Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Orgelverk frá fyrri hluta aldarinnar TONLIST D ó m k i r k j a n ORGELTÓNLEIKAR Marteinn H. Friðriksson dómorganisti flutti íslenska orgeltónlist frá fyrri hluta aldarinnar. Sunnudagurinn 13. febrúar, 2000. TRÚLEGA er margt til sem ís- lensk tónskáld hafa ætlað til flutn- ings á orgel og harmoníum í kirkjum víða um landið, svo sem heyra mátti á tónleikum Tón- skáldafélags Islands, sem haldnir voru í Dómkirkjunni s.l. sunnudag í samvinnu við Reykjavíkurborg - menningarborg Evrópu. Tónleik- arnir hófust á þremur smáverkum eftir Jóhann Ólaf Haraldsson, sem var orgelleikari við Glæsibæjar- kirkju, Möðruvallarkirkju og um tíma aðstoðarorgelleikari við Akur- eyrarkirkju. Jóhann (1902-1963) var að mestu sjálfmenntaður í tón- fræðum og samdi fjöldann allan af söngverkum, m. a. hið þekkta lag, Sumar er í sveitum. Eftir Jóhann lék Marteinn H. Friðriksson tvær prelúdíur og eina postlúdíu og mátti þar heyra, að Jóhann hafði melódíska æð og voru þessi hljóm- ljúfu lög fallega flutt. Eftir Victor Urbancic lék Mar- teinn sálmforleik yfir sálminn Nun danket alle Gott, skemmtilega saminn forleik, þar sem beitt var ýmsum orgel- trikkum, er voru sérlega vel útfærð af Marteini. Part- ítan Faðir vor, sem á himnum ert, eftir Hallgrím Helgason, er til- brigðaverk og voru tilbrigðin helst til samstæð og gjörð með linnulausum kontrapunkti en það var helst í því síðasta, sem eitt- hvað tók í. Þrjár prelúdíur op.2 eftir Árna Björns- son, líklega frá yngri árum, er hann starfaði sem orgelleikari áður en hann fluttist suður yfir heiðar, eru ómþýð verk, sem voru fallega leikin og með látlausri raddskipan. Yngsta verkið á tónleikunum er trúlega orgelmúsík eftir Jón Þór- arinsson, sem saman stendur af prelúdíu, kóral og fúgu. Hér er ofíð saman gamalt sálmalag við þáver- andi nýjustu strauma í tónsmíði og fellur þetta allvel saman, í sérlega vel gerðu tónverki Jóns, sem í heild var ágætlega flutt af Marteini. Eft- ir Jón Leifs voru leiknar „Prelud- iae organo“ op. 16 og er þar unnið yfír sálmalögin Sá ljósi dagur, Mín lífstíð og síðast það sem er frægast þeirra, Allt eins og blómstrið eina. Fyrsti forleikurinn (Sá Ijósi dagur) er þægileg tónsmíð, en Mín lífstíð stirðlega samin og hröð mótröddin við sálmalagið er illa passandi við hinn gamla sálm. Eftir Pál ísólfsson lék Marteinn tvö verk, fyrst Víst ertu, Jesús, kóngur klár, og er tónmálið sett fram í eins konar víxlsöng sálms og tónmáls höfund- ar, gott verk, sem hljóm- aði nokkuð sannfærandi í skemmtilegri raddskipan Marteins. Lokaverkið, eina stórverkið á þessum tónleikum hvað snertir leiktæknikröfur, var Sjak- onna Páls yfir upphafsstef Þorlákstíða, glæsilegt orgelverk, sem Marteinn skilaði af reisn. Til þessara tónleika var stofnað til að gefa nokkurt sýnishorn af orgeltónlist sem samin var á fyrri hluta aldarinnar og sjálfsagt má finna ýmislegt fleira, eftir orgel- leikara á landsbyggðinni, sem sjálf- menntaðir skiluðu sínum kirkjum drjúgum starfsdegi, þótt ekki væri þar hátt um haft hvað þeir léku og sungu. Einn sérstakur galli var á efnisskrá, að ekki var Jóhanns að neinu getið, en hann átti sinn starfsdag á Akureyri og kom mjög við sögu varðandi tónlistarmál þar í bæ og tók m.a. þátt í stofnun Tón- listarfélags Akureyrar, 1942, auk þess að semja fallega söngtónlist. Jón Asgeirsson Marteinn H. Friðriksson Varði doktors- ritgerð í bok- menntafræði GUNNÞÓRUNN Guðmundsdóttir varði doktorsritgerð í bókmenntafræði frá Royal Holloway, Uni- versity of London, þann 28. janúar sl. Ritgerðin heitir: Borderlines: Auto- biography and Fiction in Post- modemist Life-Writ- ing. Leiðbeinandi við verkið var Michael Sheringham, prófess- or í frönskum bók- menntum, en aðstoð- arleiðbeinandi var Nicholas