Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2000 5 UMRÆÐAN Styrkja ber þjónustu við geð- sjuka á Sjtíkrahúsi Reykjavíkur EVROPUSAMTOK barna- og unglingageð- lækna stóðu nýlega fyrir ráðstefnu í Ham- borg í Þýskalandi und- ir kjörorðinu: Ný við- fangsefni, nýjar lausn- ir. Rannsóknir á sviði erfðafræði hafa sett mark sitt á þróun sér- greinarinnar undan- farin ár þar sem sam- spil erfða, líffræði og umhverfis í þróun geð- sjúkdóma og geðrask- ana er mun skýrara nú en áður. Lögð var rík Helga áhersla á að ný viðhorf Hannesdóttir til meðferðar hafa dregið úr fordómum í garð geð- sjúkra og aukið á þekkingu almenn- ings og eflt forvarnir í geðlækning- um. Aukin áhersla er á samvinnu milli sérfræðinga og sérgreina sem eykur aftur fjölbreytni í meðferð. Sjúkrahús víða í Evrópu reyna nú að veita alla meðferð á sama stað og tíma til að draga úr kostnaði og auka á hagræðingu í þjónustu fyrir sjúkl- inga. Eflum geðheilbrigðis- þjónustu Samkvæmt skýrslu starfshóps, sem heilbrigðis- og tryggingaráð- herra skipaði um stefnumótun í mál- efnum geðsjúkra, en hópurinn skil- aði áliti sínu í október 1998, ákvað ríkisstjórn íslands að veita auknu fé í geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og unglinga á komandi misserum á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og Land- spítala. Ahersla hefur verið lögð á meiri tengsl milli meðferðarstofn- ana á vegum félagsmálaráðuneytis og heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytis, og mennta- og dómsmála- kerfis. Vakin hefur verið athygli á að þætti heilsugæslu og skóla í geðheil- brigðismálum barna og unglinga er ábótavant. Skortur er á geðheil- brigðisþjónustu innan SÁÁ, sem í vaxandi mæli hafa sinnt unglingum með hegðunar- og tilfinningarask- anir, ásamt fíkniefnavanda. Þess í stað blasir nú við fyrirhugaður nið- urskurður og stríðsástand þar sem fyrst er ráðist á geðdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Hlustar barnið þitt? Vitinn Rás 1 . Kl. 19.00 www.ruv.is/vitinn PMALVFTUR ÞÓR HF Reykjavík - Akuroyri Samkvæmt áætlun sérskipaðrar nefndar á vegum World Health Organisation (WHO) er gert ráð fyrir að 11 meðferðarpláss á barna- og unglingageð- deildum standi til reiðu fyrir hverja 100.000 íbúa í borgum og sveit- um. ísland er langt fyr- ir neðan þessi meðal- mörk. f íslenskum heil- brigðislögum frá 1997 er kveðið á um að til að uppfylla viðmiðunar- reglur fyrir sérfræði- menntun í geðlækning- um á deildaskiptu há- skólasjúkrahúsi skuli vera starfandi barna- og unglingageðdeild auk al- mennrar geðdeildar. Þar sem dreifing sjúkrahúsa hér á landi hefur aðallega verið nálægt þéttbýliskjörnum og takmörkuð uppbygging á þjónustu fyrir börn og unglinga utan höfuðborgarsvæðis- ins hafa afleiðingarnar orðið þær að nauðsynleg meðferð hefur hafist seinna en æskilegt hefur verið og oft ekki fyrr en eftir óviðunandi langan biðtíma. Meðferð hefur farið fram á geðdeildum fyrir fullorðna, eða á áfengisdeildum fullorðinna, þar sem fagkunnátta er á öðru sérgreinasviði og aðstæður dvalar geta verið óheppilegar fyrir unglinga og fjöl- skyldur þeirra. Einnig hafa ungling- ar verið vistaðir á meðferðarstofn- unum á undanförnum árum á vegum Barnaverndarstofu án geðlæknis- fræðilegrar greiningar eða meðferð- ar sem er í raun neyðarúrræði og ekki í samræmi við nútíma þekkingu í geðlæknisfræði. Hver er þörfín? Á slysa- og bráðamóttöku SHR leita á hverju ári u.þ.b. 20 þúsund börn og unglingar frá öllu höfuð- borgarsvæðinu. Óflug þjónusta hef- ur verið veitt þar við börn og ungl- inga á undanförnum árum, en nauðsynlegt er að byggja upp og bæta sérhæfðari þjónustu á SHR fyrir að minnsta kosti 2% barna og unglinga vegna alvarlegra hegðun- ar- og geðraskana. Rannsóknir frá nágrannalöndum Gedsjúkir Ný viðfangsefni, nýjar lausnirvar yfírskrift á ráðstefnu sem haldin var í Hamborg fyrir skömmu. Helga Hann- esdóttir skrifar um ný meðferðarviðhorf í geð- lækningum í Evrópu. hafa gefið til kynna að í 17-20% til- vika sé nauðsynlegt að meðferð fari fram á sérhæfðri geðdeild, þar sem unglingar geta legið inni undir eftir- liti, en sumt af þjónustunni getur jafnframt farið fram á geðdeild fyrir fullorðna, þannig að æskilegt er að þjónustudeildirnar tilheyri sameig- inlegu meðferðarkerfi. Á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þyrfti að koma á fót hið