Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2000 4^ njóta útsýnis yfír Breiðafjörð. Hann yfírgefur bernskufjallið og hverfur úr augsýn á vit konunnar sem gefur honum reyrvisk í hinsta sinn. Lúðvík Kristjánsson var Snæ- fellingur að ætt og uppruna, fædd- ur í Stykkishólmi 1911 og ólst þar upp, sjómannssonur, sem missti föður sinn aðeins 10 ára gamall. Hörðum höndum vann hann fyrir | sér til þess að brjótast til náms úr | fátækt, lauk gagnfræðaprófí frá I Flensborg í Hafnarfirði og síðar kennaraprófi. Þar með endaði formleg skólaganga Lúðvíks þótt hugur hans stæði til annars og meira á þeim vettvangi. Hann fékk leyfi til þess að sækja kennslu- stundir í Háskóla Islands um skeið, eins og ýmsir ágætir menn höfðu gert á undan honum, án stú- dentsprófs. Ritstörf og fræði- mennska urðu hans starfsvett- vangur og hafa rannsóknir hans á íslenskri sögu og menningu skipað honum í fremstu röð. Meðal helstu verka Lúðvíks eru Vestlendingar 1-3, Á slóðum Jóns Sigurðssonar og síðast en ekki síst Islenskir sjávarhættir 1-5. Sem viðurkenn- ingu fyrir vísindastörf sín hlaut Lúðvík heiðursdoktorsnafnbót frá Háskóla íslands 1981. I bemsku minni var skáldið sá, sem talar við öldur og haf og finnur sjóndeildarhringinn í brjósti sínu. Ég sat á ströndinni og ijóðið kom orðlaust til mín: sjávamiður gagntók líf mitt. (Jóhann Hjálmarsson.) | Hafið varð Lúðvík Kristjánssyni sannarlega örlagavaldur og mikið yrkisefni, en á því sviði starfaði hann lengst af með einum eða öðr- um hætti, sem ritstjóri Ægis í hartnær 20 ár og við rannsóknir á íslenskum sjávarháttum um ára- tuga skeið. Afrakstur þeirra rann- sókna er hið mikla ritverk hans með sama heiti, sem réttilega hef- ur verið nefnt vísindalegt stórvirki og mun hvergi eiga sér hliðstæður. Að því starfaði með honum kona hans, Helga Proppé, en hún lést fyrir nokkrum árum. Lúðvík sagði mér oftar en einu sinni, og jafnan með mikilli áherslu, að án hennar hjálpar hefði honum aldrei tekist að koma Sjávarháttunum frá sér. Lúðvík þekkti af eigin raun sjó- mennsku á bæði skútum og togur- um. Fiskveiðum á árabátum hafði hann kynnst áður, í Hólminum, og hefur hann sagt mér frá því þegar hann reri á sprökumið með fóstra sínum, Magnúsi Steinþórssyni. Móðir Lúðvíks var Súsanna Einarsdóttir rithöfundar Þorkels- sonar. Mun Lúðvík hafa hlotið mikilvæga uppörvun frá afa sínum til þess að leggja stund á fræðist- örf. Ábending frá skipsfélaga um borð í breskum togara á námsár- unum varð til þess að Lúðvík fór að huga að söfnun heimilda um veiðar á árabátum og öðru sem að þeim útvegi laut. Eg kynntist Lúðvík fyrst sem ungur stúdent þegar ég var að vinna að námsritgerð. Hann var þá sem óðast að viða að sér efni og skrifa Sjávarhættina. Þrátt fyrir miklar annir gaf hann sér eigi að síður tíma til þess að sinna kvabbi mínu og bauð mér í heimsókn í Álfaskeiðið. Tóku þau hjón mér af- ar vel. Ég átti eftir að koma á heimili þeirra oftar meðan á samn- ingu og útgáfu þessa ritverks stóð. Minnist ég þess að handritið var ekki vélritað heldur skrifað með blekpenna á stórar arkir og spáss- ía mikil. Greinilegt var að þarna var vel og skipulega á málum hald- ið. „Ég byrjaði á því að gera beinagrind að verkinu og hélt mér við hana að mestu leyti síðan,“ sagði Lúðvík mér. Seinna áttu kynnin eftir að styrkjast, ekki síst eftir að ég hóf störf í Hafnarfirði. Nokkru áður en það var hafði ég verið fenginn til þess að gera út- drátt úr Sjávarháttunum fyrir bókaútgáfuna