Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Hundakúnstir í Víkurfjöru HUNDAR Gunnars Halldórssonar, kennara í Vfk, voru sérstaklega kátir þegar þeir fengu að fylgja húsbónda sínum niður í Víkur- fjöru á dögunum. Þeir skelltu sér í sjóbað þrátt fyrir að talsvert brim væri í fjörunni. Hundarnir voru vel á verði eins og sönnum varðhundum sæmir og annar þeirra tyllti sér á aftur- lappirnar til að fá betra útsýni yf- ir heiminn. Fjármálastjóra Þjóðminjasafns Islands vikið úr starfi Starfsmenn óánægðir með brottvikninguna FJÁRMÁLASTJÓRA Þjóð- minjasafns Islands, Hrafni Sig- urðssyni, hefur verið sagt upp störfum vegna slæmrar fjárhags- legrar stöðu safnsins, en útgjöld þess fóru um þriðjung fram úr áætlun fjárlaga á síðasta ári eða úr 150 milljónum í tæpar 200 milljónir. Skiptar skoðanir eru um þá ákvörðun þjóðminjavarðar að víkja Hrafni úr starfi og hefur starfsmannafélag safnsins m.a. boðað til starfsmannafundar um hádegisbilið í dag vegna málsins. „Fundurinn er haldinn vegna óánægju manna með það hvemig að þessu var staðið,'1 sagði Þór Hjaltalín, sem sæti á í stjóm starfsmannafélagsins. „Ég hugsa að það sé best að segja ekkert meira að svo stöddu heldur bíða eftir útkomu fundarins." Þór Magnússon þjóðminjavörð- ur sagði í samtali við Morgunblað- ið að fjármál safnsins hefðu ekki haldist innan þess ramma sem gert hefði verið ráð fyrir og búið hefði verið að marka og að brott- vikningin væri liður í því að stokka upp fjármálin að nýju. Þór sagðist vijja segja sem minnst um málið á þessari stundu þar sem fjármál safnsins væru í skoðun. Hann tók þó sérstaklega fram að brottvikningin stafaði ekki af því að neitt sviksamlegt hefði átt sér stað. Að sögn Þórs hefur verið Ijóst í nokkra mánuði hvert stefndi í fjármálum safnsins og sagði hann að vandræðin væm m.a. tilkomin vegna kostnaðar við flutning safnsins, en þó ættu málin eftir að skýrast nánar. Hrafn, fjármálastjóri safnsins, hóf störf hjá því fyrir rúmu ári og aðspurður hvort ekki væri verið að hengja bakara fyrir smið sagð- ist Þór ekki vilja gefa neina um- sögn um slíkt. Hrafn vildi ekki tjá sig um mál- ið að svo stöddu. Ferðamönnum með skemmti- ferðaskipum fjölgar Einkavæðingar- nefnd falið að und- irbúa sölu Símans FJÖLDI ferðamanna sem koma á skemmtiferðaskipum til landsins hefur tvöfaldast á síðustu ámm. Á ámnum 1992-1993 komu um 10- 12.000 farþegar með skemmtiferða- skipum til Reykjavíkurhafnar, en næsta sumar er reiknað með að far- þegafjöldinn verði um 25-26.000 manns og skipakomur verði a.m.k. 45. Þetta er nokkur aukning frá síð- asta ári, en þá vom 37 skipakomur skráðar og fjöldi farþega rúmlega 18.000. Ágúst Ágústsson, markaðsstjóri hjá Reykjavíkurhöfn, segir að menn hafi unnið að því síðustu sjö árin að koma höfninni á kortið sem viðkomu- stað skemmtiferðaskipa. Þetta starf hefur verið unnið í samvinnu við Færeyinga og Grænlendinga, en í sameiningu hafa þessar þjóðir unnið að því að markaðssetja skemmtisigl- ingar á Norður-Atlantshafi. í þessu samstarfi em einnig skipafélögin á svæðinu, sem sjá um að taka á móti skipunum, ásamt ferðaskrifstofum. Og síðan era það hafnirnar, sem á íslandi era auk Reykjavíkurhafnar t.d. Akureyrarhöfn og ísafjarðar- höfn. Farþegar almenntánægðir með komuna til Islands „Það er almennt útbreiddur mis- skilningur að skipin komi bara til Reykjavíkur. Þau koma á ákveðin svæði, en heiminum er skipt í ákveð- in „cmise“-svæði, þar sem Karíba- hafið er stærst og síðan Miðjarðar- hafíð. Við emm síðan að búa til eitt svæði sem heitir „North