White, lekt- or í þýskum og frönskum bók- menntum. Prófdómarar voru Johnnie Gratton frá University College Dublin og Laura Mareus frá University of Sussex. í ritgerðinni eru könnuð mörk skáldskapar og sjálfsævisögu í æviskrifum á ensku, frönsku og þýsku eftir rithöfunda frá sl. þrjá- tíu árum. Sýnt er fram á hvemig höfundar glíma stöðugt við mörk skáldskapar og ævisögu, bæði hvað varðar efnistök og framsetn- ingu. I því sambandi er fjallað um tengsl minnis og frásagnar, um æviskrif kvenna og innflytjenda, könnuð tengsl ævisögu og sjálf- sævisögu og notkun ljósmynda í ævisögum rannsök- uð. Sýnt er fram á hvernig fortíðarskoð- un póstmódernisma endurspeglast í til- raunum með form í æviskrifum og leitt er að því líkum að þær formtilraunir sem átt hafa sér stað í ævi- skrifum síðustu þrjá- tíu ára undirstriki þátt skáldskaparins, sem sé óijúfanlegur partm- af æviskrifum. Gunnþórunn er dóttir Örbrúnar Hall- dórsdóttur lækna- ritara og Guðmundar Georgssonar læknis, forstöðu- manns Tilraunastöðvar Háskól- ans í meinafræði, Keldum. Gunn- þórunn er fædd í Þýskalandi 1968 og lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum við Sund 1988 og BA- prófi í bókmenntafræði og þýsku frá Háskóla íslands 1992. Árið 1995 lauk hún MA-prófi í evrópsk- um samanburðarbókmenntum frá Háskólanum í Kent. Gunnþórunn hlaut námsstyrki frá Committee of Viee-Chancellors and Princip- als í Bretlandi og frá Royal Hol- loway og er stundakennari við University College London. Sam- býlismaður Gunnþórunnar er Dagur Gunnarsson ljósmyndari. Gunnþdrunn Guðmundsdóttir Fátæk og friðsæl þjóð BÆKIJR Sagnfræði ÆSKA OGSAGA Söguvitund íslenskra unglinga í evrópskum samanburði eftir Braga Guðmundsson og Gunnar Karlsson. 339 bls., Háskólaútgáfan. 1999. VORIÐ 1995 var framkvæmd könnun meðal tæplega eitt þúsund íslenskra unglinga sem þá sátu í níunda bekk grunnskóla og fjörutíu og sjö kennara í sömu skólum. Markmiðið var að draga upp mynd af sögukennslu í íslenskum skólum, söguvitund unglinga og viðhorfi þeirra til ýmissa þátta þjóðh'fsins. Niðurstöðurnar voru síðan bomar saman við niðurstöður úr sambæri- legum könnunum sem fram- kvæmdar voru meðal ýmissa þjóða og þjóðfélagshópa í Evrópu bg í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Niðurstöður þessarar könnunar birtust í bókinni Æska og saga: Söguvitund íslenskra unglinga í evrópskum samanburði. í bókinni eru birt ýmis frumgögn er varða kannanirnar, s.s. niðurstöður úr könnuninni sem gerð var hér á Is- landi sem og niðurstöður hjá þremur samanburðarhópum, Skandinövum, þremur Vestur-Evrópuþjóðum og fjórum „nýríkjum", Finnlandi, Pól- landi, Eistlandi og Litháen. Saman- burður við þennan síðarnefnda hóp er um margt athyglisverður þar sem um er að ræða ríki er öðluðust full- veldi í lok fyrri heimsstyrjaldar líkt og ísland og einkennast af því að vera síðþróuð samfélög, bæði í tækni og stjórnmálum. Þessi samanburður veitir ágætt mótvægi við hina sam- anburðarhópana tvo en eins og Gunnar Karlsson orðar svo skemmtilega er oft „eins og við telj- um hlutina vera í lagi hjá okkur þá og því aðeins að þeir séu eins annars staðar á Norðurlöndum, einu landi þeirra eða fleirum" (27). Gunnar rit- ar tvær greinar í bókina, eina er varðar forsendur og framkvæmd verkefnisins og aðra er nefnist: „Viðhorf íslenskra unglinga til þessa heims og annars“. Þá ritar Bragi Guðmundsson grein er ber yfir- skriftina „Ungmenni og saga í ís- lenskum grunnskólum“. I henni fjallar Bragi um þann veruleika sem birtist í opinberum gögnum um sögukennslu sem og þann veruleika sem könnunin sjálf vitnar um. í grein sinni um framkvæmd könnunarinnar segir Gunnar að markmiðið með henni hafi verið að kanna söguvitund unglinga fremur en söguþekkingu. „Könnun á sögu- legri vitund er þá athugun á hvar