Þjóðsögu. Lúðvík annaðist þó sjálfur útdrátt kaflans um íslenska árabátinn. Fyrir fáeinum árum kom ég í síðasta skipti í húsið við Álfaskeið. Helga var þá fallin frá og Lúðvík fyrir skömmu fluttur á Hrafnistu í Hafnarfirði. Hafði hann þá búið einn í íbúð þeirra hjóna um skeið. Nú var hann búinn að selja íbúðina og þurfti að tæma hana. „Ég vildi flytja á meðan ég var ennþá nokk- urn veginn í sæmilegu standi,“ segir hann, og bætir við: „Það eru allt of margir sem flytja of seint, þegar þeir eru orðnir of illa farnir til þess að geta haft ánægju af sambýli við annað fólk.“ Við göng- um niður stigann út á stéttina og niður brattar tröppurnar. Lúðvík réttir mér Skútuöldina bundna í steinbítsroð að skilnaði sem pers- ónulega gjöf. Hann fékk nokkur ár á elliheimilinu og undi hag sínum vel. Það er mér ánægja að geta sagt frá því að fjallað var um vísinda- störf Lúðvíks, og þá einkum og sér í lagi Sjávarhættina, á fjölþjóðlegri ráðstefnu í Stokkhólmi árið 1998. Hann sá sér að vísu ekki fært að sitja hana sjálfur, en bárust marg- ar og hlýjar kveðjur frá ráðstefnu- gestum. Með nokkru stolti vil ég nefna, að í tengslum við þetta mál- þing birtist grein í nafni okkar beggja. Fráfall Lúðvíks kom óvænt. Hann virtist hress og í góðu formi þegar við hittumst í síðasta skipti, um miðjan janúar, á fyrirlestri í Sjóminjasafninu í Hafnarfirði. Blessuð sé minning hans. Aðstand- endum votta ég mína dýpstu sam- úð. Ágúst Ólafur Georgsson. í hug mér koma ljóðlínurnar: „Enn er horfinn einn af fold, ætt- bálk tekur að þynna“ - við fráfall náfrænda míns og góðs vinar, Lúð- víks Kristjánssonar. Hann var mér eldri að árum en einni kynslóð yngri í ætt. Eftir því sem árum fjölgar fækkar þeim sem samfylgd hefur verið með frá fæðingu en Lúðvík hef ég þekkt alla ævi. Bernskuheimili mitt stóð í Hafn- arfirði á þeim árum er Lúðvík nam við Flensborgarskóla. Hann var á heimavist og virka daga stundaði hann námið af kostgæfni en um helgar kom hann á heimili foreldra minna öllum aufúsugestur. Hann undi sér á tali við afa sinn, föður minn, fróðleiksfúst ungmennið sólgið í að ræða málefni og menn úr sögu lands og þjóðar; síðar lét Lúðvík svo um mælt að þá hefði hann setið við fróðleiksbrunn er sér hefði komið að notum löngum síðan. Gestkvæmt var á heimilinu og stundum sat ungi maðurinn til hliðar og fylgdist með samræðum manna en einnig deildi hann geði við húsfreyjuna, móður mína, og þá voru ljóðmæli skáldanna í fyrir- rúmi. Þau lásu, ræddu og fóru með Ijóð Einars Benediktssonar, Stephans G. Stephanssonar, Stef- áns frá Hvítadal og skáldsins unga er kvaddi sér hljóðs með svörtum fjöðrum og skólapilturinn drakk það í sig. Hann brá einnig á leik við okkur frændsystkinin ungu og við tókum honum nánast sem eldri bróður. Þau tengsl hafa verið æ síðan og gagnvegir á milli. En breytingar voru framundan. Komið var að brottfararprófi úr skólanum vorið 1929 og á þeim tíma voru menn strangir um hæfni til verka. Afi Lúðvíks var próf- dómari í íslensku við Flensborg og þegar hann skyldi ganga upp í munnlegri íslensku vék prófdóm- arinn úr sæti vegna skyldleika við próftaka og til var kallaður aldinn æruverðugur klerkur, kunnur að færni í málinu. Lúðvík varð minn- isstæð serímónían er þessu fylgdi og fann til ábyrgðar að standa sig þegar svo mikið var viðhaft. Mun sú áhyggja hafa verið óþörf því ís- lenskt mál lá vel fyi’ir honum og tungutakið var skýrt og sérlega fjölbreytt. Húsfreyjan ljóðelska var burtkölluð misseri eftir að