Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Börn á leikskólanum Arholti búa til siyóhús. Bflstjórar lentu meðal annars í ógöngum í Glaesibæjarhreppi. Morgunblaðið/Kristján Reimar kjagar um og kannar snjódýpt á Eiðsvelli - að vísu bara óformlega - en það getur verið nógu tafsamt að fikra sig um völlinn í þessu ástandi. Vetur konungur við völd GRIÐARLEGUM snjó hefur kyngt niður í Eyja- firði siðustu daga og er nú vetrarlegt um að lit- ast, en það er reyndar langt í frá óeðlilegt á þess- um árstíma. Nokkur erill var hjá lögreglu þegar hvað mest gekk á, en þó varð aldrei verulegt óveður á Akureyri. Þæfingsfærð var um bæinn part úr laugar- degi, en vel gekk að hreinsa helstu götur. Eitt- hvað var um að fólk þyrfti aðstoð við að draga bfla sína upp úr sköflum og rakst Ijósmyndari á ökumenn í ógöngum í Glæsibæjarhreppi norðan Akureyrar. Börnin létu snjóinn ekki raska ró sinni og krakkarnir á Árholti tóku því fagnandi að fara út og búa til snjóhús í skaflana sem höfðu myndast á lóð leikskólans. Yið Eiðsvöllinn rakst Ijósmyndari svo á hann Reimar þar sem hann klofaðist yfir völlinn og kannaði í leiðinni snjó- dýptina, sem er orðin þónokkur. Starfsemi gæsluvalla lögð niður í haust SKÓLANEFND Akureyrar leggur til að frá og með 1. september næst- komandi verði starfsemi gæsluvalla í bænum lögð niður í núverandi mynd. Nefndin fjallaði um gæsluvelli á fundi sínum núverið og kom fram í samantekt sem lögð var fram að á tímabilinu frá 1978 til 1999 hefur nýting vallanna minnkað mjög mikið og er nú svo komið að fjárhagslegur grundvöllur þykir varla vera fyrir rekstri nema í mesta lagi tveggja. Einnig liggur fyrir að þegar nýr Iða- völlur er tilbúinn mun eftirspurn eft- ir leikskólaplássi fyrir börn á aldrin- um tveggja til fimm ára fullnægt, en það er einmitt sami aldur og starf- semi gæsluvallanna byggist á. Þó svo að skólanefnd leggi til að starfsemi vallanna verði lögð niður í núverandi mynd er áhersla lögð á að gæsluvöllunum verði áfram haldið við og leggur skólanefnd til að um- hverfisdeild bæjarins fái það hlut- verk ásamt fjárveitingum fyrir næsta ár. Það þykir mikilvægt svo dagmæður og fleiri geti nýtt sér vell- ina áfram samhliða því að hugsan- lega væri hægt að bjóða væntanleg- um hverfasamtökum á Akureyri afnot af völlunum ef þau vildu halda þar úti starfsemi við gæslu barna. Þrír hreppar norðan Akureyrar í eina sæng? Kosið verður um sameiningu í júní HREPPSNEFNDIR sveitarfélag- anna þriggja norðan Akureyrar, Glæsibæjarhrepps, Skriðuhrepps og Öxnadalshrepps hafa ákveðið að kos- ið verði um sameiningu þeirra í júní í sumar. Gangi sameingin eftir er mið- að við að ný sveitarstjóm sameinaðs sveitarfélags verði kosin í september í haust og að sameiningin taki form- lega gildi um næstu áramót. Oddur Gunnarsson, oddviti Glæsi- bæjarhrepps, sagði að ekki væri enn búið að ákveða hvaða dagsetning í júní verður fyrir valinu. Komi til for- setakosninga í þeim mánuði, er hug- myndin að sameiningarkosningin færi fram samhliða forsetakosning- um. Oddur sagði að kynningarfundir vegna íyrirhugaðra kosninga færu fram í lok næsta mánaðar. Fulltrúar sveitarfélaganna þriggja útiloka ekki að fleiri hreppar komi að hugsanlegri sameiningu og er þar helst horft til Amameshrepps en hann átti áheymarfulltrúa á fundum viðræðunefndar sveitarfélaganna þriggja. Oddur sagði að þó að kjör- skrá yrði að liggja fyrir sex vikum fyrir kosningar. Akureyrarbær hefur haft forgöngu um viðræður sveitarfélaga í Eyjafirði um enn stærri sameingu og taka þátt í þeim íúlltrúar allra annarra sveitar- félaga í firðinum en áðumefndra þriggja hreppa. Ásgeir Magnússon, formaður bæjarráðs, sagði í Morgun- blaðinu sl. laugardag að sameining þessara þriggja hreppa hefði í raun engan tilgang. Sameining fækkar einingum Oddur sagði að sameiningin hrepp- anna þriggja hefði þó þann tilgang að hún fækkaði einingunum og ekki væri nú verra ef Amameshreppur kæmi einnig þar að. „Sameiningin hefur líka þann tilgang að það verður þá við færri að semja næst, ef farið verður í stærri sameiningu." Asgeir gagnrýndi úthlutun úr jöf- unarsjóði og sagði að miðað við núver- andi fyrirkomulag kæmi minna af peningum inn á þetta svæði ef af stórri sameiningu yrði en áður. Þessu er öfugt farið með sameiningu sveit- arfélaganna þriggja norðan Akureyr- ar, því miðað við núverandi reglur jöfnunarsjóðs myndi sameinað sveit- arfélag með um 400 íbúa fá um 7 mil- ljóna króna hærri greiðslu eftir sam- einingu en þau fá samtals í dag. Og ef Amameshreppur væri með yrði aukningin tæpar 12 milljónir króna. „Það er mín skoðun að það sé of snemmt að fara í stóra sameiningu, það er t.d. ekki búið að bora göngin til Siglufjarðar og eins er of stutt frá því að sveitarfélögin í Dalvíkurbyggð sameinuðust," sagði Oddur. Hann taldi að ekki kæmi til þess að ræða um eitt sveitarfélag í Eyjafirði fyrr en á næsta kjörtímabili eða því þar næsta. Morgunblaðið/Kristján Á myndinni er Anna Gréta í verslun sinni. Fold-Anna flytur VERSLUNIN Fold-Anna hefur flutt starfsemi sína að Hafnarstræti 85, þar sem áður var anddyri Hót- els Stefaníu og Fosshótels KEA. Áður var verslunin á Gleráreyrum. „Hún hefur verið þar svo lengi sem elstu menn muna,“ sagði Anna Gréta Baldursdóttir sem á og rekur verslunina. „Það má segja að þetta sé ný verslun en á eldgömlum grunni.“ Verslunin er opin frá kl. 13 til 18 alla virka daga og þar má finna ullarvörur af öllu mögulegu tagi. Garn er selt í versluninni sem og fullbúnar flíkur, hand- og vélp- rjónaðar og eiginlega allt þar á milli. Að sumarlagi eru einnig til sölu í versluninni vömr sem tengj- ast ferðamönnum, s.s. póstkort og bolir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.