Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2000 49^ UMRÆÐAN Niðurskurður - stefnumótun ráðherra í geðheilbrigðismálum ENN á að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur þegar spara þarf í sjúkrahúsrekstri með því að skerða þjón- ustu við geðsjúka og aldraða. Varla var það ætlun heilbrigðisráð- herra með skipan nefndar til að gera til- lögur um stefnumótun í geðheilbrigðismálum fyrir þremur árum, eða hvað? Jafnræði geðsjúkra og annarra sjúk- linga Nefndin gerði ítar- legar tillögur, m.a. um geðdeildir sjúkrahúsanna. Þar var bent á að tryggja þyrfti jafnræði geðsjúkra og annarra sjúklinga, sem nefndin taldi nokkuð á skorta. Minnt var á að enn væru ríkjandi fordómar í garð geð- veikra, hlutfallslega minna fjármagni væri ráðstafað til geðdeilda en ann- arra deilda sjúkrahúsanna og að fyrst væri horft til geð- deildanna þegar rifa ætti seglin í rekstri sjúkrahúsanna. Bent var á að nauðsynlegt væri að gera bragarbót á þessu og að fjárveit- ingar til geðdeildanna minnkuðu ekki frá því sem var er skýrslan var samin. Það væri þjóð- hagslega hagkvæmt að búa vel að geðsjúkum. Annað viðhorf kemur fram í viðtali við lækn- ingaforstjóra Sjúkra- húss Reykjavíkur í Morgunblaðinu 11. febrúar, en þar sagði hann að geðdeildin hefði ekki sama sess og sumar aðrar deildir spítalans. Sérstakar geðdeildir verði áfram við sjúkrahúsin Nefndin taldi nauðsynlegt að sér- stakar geðdeildir yrðu áfram við öll stóru sjúkrahúsin. Þannig væri tryggt að geðsjúkir ættu greiðan að- Geðheilbrigðismál Boðaður niðurskurður á þjónustu við geðsjúka, segir Tómas Helgason, skýtur mjög skökku við fögur fyrirheit ráð- herra. gang að ráðgjöf sérmenntaðs starfs- fólks á ýmsum sviðum og séð yrði fyrir nauðsynlegri samvinnu geð- lækninga og annarra sérgreina læknisfræðinnar. Auk þess er rétt að minna á að með því að hafa geðdeild- ir við sjúkrahúsin sem eru óháðar hver annarri skapast nauðsynlegt valfrelsi fyrir sjúklinga, aðstandend- ur og starfsfólk. Þá var sagt í tillög- unum að geðsjúkir mættu ekki við frekari fækkun á sjúkrahúsrúmum en orðin var á árinu 1998 og að tryggja yrði þeim betri aðbúnað. Meiri sérhæfðan mannafla en ekki minni Sérhæft starfsfólk er aðaluppi- staða meðferðar geðsjúkra. Nauð- synlegt er að auka sérhæfðan mann- afla til að unnt sé að sinna sjúklingum og aðstandendum þeirra betur og uppíylla kröfur laga um heilbrigðisþjónustu og réttindi sjúk- linga. Það gefur augaleið að ekki er unnt að spara 100 milljón krónur í rekstri geðdeildanna nema með því að fækka starfsliði. Upphæðin svarar lauslega áætlað til þess að segja þyrfti upp sex geðlæknum, álíka mörgum sálfræðingum og félagsráð- gjöfum, auk hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og annars starfsfólks. Þjónustan mundi skerðast stórkost- lega í stað þess að talið var nauðsyn- legt að auka hana. Fjárveitingar til geðdeilda hafa farið minnkandi í ofannefndu viðtali við lækninga- forstjóra Sjúkrahúss Reykjavíkur í Tómas Helgason Morgunblaðinu kom fram að allt að 1,5 milljarður króna færi til geð- deilda sjúkrahúsanna í Reykjavík. En í viðtalinu kom ekki fram að þessi^. upphæð er aðeins 8% af rekstrar*- kostnaði sjúkrahúsanna. Til saman- burðar má geta þess að 1961 var rekstrarkostnaður Kleppsspítalans, sem þá var eina sérhæfða geðdeildin á landinu, 19% af rekstrarkostnaði Ríkisspítalanna. Þetta hlutfall hefur