Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ ÍDAG BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson BRASILÍA og Noregur mættust 1 undanúrslitum HM og var leikurinn jafn og spennandi fram á síðasta spil. Norðmenn höfðu náð nokkru forskoti fyrir síðustu lotuna, en Brasilíumenn áttu mjög góðan endasprett og unnu leikinn með 12 IMPum. Hér er spil úr fyrstu lotunni, þar sem Chagas og Branco keyra í hart geim gegn Erik Sælensminde og Boye Brogeland: Suður gefur; allir á hættu. Norður aD92 v K97 ♦ 95 4. K8432 Vestur Austur *KG * 108765 v AD85 v G104 ♦ AD1084 ♦ 632 * 106 * 97 Suður ♦A43 »632 ♦ KG7 ♦ ADG5 Vestur Norður Austur Suður Erik Chagas Boye Branco - _ _ llauf ltígull 21auf Pass 2grönd Pass 3grönd Allirpass Erik kom út með tígul- drottningu og Branco átti slaginn á kónginn. Eins og spilið liggur er einfaldasta vinningsleiðin sú að spila spaða að drottningunni og siðan hjarta að kóng ef vest- ur sækir ekki tígulinn áfram. En Branco fór aðra leið. Hann spilaði strax hjarta að blindum og lét kónginn þeg- ar Erik dúkkaði. Átta slagir í húsi og nú tók Braneo laufin fimm. Erik kaus að halda eftir KG í spaða, Á8 í hjarta og ÁIO í tígli. Branco sendi vörnina nú inn á hjarta og Erik yfirdrap tíu makkers með ás og spilaði hjarta til baka á gosann. Nú reyndi Boye spaða, en Branco stakk upp ás og spilaði spaða um hæl. Erik lenti inni og varð að gefa Branco níunda slag- inn á tígulgosa. Það má hnekkja spilinu ef vestur finnur þá fallegu vörn að henda ÁD í hjarta og halda í einn hjartahund og ÁlOx í tígli. Þá fær austur tvo slagi á hjarta og vestur þrjá á tígul. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsima 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einning er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1,103 Reykjavík Þú hefur enn einu sinni gleymt að salta gólfið, Umanaq! Árnað heilla Ljósmynd: Bonni. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 16. október sl. í Hát- eigskirkju af sr. Helgu Sof- fíu Esther Hlíðar Jensen og Haraldur Sigþórsson. Heimili þeirra er að Funa- fold 9, Reykjavík. Norðurmynd Ásgrímur. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 9. október á síðasta ári af G. Theodóri Birgissyni Sóley Björk Sturludóttir og Grótar Þór Pálsson. Heimili þeirra er Nónási 6, Raufar- höfn. SKAK Umsjón llelgi Áss Grétarsson ÞESSI staða kom upp í fyrstu skák einvígisins um nafnbótina Skákmeistari Reykjavíkur árið 2000 á milli þeirra Þrastar Þórhallssonar og Braga Þorfinns- sonar. Stór- meistarinn hafði hvitt og sneri skemmtilega á andstæðinginn með riddara- kúnstum. 29.Rxd6! Bxd6 30.Rxf6+ Kg7 31.g5! h5 32.Rxh5+! Kg6 33.Rf6 Hxe4 34.Dh7+ Rxg5 35.Rxe4+ Kf4 36.Dh4+ og svartur gafst upp enda getur hvítur valið um fjölda vinningsleiða. Er þctta ekki beikon Fundur íöryggismálaráði á skyrtunni þinni? er hér með settur. LJOÐABROT HORFIN ÆSKA Á flugárum þytlausum fló burt mín tíð og fyrr en eg eftir nam taka er ævi mín hálfnuð - eg hrökk við um síð og horfi nú fram og til baka. En þegar mér ljómandi lífsmorgunn hló, hve langt sýndist skeiðið þá vera! Hví hvarfstu, min æska, svo óðfluga þó? Það áttirðu mér ei að gera. Sem ör flýr af álmi, sem elding við skein. Pyrr en augað og hugurinn nemur, í hyldýpi Ránar sem hent væri stein’ þú hvarfst mér og aftur ei kemur. Skjótt hverfur und áranna fallandi fönn vort fjörbragð og lífsblóminn rauði. Frá vöggu til grafar er vart meira’ en spönn, nú vertu minn kennari, dauði. Steingrímur Thorsteinsson. STJÖRNUSPÁ eftir Franccs Drake VATNSBERI Aímælisbarn dagsins: Þú ert upplagður kennari, þar sem þú átt auðvelt með að umgangast aðra og tjá þig svo þeir skilji. Hrútur (21. mars -19. apríl) Það er nauðsynlegt að þú safnir saman öllum fáanleg- um upplýsingum áður en þú gerir upp hug