Atlantic Is- lands“ og höfum verið að vinna í því síðan 1992,“ segir Agúst. Að sögn Ágústs hefur þetta starf skilað sér ágætlega, þó að alltaf megi gera betur. Á ámnum 1992-93 komu um 25-30 skip með um 10-12.000 farþega, en þeim hefur fjölgað vem- lega á þessum ámm. Hann segir að það sé einkenni íslands að farþegar á skemmtiferðaskipum sem hingað koma fari að jafnaði mikið í skoðun- arferðir í landi, alveg upp í 90% og þar yfir á hverju skipi. Þetta kom í ljós í könnun sem gerð var þrjú ár í röð um borð í skipunum og segir Ágúst að jafnframt hafi komið fram að farþegar séu almennt mjög ánægðir með komuna hingað til lands. „Við getum því verið tiltölulega ánægð. Þetta em alltaf fleiri og fleiri farþegar og fjöldi þeirra farinn að nálgast það að vera um 9% af heild- arfjölda farþega til íslands." STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra ætlar fljótlega að kynna í ríkisstjórninni þá undirbúnings- vinnu sem fram hefur farið vegna fyrirhugaðrar sölu Landssímans og leggja til að framkvæmdanefnd um einkavæðingu verði falið að vinna að tillögum um hvernig standa beri að sölunni. „Það yrði síðan í framhaldi af vinnu einkavæðingarnefndarinnar sem ég fengi hugmyndir og tillögur um hvernig bæri að standa að þessu,“ sagði Sturla. Tele Danmark sýnir áhuga á samstarfi Samgönguráðherra er nýkominn úr kynnisferð til Danmerkur þar sem hann átti m.a. viðræður við ráðherra fjarskiptamála og for- svarsmenn símafyrirtækisins Tele Danmark. „Það er alveg ljóst að það er heil- mikill áhugi á einkavæðingu Sím- ans,“ sagði Sturla, en lagði áherslu á að hann hefði ekki átt í neinum viðræðum um sölu Landssímans. Aðspurður sagði Sturla að stjórn- endur Tele Danmark hefðu sýnt áhuga á samstarfi við Landssímann „en það hefur ekkert verið rætt um neins konar viðræður við þá um kaup, enda er ekki komið að þeim áfanga í málinu á þessu undirbún- ingsferli“, sagði Sturla. Hann var spurður hvort hann teldi koma til álita að undanskilja flutningskerfi Landssímans við sölu fyrirtækisins, eins og fram hefur komið í máli nokkurra framsóknar- manna, og sagðist Sturla ekki sjá kosti þess. Karlmaður og kona biðu bana í umferðarslysi KARLMAÐUR og kona, bæði um sjötugt, létust í umferðarslysi rétt við Hlíðarbæ skammt norðan Ak- ureyrar á laugardag. Slysið var tilkynnt upp úr kl. 13 á laugardag, en tveir bflar höfðu rekist harkalega saman á hring- vegi við Dagverðareyrarveg, rétt við afleggjarann að Hlíðarbæ, nokkmm kílómetram norðan við Akureyri. Að sögn varðstjóra lögreglunnar á Akureyri varð slysið með þeim hætti að fólksbfl var ekið í suður- átt, til Akureyrar, og er talið að hann hafi verið að aka fram úr öðr- um bíl þegar hann skall framan á jeppa sem ekið var til norðurs. Ökumaður fólksbílsins og farþegi í aftursæti biðu bana í slysinu. Tveir aðrir sem í bflnum vom slösuðust talsvert og vora fluttir á Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri. Far- þegi í jeppanum slasaðist einnig en bæði hann og ökumaður vom flutt- ir á sjúkrahúsið. Maðurinn sem lést hét Ævar Klemenzson, til heimilis á Smáravegi 4 á Dalvik. Hann var fæddur 28. apríl 1930. Hann lætur eftir sig eiginkonu og tvö uppkomin börn. Konan hét Rannveig Þórsdóttir, til heimilis á Litlu-Hámundarstöðum í Dalvík- urbyggð. Hún var fædd 17. janúar árið 1929. Hún lætur eftir sig eigin- mann og sex uppkomin börn. 22 SÍDUit A ÞRIÐJUDOGUM Heimili ÍÞRÖm Eiður Smári undir smásjánni hjá Liverpool / B1 Gamall draugur vakinn upp á Highbury / B2 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.