farið minnkandi síðan og var 1989 komið niður í 14%. Nú er rekstrar- kostnaður geðdeildar Landspítalans (KJeppsspítalinn þar með talinn) kominn niður í 12% af rekstrarkostn- aði Ríkisspítalanna. Hlutur geðdeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur í rekstrarkostnaði þess ^ hefur einnig farið minnkandi. Lokaorð Boðaður niðurskurður á þjónustu við geðsjúka skýtur mjög skökku við fögur fyrirheit ráðherra og við mikil- vægt átak landlæknis til að hvetja til betri meðferðar þunglyndissjúk- dóma og til vama gegn sjálfsvígum. Að óreyndu verður að vona að ráð- herra komi í veg fyrir þann vanda sem nú á að hella yfir geðsjúka og aðstandendur þeirra og var ekki á bætandi. Höfundur er prófessor em., dr.med. og fyrrverandi forstöðulæknir geð- deildar Landspítalwis. Sveitarfelög eru fórnar- lömb byggðaþróunar FJÁRMÁL sveitar- félaganna hafa verið nokkuð til umræðu. Ljóst er að mjög hallar á veiTÍ veginn í fjár- málum sveitarfélag- anna víða um landið. Hver er ástæðan? - Hver er kjarni máls- ins? Ibúaþróunin í land- inu er meginástæða þess að sveitarfélög eiga við vaxandi skuldavanda að stríða. Annars vegar eru það sveitarfélögin á lands- byggðinni þar sem íbú- um hefur verið að fækka. Þau hafa byggt upp sín innri mannvirki, skóla á öllum skólastig- um, gatnakerfi og margvíslega þjón- ustu sem nútíma samfélag krefst. Þegar íbúum fækkar, dragast tekjur samfélagsins saman, tekjur sveitar- félagsins minnka, en skuldbinding- arnar eru hinar sömu. Sex milljarðar eða tíu og uppbygginguna fyr- ir sunnan. Þar með minnka tekjumar og möguleikinn til þess að veita góða þjónustu. Við það verða lífsskil- yrðin á landsbyggðinni verri og fólksstraum- urinn eykst enn og vítahringurinn heldur áfram. Að ósk minni gerði hagdeild Sambands ís- lenskra sveitarfélaga dálítinn útreikning á áhrifum þess á sveitar- félögin á landsbyggð- inni, að fólki fjölgaði þar að nýju, til dæmis um 10 prósent. Forsendurnar voru að fólksfjölgunin yrði hlutfallsleg í öllum tekju- og aldurshópum. Niður- staðan var sláandi og undirstrikar þjóðhagslegt mikilvægi þess að óheillaþróuninni í byggðamálunum verði snúið við. Helmingi betri afkoma sveitarfélaga Einar K. Guðfinnsson Á höfuðborgarsvæðinu gegnir þveröfugu máli. Nettó tilflutningar frá landsbyggðinni inn á höfuðborg- arsvæðið eru um tvö þúsund manns á ári, um þessar mundir. Það er gróft mat, sem nú er verið að vinna betur á vegum Byggðastofnunar, að kostn- aður við að koma nýjum íbúa fyrir sé um 3 til 5 milljónir króna. Líklega eru þessar tölur fremur í lægri kant- inum, enda nokkurra ára; frá árun- um 1995 til 1997 á verðlagi þess tíma. Síðan hefur framkvæmdakostnaður vaxið og verðlag hækkað eins og kunnugt er. Af þessum tölum má ætla að árlegur herkostnaður sveit- arfélaga á höfuðborgarsvæðinu vegna íbúaþróunarinnar sé ekki undir 6 milljörðum og kannski 10. Það var því ekki að ófyrirsynju að framkvæmdastjóri stærsta sveitar- félagsins varaði við þessari þróun nú nýverið. Á komandi árum mun þessi fjár- festing hins vegar skila sér í hærri tekjum. Fleiri íbúar auka tekju- streymið og þess sér glögglega stað í ársreikningum höfuðborgarinnar og sveitarfélaganna í nágrenni hennar. Ef byggðaþróunin snerist við... Á meðan sitja sveitarfélög úti um allt land eftir með sárt ennið. Þar sjá sveitarstjórnarmennirnir á bak góð- um þegnum sínum, sem eiga engan kost nema