þátttakendum finnst þeir vera í sögulegri framvindu, hvaðan þeim finnst þeir stefna og hvert. Þetta snertir náið sjálfsmynd manns, til dæmis hvort hann skynjar sig eink- um sem borgara þjóðríkis eða Evrópu, og þannig er stutt inn á svið stjómmálaskoðana og lífsskoðana og gildismats yfirleitt“ (12). Könn- uninni var þannig ekki ætlað að vera einhvers konar „Evrópukeppni í söguþekkingu" heldur var henni ætlað að kanna vitund unglinga um áhrif tímans og sögulegra aðstæðna á líf fólks, bæði sitt eigið og annarra. í þessu skyni voru þátttakendumir til að mynda beðnir um að setja sig í spor ungs fólks á miðöldum. Þeir voru einnig beðnir um að taka af- stöðu í máli er snerist um yfirráð eins ríkis yfir öðm og taka afstöðu til málefna innflytjenda. Þá vom þeir beðnir um að draga upp mynd af fortíð og framtíð með því að merkja við fyrirframgefna mögu- leika. Niðurstaðan er eftirfarandi: „Almennt má fullyrða að fortíðarsýn Islendinganna hafi verið jákvæð. Þeir töldu að friðsælt hefði verið í landinu og lýðræði; þeir sáu ekki fyrir sér þéttbýlisvandamál, meng- un, átök milli fátækra og ríkra né heldur á milli mismunandi þjóðern- ishópa hefðu verið teljandi; þeir vom fremur óvissir um það hvort landið hefði sætt erlendri kúgun og þeir gátu ekki ímyndað sér að vel- megun og auðlegð hefði einkennt þjóðlífið. Sem sagt fátæk og friðsæl þjóð í hreinu og dreifbýlu landi“ (87). Spyrja má hvort þessar niður- stöður beri ekki einnig vott um skilningsleysi á flóknum sögulegum aðstæðum og þjóðfélagsvandamál- um. Ljóst má vera að íslenskir ungl- ingar tóku afstöðu til einstakra þjóð- félagsmála á öðmm forsendum en jafnaldrar þeirra í Króatíu eða ísra- el. Jafnvel í löndum sem við teljum okkur almennt eiga margt sameigin- legt með eins og Danmörku og Sví- þjóð hafa unglingar aðra reynslu af innflytjendavandamálum. Niður- stöðurnar hljóta því að verða ólíkar ~ eða hvað? Hvað gerir fjórtán ára gamall unglingur sem hvattur er til að taka afstöðu í máli sem hann hef- ur enga innsýn í? Hann tekur af- stöðu. Honum ber að svara spurn- ingunum hvort sem hann hefur eitthvað til málanna að leggja eða ekki. Þannig myndar hann sér skoð- un. Hann velur sér niðurstöðu án þess að þekkja forsendurnar. í nú- tímaþjóðfélagi er okkur innprentað að betra sé að taka afstöðu, hvort sem við höfum forsendur til þess eða ekki, en að skila auðu. Við verðum að hafa skoðun. Á því byggist nútíma- lýðræði. Það að skila auðu ber vott um afstöðuleysi og hlýtur því að vera neikvætt, eða hvað? Vissulega hljóta margir þátttakendur að hafa merkt við valkostinn óákveðinn þeg- ar hann stendur til boða eða kosið að merkja við valmöguleikann nokkuð (þ.e.a.s. „í meðallagi") í stað þess að taka afgerandi afstöðu í einstökum málum. Þessi svör færa niður- stöðurnar nær miðju en raunin er einmitt sú að meðaltalið við flestum spurningunum liggur nálægt miðj- unni eins og kemur fram í bókinni í súluritum sem biita niðurstöður könnunarinnar. Við erum samt sem áður engu nær um það hvort flestir þátttakendur hafi verið óákveðnir í afstöðu sinni, fetað meðalveginn með því að merkja við valmöguleik- ann nokkuð eða hvort svörin hafi skipst í tvo hópa sem samanlögð gefi meðaltal nálægt miðju. Um það er engar upplýsingar að finna í bókinni. Unglingarnir sem tóku þátt í könnununum voru sammála um margt. Þannig segir til að mynda um viðhorf þeirra til Hitlers: „Niður- staðan er sú að mynd íslenskra ungl- inga af Hitler fylgdi í öllum megin- dráttum þeirri sem unglingahópurinn í heild dró upp af manninum. Athyglisverður innbyrð- is munur kom samt fram í afstöðu þeirra til fullyrðingarinnar um að Hitler hafi verið hæfileikaríkur ræðumaður, skipuleggjandi og leið- togi. Þessu höfnuðu íslenskar stúlk- ur afdráttarlaust" (76-77). Þessi nið- urstaða gefur