Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2000 43 9 íi MENNTUN leiddi bæði til átaka á opinberum vettvangi og jafnframt til uppgjörs kynslóða inni á heimilum. Rótið sem fylgdi og uppgjör við „úrelt gildismat" varð til þess að forræð- ishyggja var gagnrýnd harðlega. Afleiðingar þessa náðu m.a. til kennslustarfsins og leiddu til þess að á næstu áratugum reyndu menn að gera það sem hlutlausast gagn- vart öllum gildum, taka til viðmið- unar vísindi fremur en gildismat trúarbragða, hefða eða mismunandi menningar. Kennarar áttu ekki, eða réttara sagt máttu alls ekki, halda skoðunum sínum að nemend- um og allir tilburðir til þess að ræða gildismat í samfélaginu urðu tortryggilegir. Kennsla átti að vera hlutlaus athöfn, miðlun fræðilegrar þekkingar en gildi áttu að vera val nemenda, enda talin vera í eðli sínu afstæð, byggð á því hver átti í hlut og frá hvaða sjónarhorni var horft. Breytingar á gildismati birtust að sínu leyti einnig gagnvart upp- eldi á heimilum með því að ögun barna var gerð tortryggileg. Marg- ir foreldrar áttu erfitt með að sjá mörkin á milli þess að beita skyn- samlegum aga í uppeldi og þess að að brjóta börn niður með þvingun- um og ofbeldi. Hið sama gilti um væntingar manna til kennara. I skólanum átti nemandinn oftast rétt en sjaldnar skyldur. Aðlögun að reglum skólasamfélagsins var jafnvel talin vera forræðishyggja og nauðung. Þótt markmið laga og reglu- gerða hafi lengi kveðið á um heild- stæða mótun allra einstaklinga gætir þeirra viðhorfa sem rætt hef- ur verið um hér að framan ennþá og þá líklega fremur í eldri en yngri bekkjardeildum. Ennþá eru nemendum kenndar fræðigreinar og reynt að beisla minni þeirra sem best. Fáir skólar virðast leggja mikla áherslu á að kenna þeim að vaxa og þroskast, persónulega og í samfélagi við aðra. Kannski er of djúpt í árinni tekið að segja að skólar forðist almennt að láta „upp- eldi“ af slíku tagi til sín taka en þó verður þess víða vart að kennarar telja sig ekki umkomna að sinna öðru en „fagi“ sínu eða námsgrein og telja að þeim beri ekki að taka fram fyrir hendur foreldra hvað uppeldi varðar. Að vinna að bættu siðferði Framansagt á trúlega, ásamt öðru, sinn þátt í því að siðferði í samfélögum okkar er ekki sterkara en raun ber vitni. Án þess að taka svo djúpt í árinni að tala um sið- ferðilega upplausn er ljóst að sið- ferðisbresti má merkja í smáum sem stórum málum. Friður á undir högg að sækja og víða átök þjóða, þjóðarbrota, trúarhópa og kyn- þátta. Umhverfisspjöll og mengun ógna lífsskilyrðum. Ofbeldi af ýmsu tagi, þar með talið kynferðislegt of- beldi; eiturlyfjaneysla, misskipting og fátækt; tilvistarkreppa sem birt- ist m.a. í sjálfsvígum ungs fólks; neysluæði, klámvæðing og firring er ástand sem margir af leiðtogum þjóðar og þjóðkirkju hér á landi hafa séð ástæðu til að fjalla ítrekað um. Öll þessi vandamál ógna þroskamöguleikum einstaklinga og samfélaga. Því miður hafa form- legar umræðrn- og yfirlýsingar ráðamanna eða það sem kallað hef- ur verið forvarnir alls ekki náð að breyta stöðunni. Rætur vandans eru margþættar en okkur virðist hefðbundin menntun og skólaganga lítt stuðla að lausn hans. Full ástæða er til að spyrja ágengra spurninga í þessu sam- bandi. Er unnt að skapa æskunni betri uppvaxtarskilyrði? Geta skól- ar haft áhrif á gildismat æskunnar? Eiga þeir að ástunda mannrækt? Er æskilegt að auka siðvit nem- enda, þannig að ungt fólk geti t.d. forðast að lenda í „neyslu“ og finni tilgang með námi og starfi? Og get- um við, þegar víðar er horft, alið upp kynslóð sem getur lagt lóð á vogarskál friðar og samlyndis