þann, að sækja í þensluna Dæmið, sem var tekið, var af byggðarlagi með um eitt þúsund íbúa. Þar eru aðstæður þannig, að innri mannvirki, svo sem skóli, leik- skóli, öldrunarþjónusta, götur, hol- ræsi og þess háttar eru fyrir hendi. Ekki þarf að bæta við neinni fjár- festingu þó svo að íbúum fjölgi dálít- ið; enda eru öll innri mannvirki mið- uð við heldur fleira fólk, í samræmi við það ástand sem þá var. Með öðr- um orðum. Þetta er hið dæmigerða byggðarlag, eins og við þekkjum dæmi um út um allt land. Byggðar- lag með góða opinbera þjónustu sveitarfélagsins, en þar sem íbúaþróunin hefur verið neikvæð og opinber fjárfesting sveitarfélagsins vannýtt. Við 10 prósent íbúafjölgun í slíku sveitarfélagi kom í Ijós að rekstrar- tekjur umfram rekstrargjöld tvö- földuðust; afkoman batnaði með öðr- íhreinsunin sími 533 3634, gsm 897 3634 Allan sólarhringinn. Skuldavandi Við 10 prósent íbúa- fjölgun í slíku sveitarfé- lagi kom í ljós, segir Einar K. Guðfínnsson, að rekstrartekjur um- fram rekstrargjöld tvö- földuðust. um orðum um helming. Ekki þyrfti að auka útgjöld vegna yfirstjómar, félagsþjónustu, heilbrigðis, fræðslu-, æskulýðs- og menningarmála. Nú- verandi fjárveitingar til þessara málaflokka myndu einfaldlega nýt- ast betur. I sumum ofangreindum málaflokkum myndu sértekjur jafn- vel aukast. En fyrst og fremst myndu tekjur sveitarfélagsins vegna útsvars íbúanna hækka. Þjóðinni alltof dýrkeypt Þá blasir myndin skýr við. Núver- andi íbúaþróun veldur gríðarlegri óþarfa fjárfestingu, svo nemur millj- örðum króna árlega. Byggðajafn- vægi hefði gagnstæð áhrif. Þeim fjármunum, sem þá spöruðust, væri hægt að verja til annarra hluta og þarfari, sem skila myndu bættum lífskjörum, aukinni velferð og lægri sköttum, landsmönnum öllum til heilla. Það er þvi mikið í húfi fyrir þjóðarbúið. Hin neikvæða byggða- þróun er einfaldlega þjóðinni alltof dýrkeypt. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðis- flokksins á Vestfjörðum. Launakerfi KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 • Sínii 568 8055 http://www.kerfisthroun.is/ Moryunflug til Barcelona alla miðvikudaga I sumar kr. 24.655 20.000kr. f/SXMsl'Yltona 5-000 kr. á mann. Barcelona er ein eftirsóttasta borg Evrópu í dag, og það undrar eng- an sem hefur kynnst þessari heillandi borg. Ekki aðeins hef- ur hún að geyma glæsilega bygg- ingarlistasögu og heillandi borgar- hluta eins og Barrio Gotico eða Port Olimpico, ólympíuhöfn- ina, heldur hafa á síðustu árum sprottið upp ný hverfi og bygg- ingar sem gera borgina að þeirri framsæknustu í byggingarlist í Evrópu í dag. Heimsferðir fljúga vikulega til Barcelona í sumar, alla miðvikudaga í dagflugi, og bjóða úrval góðra hótela í hjarta borgarinnar og við ströndina í strandbænum Sitges. Verð kr. 24.655 Flugsæti m.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára. Verð kr. 29.990 Flugsæti fyrir fullorðinn með sköttum, ef bókað fyrir 15. mars. Gildir í valdar brottfarir. Þjónusta Heimsferða * íslensk fararstjóm * Úrval kynnisferða * Viðtalstímar á gististöðum Heimsferða * Akstur til og frá flugvelli * Vikulegt leiguflug * Þrif daglega á gististöðum Heimsferða Verð kr. 44.990 Flug og hótel í viku, með flugvallarsköttum. m.v. 2 í herbergi með morgunmat, Paralcll, 21. júní, ef bókað fyrir 15. mars. Austurstræti 17, 2. hæð, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.