fyrsta 6-8 rúma deild, sem þjónaði sem bakland fyrir slysa- og bráða- móttöku SHR og fyrir þá unglinga sem leita þar þjónustu eftir sjálfs- vígstilraunir og aðrar alvarlegar geðraskanir. Gera mætti ráð fyrir að eftir dvöl á slíkri bráðamóttökudeild mætti vísa unglingum til frekari meðferðar á aðrar meðferðardeildir en engu síður með það sjónarmið í öndvegi að tryggja ávallt samfellu í meðferð. Aldursmörk á slíkri deild yrðu e.t.v. upp að 25 ára aldri og yrði deildin í náinni samvinnu við önnur sérgreinasvið á SHR. Á deildinni væri að jafnaði miðað við 3-5 daga innlögn, en innlagnartími færi ekki framyfir 10 daga. Bráðamóttöku ábótavant Koma þarf á fót þjónustu fyrir þá unglinga sem koma á slysa- og bráðamóttöku Sjúkrahúss Reykja- víkur og eru undir áhrifum áfengis eða fíkniefna og koma í kjölfar slysa, slagsmála, ofbeldisverka eða sjálfs- sköðunaratferlis. Þessi hópur ungl- inga er allstór, u.þ.b. 800-1.000 unglingar á ári, en við komu á slysa- og bráðamóttöku þurfa þessir ungl- ingar oft mikla umönnun og jafnvel stranga gæslu meðan gert er að sár- um þeirra eftir alvarleg slys. Þegar þessir unglingar eru vistaðir á áfengismeðferðardeild fyrir full- orðna njóta þeir oftast ekki þeirrar geð- og taugasálfræðilegu greining- ar, meðferðar og umönnunar sem þeim hentar og nauðsynleg er, eins og t.d. í formi viðtals við fjölskyldur þeirra og skóla og eftirmeðferðar. Látum ekki söguna endurtaka sig Á ráðstefnu Evrópusamtaka barna- og unglingageðlækna í Ham- borg nýverið var greint ítarlega frá tímum nasista í Þýskalandi og aðför- um Hitlers að geðsjúklingum en Hitler réðst fyrst á vígi geðsjúkra barna og unglinga og útrýmdi þeim í hundraðatali. Síðan geðsjúkum kon- um og gamalmennum. I kjölfar þessara aðgerða hefur þróast mikil þekking sem hefur upprætt fordóma og ofbeldisverk í garð geðsjúklinga í mörgum löndum. Látum því ekki söguna endurtaka sig. Höfundur er geðlæknir á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. ■■■■■■r’Hfe'V'i 11 'lJ ■PfiiaBrvt ft V\ 'l !-.!:«■■■■■■■ HT Stórhöfða 17, við Ciillinbrii, sími 567 48 • i. vvww.flis^flis.is • netfang: flis(" itn.is MÚRARASAMBAND ÍSLANDS MÚRARAFÉLAG REYKJAVÍKUR m Að gefnu tilefni vilja Múrarafélag Reykjavíkur, Múrarameistarafélag Reykja- víkur og Múrarasamband íslands vekja athygli almennings á því, að flísalagnir, þ.e. lagnir gólf- og veggflísa, utanhúss sem innan, eru hluti af iðn múrara og nýtur lögverndar sem slík. Þeir, sem láta aðra iðnaðarmenn eða ófaglærða menn vinna slík verk, eru því að taka þátt í broti á iðnaðarlögum, auk þess sem ætlað verður að verkkunnátta þeirra sé önnur og lakari en þeirra sem lært hafa þetta fag. Reykjavík: Ármúla 11 - sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka - simi 461-1070 Orðabækurnar Ensk-íslensk & íslensk-ensk vasabrot svört ...... 1.390 kr. Ensk-íslensk & íslensk-ensk gul.................. 1.890 kr. Ensk-íslensk (34.000 uppflettiorð) rauð..........2.190 kr. íslensk-ensk (35.000 uppflettiorð) rauð..........2.190 kr. Ensk-íslensk & íslensk-ensk rauðar tilboð ....... 3.990 kr. Ensk-íslensk & íslensk-ensk rauðar í gjafaöskju . 4.590 kr. Sænsk-íslensk & íslensk-sænsk gul................ 2.400 kr. Dönsk-íslensk & íslensk-dönsk gul ............... 2.400 kr. ítölsk-fslensk & íslensk-ítölsk gul..............3.600 kr. Frönsk-íslensk & íslensk-frönsk gul 1996 útgáfa..2.990 kr. Spænsk-íslensk & íslensk-spænsk gul ............. 1.790 kr. Þýsk-íslensk & íslensk-þýsk gul 1997 útgáfa...... 2.990 kr. Ódýrar og góðar orðabækur fyrir skóla, skrifstofur og ferðalög Fást hjá öllum bóksölum 567 2277 Funahöfða 1, www.notadirbilar.is fialant árg. 99, ek. ið þ.km.. siiii vindsk., álfelgur. Verö 2.100 tiis. (0151) Hýr blll. loyota Land Cmíser 99 LX. ek. n km, svartur, ssk, 33". l/erð 3.390 þús.. áhv. 210 þús. (0119) Mfi/IC Pajero, árg. 99, ek. aðeins 02 0.km, grænn. ssk. álfelgur, toppl. Verð 1.230 þús. Gullmoli. (0146) Ford Focus, á® 99, ek. 6 h.km, Silfur, 5-gíra, 17" álfelgur, samlitur. Verö 1.730 þús, áhv. lán. Ath. skipti. Subaru Legacy 2999, árg. 93, ek. 105 h.km. grár, ssk, álfelgur. VerS 990 þús. (0148) Toyota Double Cab, ári hús.Verð 2.270 þús. I ek. 28 þ.krn. vinr. T Ski-Ooo MX-Z 670 eg 303,3r Ski-Doo tormula III600, árg. 90, Polaris XIISP, árg. 97, Polaris Iníy 501, árg. 88.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.