á al- þjóðlegum vettvangi? Ef svörin við þessum spurningum eru jákvæð liggur beint við að spyrja hverjir eigi að vinna að úrbótum og hvern- ig? Hvað þarf að koma til svo breytinga til batnaðar megi vænta? Er líklegt að við, fullorðna fólkið sem er ábyrgt fyrir ástandinu, get- um byggt upp betra siðferði hjá börnum okkar? Við teljum að hefja beri umbóta- starf sem beinist að því að styrkja siðvit, ekki síst yngstu kynslóðar- innar þar sem mótunarmöguleik- arnir eru mestir. Verkið er hvorki einfalt né auðvelt og mun ekki leysa allan tilvistarvanda núlifandi kynslóða en við álítum að unnt sé að bæta siðvit og gildismat, ekki síst með markvissu samstarfi skóla og heimila. Hvað fær okkur til að vera svona sannfærðir um mögu- leika skólans og færar leiðir? Höf- um við einhvers staðar árangur í þessa veru? Gæskan hefur forgang Til eru nokkur dæmi um skóla sem hafa náð góðum, jafnvel frá- bærum árangri við að þroska siðvit nemenda. Einn þeirra skóla sem hafa vakið verulega eftirtekt vegna þessa er City Montessori School (CMS) í Lucknow í Indlandi. Þótt skólinn hafi nú komist í heimsmeta- bók Guinnes fyrir að vera stærsti einkaskóli í heimi, með rúmlega 23 þúsund nemendur eða álíka marga og eru í grunnskólum Reykjavíkur, þá er hann ekki síður athyglisverð- ur vegna þess ótrúlega árangurs sem nemendur hans ná. Fyrir 40 árum stofnuðu ung hjón, Jagdish og Barthi Gandhi, skólann og reka þau hann enn. í byrjun voru nem- endurnir einungis fimm og stofnféð var 10 dollarar. Hugsjónirnar voru þó miklar og Gandhi hjónin ákváðu í upphafi að megináherslur yrðu ekki síður lagðar á siðvit nemenda og gildismat en námsárangur. Markmið skólans var og er „að gera nemendur bæði góða og fróða“. Gæskan hefur forgang því: „Sá sem er fróður en ekki góður er í besta falli einskis virði en í versta falli hættulegur fyrir samfélagið.“ Arangur skólans hefur eins og áður sagði vakið heimsathygli og hafa nemendur hans m.a. unnið til margvíslegra verðlauna í sam- keppni víða um heim. Má þar nefna keppni í stærðfræði, eðlisfræði, smíði vélmenna, tónlist, tölvum og „starfi í gæðahringjum". Það sem vekur enn frekari athygli er öguð og jákvæð framkoma nemenda sem endurspeglar sterka siðferðiskennd og skilning á samspili einstaklings og samfélags. Reyndar segja Gandhi hjónin að það hafi komið þeim sjálfum á óvart hve siðfræði- áherslur skólans hafi, þegar á reyndi, reynst góð undirstaða fyrir hefðbundinn námsárangur. Það er athyglisvert að CMS er ætlað að vera leiðarljós fyrir sam- félagið en ekki spegilmynd af kost- um þess og göllum. Sagt er skilið við hlutleysi og ítarlega fjallað um gildismat sem sameiginlegt er trúarbrögðum og menningu hvar sem er í heiminum. Þetta er rauði þráðurinn í öllu starfi skólans og er sameiginlega á ábyrgð allra kenn- ara, fellt að öllum námsgreinum, eftir því sem unnt er, og beint til foreldra jafnframt. Með því að láta umfjöllun um dyggðir birtast í verkefnum og vinnubrögðum, innan sem utan skóla, verða þær smám saman óaðskiljanlegur hluti af sið- ferðilegri hugsun og breytni nem- enda. Eftir fimm vikna dvöl í Lucknow getur Jón Baldvin stað- fest að viðhorf og vinnubrögð nem- enda eru sérlega góð og óvenjuleg. Páil Vídalín í brenni- depli Félag um átjándu aldar fræði og Góðvinir Grunna- víkur-Jóns verða með mál- þing um Pál Vídalín lögmann (1667-1727) ísalÞjóðar- bókhlöðunnar á 2. hæð næsta laugardag, 19. febrúar árið 2000, og hefst það kl. 13.30. Guðrún Ingólfsdóttir, bók- menntafræðingur, stjórnar málþinginu, en á því verða flutt eftirtalin íjögur erindi: 1. Már Jónsson, sagnfræð- ingur: Mörg er mér nú stundin löng. - Embættis- missir Páis Vídalíns sumarið 1713. 