Lúðvík lauk námi við Flensborgar- skóla og vegna dvínandi heilsu föð- urins fóru systkinin til dvalar hjá vinum og vandamönnum. Með vinahjónum móður minnar átti ég nokkur bernskuár á Akur- eyri og þangað lagði Lúðvík lykkju á leið sína að vitja mín er hann var á suðurleið eftir sumarvinnu á fiskislóð við Hrísey. Þótti mér til um er þessi glæsilegi frændi minn kom í heimsókn og gaf sér sem endranær tíma til að spjalla og rifja upp samveruna í Hafnarfirði. En tíminn er fugl sem flýgur skjótt og þegar mig bar aftur suð- ur á land í nágrenni við mitt nán- asta skyldfólk átti Lúðvík að baki nám í Kennaraskóla, þrjá vetur við íslensk fræði i Háskóla íslands og var tekinn til við kennslu - og sem meira var hann hafði eignast föru- naut. Eiginkona hans, Helga Jóns- dóttir Proppé, var þeirrar gerðar að það sem honum viðkom varðaði hana ekki minna; við hjúskap þok- aðist Lúðvík ekki úr sínum frænd- garði þvert á móti bættist þangað góður liðsmaður sem Helga var. Þegar hér var komið hafði afi Lúðvíks fengið stofu fyrir sig á Grund og þar var Lúðvík tíður gestur ásamt okkur hinum og sem fyrr var setið við fróðleiksbrunn. Á vissan hátt var það líkt og skóli fyrir okkur sem yngri vorum að hlýða á þá langfeðga ræða saman: um bækur nýjar og gamlar, höf- unda og verk þeirra, söguritun og landsmál. Margt var undir í um- ræðunni og þess jafnan gætt að lands sið að vera létt í máli. Við fræddumst um okkar eigin ætt og uppruna og ekki var komið að tómum kofunum hvorki hjá Helgu né Lúðvík í persónusögu eða ætt- fræði. Hann var að hefja fræðist- örf sín og að þeim hneig upplag hans og áhugi og þeir þaulræddu um Snæfellsnes. Lúðvík var fædd- ur vestra og átti þar sín uppvaxt- arár en afi hans var mótunarár sín á foreldraheimilinu að Staðarstað og víðar um nesið áður en hann nær aldamótum fluttist til Reykja- víkur. Þeir fóru yfir landafræðina vestra og veðurfarið, söguna forna og nýja, mannlífið - möguleika þess og menningu og atvinnuhætti fyrr og nú. Ekki síst við þessar samræður mátti merkja hversu Lúðvík í raun var handgenginn Einari Þorkelssyni móðurafa sín- um. Helga og Lúðvík fluttu heimili sitt til Hafnarfjarðar og þar varð beggja vinnustaður samhliða því sem þau sóttu sér efnivið á söfn og í ferðalögum innanlands og utan. Jafnan þegar eitthvað var um í fjölskyldum okkar systkina til- heyrðu þau hjón þeim hópi er þá hittist; lifandi tengsl voru á milli og til þeirra mátti leita og njóta ráðlegginga. Eitt sinn stóð ég frammi fyrir því að skipuleggja verkefni varðandi stéttartal ís- lenskra ljósmæðra og ræddi við þau hversu mikinn tíma myndi þurfa að ætla sér þegar undirbún- ingur væri að baki og vinna komin á rekspöl. Nefndi ég tvö ár en Helga taldi hvert ár fljótt að fara við þvílíka vinnu og mátti hún gerst vita því hún vann af lífi og sál að verkefnum með Lúðvík. Ráðlagði hún mér tvöfaldan þann tíma og þegar hún heyrði að geta ætti í æviágripunum kvenleggs til jafns við karllegg taldi hún vissara að bæta ári við því djúpt væri á konum. Reyndist hún hafa lög að mæla því verkið tók nákvæmlega fimm ár eins og hún gerði ráð fyr- ir. Skemmtilegt var að eiga tal við þau hjón svo lifandi og áhugasöm sem þau voru, víðlesin og viðræð- ugóð. Ófá símtöl átti ég til þeirra er ég um skeið flutti þætti um ís- lenskar konur í útvarp; oft komu þau mér á sporið hvar upplýsinga væri að leita og voru viljug að lofa mér að heyra hvernig til hefði tek- ist. Þetta og ótal margt fleira rifj- ast upp þegar