því undir fótinn að íslenskar stúlkur hafi almennt látið stjómast af svart/hvítum hugmynd- um um rétt og rangt og því gefið Hitler neikvæða einkunn í stað þess að setja einstök atriði í flókið sögu- legt samhengi. Hvort sem þátttak- endur hafa tekið afstöðu í tilteknum málum samkvæmt eigin sannfær- ingu eða í samræmi við það sem þeir töldu að væri ætlast til af þeim, nema hvort tveggja sé, gefa niður- stöðurnar til kynna að íslenskir unglingar séu „tiltölulega góðir og velviljaðir öllum, hlynntir lýðræði, jafnrétti, mannréttindum, þjóð- rækni og trúaðir" (122). Gunnar Karlsson orðar þetta svo: „Það hvarflar að manni að segja að þeir séu vel upp aldir. Að vísu reynist dá- lítill misbrestur á að þeim takist að beita þessum góðu meginreglum rétt á einstök tilvik. Skilningur þeiiTa ristir kannski ekki afar djúpt, og fjöldi óákveðinna í sumum svör- unum bendir til að margir hafi átt fullt í fangi með að lesa merkingu út úr spurningunum. Fátt bendir til að íslensku unglingamir skari fram úr öðrum að gáfum eða bókmenningu" (122). Niðurstöður könnunarinnar eru fremur lítið afgerandi. Á köflum ganga höfundar bókarinnar kannski fulllangt í að kreista fram merking- arbærar niðurstöður úr töflum og súluritum sem við fyrstu sýn virðast ekki hafa neitt sérstakt til málanna að leggja. Vissulega má þó finna merkingarþrungin skilaboð í þeim útreikningum sem bókin hefur að geyma og hafa höfundarnir komist að ýmsum áhugaverðum niður- stöðum. Bragi Guðmundsson dregur til að mynda upp mynd af hinum dæmigerða íslenska sögukennara í grunnskóla vorið 1995: „Hann var karlmaður með allgóða menntun en litla sérþekkingu í sagnfræði. Hann var trúhneigðari en starfsfélagar hans í nágrannalöndunum og tiltölu- lega íhaldssamur, illa launaður, bjó við skort á ítarefni og öðrum nýsig- ögnum, hafði of lítinn tíma til undir- búnings sem kennslu. Þessi sögu- kennari leit á þróun vísinda og tækni sem megindrifkraft breytinga á næstu árum og hann hafði verulegar áhyggjur af umhverfisspjöllum" (54). Þá kemur einnig fram að ís- lenskir sögukennarar gefa lítið íyrir pólitískar byltingar og áhrif hugsuða og lærdómsmanna á gang sögunnar. Um íslensku unglingana sem tóku þátt í könnunni segir hann: „Al- mennt voru [þeir] jákvæðir gagn- vart þýðingu sögunnar íyrir þá pers- ónulega og þeir höfnuðu því afdráttarlaust að hún sé bara náms- grein í skólanum, ellegar eitthvað löngu liðið sem komi þeim ekkert við. Þeir sáu hana hins vegar ekki sem aðferð til að ná tökum á eigin lífi í sívirku breytingaferli. Þá lýstu nemendur yfirleitt miklu trausti til sögulegs heimildaefnis af öllu tagi en höfðu jafnframt nokkuð ein- dregna andúð á kennslubókum i sögu“ (90). Þetta er nokkuð sorgleg niðurstaða með tilliti tO þess að könnunin leiddi ennfremur í ljós að langalgengasta kennsluaðferðin var að láta nemendur lesa námsbók og vinna verkefni upp úr henni. ,A-ð öllu samanlögðu sést að staðreynda- nám, nám um hefðir, eiginleika, gildi og hlutverk eigin samfélags og nám um menningarleg verðmæti voru al- gengustu viðfangsefnin á vonnisseri 1995. Þetta bendir til þess að sögun- ám og kennsla hafi verið og sé trú- lega enn á hefðbundnum nótum [...]. Óhætt virðist að fullyrða að kennslu- hættir íslenskra sögukennara hafi verið einhæfari en tíðkaðist meðal nágrannaþjóðanna“ (68, 71). Niðurstöður könnunarinnar sem birtar eru í bókinni Æska og saga varpa áhugaverðu ljósi á þann veru- leika sem blasir við nemendum og kennurum inni í kennslustofu. Bókin er mjög merkileg heimild um upp- lifun nemenda á sögukennslu í ís- lenskum grunnskólum en setja má spurningarmerki við það hversu góð heimild hún er um upplifun ís- lenskra unglinga á sögunni sem sí- virku breytingaferli. Sigrún Sigurðardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.