2. Guðrún Ása Grímsdótt- ir, sagnfræðingur: Forn- yrðaskýringar Páls Vídalíns. 3. Gottskálk Þór Jensson, fomfræðingur: Hversu mik- ið er „nonnulla"? - Skuld Sciagraphiu Hálfdanar Ein- arssonar við Recensus Páls Vídalíns. 4. Þómnn Sigurðardóttir, bókmenntafræðingur: Ást- vinum til þakklætis og þén- ustumerkis. - Erfiljóð Páls Vídalíns um Þorleif Gislason frá Hliðarenda. Guðrún Kvaran, prófes- sor, slítur svo málþinginu, en flutningur hvers erindis tek- ur um 20 mínútur. Veitingar verða fáanlegar í veitingast- ofu í Þjóðarbókhlöðu á 2. hæð. Aðalfundur Félags um átjándu aldar fræði verður haldinn í sal Þjóðarbókhlöð- unnar, 2. hæð, laugardaginn 19. febrúar 2000, og hefst hann á undan þinginu, eða kl. 12.30. Fundarefni: Venju- leg aðalfundarstörf. Stjórnin. Hvort sem þeir eru í kennslustund- um, að leik úti, að ræða við gesti eða að taka þátt í fundum og ráð- stefnum eru þeir lifandi sönnun þess að unnt er að gera nemendur bæði góða og fróða. Margt má læra af því sem vel er gert í CMS og enginn vafi að byggja má upp svipaða eða sam- bærilega hluti hér á landi. Vissu- lega verður að hafa sterka fyrir- vara um aðlögun vinnubragða og hefða, enda eru samfélagsgerðirnar gjörólíkar.Vilji og trú á að ná megi árangri eru forsenda allra umbóta. Með góðum undirbúningi, m.a. með samstilltu átaki heimila og skóla, skýrri markmiðssetningu, efnisöfl- un og skipulagðri þjálfun kennara, mætti gera stórátak í mannrækt innan íslenska menntakerfisins. „Sjálft hugvitið, þekkingin hjaðnar sem blekking sé hjarta ei með sem undir slær,“ sagði Einar Benediktsson. skó8ar/g?ámskeið tungumát ■ Enskunám í Englandi Bjóðum enskunám við einn virtasta mála- skóla Englands. Skólinn sér þér fyrir fæði og húsnæði hjá enskri fjölskyldu. Um er að ræða alhliða ensku 18 ára og eldri og viðskiptaensku. Unglingaskóli í júlí og ágúst. Upplýsingar gefur Jóna María Júlíusdóttir, sími 862 6825 eftir kl. 18.00. nudd ■ www.nudd.is Upplýs- ingaskrif- t stofur um Evrópumál LEIÐBEININGUM um atvinnu- leit hefur verið bætt inn á heima- síðu EES-Vinnumiðlunar (www.- vinnumidlun.is/EES). Á heima- síðunni er líka að finna tengingar við margar upplýsingaveitur Evr- ópusambandsins um atvinnu- og fé- lagsmál. EES-Vinnumiðlun hefur flutt að Fjarðargötu 13-15, 2. hæð, í Versl- unarmiðstöðinni Fjörður, nýtt sím- anúmer er 554 7600, fax 554 7601. Nánari upplýsingar: jon.s.kar- lsson@svm. www.rit.ee þýðingar á ensku - vefsíður, ársreikningar o.fl. ýj> mbl.is _ACLTAf= eiTTH\SA0 NÝTT Opinn fundur ú Grand Hótel við Sigtún íkvöld kl. 20.00. RæSumenn: • GuSni Ágústsson, landbúnaðarráðherra • Olafur Örn Haraldsson, alþingismaður • Jónína Bjartmarz, alþingismaður • HjálmarÁrnason, alþingismaður Fundarstjóri: Vigdís Hauksdóttir, varaþingmaður FRAMSÓKNARFLOKKURINN Með fólk í fyrirrúmi llli . Kennslustund í hönnun Óvenjuskemmtileg og djörf hönnun sem svo sannarlega hefur slegið í gegn í Evrópu. Multipla var valinn bili ársins í Danmörku M.a er hann eini bíllinn tii sýnis á Nýlistasafninu í New York sem dæmi um frábæra hönnun. Sex sæti, gott aðgengi og yfirdrifið pláss fyrir alla. Undrabíll sem þú verður að skoða og prófa til að trúa. Multipla Fiat er hinn fullkomni fjöiskyldubíli. Fiat Muitipia Verð kr. 1.630.000 *ABS hemlalæsivörn *4 loftpúðar *6 sæti 'Rafstýrð hæðarstilling framsætis *6 x þriggja punkta belti *160w hljómflutningstæki *Fjarstýrðarsamlæsingar ‘Grindarbyggður *Upphitaðirog rafdrifnirspeglar *8 ára gegnumtæringarábyrgð Opið á laugardögum 13-17 r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.