litið er til baka og fyllir hugann þökk. í röðum ætt- menna fer senn að sneiðast um eldri og reyndari að leita til. En nýjar kynslóðir taka við og ánægjulegt hefur verið að kynnast börnum Lúðvíks, þeim Vénýju og Vésteini börnum Helgu og Arn- geiri syni Guðbjargar Hallvarðs- dóttur. Öll eru systkinin einstakt myndarfólk og þau sæmd af móð- erni sínu. Við systkinin eigum Lúðvík H H H H H H H H H H H H H H H H í Erfisdrykkjur P E R L A N Sími 562 0200 IIIIIIIIIIIIIIT * H H H skuld að gjalda fyrir hversu ein- læglega hann hefur haldið á loft minningu föður okkar. Þegar um hægðist hjá honum eftir stórvirki^ ævinnar lauk hann verki er hann taldi bíða sín að fullklára. Minn- ingu afa síns Einars Þorkelssonar gerði hann skil í vandaðri ritgerð sem hann hugðist finna stað til birtingar. Auk annars fjallaði hann þar um smásögur, einkum dýra- sögur, er afi hans reit og komu út á bók þau árin sem Lúðvík var við- loðandi heimili hans í Hafnarfirði (1926-1928) og mætti segja að þá sé hringnum lokað. Síðastliðinn aðfangadag um há- degisbil hringdi Lúðvík til mín að árna heilla á komandi hátíð. Var-g. hann glaður og reifur að vanda, áformaði að vera hjá dóttur sinni og hennar fjölskyldu um kvöldið og horfði fram á góða daga með sínum nánustu. Hann sagðist halda vana sínum og ganga úti reglulega alla daga og sækja sund. Nýútkomnar bækur komu inn í spjallið og mér hlýtt yfir hverjar ég væri búin að lesa, hvað hann hefði þegar náð að lesa af áhuga- verðum ritum og hver hann hefði í hyggju að líta í. Ekki var annað sýnna en senn mætti fara að hlakka til veislunnar góðu þegar frændi okkar, hress og hughraustur, ætlaði að fagna ní- ræðisafmæli sínu. Það virtist ekk^ langt undan og tíminn ekki lengi að líða fremur en fyrrum. En aðrir atburðir voru nær: „Allra bíða feigðarföllin, forna Hel sér markar viðu“ segir í ljóðinu og óvænt kom kallið er ekki varð undan vikist. Kveðjuorð mín til Lúðvíks Kri- stjánssonar eru fengin úr Erfim- inni eftir einn frænda hans og voru tileinkuð fræðaþul: „þul hinn þaulfróða og þrekramma, hal enn harðvirka « hispurslausa“. (J.Þ.) Björg Einarsdóttir. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ Hjartans þakkir til allra þeirra er sýndu okkur hlý- hug og samúð við fráfall okkar ástkæra eigin- manns, föður, fósturföður, sonar og bróður, GUÐNA SIGURBJARNASONAR lögreglumanns. Einlægar þakkir til Þórarins Sveinssonar læknis og starfsfólks deilda 11-G og 11-E á Land- spítala. Starfsfélögum í lögreglunni færum við alúðarþakkir. Guð blessi ykkur öll. Þorgerður Bergvinsdóttir, Björk og Arndís Guðnadætur, Guðbjartur Kristinsson, Sigurbjarni Guðnason, Jóhanna Jakobsdóttir, Sigurborg Sigurbjarnadóttir, Pétur P. Johnson, Marta Lilja Sigurbjarnadóttir, Garðar Sigursteinsson, Edda Sigríður Sigurbjarnadóttir, Hanna Birna Sigurbjarnadóttir, Reynir Steinarsson, Hörður Sigurbjarnason, Erna Guðlaugsdóttir, Elísabet Sigurbjarnadóttir, Kristján Sverrisson og aðrir ástvinir. Útfararstofan annast meginhluta allra útfara d höfuðborgarsvæðinu. Þar starfa nú 15 manns við útfararþjónustu og kistuframleiðslu. -r Alúðleg þjónusta sem byggirá langri reynslu * Utfararstofa Kirkjugarðanna ehf. Vesturhlíð 2-Fossvogi-Sími 551 1266-www.utfarastofa.com Crýísdrykkjur Glæsileg kaffihlaðborð FALLEGIR SALIR OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA | Upplýsingar í símum 562 7575 & 5050 925 G I 1 HOTEL LOFTLEIÐIR O ICCLANDAIR HOTKLS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.