til en hugsan- lega ætti IE að kaupa hann til rannsóknar, því genin hans hljóta að vera stórmerkileg og hugsan- lega í framtíðinni finnast lyf við þeim sjúkdómi sem virðist þjá þessa persónu. I millitíðinni getur einhver góðhjartaður útgerðar- maður gefið honum eitt til tvö tonn af kvóta og sett undir hann smá- horn og sent hann á miðin svo hann verði til friðs en sennilega væri það illa gert gagnvart þorskinum í sjónum ef hann lenti í návígi við nafna sinn á þurru landi. Er ekki kominn tími til að þeir læknar sem eru á móti gagna- grunninum staldri við og hugsi sinn gang og snúi sér að því sem starfsheiti þeirra segir til um, þ.e að lækna fólk og gefi IE tíma til að sinna sínum rannsóknarstörfum, þá hugsanlega kemur sá tími að þeir geti sagt við sjúklinginn sem leitar til þeirra og greinist með MS, þetta er ekkert mál vinur/vin- an, þú færð bara sprautu. JÓN RAGNARSSON, MS-sjúklingur og býr á Akureyri. Miðbærinn lagður í eyði Jl Frá Davíð Magnússyni: MIÐBÆR Reykjavíkur hefur átt undir högg að sækja undanfarin ár og ástandið á enn eftir að versna með tilkomu stærstu verslunar- miðstöðvar landsins í Kópavogi og stækkun annarra verslunarkjarna. Það er afar óæskilegt fyrir þró- un borgar að miðbær hennar missi gildi sitt, enda eru flestir sammála um að vinna beri að almennri upp- byggingu miðbæjarins. R-listinn lofaði að styrkja stöðu miðbæjarins. Hann hefur hins veg- ar valdið mér og öðrum gífurlegum vonbrigðum. Nýjasta uppátækið er ótrúleg hækkun á stöðumælagjöldum og sektir sem jaðra við rán og renna munu stoðum undir þá fullyrðingu að miðbær Reykjavíkur sé hættu- legur staður. Eigi fólk yfir höfði sér þá ógn að þegar það kemur að bíl sínum í rigningunni bíði þess 1.500 eða 2.500 króna sekt hvetur það menn varla til að keyra fram hjá hættu- lausum bílastæðum verslunarmið- stöðvanna á leiðinni í bæinn. Bíl- eigandi sem fær 1.500 kr. sekt fyrir að koma 5 mínútum of seint að stöðumælinum sem hann borg- aði 150 kr. í kemur seint aftur í miðbæinn ótilneyddur. Þessar hækkanir eru dæmi um fáránlega skammsýni sem valdið getur ómældum skaða. Sú stað- hæfing að gjaldtakan sé réttlætan- leg, vegna þess að í framtíðinni eigi að byggja fleiri bílastæðahús, minnir á þá stefnu konunga að gera út sjóræningja til að standa straum af kostnaði við uppbygg- ingu öflugs flota (landinu til varn- ar). Það er lýsandi fyrir þessa fram- kvæmd að ein helsta röksemd borgaryfirvalda fyrir hækkuninni er sú að það þurfí að hækka gjaldið til að geta keypt nýja stöðumæla til að hægt sé að hækka gjaldið. DAVÍÐ MAGNÚSSON, nemandi í borgarskipulagsfræði í Svíþjóð. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.