þinn til mála. Það eitt tryggir rétt fram- hald. Naut (20. apríl - 20. maí) Það liggur ekkert á og þú átt á hættu að gera alvarleg mis- tök í öllum þessum hama- gangi. Hægðu á og gefðu þér tíma til að undirbúa fram- kvæmdina. Tvíburar . (21. maí-20.júní) hA Notfærðu þér, hversu auðvelt þú átt með að vingast við fólk. Það kemur sér vel að heyra, hvað aðrir hafa til málanna að leggja og svo má kæra af því! Krabbi (21. júm' - 22. júlí) Þú þarft ekki að gera alla hluti sjálfur. Lærðu að leyfa öðrum að taka til hendinni. Þannig sinnir þú bezt þeim hlutum, sem eru í raun á þinni könnu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Láttu þér ekki detta í hug, að þú kunnir sldl á öllum hlutum. Það er engin minnkun að við- urkenna takmörk sín, heldur þvert á móti þroskamerki. Meyja -3 (23. ágúst - 22. sept.) (BSL Þú þarft að leggja þig veru- lega fram núna svo hlutimir gangi upp. En kvíddu engu! Þú hefur bæði færni og út> hald til þess að klára málin sem bezt. rtv (23. sept. - 22. október) & & Þú hefiir látið vini þína sitja á hakanum að undanförnu. Og sjálfan þig reyndar líka! Taktu þér tíma til að bæta úr þessu. Og það liggur á því. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóv.) Reyndu ekki að kynna hlut- ina öðru vísi en þeir eru. Það mun bara koma þér í koll og hafa neikvæð áhrif, bæði persónuleg og fjárhagsleg. Bogmaður # ^ (22.nóv.-21.des.) ftO Það er engin ástæða til þess að láta sér leiðast. Gríptu til þinna ráða, hlutimir gerast ekki af sjálfu sér. Neyttu svo byrsins meðan hann varir. Steingeit ^ (22. des. -19. janúar) 4BÍP Komdu þér beint að kjama málsins. ÁhejTendur þínir munu meta það við þig og vera fúsari til þess að taka niðurstöður þínar til athug- unar. Vatnsberi f (20. jan. -18. febr.) fcSfó Þú hefur orðið iýrir djúpum áhrifum frá nýjum kunningja. Farðu þér samt hægt í því að gera hans orð að þínum. Kannaðu vandlega alla mála- vexti. Fiskar (19. feb. - 20. mars) >W> Láttu undan þörfinni til þess að tjá þig við aðra. Það getur bjargað miklu fyrir þig og þú átt þá auðveldara með að halda áfram með hreint borð. Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni v/s/ndalegra staðreynda. ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2000 67 NÝ sending Kjólar, dragtir sundbolir Hverfisgötu 50 O Sími 551 5222 Misstu ekki af vandaðri fermingarmyndatöku Gerðu verðsamanburð. Hjá okkur em allar myndimar sem þú færð í myndatökunni stækkaðar og fullunnar. Innifalið í myndatökunni 12 stækkanir 13x18 cm, 2 stækkanir 20x25 cm og ein stækkun 30x40 cm í ramma. Ljósmyndastofan Mynd, sími 565 4207. Ljósmyndastofa Kópavogs, sími 554 3020. PROFESSIONAL.S Andlitskrem og törðunarlína Útsölulok Rýmum fyrir nýjum vörum SVÖTLU Veríð velkomin Kirkjulundi 13, Garðabæ, sími 565 9996. SJALFSDALEIÐSLA MEIRASlTALFSORYGGI EINKATÍMAR/NÁMSKEIÐ sími 6 94 54 94 Ný námskeið hefjast 22. feb. og 8. mars hfe5 (Mleiðslu getur þú sigrast á kyíða og ója&iMgi cg aMð getu þám og tEjá^ggingu á öllun sviðum. Hringdu núna IeiÆeirHrdi: Vi&: í&lsteinsscn, djlplðBliifraðinjrr Er heima best? Flcst slys gera boð á undan sér Hafðu augun opin, finndu slysagildrurnar heima hjá þér og komdu þeim fyrir kattarnef! □ Lausar mottur □ Hál gólf □ Srtúrur, dreglar og þröskuldar □ Lyf og hreinsiefni □ Þungir hlutir sem standa tæpt □ Eggjárn á glámbekk □ llla stillt eða biluð blöndunartæki □ Léleg eða röng lýsing □ Rafhlöðulaus reyksynjari Flest slys verða innan veggja heimilisins. Þar getur þú fækkað slysunum. Gríptu í taumana áður en það verður of seint. Landlæknisembættið Nánari upplýsingar á www.landlaeknir.is Fræðsluauglýsing frá Landlæknisembættinu www.landlaeknir.is AUGIÝSINGADEILD Sími: 569 1111, Bréfsími: 569 1110 Netfang: augl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.